Morgunblaðið - 14.11.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 14.11.2002, Síða 41
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 41 Í dag er Sigurður Örn Steingrímsson prófessor sjötugur að aldri. Hann er fæddur á Hólum í Hjaltadal, sonur Stein- gríms Steinþórssonar fyrrum búnaðarmála- stjóra, alþingismanns og forsætisráðherra Íslands og Guðnýjar Theódóru Sigurðardóttir húsmóð- ur. Sigurður er giftur Guðrúnu Blöndal geð- hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvær dætur, Theódóru Jónu og Elsu Maríu. Áður átti Sigurð- ur Guðrúnu Theódóru, Laufeyju og Sigurð. Að loknu stúdentsprófi frá MR og tónlistarnámi í Reykjavík og Vínarborg, meðal annars hjá Ricardo Odnoposoff, hóf Sigurður nám við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann tók kandídatspróf 1969 og hélt til Svíþjóðar til framhaldsnáms í gamlatestamentisfræðum hjá dr. Helmer Ringgren í Uppsala. Þar að auki stundaði hann nám í assýrískum fræðum, semítískum málum og trúarbragðafræðum. Árið 1977 varði hann doktorsritgerð sína um plágufrásagnirnar í 2. Mósebók. Rit- gerðin var gefin út í Lundi og ber tit- ilinn Vom Zeichen zur Geschichte. Eine literar- und formkritische Unt- ersuchung von Ex 6,28-11,10: CB.OTS 14, Lund [CWK Gleerup] 1979. Á námsárunum í Svíþjóð komst Sigurður Örn í kynni við nýútgefna bók Wolfgangs Richters (1971) um bókmenntafræðilega aðferð við rit- skýringu Biblíunnar. Það er óhætt að fullyrða að Sigurður Örn hafi orðið fyrir miklum áhrifum af sjónarmið- um Richters, enda má greina þau í öllu sem Sigurður hefur skrifað um Gamla testamentið síðan. Sigurður hefur sinnt margskonar rannsóknum á Gamla testamentinu. Það eru ekki síst bókmenntafræðilegar greiningar hans á nokkrum Dav- íðssálmum og spá- mannatextum sem vakið hafa mesta at- hygli. Tvær bækur hafa komið út eftir hann í Þýskalandi, annars vegar rann- sókn á svokallaðri inngangslítúrgíu í Gamla testamentinu (Tor der Gerechtig- keit. Eine literatur- wissenschaftliche Untersuchung der sogenannten Ein- zugsliturgien im Alt- en Testament: Ps 15; 24,3-5; Jes 33,14-16: ATS 22, St. Ottilien [EOS- Verlag] 1984), hins vegar fyrsti hluti rannsókna hans á svonefndri Jes- ajaapókalýpsu (Gottesmahl und Leb- ensspende. Eine literaturwissen- schaftliche Untersuchung von Jes 24,21-23; 25,6-10a: ATS 43, St. Ottil- ien [EOS-Verlag] 1994). Fyrri bókin er það verk Sigurðar sem oftast hef- ur verið vitnað til af gamlatestament- isfræðingum. Óhætt er að fullyrða að þau nýju sjónarmið sem sett eru fram í verkinu hafi verið tekin upp nánast óbreytt í fjölmörgum yngri ritum um efnið. Þar að auki hefur hann skrifað fjölmargar greinar sem birtar hafa verið í virtum fagtímarit- um víðsvegar í Evrópu. Eru þá ónefndar þær fjölmörgu greinar sem birst hafa eftir hann í Orðinu og Kirkjuritinu á Íslandi og allt kennslu- efnið sem ætlað var nemendum. Í gegn um árin hefur hann sótt til Evr- ópu margar ráðstefnur í faginu og haldið fyrirlestra við fjölmarga há- skóla. Sigurður kenndi við nokkra há- skóla í Svíþjóð á námsárunum, meðal annars ritskýringu og hebresku við Uppsalaháskóla (1973–1982) þar sem hann var settur aðjúnkt 1975 og lekt- or 1979. Auk þess kenndi hann trúar- bragðafræði við háskólann í Stokk- hólmi (1979–1985) og Trúarbragða- fræðiskólann í Linköping (1980– 1983). Veturinn 1980–1981 var Sig- urður settur lektor við háskólann í Lundi. Hann var settur prófessor í Gamlatestamentisfræðum við Há- skóla Íslands frá 1985 til 1988. Síðan 1985 hefur hann kennt hebresku við guðfræðideildina á Íslandi, en frá 1996 var hann settur prófessor við deildina. Sigurður Örn var aðalþýð- andi nýrrar útgáfu Hins íslenska Biblíufélags á Gamla testamentinu frá upphafi eða 1988, en þýðingar hans hafa komið út í áföngum í Bibl- íuritum Biblíufélagsins frá 1993. Í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar Arnar var ákveðið að gefa út afmæl- isrit honum til heiðurs hér í Þýska- landi. Það er til marks um þá virð- ingu sem Sigurður nýtur meðal starfsbræðra sinna í Evrópu hversu stór hópur fræðimanna var tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera ritið að veruleika. Meðal þeirra sem skrifa greinar í afmælisritið eru fulltrúar allra Norðurlandanna, þeir Kåre Berge prófessor við Kenn- araháskólann í Bergen, Knud Jeppe- sen prófessor í Aarhus, Stig Norin prófessor í Uppsala, Martti Nissinen lektor við Háskólann í Helsinki, und- irritaður og Jón Ásgeir Sigurvinsson sem fulltrúar nemenda Sigurðar Arnar við Háskóla Íslands. Þá skrifa fjölmargir Þjóðverjar, samferða- menn og vinir Sigurðar, í ritið. Meðal annarra nefni ég Johannes Peter Floss prófessor við Tækniháskólann í Aachen, Walter Gross prófessor í Tübingen, Hubert Irsigler prófessor í Freiburg, Wolfgang Richter pró- fessor í München, Theodor Seidl pró- fessor í Würzburg, Hermann-Josef Stipp prófessor í Mainz auk Gott- frieds Vanonis, prófessor við St. Gabríelháskólann í St. Mödling, Austurríki. Allar greinarnar eru til- einkaðar fræðasviðum afmælis- barnsins. Hinn 26. september sl. var haldin afmælishátíð Sigurði Erni til heiðurs í hátíðarsal Georgianum í München. Hubert Irsigler og undirritaður fluttu ávörp, tónlistarflutning önnuð- ust Rúnar Emilsson píanóleikari, Iv- ana Ivancevic fiðluleikari og Harpa Hallgrímsdóttir, sem söng nokkur ís- lensk lög í tilefni dagsins. Í máli Hu- berts Irsiglers kom meðal annars fram hversu ánægjulegt var að vinna að undirbúningi bókar sem Sigurður hefði sannarlega unnið til. Eftir að honum hafði verið afhent afmælisrit- ið var gengið til veislu í boði sendi- herrans í Berlín, Jóns Egils Egils- sonar. Óhætt er að fullyrða að hátíðin hafi tekist vel í alla staði, í öllu falli kom hún afmælisbarninu skemmti- lega á óvart. Titill afmælisritsins var valinn úr texta sem Sigurður Örn hefur rann- sakað: „Hver fær að stíga á fjall Drottins?“ Davíðssálmur 24.3. (H. Irsigler [Hrsg.], unter Mitarbeit von K. Ólason: Wer darf hinaufsteigen zum Berg JHWHs? Beiträge zu Prophetie und Poesie des Alten Testaments. Festschrift für Sigurður Örn Steingrímsson zum 70. Geburts- tag: ATS 72, St. Ottilien [EOS-Ver- lag] 2002). Verkið var fjármagnað af menntamálaráðherra Íslands, rektor Háskóla Íslands og Hinu íslenska biblíufélagi. Kæri Sigurður. Um leið og ég þakka þér fyrir hönd fjölmargra nemenda þinna, sem skipta þúsund- um í Svíþjóð og hundruðum á Íslandi, fyrir allt það sem við máttum læra af þér vil ég óska þér innilega til ham- ingju með daginn. Við urðum flest fyrir miklum áhrifum af því hversu hugfanginn þú ávallt varst af við- fangsefni þínu og af ástríðunni sem einkenndi alla framsetningu efnisins. Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Ég og Harpa þökk- um þér og fjölskyldu þinni fyrir ánægjuleg kynni og trausta vináttu sem vaxið hefur með hverju ári. Megi Guð gefa þér starfskrafta til að sinna um ókomin ár rannsóknum þínum, áhugamálum og námi(!) af sömu kostgæfni og hingað til. Kristinn Ólason, Freiburg í Breisgau. SIGURÐUR ÖRN STEINGRÍMSSON debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 93 56 11 /2 00 2 NÁTTÚRULEG FEGUR‹ Verið velkomin á Dior viku í Debenhams frá 14.- 21. nóvember Kynntar verða nýjungar haustsins: • Nýju haustlitirnir • Maximeyes maskarinn • Dior Addict ilmurinn • No-Age kremið Með hverjum DIORSKIN farða fylgir gjöf. DIORSKIN Fallegir kaupaukar. Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Borgarbraut 2, lög- regluvarðstofunni, Stykkishólmi, föstudaginn 22. nóvember 2002 kl. 15.00: AX-103 FI-981 GJ-346 KO-539 LV-353 ML-569 P 1070 P 2070 R 2420 R 7424 RS 385 SN-789 Ö 2431 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Snæfellinga, 13. nóvember 2002. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir og Garðar Björgvins- son michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönn- um og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13— 18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA Dáleiðsla Heilsa - hamingja - velgengni Lærðu að „endur- forrita“ undir- meðvitund þína, henda út gömlum gildum og taka inn ný. Árangurs- rík aðferð. Birna Smith, MP. NLP. ráðgjöf, sími 566 7732. FÉLAGSLÍF Landsst. 6002111419 VIII I.O.O.F. 11  18311148½  Fr. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Prédikun: G. Theodór Birgisson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is UPPBOÐ Í kvöld kl. 20.00: Lofgjörðarsamkoma í umsjón Áslaugar Haugland. Allir hjartanlega velkomnir. AFMÆLIS- og minningargreinum er hægt að skila í tölvupósti (net- fangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu handriti. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höf- undar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minningargreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.