Morgunblaðið - 14.11.2002, Side 44

Morgunblaðið - 14.11.2002, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. „Á ÍSLANDI er alltaf til hópur manna sem berjast hatrammlega gegn því að Vesturlönd snúist til varnar, hvað sem á gengur. Þessi hópur hefur nú enn risið upp á aft- urlappirnar til þess að fordæma hugsanlegar aðgerðir gegn vini vor- um Saddam … “ Þetta mátti lesa í aðsendri grein Óla Tynes fréttamanns hér í blaðinu 6. nóv. Er ég kannski í umræddum hópi, þ.s. ég hef undanfarið verið að skrifa greinar í Moggann til að vekja m.a. athygli á því að helstu glæpir Saddams Husseins voru framdir þegar hann var bandamað- ur Bretlands- og Bandaríkjastjórn- ar? Ef Óli Tynes á að einhverju leyti við mín skrif (hef ekki séð mörg önnur af svipuðum toga), kallar hann það að berjast hatrammlega gegn því að Vesturlönd snúist til varnar, fjalli maður um tímasetn- ingar glæpa Saddams Hussein og byggi málflutning sinn á vitnisburði fyrrverandi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa sagt störfum sín- um lausum í mótmælaskyni við það sem er að gerast í Írak? Starfs- mennirnir eru þeir Denis Halliday, Hans von Sponeck og Scott Ritter, fyrrum vopnaeftirlitsmaður SÞ. Þeir eiga það allir sameiginlegt að þekkja vel ástandið í Írak og hafa ýmislegt til málanna að leggja. Eng- inn vill þó hlusta á þá því í augum ríkisstjórna Bretlands og Banda- ríkjanna eru þeir „svikarar“. („Ef þið eruð ekki með okkur þá eruð þið með þeim“, George Bush 11. sept. 2001.) Markmiðið með málflutningi sem þessum er ekki „að berjast hat- rammlega gegn varnarstarfi Vest- urlanda“, heldur að fjalla um aðra hlið málsins, þá hlið sem helstu fjöl- miðlar skipta sér lítið af. Af því að það er bara rugl, ekki satt? (Ef ég er ekki í umræddum hópi geri ég mér grein fyrir að um til- viljun gæti verið að ræða enda að- eins tvífætt.) ÞÓRDÍS B. SIGURÞÓRSDÓTTIR, viðskiptafræðingur, Dofrabergi 9, Hf. ------------------------- Bréfið er endurbirt þar sem upp- haf þess féll niður. Hvaða fjórfætlinga á hann við? Frá Þórdísi B. Sigurþórsdóttur: EFTIR þessa prófkjörshelgi kemst ég ekki hjá því að hugleiða hversu sauðheimskar prófkjörsreglur eru sem flokkarnir hafa nú í gangi. Vitanlega eiga menn ekki að fá að velja sér sæti á listum eins og við- gengst hjá þessum flokksapparötum. Þegar hlaupið er fram hjá einfaldleik- anum er ekki að sökum að spyrja. Allir eiga að ganga jafnir til leiks. Stillt upp í stafrósröð þeim sem ætla að vera með í viðkomandi kosningu. Ákveðið sé fyrirfram við hve mörg nöfn á að krossa og svo talið á einfald- an hátt þegar kosningu er lokið. Efsti maður fær flesta krossa og svo koll af kolli raðast listi upp. Ein- falt, réttlátt og sannfærandi. Aðrar aðferðir eru skapaðar til þess að valda ójöfnuði, vandræðum og hvers kyns tortryggni, sárindum og sundrung. Flokksforingjarnir vilja víst flestir deila og drottna? Nú eftir helgina má búast við að at- kvæðum Sjálfstæðisflokksins norðan Holtavörðuheiðar stórfækki allt að Tröllaskaga. Siglufjarðargöngin sukksömu verða þá líka fyrst og fremst fyrir Kristján L. Möller. Héð- insfjörðinn væri gott að varðveita eins og hann er, en hleypa ekki á hann um- ferð sem kæmi með göngunum. Ég hef ekki hitt einn einasta mann sem finnst það réttlætanlegt að eiða stór- fjármunum í þessi fyrirhuguðu göng. Nær væri að að nota peningana þar sem þeir kæmu betur að notum fyrir fleiri og meiri umferð. Ætli að það kosti nema örlítið meira að gera uppbyggðan veg yfir Sprengisand. Sá vegur mundi spara mest af þeim kostum sem nú eru nær- tækir í umræðu vegagerðarinnar í landinu. MATTHÍAS Ó. GESTSSON, myndatökumaður, Hamarstíg 2, Akureyri. Sauðheimskar prófkjörsreglur Frá Matthíasi Ó. Gestssyni: Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14 Peysuefni Margar gerðir og litir Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14 Bútasaumsefni frá MODA nýkomin!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.