Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 29
MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yf-
irlýsing:
„Við undirrituð sem störfuðum í kjörstjórn á
Akranesi vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi vísum ásökunum Vilhjálms
Egilssonar á bug þar sem hann sakar okkur um
kosningasvindl. Í viðtali við Morgunblaðið í gær
segir Vilhjálmur m.a.:
„Svo gerðist það að þegar utankjörstaða-
atkvæðagreiðslunni var lokið á Akranesi rifu þeir
upp alla atkvæðaseðlana og sturtuðu öllum at-
kvæðunum í pott, sem er aldrei gert og þrátt fyr-
ir skýr fyrirmæli um annað.“
Þetta eru hrein ósannindi í Vilhjálmi. Þegar
kjörstað var lokað fórum við í að stemma af þann
fjölda sem kaus og bera saman við fjölda kjör-
seðla sem við fengum. Þegar ljóst var að allt
stemmdi og búið var að ógilda þau atkvæði sem
beðið var um opnuðum við ytra umslagið og sett-
um ómerkta umslagið með atkvæðaseðlinum í
kjörkassann eins og lög og reglur kveða á um og
gert er í öllum kosningum, til alþingis og sveit-
arstjórna.
Það má einnig geta þess að það var mál þeirra
sem stóðu að talningunni í Borgarnesi að Akra-
nes hefði verið eini staðurinn í kjördæminu sem
skilaði inn kjörgögnun og kjörskrá með fullnægj-
andi hætti.
Það kom fram í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag
að ekki hefði verið hægt að byrja að telja strax
vegna atkvæða frá Akranesi. Þetta er líka lygi
þar sem kjörgögn frá Bolungarvík og Ísafirði
voru þannig að ekki stemmdi. Ekki hafði verið
merkt við í kjörskrá og í ljós kom að þar hafði
fólk kosið sem ekki hafði til þess heimild. Því
hefði átt að ógilda þau atkvæði en það var hins
vegar ekki gert.
Við getum ekki setið undir þessum ásökunum
öllu lengur. Upp kom ágreiningur um fram-
kvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar og
Akurnesingar voru þeir einu sem viðurkenndu
mistök og leiðréttu þau. Síðan var haldinn fundur
með fulltrúum allra frambjóðenda og gert sam-
komulag um að málinu væri þar með lokið. Fram-
bjóðendur hafa ekki staðið við það samkomulag. Í
viðtali við Vilhjálm á mbl.is á fimmtudaginn kem-
ur m.a. eftirfarandi fram:
„Að hans sögn verða engin eftirmál af hans
hálfu vegna þessa máls: „Þetta var leiðrétt. Ég er
ekki að álasa mönnum og reikna með því að þeir
hafi gert þetta í góðri trú en það verða að gilda
sömu reglur fyrir alla …““
Eins og Vilhjálmur viðurkenndi í fréttum í gær
og fram kemur í Fréttablaðinu í dag var utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslan framkvæmd með
sama hætti og á Akranesi um allt kjördæmið án
þess að atkvæði hefðu verið gerð ógild annars
staðar. Því er ljóst að ekki gilda sömu reglur fyr-
ir alla.
Auk þess má benda á ýmsa aðra annmarka á
framkvæmd prófkjörsins. M.a. ófullnægjandi
kjörskrár þar sem erlendir ríkisborgarar, sem
væntanlega hafa ekki kosningarétt í vor, voru á
skránum. Ekki hefur verið gerð athugun á því
hvort þeim var heimilt að kjósa né hversu margir
þeirra kusu.
Kjörstjórn Akraness vísar því algerlega á bug
að hún hafi staðið óeðlilega að meðferð kjörgagna
og framkvæmd kosninganna eins og Vilhjálmur
heldur fram.
Akranesi 13. nóvember 2002.
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
Axel Axelsson
Valdimar Axelsson
Benedikt Jónmundarson
Herdís Þórðardóttir.“
Yfirlýsing frá
undirkjörstjórn
á Akranesi
Morgunblaðið/RAX
ikt
na í
Jóhann Kjartansson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi, lokar að fundarmönnum, sem samþykktu ein-
róma yfirlýsingu um þremur klukkustundum síðar.
Kjörnefndarmennirnir Jónas Guðmundsson, Grétar Pálsson og Gunnar Sigurðsson voru alvarlegir eins og aðrir á fundum
dagsins og höfðu um nóg að hugsa enda þurfti að leysa erfiða deilu. Það tókst með sameiginlegri og ágreiningslausri nið-
urstöðu, en til fundanna var boðað til að viðra öll sjónarmið og fara vel í gegnum þau.
Valgarð Halldórsson, framkvæmdastjóri
prófkjörsins, og áréttaði að fundurinn hefði
verið góður.
Niðurstöður prófkjörsins standa
Þórólfur Halldórsson, formaður kjördæm-
isráðsins, sagði að niðurstaðan væri afskap-
lega ánægjuleg. „Við komumst að sameig-
inlegri niðurstöðu og hún er ágreiningslaus.“
Með hliðsjón af því að farið hefði verið yfir
málið í heild sinni taldi Þórólfur að ekki hefði
farið mikill tími í fundi dagsins. „Til fund-
arins var boðað til að viðra öll sjónarmið og
fara vel í gegnum þau. Það er mikilvægt fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og framboð hans í kjör-
dæminu að menn nái góðri samstöðu um
hlutina, sérstaklega í ljósi þess sem á undan
er gengið.“
Þórólfur sagðist ekkert hafa um yfirlýs-
ingu frá undirkjörstjórn á Akranesi að segja.
Hún hefði verið lesin upp áður en samþykkt
fundarins hefði verið gerð og ekki breytt
neinu í því sambandi. Hann segist vona að
prófkjörsdeilan hafi ekki neikvæðar afleið-
ingar, en nauðsynlegt hafi verið talið að end-
urtelja atkvæðin í prófkjörinu í ljósi allra að-
stæðna til að eyða þeirri tortryggni sem
kunni að hafa verið til staðar. „Við erum að
reyna að draga úr þeim neikvæðu áhrifum
sem þetta kann að hafa haft á framboð Sjálf-
stæðisflokksins í kjördæminu. Nú blasir ekk-
ert annað við en að taka kúrsinn á kosning-
arnar í vor.“
Hefði komið upp ágreiningur í kjörstjórn-
inni hefði þurft að vísa honum til stjórnar
kjördæmisráðsins, en til þess kom ekki.
„Þetta er þannig í Sjálfstæðisflokknum að
þar eru menn óhræddir við að skiptast á
skoðunum en menn bera líka gæfu til þess að
komast að niðurstöðu. Það er mergurinn
málsins,“ segir Þórólfur og leggur áherslu á
að í lok janúar verði síðan tekin endanleg
ákvörðun um framboðslistann. Hann segir að
það standi óbreytt að Vilhjálmur Egilsson al-
þingismaður hafi áunnið sér 5. sætið í próf-
kjörinu og eigi rétt á því, kjósi hann að taka
það. „Það er á hans valdi,“ segir hann og
bætir við: „Aðalatriðið er það að við látum
niðurstöður prófkjörsins standa.“
gögnum og kjörskrá með fullnægjandi hætti
væri ekki rétt. „Ég hef ekki verið með neinar
ásakanir á hendur mönnum en geri þá kröfu
að framkvæmdin sé rétt og það sé rétt að
henni staðið,“ sagði hann og bætti við að ver-
ið væri að vinna eftir ákveðinni sáttaleið í
málinu. „Við leggjum okkur að sjálfsögðu
fram í því.“
Þriðja lotan var sameiginlegur fundur
stjórnar kjördæmisráðsins og kjörnefndar,
þar sem yfirlýsing kjörnefndar var kynnt, og
virtust menn koma ánægðir út af þeim fundi.
„Ég styð yfirlýsingu kjörnefndar heilshugar,“
sagði
nblaðið að mikilvægt væri að taka á vand-
num heima fyrir frekar en að vísa deilunni
l miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins og gaf til
ynna að hugsanlega þyrfti að kjósa aftur.
Hann sagðist virða niðurstöðu kjörnefndar og
ótt farið yrði yfir málið heima í héraði væri
að tillaga kjörnefndar sem yrði lögð fyrir
jördæmisráðsþingið í janúar.
Ágúst Þór sagði að yfirlýsing undirkjör-
tjórnar á Akranesi væri afar klaufaleg
egna þess að atriði í henni væru ekki sann-
eikanum samkvæmt og nefndi í því sambandi
ð sú staðhæfing að Akranes hefði verið eini
taður kjördæmisins sem skilaði inn kjör-
á kosningarnar
prófkjörinu í næstu 1–3 vikum fyrir fyrsta
prófkjörsdag, eftir nánari ákvörðun kjör-
nefndar, og þá á sérstökum kjörstað (kjör-
stöðum) innan eða utan kjördæmis, sem hún
hefur opinn í þessu skyni.“
Fram hefur komið í fjölmiðlum að „mis-
skilningur“ hafi orðið milli manna og að menn
hafi talið að heimilt væri að fara með kjör-
gögn af kjörstað. Í prófkjörsreglunum er að
finna ákvæði sem virðist sett beinlínis til að
koma í veg fyrir misskilning um hvaða reglur
gildi, en í 4.gr. segir: „Frambjóðendum til
prófkjörs skulu afhentar prófkjörsreglur og
starfsreglur þingflokks Sjálfstæðisflokksins
og undirrita yfirlýsingu þess efnis, að þeir
hafi kynnt sér reglurnar og muni fara eftir
þeim.“
Ekki er tekið sérstaklega fram að kjör-
stjórn og þeir sem sjá um utankjörstaða-
atkvæðagreiðslu eigi að kynna sér reglurnar,
en ganga verður út frá því að það beri þeim að
gera.
atkvæði. Samkvæmt mannfjöldatölum Hag-
stofu Íslands virðist íbúafjöldi í Norðvest-
urkjördæminu vera svipaður núna og hann
var árið 1999 þegar síðustu alþingiskosningar
fóru fram. Fækkað hefur á Vestfjörðum og
Norðurlandi vestra, en aftur á móti hefur
fjölgað á Vesturlandi.
Skýrar prófkjörsreglur
hjá Sjálfstæðisflokknum
Sjálfstæðisflokkurinn hefur mjög skýrar
prófkjörsreglur sem eru samræmdar fyrir öll
kjördæmi landsins. Reglurnar má m.a. finna á
heimasíðu Sjálfstæðisflokksins.
Ekki er í reglunum að finna heimild fyrir
því að farið sé með kjörgögn í fyrirtæki eða á
heimili manna. Þvert á móti verður ekki ann-
að skilið af 6. gr. en þetta sé bannað. Þar seg-
r: „Heimilt er kjörnefnd að ákveða, að þeim,
sem atkvæðisrétt eiga í prófkjöri og gera ráð
fyrir að verða að heiman auglýsta próf-
kjörsdaga, sé leyfilegt að greiða atkvæði í
eiddu atkvæði
kosningum
„Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi harmar þá
ágalla sem fram komu við fram-
kvæmd prófkjörs flokksins í kjör-
dæminu og samþykkir að kjör-
gögn verði yfirfarin og atkvæði
endurtalin.
Kjörnefnd samþykkir að leggja
niðurstöðu prófkjörsins til grund-
vallar við gerð tillögu til kjördæm-
isráðs um framboðslista flokksins
til næstu alþingiskosninga.“
Yfirlýsing
kjörnefndar
Morgunblaðið/RAX
Kjartansson og Kristinn Jónasson koma að Staðarflöt í gær.