Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 33 Í GALLERÍI i8 – undir stiganum sýnir Þuríður Sigurðardóttir vegg- mynd gerða með olíulitum. Þuríður útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 úr málaradeild og hefur unnið að listmálun síðan. Hún er ein af sex umsjónarmönnum „Opna gall- erísins“, en það er farandgallerí, sem hingað til hefur einskorðast við miðbæ Reykjavíkur, þar sem sýning- ar eða réttara sagt sýningaropnanir eru haldnar einu sinni í mánuði. Þær eru aldrei í sama húsnæðinu heldur finna aðstandendur nýtt rými sem stendur autt til að hýsa hverja sýn- ingu fyrir sig. Sýningarnar standa svo í einn dag og er þátttaka opin öllum listamönnum sem vilja koma verkum sínum á framfæri. Opna galleríið er því vettvangur sem listnemar og lista- menn sem hafa nýlega lokið námi leita gjarnan í. Svipað er að segja um sýningarrýmið undir stiganum í i8, en þar eru ungir og efnilegir myndlist- armenn kynntir að vali Dorothée Kirch, rekstrarstjóra gallerís i8. Undir stiganum er lítið og þröngt rými sem vandasamt er að vinna í. Flestir sem þar hafa sýnt hafa þó leyst verkefnið með prýði og er Þur- íður engin undantekning á því. Þur- íður málar veggina dökka eða myrka og neðst á veggfletinum er sjálfs- mynd listakonunnar þar sem hún príl- ar vegg og er í þann mund að komast yfir hann. Efnistökin eru í anda popp- raunsæis, sem er frekar kaldlegt raunsæi, sem listakonur á borð við Karin Kneffel og Lisa Milnroy hafa tileinkað sér með góðum árangri. Myndefnið má túlka á margvíslegan hátt og kýs ég að skoða það út frá til- raunum listakonunnar til að skapa vettvang fyrir sig og aðra myndlist- armenn sem eru að hefja listferil sinn. Út frá því sjónarhorni getur veggur- inn verið táknmynd fyrir hindranir sem ungir myndlistarmenn standa frammi fyrir þegar þeir vilja komast að í viðurkenndum sýningarsölum, eins og t.d. aðalsýningarrými i8, þar sem listamenn sem þegar hafa sannað sig eiga greiðari aðgang. Veggurinn getur líka táknað persónulegar hindr- anir sem myndlistarmaður þarf að klífa, svo sem vantraust á sjálfan sig eða ótti við höfnun. Og ekki má gleyma veggnum sem listamaðurinn þarf að komast yfir, eða brjóta, til að ná til listneytandans. Svo er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að veggurinn hafi ekkert með táknmyndir að gera og sé einfaldlega niðurstaða listakon- unnar á því hvernig hún geti best unnið veggmynd í þröngt rýmið. Þannig er það með myndlistina að áhorfendunum er líka gefinn kostur á að skapa listaverkið. Táknrænn veggur Veggmynd Þuríðar Sigurðardóttur undir stiganum í i8. MYNDLIST Gallerí i8 – undir stiganum Opnunartími gallerísins er frá kl. 13–17 alla daga nema mánudaga. Sýningin er til 23. nóvember. VEGGMÁLVERK ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Jón B. K. Ransu LEIKDEILD Umf. Íslendings í Borgarfirði frumsýnir leikritið Taktu lagið Lóa annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 21 í Brún í Bæjarsveit. Leikritið er eftir Jim Cartwright. Taktu lagið Lóa var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 1994 en það hefur ekki verið sett upp hjá ís- lensku áhugaleikhúsi áður. „Það má teljast mikil áskorun fyrir lítið leikfélag á landsbyggðinni að takast á við svo vandasamt verk sem þetta. Verkið gerir miklar kröfur til leikara, ljósa- manna og annarra sem koma að uppsetningu sýningarinnar. Þó svo að leikritið sé ekki mann- margt þá er ögrunin mikil að takast á við svo krefjandi verk,“ segir Guðlaug Erla Gunnars- dóttir einn aðstandenda sýning- arinnar. Leikarar í sýningunni eru sex og eru þeir flestir í veigamiklum hlutverkum. Fjög- urra manna hljómsveit spilar undir á sýningum. Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson og er þetta í fyrsta sinn sem hann leikstýrir áhugamanna- félagi á landsbyggðinni en áður hefur hann sett upp þrjú verk með framhaldsskólum á höfuð- borgarsvæðinu. Guðmundur er borinn og barnfæddur í Reyk- holtsdal. Næstu sýningar eru á sunnu- dag, miðvikudag og föstudag kl. 21. Taktu lagið Lóa sýnt í Brún alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.