Morgunblaðið - 14.11.2002, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 47
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert gæddur ríkum for-
ystuhæfileikum og öðrum
finnst gott að sækja til þín
styrk og leiðsögn.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það getur reynst erfitt að
snúa blaðinu við þegar deil-
ur um viðkvæm málefni
hafa farið úr böndunum.
Vertu raunsær.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þér hættir til að láta tím-
ann líða án þess að þú kom-
ir miklu í verk. Það eru
gömul sannindi að hver er
sinnar gæfu smiður.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Láttu ekki lítilfjörlegar
deilur reita þig til reiði því
reiðin gerir bara illt verra.
Leggðu áherslu á jákvæð
samskipti við fólk því það
auðveldar allt samstarf.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú munt sjá að eitt er um
að tala og annað í að kom-
ast. Enginn er fullkominn
og þú þarft líka á skilningi
að halda.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Allir samningar byggjast
fyrst og fremst á málamiðl-
unum. Láttu flugeldasýn-
ingar annarra sem vind um
eyru þjóta því þeir eru síst
betri menn en þú.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þér er það óvænt ánægja
hvað þú uppskerð fljótt ár-
angur erfiðis þíns. Sýndu
öðrum þolinmæði og tillits-
semi.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Láttu ekki hugfallast þótt
eitthvað sé á móti þér.
Gerðu áætlun og láttu ótt-
ann við hið óþekkta ekki ná
tökum á þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú þarft að vera á varð-
bergi svo þú missir ekki af
tækifærum til að bæta að-
stöðu þína. Þú finnur fyrir
aðdáun úr óvæntri átt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Mundu að þú ert ekki einn í
heiminum og það á ekki síst
við um vinnustað þinn.
Láttu þér ekki bregða þótt
fleiri keppi að sama marki
og þú.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ákveðni þín í að leiða hlut-
ina til lykta vekur athygli
yfirmanna þinna og þú
munt hljóta umbun erfiðis
þíns.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú sættir þig ekki við neina
yfirborðsmennsku í dag. Þú
gætir átt í viðræðum sem
munu hafa mikil árhif á
frama þinn.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Til þess að ná árangri getur
reynst nauðsynlegt að fela
öðrum hluta verkefnisins.
En þá reynir líka á að menn
taki tillit hver til annars.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 14. nóvem-
ber, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Kristrún Jónsdóttir
og Valdimar Lárusson, leikari, Hamraborg 26, Kópavogi.
Þau verða með opið hús kl. 16-20 að Skerjabraut 1, Seltjarn-
arnesi (sal Allsherjar Samfrímúrarareglunnar á Íslandi).
Vonast þau til að sjá sem flesta af vinum og vandamönnum á
þessum tímamótum. Þeir sem vilja gleðja þau með gjöfum og
blómum, vinsamlegast láti andvirði þess renna í sjóð sem
stofnaður hefur verið til styrktar alþjóðlegri barnahjálp í
Vestur-Afríku, númer reikningsins er: 1151-26-002200 hjá
Spron á Seltjarnarnesi.
70 og 65 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 15. nóv-ember, verður sjötugur Kristinn Fr. Ásgeirsson,
Hringbraut 128, Keflavík. Eiginkona Kristins, Lína Þóra
Gestsdóttir, varð 65 ára 9. ágúst síðstliðinn. Í tilefni afmæl-
anna verður opið hús á morgun, föstudaginn 15. nóvember, í
Kiwanishúsi Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi frá kl. 16–
20 og vonast þau til að sjá sem flesta ættingja og vini.
LJÓÐABROT
GAMAN OG ALVARA
Um undrageim í himinveldi háu,
nú hverfur sól og kveður jarðar glaum;
á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan straum.
Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali
og drauma vekur purpurans í blæ,
og norðurljósið hylur helga sali,
þar hnígur máninn aldrei niðr í sæ.
Þar rísa bjartar hallir, sem ei hrynja,
og hreimur sætur fyllir bogagöng,
en langt í fjarska foldar þrumur drynja
með fimbulbassa undir helgum söng.
Og gullinn strengur gígju veldur hljóði
og glitrar títt um eilíft sumarkvöld
þar roðnar aldrei sverð af banablóði,
þar byggir gyðjan mín sín himintjöld.
– – –
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal
BRÆÐURNIR Hrólfur og
Oddur Hjaltasynir unnu
Kauphallartvímenning
Bridsfélags Reykjavíkur –
þriggja kvölda keppni með
54 pörum sem lauk á
þriðjudaginn. Þeir bræður
skutust upp í efsta sætið í
síðustu umferð og léku þar
sama leikinn og í hausttví-
menningi félagsins. Í öðru
sæti urðu Þröstur Ingi-
marsson og Bjarni H. Ein-
arsson, en þeir leiddu mót-
ið lengst af og höfðu
umtalsverða forystu á
tímabili. Þriðju urðu Ragn-
ar Magnússon og Jónas P.
Erlingsson. Lítum á spil úr
næst síðustu umferð:
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ 62
♥ G10943
♦ ÁD1042
♣8
Vestur Austur
♠ ÁKG1093 ♠ D874
♥ D8762 ♥ K
♦ -- ♦ G873
♣K7 ♣9642
Suður
♠ 5
♥ Á5
♦ K965
♣ÁDG1053
Á flestum borðum
spiluðu AV fjóra spaða
doblaða, sem vinnast auð-
veldlega þrátt fyrir stung-
una í laufi. Í þeim hópi voru
sigurvegararnir, Hrólfur
og Oddur. Nokkur pör í NS
neituðu að gefast upp við
fjórum spöðum. Fimm lauf
vinnast í suður ef vörnin
brýtur ekki hjartaslaginn,
og sama má segja um fimm
tígla, þó svo að liturinn
brotni illa. Feðginin Örn
Arnþórsson og Dagmar
Arnardóttir gerðu þó gott
betur og sögðu sex tígla yf-
ir fimm spöðum. Í andstöð-
unni voru Stefán Jóhanns-
son og Daníel Már
Sigurðsson:
Vestur Norður Austur Suður
Daníel Dagmar Stefán Örn
-- -- -- 1 lauf
2 tíglar *Pass 2 spaðar 3 tíglar
4 tíglar Dobl 4 spaðar 5 lauf
Pass 5 tíglar 5 spaðar 6 tíglar
Pass Pass
Innákoma Daníels á
tveimur tíglum sýndi hálit-
ina. Stefán tók rólega á
móti með tveimur spöðum
og Örn harkaði sér í þrjá
tígla. Daníel kom við í fjór-
um tíglum á leiðinni í fjóra
spaða til að búa makker
undir komandi sagnbar-
áttu, sem síðan endaði í sex
tíglum.
Útspilið var spaðaás og
síðan kóngur. Örn tromp-
aði, spilaði laufás og
drottningu og trompaði
kónginn. Spilaði svo litlum
tígli úr borði og svínaði
strax níunni! Það var nauð-
synlegt, því samgangurinn
leyfir ekki að ásinn sé tek-
inn fyrst. En nú átti Örn
tólf slagi og tók fyrir 920 í
spili þar sem algengasta
talan var 590 í hina áttina.
Örn og Dagmar enduðu í
fimmta sæti í keppninni,
næst á eftir Jóni Baldurs-
syni og Þorláki Jónssyni,
sem urðu fjórðu.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
40 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 14.
nóvember, er fertug Mar-
grét G. Scheving og þann
16. nóvember verður eigin-
maður hennar, Ásbjörn Ótt-
arsson, fertugur. Í tilefni af
því hafa þau ákveðið að
bjóða ættingjum og vinum
til veislu í Félagsheimilinu
Klifi, Ólafsvík, laugardaginn
16. nóvember kl. 20.
60 ÁRA afmæli. Þann16. nóvember nk.
verður sextugur Ólafur
Guðmundsson, Þinghóls-
braut 22, Kópavogi. Eigin-
kona hans er Lilja Ólafs-
dóttir. Í tilefni afmælisins
taka þau á móti gestum í Fé-
lagsheimili Kópavogs milli
kl. 20-23 laugardaginn 16.
nóvember.
Viltu skilja? Getur það
ekki beðið þangað til
eftir leikinn?
Bridsfélag Siglufjarðar
Siglufjarðarmót í tvímenningi
hófst 14. október, spilaður var
„barómeter“ allir við alla. Til leiks
mættu 14 pör og því spilaðar 13 um-
ferðir á þremur kvöldum. Eftir jafna
og tvísýna lokabaráttu urðu úrslit
þau að Siglufjarðarmeistarar í tví-
menningi árið 2002 urðu þeir Sigurð-
ur Hafliðason og Gottskálk Rögn-
valdsson. Úrslit efstu para urðu
annars þessi:
Sig. Hafliðas. – Gottskálk Rögnvaldss. 73
Anton Sigurbjss. – Bogi Sigurbjss. 72
Guðlaug Márusdóttir – Ólafur Jónsson 56
Stefán Benediktss. – Þorsteinn Jóhannss. 19
Nú stendur yfir hraðsveitakeppni
þar sem efsta og neðsta par úr tví-
menningnum mynda sveit og par nr.
2 og næstneðsta par og svo fram-
vegis.
Að loknum 2 kvöldum af þremur
er staða efstu sveita þessi:
Sveit Birgis Björnssonar:
Birgir – Þorsteinn, Friðfinnur – Hreinn 919
Sveit Vilhelms Friðrikssonar:
Vilhelm – Elsa, Anton – Bogi 911
Sveit Jóhanns Jónssonar:
Jóhann – Ásbjörn, Kristín – Guðrún J. 889
Þá er meistarastigsbaráttan einn-
ig komin á fullt, en sá sem flest
meistarastig hlýtur á starfsárinu
fær nafnbótina besti spilari félags-
ins, auk þess að fá góð peningaverð-
laun nái hann tilteknum stigafjölda,
sem að vísu er nokkuð erfitt að ná, en
verðlaunastigsfjöldinn er 645 stig.
Staða efstu spilara er nú:
Anton Sigurbjörnsson 91
Bogi Sigurbjörnsson 91
Sigurður Hafliðason 74
Guðlaug Márusdóttir 67
Ólafur Jónsson 63
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Íslandsmót í parasveitakeppni
Íslandsmót í parasveitakeppni
verður haldið helgina 23.-24. nóvem-
ber. Fyrirkomulag verður með sama
sniði og undanfarin ár. Spilaðar eru
7 umferðir með 16 spila leikjum og
raðað í umferðir með Monrad fyr-
irkomulagi. Spilamennska hefst kl.
11.00 báða dagana. Skráning er haf-
in í s. 587 9360 eða www.bridge.is
Spariskór
Bankastræti 11 • sími 551 3930
Pantaðu jólamynda-
tökuna tímanlega
Gerðu verðsamanburð.
Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í
myndatökunni stækkaðar og fullunnar.
Innifalið í myndatökunni:
12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm
og ein stækkun 30x40 cm í ramma.
Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207.
www.ljosmynd.is
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020.
Passamyndatökur alla virka daga.
Verðdæmi:
20 stk. (rúmf. ,handkl.) kr. 2.200.
30 stk. (rúmf., handkl.) kr. 2.880.
10 stk. (skyrtur) kr. 2.400.
Innifalið: Sótt - skilað,
til kl. 22.00.
Ummæli:
„Vönduð vinna, ómetanleg hjálp.“
Frú Bergljót Halldórsdóttir,
meinatæknir, Dunhaga 19.
Sími 897 2943
Sækjum - Þvoum - Straujum - Skilum
Fljót, ódýr og góð þjónusta
HEIMILISÞVOTTAÞJÓNUSTA
Dekraðu við þig, þú átt það skilið!
Augustsilk
Augustsilk
Opið í dag kl. 16-19 í Síðumúla 35 3. hæð
Heildsöluverð 100% Silki
Stutterma og langerma silkipeysur, náttfatnaður,
perlusaumaðir dúkar, pashminur o.fl.
Engin kort - lægra verð
Lára Margrét áfram í 5. sæti
Kynntu flér stefnumálin á www.laramargret.is
e›a hringdu í síma 551 3339 og 861 3298