Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 43 Morfís að hefjast Hin árlega Mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskólanna (MORFÍS) hefur brátt göngu sína á ný. Keppnin er út- sláttarkeppni og er þetta í nítjánda sinn sem hún er haldin. Fyrsta keppnin sem háð verður í ár mun verða í sal Kvennaskólans næstkom- andi föstudag kl. 20 og þar munu mætast Menntaskólinn í Reykjavík og Kvennaskólinn. Umræðuefnið er Töffarar og ræðumenn Kvennaskól- ans verða fylgjandi málstaðnum. Í ræðukeppni mætast tvö fjögurra manna lið og fjalla um ákveðið mál- efni. Annað liðið er fylgjandi því en hitt á móti. Hægt verður að fylgjast með framvindu keppninnar á vef hennar, www.morfis.is. Málþing um áfengisauglýsingar Fötudaginn 15. nóvember mun Elsa- Ísland, félag evrópskra laganema, standa fyrir málfundi. Umræðuefni fundarins er bann við áfengis- og tób- aksauglýsingum. Framsögumenn verða Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ, og Friðrik Ey- steinsson, formaður samtaka auglýs- enda. Fundurinn er opinn öllum svo lengi sem húsrúm leyfir. Hann hefst klukkaan 12.15 í stofu 101 í Lögbergi. Á MORGUN Ungt fólk með ungana sína Ungu fólki er boðið að koma með börnin sín í Hitt húsið, Pósthússtræti 3–5, alla fimmtudaga milli 13–15. Fimmtudaginn 14. nóvember verður Harpa Guðmundsdóttir með kennslu í Alexanderstækni. Léttar veitingar eru í boði og aðstaða fyrir börnin að leika sér, teppi og leik- föng. Fyrirlestur um lækkun ung- barnadauða Fimmtudaginn 14. nóvember heldur Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur opinberan fyr- irlestur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í stofu 101 í Odda, kl. 16.15. Ólöf mun í fyrirlestri sín- um kynna niðurstöður dokt- orsritgerðar sinnar, „Saving the Child. Regional, cultural and social aspects of the infant mortality de- cline in Iceland, 1770–1920“. Í fyr- irlestri sínum mun Ólöf einkum beina sjónum að þætti ljósmæðra í lækkun ungbarnadauðans á Íslandi. Undanfarinn áratug hefur Ólöf sinnt rannsóknum í félagssögu og liggja eftir hana allmargar greinar á því sviði. Aðstæður barna og ung- linga hafa skipað mikilvægan sess í rannsóknum hennar; var dokt- orsverkefnið liður í norrænu rann- sóknarverkefni um þróun ungbarna- og barnadauða á Norðurlöndum á tímabilinu 1750–1950. Ólöf Garðarsdóttir er nú deild- arstjóri mannfjöldadeildar hjá Hag- stofu Íslands. Fyrirlestur um aðgengi að upp- lýsingum Örn D. Jónsson heldur fyrirlestur í Húsinu á Eyrarbakka fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20.30 undir heitinu Þekking frá skorti til offlæðis? Í fyrirlestrinum fjallar Örn D. Jónsson um breyttar forsendur til náms og breytt að- gengi að upplýsingum og fróðleik. Örn Daníel Jónsson er prófessor í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. Fyrirlestur hans er sá síðasti í fyrirlestraröðinni Byggð og menning þar sem fjallað hefur verið um skólasögu í tilefni 150 ára afmælis Barnaskólans á Eyr- arbakka og Stokkseyri. Söfnin á Eyrarbakka halda fyrirlestrana ásamt Barnaskólanum á Eyr- arbakka og Stokkseyri í samstarfi við Sögufélag Árnesinga, Fræðslu- net Suðurlands og Reykjavík- urAkademíuna. Aðgangseyrir er 500 kr. og er kaffi og meðlæti inni- falið. Stjörnuskoðun í Elliðaárdal Fimmtudagskvöldið 14. nóvember bjóða Rafheimar, fræðslusetur Orkuveitu Reykjavíkur, til stjörnu- skoðunar í Minjasafni OR í Elliðaár- dal. Þar mun gestum og gangandi gefast kostur á að skoða himininn í gegnum stjörnusjónauka og njóta til þess leiðsagnar félaga í Stjörnu- skoðunarfélagi Seltjarnarness. Þá mun gestum verða boðið að kynna sér töfraheima rafmagnsins í Raf- heimum. Húsið verður opið frá kl. 20–22. Í DAG Í MIÐGARÐI Austurvegi 4 á Sel- fossi eru nokkur verslunar- og þjón- ustufyrirtæki, auk opinberra stofn- ana. Miðgarður er 5 ára um þessar mundir og ætla fyrirtækin að halda upp á þessi tímamót með afmælis- veislu í dag, fimmtudag, föstudag og laugardag. Fyrirtækin, Gleraugnaverslun Suðurlands, Rakarastofa Björns og Kjartans, Filmverk, Verslunin Íris, Snyrtistofan Myrra og Eldstó hús leirkerasmiðsins, bjóða til afmælis- veislu. Fyrirtækin veita 5–30% af- slátt á vöru og þjónustu í fyrirtækj- unum og víða verður veitt kaffi í tilefni afmælisins. Laugardaginn 16. nóvember frá klukkan 15–18 býður Kjartan Björnsson rakari til veislu fyrir við- skiptavini sína og Rakarstofunnar á liðnum árum. En Kjartan heldur um þessar mundir upp á 20 ára starfs- afmæli sitt. Fimm ára af- mæli í Miðgarði MARÍA Lovísa fatahönnuður efnir til tískusýningar í Kaffi Kristo á Garða- torgi í Garðabæ á fimmtudagskvöld klukkan 20. Tískusýningin er liður í menning- arkvöldi Garðabæjar. Hárgreiðslu- stofan Cleo annast hárgreiðslu mód- elanna og Gréta Boða sér um snyrtingu. Þá munu KK og Magnús Eiríksson leika fyrir gesti á menningarkvöldinu. Tískusýning á Garðatorgi TÍSKUVERSLUNIN Flash við Laugaveg er tíu ára um þessar mundir. Af því tilefni verða ýmis til- boð á vörum frá fimmtudegi til laug- ardags, 14.-16. nóvember. Mokkakápur verða til dæmis á 7.990 krónur, peysur á 1.990 krónur og veittur verður 20% afsláttur af öðrum vörum. Þá mun heppinn við- skiptavinur hljóta 15.000 krónur í fataúttekt, samkvæmt tilkynningu frá versluninni. Afmælistilboð í Flash Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt oroblu@islensk-erlenda.is 20% kynningarafsláttur af OROBLU sokkum og sokkabuxum. Kynnum OROBLU vetrarvörurnar í Lyfju Lágmúla í dag kl. 13-17, Lyfju Laugavegi kl. 14-18 www.lyfja.is Sérðu hvernig mér líður? Aðal styrktaraðilar ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS R EG 1 91 90 1 1/ 20 02 Lára Margrét áfram í 5. sæti Kynntu flér stefnumálin á www.laramargret.is e›a hringdu í síma 551 3339 og 861 3298 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.