Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla dagaSími 588 1200 SJÁLFSTÆÐISMENN í Norðvesturkjördæmi slíðruðu sverðin á fundum stjórnar kjördæm- isráðsins og kjörnefndar í kjördæminu á Stað- arflöt í Hrútafirði í gær. Til fundanna var boðað til að viðra öll sjón- armið um meint brot á prófkjörsreglum í próf- kjörinu á laugardag og fara vel í gegnum þau, að sögn Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á Pat- reksfirði og formanns kjördæmisráðsins. „Það er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fram- boð hans í kjördæminu að menn nái góðri sam- stöðu um hlutina, sérstaklega í ljósi þess sem á undan er gengið.“ Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu samþykkti að atkvæði í prófkjörinu yrðu talin aftur og farið yrði yfir öll kjörgögn, en jafnframt var samþykkt að niðurstaða endurtalning- arinnar yrði endanleg í sambandi við tillögu kjörnefndar um framboðslistann í alþingiskosn- ingunum í vor. „Við komumst að sameiginlegri niðurstöðu og hún er ágreiningslaus,“ sagði Þór- ólfur. Jóhann Kjartansson, formaður kjörnefndar, sagði að framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins yrði hafður með í ráðum varðandi yfirferð á öll- um gögnum vegna prófkjörsins enda væru þau hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann sagði að menn hefðu rætt málin af mikilli einlægni og nú væru allir sáttir. Ágúst Þór Bragason, kjördæmisráðsmaður frá Blönduósi, fagnaði niðurstöðu kjörnefndar og sagði mikilvægt að tekið hefði verið á vand- anum heima fyrir./Miðopna Morgunblaðið/RAXJóhann Kjartansson, Þórólfur Halldórsson og Gísli Gunnarsson á fundi kjörnefndar á Staðarflöt í Hrútafirði í gær. Sjálfstæðismenn slíðruðu sverðin í Hrútafirði HUGMYNDIR eru uppi um að hætta við landfyllingar vestan við Norðurbakka í Hafnarfirði og í staðinn verði gert ráð fyrir minni landfyllingum við bakkann framan við verslunarmiðstöðina Fjörð við Fjarðargötu. Verðlaunatillögur hollensku teiknistofunnar Kuiper- Compagnions, sem urðu hlutskarp- astar í samkeppni um skipulag byggðar á bakkanum í vor, gætu áfram gengið upp að hluta, að sögn formanns skipulags- og bygging- arráðs. Í desember í fyrra stofnuðu Hafnarfjarðarbær, Þyrping hf. og J&K eignarhaldsfélag ehf., sem eiga fasteignir á norðurbakka Hafnarfjarðarhafnar, eignarhalds- félagið Norðurbakka og tók sam- komulagið til uppbyggingar íbúð- arhverfis þar og á landfyllingu vestan við bakkann. Að sögn Gunnars Svavarssonar, formanns skipulags- og bygging- arráðs, hafa hugmyndir um að hverfa frá upphaflegum áætlunum verið ræddar í nefndum og ráðum bæjarins sem munu skila umsögn- um sínum í þessari eða næstu viku til skipulags- og byggingarráðs. Rætt um minni land- fyllingar við Fjarðargötu  Hætt verði/19 TILTRÚ almennings á íslenskum fyrirtækjum er nokkuð önnur en fagfjárfesta. Þetta kemur fram í markaðsrannsókn IMG-Gallup fyr- ir Landsbankann-Landsbréf, sem greint verður frá á ráðstefnu sem bankinn stendur fyrir í dag. Bakkavör Group og Pharmaco eru þau fyrirtæki sem fagfjárfest- arnir, sem þátt tóku í rannsókninni, nefndu oftast þegar þeir voru spurðir í hvaða íslenskum fyrir- tækjum þeir myndu kaupa hlut, ef þeir ættu eina milljón króna. Um 26% fagfjárfestanna nefndu Bakka- vör, en einungis um 2% almennings nefndu það fyrirtæki sem svar við sömu spurningu. Munurinn var minni í tilfelli Pharmaco eða um 20% annars vegar og um 6% hins vegar. Össur var hins vegar það fyrir- tæki sem almenningur tiltók oftast, en um 15% nefndu það fyrirtæki eins og um 11% fagfjárfestanna. Athygli vekur að rúmlega 9% al- mennings nefndi deCODE sem fjárfestingarkost. Það gerðu hins vegar engir fagfjárfestanna. Svipað er upp á teningnum varðandi Flug- leiðir. Fjárfestar nefndu það ekki en um 4% almennings gerði það. 9% almenn- ings til í að fjárfesta í deCODE  Mismunandi/C1 BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa hefur keypt allt hlutafé Reyðaráls hf. af Norsk Hydro og Hæfi fyrir um 600 milljónir króna, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Samkomulag þessa efnis var undirritað í gær. Alcoa er fyrst og fremst að kaupa þá vinnu sem Reyðarál lét inna af hendi í tengslum við mat á umhverfisáhrifum álvers í Reyðarfirði. Alcoa hefur áður reitt fram 450 milljónir króna í undirbúningsframkvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjunar, sem ætlað er að útvega álverinu raforku. Kostnaður Alcoa vegna verkefnisins er því nú þegar kominn í um einn milljarð króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun Reyðarál hafa þurft að kosta til 800 milljónum króna vegna umhverfismatsvinnunnar, þar af hefur Hæfi varið hátt á þriðja hundrað milljónum króna til verks- ins. Finnur Ingólfsson, formaður álviðræðunefndar, segir samkomulag Alcoa og Reyðaráls hafa grundvall- arþýðingu fyrir framhald viðræðnanna í heild. Vonast Finnur til að unnt verði að leggja fram frumvarp á Al- þingi um byggingu Reyðaráls fyrir jólafrí, svo fremi sem skipulagsstjóri heimili að fyrra umhverfismat fyr- ir álverksmiðjuna standi. Alcoa keypti Reyðarál fyrir 600 milljónir SIGURÐUR Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir að stofnun Hauk- þings og kaup þess á hlutabréfum í Skeljungi hafi engin áhrif á Kaup- þing eða hlutabréfaeign þess í Skelj- ungi. Haukþing á yfir 10% hlut í Skeljungi og Kaupþing hefur á síð- ustu mánuðum aukið hlut sinn í Skeljungi og á meira en fimmtungs- hlut í félaginu. Sigurður segir frá því í viðtali í viðskiptablaðinu í dag að líklegt sé að Kaupþing muni setja upp starfs- stöð í Noregi í framtíðinni, en Nor- egur er eina landið á Norðurlöndum þar sem Kaupþing hefur ekki starf- semi. Þá segir Sigurður að nauðsyn- legt sé fyrir Kaupþing að vera einnig með starfsemi í London. Haukþing engin áhrif á Kaupþing  Vöxturinn/C6–7  Innherji/C2 ♦ ♦ ♦ REKTORAR við nokkra háskóla gagnrýna tillögur nefndar sem Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, hefur sent menntamálaráðherra um breytingu á lögum um skóla á há- skólastigi. Vísa þeir því á bug að Háskóli Íslands sé eini eiginlegi rannsóknaháskólinn á Íslandi og segja m.a. að með engu móti sé hægt að skilja rannsóknastarfsemi í háskólum frá kennslu í háskólum, sem standa undir nafni. „Mér fannst mjög sorglegt að lesa fréttina um þessar tillögur og tel að þar sé kröftum Háskóla Ís- lands beint á rangar brautir. Svona skotgrafahernaður er háskóla- menntun á Íslandi alls ekki til fram- dráttar,“ segir Guðfinna S. Bjarna- dóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. „Mér er í raun alveg sérlega misboðið fyrir hönd þeirra stúdenta og starfsmanna sem hér starfa,“ segir hún. Í tillögunum er lagt til að gerður verði skýrari greinarmunur á rann- sóknaháskólum og öðrum háskólum. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, kvaðst ekkert hafa heyrt um þessar tillögur fyrr en hann las um þær í frétt Morg- unblaðsins í gær. „Eins og þetta kemur þar fram er þetta ekkert annað en stríðsyfirlýsing,“ segir hann. Fráleitur málflutningur Runólfur Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, segir það algerlega fráleitan málflutning að leggja til að gerður verði greinar- munur á rannsóknaháskólum og öðrum háskólum. Þorsteinn Gunn- arsson, rektor Háskólans á Akur- eyri, segir að komast þurfi að sam- komulagi um hvaða skilyrði háskólar þurfi að uppfylla til að fá fjármagn til rannsókna. Með fullri virðingu fyrir Háskóla Íslands efist hann um að HÍ myndi teljast til rannsóknaháskóla á alþjóðlegan mælikvarða. Íslensku háskólarnir séu hins vegar á þeirri leið að verða rannsóknaháskólar. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segist vera ósammála því að Há- skóli Íslands sé eini rannsóknahá- skólinn á Íslandi. Ekki fengust upplýsingar í menntamálaráðuneytinu í gær um hvaða meðferð tillögur Háskóla Ís- lands fá í ráðuneytinu. Tillögur HÍ sagðar stríðsyfirlýsing og skotgrafahernaður Hörð viðbrögð annarra rektora  Fráleitt/12  Vonast/4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.