Morgunblaðið - 14.11.2002, Page 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 43
Morfís að hefjast Hin árlega
Mælsku- og rökræðukeppni fram-
haldsskólanna (MORFÍS) hefur
brátt göngu sína á ný. Keppnin er út-
sláttarkeppni og er þetta í nítjánda
sinn sem hún er haldin. Fyrsta
keppnin sem háð verður í ár mun
verða í sal Kvennaskólans næstkom-
andi föstudag kl. 20 og þar munu
mætast Menntaskólinn í Reykjavík
og Kvennaskólinn. Umræðuefnið er
Töffarar og ræðumenn Kvennaskól-
ans verða fylgjandi málstaðnum. Í
ræðukeppni mætast tvö fjögurra
manna lið og fjalla um ákveðið mál-
efni. Annað liðið er fylgjandi því en
hitt á móti. Hægt verður að fylgjast
með framvindu keppninnar á vef
hennar, www.morfis.is.
Málþing um áfengisauglýsingar
Fötudaginn 15. nóvember mun Elsa-
Ísland, félag evrópskra laganema,
standa fyrir málfundi. Umræðuefni
fundarins er bann við áfengis- og tób-
aksauglýsingum. Framsögumenn
verða Björg Thorarensen, prófessor
við lagadeild HÍ, og Friðrik Ey-
steinsson, formaður samtaka auglýs-
enda. Fundurinn er opinn öllum svo
lengi sem húsrúm leyfir. Hann hefst
klukkaan 12.15 í stofu 101 í Lögbergi.
Á MORGUN
Ungt fólk með ungana sína Ungu
fólki er boðið að koma með börnin
sín í Hitt húsið, Pósthússtræti 3–5,
alla fimmtudaga milli 13–15.
Fimmtudaginn 14. nóvember verður
Harpa Guðmundsdóttir með
kennslu í Alexanderstækni. Léttar
veitingar eru í boði og aðstaða fyrir
börnin að leika sér, teppi og leik-
föng.
Fyrirlestur um lækkun ung-
barnadauða Fimmtudaginn 14.
nóvember heldur Ólöf Garðarsdóttir
sagnfræðingur opinberan fyr-
irlestur á vegum Rannsóknastofu í
kvennafræðum í stofu 101 í Odda,
kl. 16.15. Ólöf mun í fyrirlestri sín-
um kynna niðurstöður dokt-
orsritgerðar sinnar, „Saving the
Child. Regional, cultural and social
aspects of the infant mortality de-
cline in Iceland, 1770–1920“. Í fyr-
irlestri sínum mun Ólöf einkum
beina sjónum að þætti ljósmæðra í
lækkun ungbarnadauðans á Íslandi.
Undanfarinn áratug hefur Ólöf
sinnt rannsóknum í félagssögu og
liggja eftir hana allmargar greinar á
því sviði. Aðstæður barna og ung-
linga hafa skipað mikilvægan sess í
rannsóknum hennar; var dokt-
orsverkefnið liður í norrænu rann-
sóknarverkefni um þróun ungbarna-
og barnadauða á Norðurlöndum á
tímabilinu 1750–1950.
Ólöf Garðarsdóttir er nú deild-
arstjóri mannfjöldadeildar hjá Hag-
stofu Íslands.
Fyrirlestur um aðgengi að upp-
lýsingum Örn D. Jónsson heldur
fyrirlestur í Húsinu á Eyrarbakka
fimmtudaginn 14. nóvember kl.
20.30 undir heitinu Þekking frá
skorti til offlæðis? Í fyrirlestrinum
fjallar Örn D. Jónsson um breyttar
forsendur til náms og breytt að-
gengi að upplýsingum og fróðleik.
Örn Daníel Jónsson er prófessor í
frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum
við viðskipta- og hagfræðideild Há-
skóla Íslands. Fyrirlestur hans er
sá síðasti í fyrirlestraröðinni Byggð
og menning þar sem fjallað hefur
verið um skólasögu í tilefni 150 ára
afmælis Barnaskólans á Eyr-
arbakka og Stokkseyri. Söfnin á
Eyrarbakka halda fyrirlestrana
ásamt Barnaskólanum á Eyr-
arbakka og Stokkseyri í samstarfi
við Sögufélag Árnesinga, Fræðslu-
net Suðurlands og Reykjavík-
urAkademíuna. Aðgangseyrir er
500 kr. og er kaffi og meðlæti inni-
falið.
Stjörnuskoðun í Elliðaárdal
Fimmtudagskvöldið 14. nóvember
bjóða Rafheimar, fræðslusetur
Orkuveitu Reykjavíkur, til stjörnu-
skoðunar í Minjasafni OR í Elliðaár-
dal. Þar mun gestum og gangandi
gefast kostur á að skoða himininn í
gegnum stjörnusjónauka og njóta til
þess leiðsagnar félaga í Stjörnu-
skoðunarfélagi Seltjarnarness. Þá
mun gestum verða boðið að kynna
sér töfraheima rafmagnsins í Raf-
heimum. Húsið verður opið frá kl.
20–22.
Í DAG
Í MIÐGARÐI Austurvegi 4 á Sel-
fossi eru nokkur verslunar- og þjón-
ustufyrirtæki, auk opinberra stofn-
ana. Miðgarður er 5 ára um þessar
mundir og ætla fyrirtækin að halda
upp á þessi tímamót með afmælis-
veislu í dag, fimmtudag, föstudag og
laugardag.
Fyrirtækin, Gleraugnaverslun
Suðurlands, Rakarastofa Björns og
Kjartans, Filmverk, Verslunin Íris,
Snyrtistofan Myrra og Eldstó hús
leirkerasmiðsins, bjóða til afmælis-
veislu. Fyrirtækin veita 5–30% af-
slátt á vöru og þjónustu í fyrirtækj-
unum og víða verður veitt kaffi í
tilefni afmælisins.
Laugardaginn 16. nóvember frá
klukkan 15–18 býður Kjartan
Björnsson rakari til veislu fyrir við-
skiptavini sína og Rakarstofunnar á
liðnum árum. En Kjartan heldur um
þessar mundir upp á 20 ára starfs-
afmæli sitt.
Fimm ára af-
mæli í Miðgarði
MARÍA Lovísa fatahönnuður efnir til
tískusýningar í Kaffi Kristo á Garða-
torgi í Garðabæ á fimmtudagskvöld
klukkan 20.
Tískusýningin er liður í menning-
arkvöldi Garðabæjar. Hárgreiðslu-
stofan Cleo annast hárgreiðslu mód-
elanna og Gréta Boða sér um
snyrtingu.
Þá munu KK og Magnús Eiríksson
leika fyrir gesti á menningarkvöldinu.
Tískusýning
á Garðatorgi
TÍSKUVERSLUNIN Flash við
Laugaveg er tíu ára um þessar
mundir. Af því tilefni verða ýmis til-
boð á vörum frá fimmtudegi til laug-
ardags, 14.-16. nóvember.
Mokkakápur verða til dæmis á
7.990 krónur, peysur á 1.990 krónur
og veittur verður 20% afsláttur af
öðrum vörum. Þá mun heppinn við-
skiptavinur hljóta 15.000 krónur í
fataúttekt, samkvæmt tilkynningu
frá versluninni.
Afmælistilboð
í Flash
Skrefi framar
Sokkar, sokkabuxur, undirföt
oroblu@islensk-erlenda.is
20% kynningarafsláttur
af OROBLU sokkum og
sokkabuxum.
Kynnum OROBLU vetrarvörurnar
í Lyfju Lágmúla í dag kl. 13-17,
Lyfju Laugavegi kl. 14-18
www.lyfja.is
Sérðu hvernig mér líður?
Aðal styrktaraðilar
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N/
SI
A.
IS
R
EG
1
91
90
1
1/
20
02
Lára Margrét áfram í 5. sæti
Kynntu flér stefnumálin á www.laramargret.is
e›a hringdu í síma 551 3339 og 861 3298
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111