Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Enn vegurinn hingað, heilladrengur, hann sem enginn til baka gengur, hann sem ávallt á enda hér og einmitt nú undir fótum þér. Lífshlaup Hjalta réðst af uppruna hans af styrkum bændaættum, náms- og starfsferli hans í þjónustu bænda. Eitt leiðir af öðru. Hann laðaðist að hestum og hestamennsku. Um hann safnaðist hópur manna og kvenna sama sinnis. Af því spruttu árlegar hestaferðir. Minningar úr hesta- ferðum og samverustundum voru festar á filmur og búa í ánægjulegum minningabanka hugans. Það kom eft- irminnilega í ljós, þegar Hjalti á 79 ára afmælisdegi í fyrra kallaði saman hóp af gömlum ferðafélögum til að rifja upp þessar minningar með líf- HJALTI PÁLSSON ✝ Hjalti Pálssonfæddist á Hólum í Hjaltadal 1. nóvem- ber 1922. Hann lést í Reykjavík 24. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 1. nóvember. legri samverustund. Vináttutengsl skap- ast með margvíslegum hætti. Kunningsskapur Hjalta og Eggerts, manns Bjargar, leiddi til þess að þau hófu hestamennsku með Hjalta. Sá kunningja- vinskapur þróaðist um árabil í nána vináttu og samvistir við Hjalta og Ingu konu hans. Með vináttuböndum við Björgu hlaut Skúli vináttutengsl við Hjalta og Ingu. Hér skal minnst síðasta sumars. Hjalti og Inga dvöldu hjá okkur eina helgi í sumarbústað á Flúðum. Þar urðu minnisverðar samvistir. Hjalti skýrði frá því, að hann væri að selja gæðinga sína með eftirsjá og söknuði. Því fylgdu sögur um fyrri samvistir við þessa vini. Á síðsumri nutum við helgardvalar hjá þeim Hjalta og Ingu í sumarbú- stað þeirra í Lundarreykjadal. Í kvöldkyrrðinni við arineld var ljós hin milda væntumþykja þeirra hjóna og gagnkvæm umhyggja vegna veik- leika þeirra beggja. Nýkomnum kunningja var slíkt ljúf upplifun og sannindi um mannkosti þeirra beggja. Enn nutum við frásagnargáfu Hjalta og heilbrigðs hugsunarháttar. Í girðingu við sumarhúsið voru tveir hestar, grár og rauður, eins og fyrstu hestar Hjalta. Þegar þetta er skrifað er sem mað- ur heyri Hjalta hugsa með orðum Jó- hannesar úr Kötlum: Minn rauði vinur: Þig ég átti ungan er æska söng í takti fóta þinna þitt sæla tölt var sálar minnar vagga og sviti þinn var lífdögg óska minna. Við sendum ykkur börnum og barnabörnum Hjalta hugheilar sam- úðarkveðjur. Kæra Inga, með þér minnumst við góðs drengs og tryggs vinar. Björg Valgeirsdóttir, Skúli H. Norðdahl. Góður Guð. – Nú er aldavinur minn Hjalti Pálsson kominn til þín undir þinn verndarvæng. Ég veit að þú hef- ur tekið vel á móti honum því hann á það skilið. Ég treysti því einnig að þú hafir til afnota fyrir hann töltgenginn gæðafák sem förunaut í nýjum heim- kynnum. Allt frá því að leiðir okkar Hjalta tengdust í Chicago árið 1946 og frá því að við báðir hófum störf hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga 1948 hefur vinátta okkar haldist í traustum böndum – og eflst með árunum þrátt fyrir langa búsetu mína í Vestur- heimi. Hjalti og Ingigerður heimsóttu okkur Sigríði konu mína oft þegar Þegar hallar að hausti og laufin taka að falla af trjánum og skuggarnir að lengjast, berst okkur alveg að óvörum að Steindór Ágústsson, vinnufélagi til margra ára, hafi kvatt þennan heim. Það er eitt, sem við eigum öruggt í þessu jarðlífi og það er að einhvern- tímann verðum við að skila því aftur, en þrátt fyrir þessa vissu kemur dauðinn okkur alltaf jafnmikið á óvart. Steindór kom til starfa með okkur árið 1976 og starfaði til ársins 1997 eða liðlega 20 ár. Á svo löngum tíma er margt sem kemur uppá og margs að minnast, sem menn geyma í minn- ingunni hver fyrir sig. Steindór kom sér alls staðar vel, STEINDÓR ÁGÚSTSSON ✝ Steindór Ágústs-son fæddist 26. október 1933. Hann lést á sjúkrahúsi í Las Palmas á Kan- aríeyjum 13. septem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð 1. október í kyrrþey að ósk hins látna. var hress og málglaður og sagði skemmtilega frá og jafnvel lék fjöl- margar sögur, sem hann hafði á takteinum af hinum ævintýralega lífsferli sínum. Þó Steindór væri sögu- glaður og hefði kynnst fjölda manna lagði hann aldrei illt til nokk- urs manns eða talaði illa um samferðafólk sitt. Hann var mikill sól- dýrkandi og fór um langt árabil í sumarfrí í sólina og vakti það hjá honum draum að eyða ellinni í sólarparadís. Þegar hann varð 64 ára lét hann drauminn verða að veruleika og fluttist alfar- inn til Kanaríeyja og bjó á Ensku ströndinni þar til yfir lauk. Því miður áttum við vinnufélagar hans ekki kost á að fylga honum síð- asta spölinn, en sendum dætrum hans og öðrum ástvinum okkar sam- úðarkveðjur og kveðjum eins og hann kvaddi gjarnan. Guð blessi þig bróðir. Vinnufélagar á Keflavíkurflugvelli. Hann var leitandi og hugsandi allt frá bernsku. Ein af mínum fyrstu minningum um Helga bróður minn var þegar hann var um það bil 5 ára gamall. Hann sat á Kríukletti niðri í fjöru, það flæddi allt í kring um hann og það varð að koma bátur að sækja hann. Þegar hann var spurður: Af hverju gáðir þú ekki í kring um þig, sástu ekki þegar sjórinn kom? þá sagði hann: Ég var að horfa á Esjuna og kindurnar hinum megin við sjó- inn, mamma hvað er á bak við Esj- una? Og ef þetta var ekki Kríuklett- ur þá get ég engan spurt því þú ert farinn. Þakka þér alla fallegu munina sem ég á frá þér, kæri bróð- ir, ég sakna þín. Sólveig María. HELGI JÓNSSON ✝ Helgi Jónsson vélhönnuðurfæddist í Reykjavík 24. sept- ember 1923. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu á Seltjarn- arnesi 23. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 29. október. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, GESTUR JÓNSSON loftskeytamaður, Ljósheimum 18a, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 15. nóvember kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Þóra Þorgrímsdóttir, Heiða Sigurrós Gestsdóttir, Stefán Þór Magnússon, Svanur Þór Stefánsson, Gestur Magnús Stefánsson, Inga Sigríður Gestsdóttir, Gerða S. Jónsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN Á. JÓHANNSSON, Hólabraut 7, Skagaströnd, verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju föstu- daginn 15. nóvember kl. 14.00. Guðný Finnsdóttir, Ingibjörg Kristinsdóttir, Jón B. Gunnarsson, Óskar Þór Kristinsson, Finnur Kristinsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Guðbjörg Kristinsdóttir, Þórarinn Grétarsson, Guðrún Hrönn Kristinsdóttir, Magni Sigurhansson, Guðrún Rebekka Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Borgarbraut 22, Stykkishólmi, andaðist á St. Fransicussjúkrahúsinu í Stykkishólmi þriðjudaginn 12. nóvember sl. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 16. nóvember kl. 14.00. Sigurður Ágúst Kristjánsson, Kristín Jeremíasdóttir, Magnús Kristjánsson, Lucyana Dybka, Lára Kristjánsdóttir, Duncan Gillies, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BORGÞÓR H. JÓNSSON, Háteigsvegi 38, lést á Landspítala við Hringbraut þriðjudaginn 12. nóvember. Rannveig Árnadóttir, Erna Borgþórsdóttir, Óskar Alvarsson, Rannveig, Borgþór Alex, Margrét Birta og Huginn þór. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, frú ÞÓRNÝ ÞURÍÐUR TÓMASDÓTTIR, Ofanleiti 9, Reykjavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, þriðjudaginn 12. nóvember. Jarðsett verður frá Háteigskirkju fimmtudaginn 21. nóvember kl. 15.00. Jónína Helga Jónsdóttir, Sigmundur Franz Kristjánsson, Tómas Óli Jónsson, Matthildur Helgadóttir, Kjartan Jónsson, Þórunn Elín Tómasdóttir, Ólöf Guðrún Jónsdóttir, Sævar Sigurhansson, barnabörn og barnabarnabörn. www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.