Morgunblaðið - 14.11.2002, Síða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 35
sérsniðin innheimtulausn
MEISTARINN.IS
Borgartúni 28, 562 2901
www.ef.is
OSO
hitakútar
úr ryðfríu stáli
30 ára frábær reynsla á
þúsundum íslenskra heimila
30/50/100/120/200 eða 300 lítra
Blöndunar- og öryggisloki fylgir
20% orkusparnaður
Hagstætt verð
ISO 90
02
Frábæ
r endi
ng!
AÐ UNDANFÖRNU hafa fjöl-
miðlar gert grein fyrir niðurstöðum
þriggja kannana sem fræðsluyfir-
völd í borginni létu framkvæma á
síðasta skólaári. Í þeim koma m.a.
fram þau gleðilegu tíðindi að for-
eldrar eru almennt ánægðir með
skóla barna sinna og viðmót kenn-
ara. Þá mun stærstum hluta nem-
enda í 5.-10. bekk líða vel í skól-
anum og starfsfólk skólanna lýsir
þeim vilja sínum að veita góða þjón-
ustu og leggja sig fram í starfi.
Átaksverkefni
gegn einelti
Könnun sem ber yfirskriftina
„Börnin í borginni“ sýnir hins vegar
einnig að nemendur hafa áhyggjur
af einelti í skóla. Um fjórðungur
nemenda á miðstigi og 17% nem-
enda á unglingastigi telja það al-
gengt að einhver sé tekinn fyrir inn-
an bekkjarins og lagður í einelti. Í
ljósi þessa hafa fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins í fræðsluráði óskað eftir
ítarlegum upplýsingum um stöðu
átaksverkefnis gegn einelti í skólum
borgarinnar. Átaksverkefnið er
samstarfsverkefni menntamála-
ráðuneytis, Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Kennarasambands
Íslands. Forsögu verkefnisins má
rekja til niðurstöðu rannsóknar um
umfang og eðli eineltis í íslenskum
grunnskólum. Þar kom fram að
ýmsu væri ábótavant í skólunum
hvað varðaði boðleiðir og hvernig
tekið væri á vandamálinu. Rann-
sóknarstofnun uppeldis- og mennta-
mála vann síðan framhaldsrann-
sókn um úrræði skóla við lausn á
eineltisvandamálum. Hún leiddi í
ljós að kennarar finna til kvíða og
óöryggis gagnvart einelti og þeir
telji sig vanbúna til þess að takast á
við vandamálið. Fyrst og fremst
kenndu þeir um tímaskorti og van-
þekkingu. Þeir bentu hins vegar á
að auka þyrfti samvinnu starfsfólks
innan skólanna og fræðslu til barna
um skyldur þeirra hvert gagnvart
öðru. Samráðsnefnd um grunnskóla
ákvað í kjölfarið að skipa starfshóp
um einelti og lagði hann til að tekn-
ar yrðu upp hugmyndir og fram-
kvæmdaáætlun sem kenndar eru
við Dan Olweus en hann er sænskur
og prófessor við Háskólann í Björg-
vin. Aðferðir hans hafa þegar skilað
góðum árangri í Noregi og fleiri
löndum. Menntamálaráðuneytið
efndi til málþings fyrir ári sem bar
yfirskriftina „Aðgerðir gegn einelti
í grunnskólum“ og var Dan Olweus
aðalfyrirlesarinn. Þar talaði einnig
Stefán Karl Stefánsson leikari sem
hefur verið ötull talsmaður barátt-
unnar gegn einelti og er óskandi að
skólayfirvöld gangi til frekara sam-
starfs við hann. Menntamálaráðu-
neytið auglýsti síðan eftir skólum
sem vildu vera móðurskólar í átaki
gegn einelti en átakið hefst um
næstu áramót og stendur í eitt og
hálft ár. Í Reykjavík eru 5 móður-
skólar sem síðan eru ráðgefandi
fyrir tvo aðra skóla í nágrenni við
sig. Hver skóli á að setja sér að-
gerðaráætlun gegn einelti í skólan-
um. Mikilvægt er að Reykjavíkur-
borg og þá sérstaklega fræðsluráð
og Fræðslumiðstöð veiti skólunum
þann stuðning sem þeir þurfa til
verkefnisins og fylgi því vel eftir.
„Stressaðir kennarar“
Samkvæmt niðurstöðum vinnu-
staðagreiningar meðal starfsfólks
skólanna eru kennarar ánægðir
með vinnustaðina sína en óánægðir
með Reykjavíkurborg sem vinnu-
veitanda. Niðurstöðurnar leiða í ljós
að mikið álag er á kennurum og eru
sífellt gerðar til þeirra auknar kröf-
ur. Þess vegna hafa fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins í fræðsluráði farið
fram á að starfsfólk Fræðslumið-
stöðvar yfirfari vinnuskýrslur kenn-
ara í grunnskólum Reykjavíkur
með tilliti til vinnuálags og undir-
búningstíma þeirra og skili færðslu-
ráði greinargerð í kjölfarið. Vinnu-
skýrslur kennara eru einu opinberu
gögnin sem geta gefið þessar vís-
bendingar en samkvæmt kjara-
samningi fyrir grunnskóla er það
skólastjóri sem ráðstafar vinnu
kennara til þeirra faglegu starfa og
verkefna sem grunnskólinn kallar á.
Þó að niðurgreidd líkamsrækt sé
góðra gjalda verð er nauðsynlegt að
huga að fyrirkomulagi vinnunnar.
Skólastjórar hafa nú aukið vald yfir
vinnu kennara og það er t.a.m. í
þeirra höndum að gæta þess að þeir
hafi nægan undirbúningstíma.
Hlutverk fræðsluráðs
Fræðsluráð, sem er skólanefnd
Reykjavíkurborgar, á samkvæmt
12. gr. laga nr. 66/1995 um grunn-
skóla að fylgjast með framkvæmd
náms og kennslu í skólahverfinu/
Reykjavík. Samkvæmt starfsáætl-
un á Fræðslumiðstöð m.a. að afla
gagna til að meta afrakstur og gæði
skólastarfs og undirbyggja stefnu-
mótun. Þá á Fræðslumiðstöð að
veita skólunum ráðgjöf um fjármál,
kjarasamninga og vinnurétt. Eitt
meginmarkmiða samninganefnda
launanefndar sveitarfélaga og
Kennarsambands Íslands var að
draga úr miðstýringaráhrifum
kjarasamningsins og auka mögu-
leika sveitarfélags, skólastjórnenda
og kennara til að skipuleggja skóla-
starfið út frá forsendum hvers skóla
í því skyni að auka fjölbreytni í
skólastarfi. Það ætti því enginn að
velkjast í vafa um það að pólitískt
kjörnir fulltrúar í fræðsluráði
Reykjavíkur hafa skyldum að gegna
varðandi eftirlit við framkvæmd
skólahaldsins og er því mikilvægt
að þeir axli þá ábyrgð. Hins vegar
má draga í efa að núverandi skipu-
lag skólamála sé til þess fallið að
auðvelda þeim yfirsýnina sem er
samofin eftirlitshlutverkinu og
rennir enn frekar stoðum undir það
að Reykjavík verði skipt í skóla-
hverfi.
Átak gegn ein-
elti og stressi
Eftir Guðrúnu Ebbu
Ólafsdóttur
„Mikið álag
er á kenn-
urum og eru
sífellt gerð-
ar til þeirra
auknar kröfur.“
Höfundur er borgarfulltrúi og
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
fræðsluráði.
Á SELTJARNARNESI er starf-
andi samráðshópur um áfengis- og
vímuvarnir frá 1995 og var með í
átakinu „Ísland án eiturlyfja 1998–
2002“ undir slagorðinu „Stillum okk-
ur saman“. Nú þegar líður að lokum
þessa átaks þykir við hæfi að líta yfir
farinn veg og finna leiðir til að halda
áfram í virkri baráttu um forvarnir.
Átak var gert í skólanum sem borið
hefur árangur. Það sýndi sig m.a. í
könnun sem Rannsóknir og greining
gerðu árið 1999 með því að spyrja um
ölvun síðustu 30 daga hjá 10. bekk-
ingum. Í ljós kom að 34,4% aðspurðra
nemenda að meðaltali á landinu höfðu
orðið ölvuð, miðað við 12% nemenda á
Seltjarnarnesi. Í fyrra var 10. bekkur
í Valhúsaskóla vel samstilltur hópur
og fékk mikið lof frá kennurum og
öðrum þeim sem þekktu hópinn og
unnu með honum s.s. vinnuskóla, fé-
lagsmiðstöð og íþróttaþjálfurum. Það
er ánægjulegt að vera á fundum og
heyra alla þá, sem unnu með þessum
krökkum, keppast um að lofa þau
hvert í kapp við annað. Sama er að
segja um þá krakka sem hófu nám í
10. bekk nú í haust. Hafa þeir fengið
hrós kennara og annarra. Mikil
áhersla er lögð á að foreldrar standi
saman um útivistarreglur. Útivistar-
samningur Heimilis og skóla nýtist
vel.
Fyrir fimm árum var í gangi sér-
stök umræða með kennurum Val-
húsaskóla um að þeir létu foreldra
vita ef þeir vissu um reykingar eða
áfengisneyslu nemendanna. Mikið
var rætt hvort kennarar misstu
traust nemenda sinna ef þeir „kjöft-
uðu“ frá. Umræðan var þörf og á
fundi með foreldrum voru þeir spurð-
ir hvort þeir vildu að kennarar segðu
þeim ef þeir vissu eða þá grunaði að
nemandi væri byrjaður að reykja eða
drekka. Það kom í ljós að langflestir
sögðust vilja fá að vita um grunsemd-
ir eða vissu annarra um hvort barn
þeirra væri e.t.v. í neyslu. Í dag vefst
það lítið fyrir kennurum að láta vita.
Valhúsaskóli hefur verið með í
Maríta-prógramminu með lögregl-
unni og foreldrafélagið hefur verið
duglegt að fá fræðslu um uppeldismál
og forvarnir. Fyrir nokkrum árum
var rætt um hvort foreldrar ættu að
kaupa áfengi fyrir unglingana sína og
sumum fannst það skárra en að ung-
lingarnir keyptu einhverja ólyfjan.
Nú heyrast ekki þær vangaveltur. Við
verðum að vera samkvæm sjálfum
okkur ef við viljum ekki að börnin
okkar verði vímuefnaneyslu að bráð.
Við leyfum þeim ekki að drekka
áfengi.
Í október sl. var haldin vímuvarn-
arvika með ýmsum uppákomum og
bar þar hæst útvarp EBBI, en nem-
endur í Valhúsaskóla önnuðust út-
sendingarnar með miklum ágætum.
Þar útvörpuðu þeir m.a. ýmsum fróð-
leik um vímuvarnarmál sem bar
þekkingu þeirra á málefninu gott
vitni.
Nú þegar átakinu Ísland án eitur-
lyfja er lokið er mikilvægt að sofna
ekki á verðinum. Á meðan til eru ung-
lingar sem neyta vímuefna verðum
við að finna leiðir til að sporna við því.
E.t.v. eru einhverjir orðnir þreyttir á
áróðrinum og vilja heyra eitthvað
nýtt um forvarnir. Finnum leið til að
halda áfram, allt er gott sem virkar í
baráttunni gegn unglingadrykkju.
Árangur vímu-
varnarátaks
Eftir Sigrúnu Hvanndal
Magnúsdóttur
Höfundur er félagsráðgjafi og
forvarnarfulltrúi Seltjarnarness.
„Nú þegar
átakinu Ís-
land án eit-
urlyfja er
lokið er mik-
ilvægt að sofna ekki á
verðinum.“
SMÁGREIN mín í Morgun-
blaðinu laugardaginn 9. nóvember
undir fyrirsögninni „Víst var hún
sviðsett“ virðist hafa komið við
kaun Magnúsar Hafsteinssonar
fréttamanns ef marka má svar frá
honum í blaðinu í gær. Það var þó
ekki ætlun mín. Ég var einfaldlega
að benda á augljós atriði sem
koma við sögu dómsmáls Magnús-
ar gegn sjávarútvegsráðherra og
snerta notkun ráðherrans á orðinu
„sviðsett“ um frétt Magnúsar og
sjónvarpsmynd af brottkasti afla
um borð í fiskiskipi. Hafa verður
örfá orð um grein Magnúsar.
Magnús telur mig ekki hafa
kynnt mér gögnin sem lágu fyrir í
dóminum. Það er rétt hjá honum.
Ég las bara dóminn sjálfan. Ég var
líka bara að fjalla um forsendur
hans. Staðreyndirnar sem grein-
arkorn mitt byggðist á koma skýrt
fram í þeim. Þessar staðreyndir
voru ekki einu sinni umdeildar í
málinu. Þær eru: 1. Magnús fór í
sjóferðina í því skyni að mynda
ólöglegt brottkast afla (hann eyðir
reyndar nokkru rými svargreinar
sinnar í að staðfesta þetta) og 2.
skipstjóranum og áhöfninni var
kunnugt um nærveru myndavélar-
innar, þegar lögbrotið var framið.
Svo notaði ég lögfræðihugtakið
ásetningur og sagði að ásetningur
þeirra hefði lotið að því að láta
taka af sér mynd við iðju sína. Til
þess að fullyrða þetta er nóg að
vita að áhöfnin vissi af upptökuvél-
unum þegar aflanum var kastað
fyrir borð.
Á þessum einföldu og óum-
deildu staðreyndum byggðist
ályktun greinar minnar um að vel
hafi mátt nota orðið sviðsett um
frétt sem svona háttaði um. Skýrði
ég það með dæmi af manni sem
æki gegn rauðu ljósi yfir gatna-
mót.
Magnús fréttamaður velur sér
stóryrði til afnota í málsvörn sinni
gegn hinu sakleysislega greinar-
korni mínu. Hann segir mig meðal
annars saka sig um fréttafölsun og
les inn í orð mín ásökun um að
hann hafi látið tíu menn, sem hann
þekki ekki, fara með leikrit fyrir
myndavélina. Hann segir mig svo
hafa vegið að dómara málsins með
órökstuddum dylgjum! Af þessu
tilefnislausa orðfæri fréttamanns-
ins dreg ég þá ályktun, að greinin
mín litla hafi hitt naglann beint á
höfuðið. Kannski eiga stóryrði
hans líka skýringu í því, að hann
segist nú hyggja á framboð til Al-
þingis fyrir Frjálslynda flokkinn.
Ef marka má grein hans verður
ekki betur séð en hann uppfylli öll
þekkt skilyrði fyrir því, að sá
draumur geti orðið að veruleika.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Kaun
fréttamanns
Höfundur er prófessor við
lagadeild Háskólans í Reykjavík.