Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ránfuglar meðal flækinga Ránfuglar hafa líka sést í haust, s.s. eyrugla, sem er árviss flækingur, og gráheiðir, sem er öllu sjaldgæfari hér á landi. Í haust kom einn slíkur og lenti á Eskifirði, en gráheiðar hafa aðeins tvisvar komið hingar áður svo vitað sé. Gráheiðirinn er gerðarlegur fugl, nokkuð stærri en smyrill en minni en fálki. Hann er fimur á flugi og lifir á músum sem hann veiðir á ökrum og beitir svipuðum veiðiaðferðum og brandugla. Hann kom til Eskifjarðar í lok september, slæptur og slappur og var tekinn í fóstur af Hjálmari Rafnssyni. Hjálmar fóðraði fuglinn á lifur og mávum og útskrifaði sjúk- linginn um miðjan október. Eftir það hefur hann sést í bænum, síðast í byrjun nóvember. Af fleiri sjaldgæfum flækingum má nefna húmgala, lítinn spörfugl sem fannst dauður í Reykjavík. Þetta var í fyrsta skipti sem fugl af þessari tegund fannst hérlendis, þótt það hafi ekki komið mjög á óvart. SJALDAN hafa jafnmargar tegundir fugla flækst hingað til lands eins og á nýliðnu hausti, en í september og okóber komu ríf- lega 100 tegundir flækingsfugla, sem hrökt- ust af leið sinni frá varpstöðvum í Skandinav- íu, að talið er, til vetrarstöðva í fjarlægum og hlýrri heimshlutum. „Það fer mjög eftir vind- átt, hvaðan fuglarnir koma,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson fuglaskoðari. „Við fáum mest af þeim á haustin því þá er mest í stofn- unum, t.d. eru spörfuglastofnarnir þrefaldir eða fjórfaldir að stærð eftir fjölgun sumars- ins.“ Stærsti flækingur haustsins er eflaust hvít- storkurinn sem líklega var á leið til Afríku þegar vindar feyktu honum á allt annan stað, nefnilega Breiðdalsvík á Austurlandi. Þótt nokkrar vikur séu liðnar frá komu hans, er hann enn á lífi. Þegar hefur hann lifað af erf- iða prófraun í kuldakastinu fyrir skömmu og harkaði af sér 12 stiga frost. Þetta er í fjórða skipti sem storkur kemur til landsins á 33 árum, svo vitað sé. Í gær var hellirigning fyrir austan og er storkurinn orðinn skítugur og hrakinn. Hann heldur til í nágrenni Ásunnarstaða og er bara spakur að sögn Rúnars Ásgeirssonar bónda. Storkurinn ætti að geta lifað á meðan hann nær sér í æti í lækjum en framundan er vissulega erfiður tími fyrir hann. Öðrum fuglum eru hins vegar allar bjargir bannaðar þegar þeir lenda á Íslandi, t.d. fugl- ar sem lifa á skordýrum og þeirra bíður ekk- ert annað en dauðinn. Undir þá sök eru svo- kallaðir söngvarar seldir, en þetta eru litlir spörfuglar, s.s. tálsöngvari og elrisöngvari. Mikill fengur er að komu hins fyrrnefnda, enda hefur fugl af þessari tegund aldrei kom- ið áður hingað svo vitað sé, auk þess sem eng- an grunaði að hann gæti borist hingað. Flækingsþrestir sem hingað koma eiga betri lífsvon, enda harðir af sér og ættu að geta lifað af íslenska veturinn og sömuleiðis finkur ef heppnin er með þeim. Ljósmynd/Gunnar Þór Hallgrímsson Tálsöngvari. Hann á sér enga lífsvon hér á landi. Ljósmynd/Heiðrún Arnþórsdóttir Gráheiðir á Eskifirði. Sjaldgæfur hér en á sér nokkrar lífslíkur. Ljósmynd/Gunnar Þór Hallgrímsson Elrisöngvari. Líkt og tálsöngvarinn á hann sér enga lífsvon. Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson Hvítstorkur á Breiðdalsvík. Ætti að vera í Afr- íku, en harkaði af sér 12 stiga gadd á Íslandi. Sumir fuglanna gætu lifað af veturinn HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt framkvæmdastjóra véla- leigu í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 19,1 milljón króna í sekt, fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskattskýrslum fyrir einka- hlutafélag sitt eða skila röngum skýrslum á árunum 1992 til 1999. Samtals stóð hann ekki skil á virð- isaukaskatti að upphæð 13,6 milljónir króna. Einnig lét hann undir höfuð leggjast að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda á árunum 1997-1999, samtals tæpar 840 þúsund krónur. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt. Haldi maðurinn skilorð í tvö ár fell- ur refsingin niður en greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna kemur 10 mánaða fangelsi í staðinn. Verjandi mannsins var Gunnar Guðmundsson hdl. en Helgi Magnús Gunnarsson flutti málið af hálfu efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra. Guðjón St. Marteinsson kvað upp dóminn. Dæmdur til að greiða 19,1 milljón í sekt ÚTHLUTUNARNEFND Kvik- myndasjóðs mun heyra sögunni til, verði tillögur að reglugerð um Kvik- myndasjóð Íslands að veruleika, sem nú eru til umfjöllunar fagfélaga, sjón- varpsstöðva og Kvikmyndasjóðs. Í staðinn verður tekið upp tvöfalt úthlutunarkerfi. Annars vegar svo- kallað verkefnastjórakerfi þar sem verkefnastjóri leggur til hvaða mynd- ir fái styrk eða vilyrði fyrir styrk. Hins vegar geta reyndir leikstjórar og framleiðendur, sem hafa náð að fjármagna 60% af heildarframleiðslu- kostnaði mynda, sem kosta að minnsta kosti 50 milljónir króna, sent umsókn um styrk beint til forstöðu- manns Kvikmyndamiðstöðvar, sem metur verkið og tekur ákvörðun um styrkveitingu. Styrkurinn verði að hámarki 40% af heildarframleiðslukostnaði, en nemi þó aldrei hærri upphæð en 40 milljónum króna. Talsverð framför Þorfinnur Ómarsson, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, segir tillög- urnar hafa talsverða framför í för með sér. Síðar nefnda kerfið hafi verið við lýði í Danmörku í nokkur ár, fyrst 50% fjármögnun kvikmyndargerðar- manna á móti 50% framlagi ríkis, en nú sé hlutfall ríkisins orðið 60% á móti 40% fjármögnun kvikmyndagerðar- manna. Hann segir tilganginn við verk- efnastjórakerfið vera að auka fag- mennsku við úthlutun styrkja. Verk- efnastjóri muni starfa allt árið um kring að því að lesa handrit og kynna sér umsóknir, en til þessa hafi starfs- menn úthlutunarnefndar einungis starfað hjá sjóðnum í um þrjá mánuði á ári. „Þetta er orðið svo stórt, nú styrkjum við 5–6 bíómyndir á ári og umsóknirnar fara á annað hundrað þannig að það verður ærið starf að sinna því.“ Þorfinnur segir það einnig gott fyr- ir kvikmyndagerðarmenn að geta rætt við verkefnastjórann á hvaða vinnslustigi sem er. „Það er kannski óþarfi að eyða vikum í umsókn fyrir mynd sem vitað er fyrirfram að ekki verði hljómgrunnur til að styrkja. Það er því hægt að koma, ræða málin og kanna viðbrögðin. Kvikmyndagerðar- menn hafa í seinni tíð bent á þörfina fyrir þetta,“ segir Þorfinnur. Hann segir að þetta þýði að verk- efnastjóri verði ráðinn við stofnunina, en segir að það hafi þó ekki mikinn kostnað til viðbótar í för með sér, þar sem hann komi í stað þriggja manna úthlutunarnefndar sem starfaði í nokkra mánuði á hverju ári. Þá verður ekki lengur ákveðinn umsóknarfrestur um styrk úr sjóðn- um, heldur verður hægt að sækja um styrk allt árið um kring. Þorfinnur segir að kvikmyndagerð- armönnum lítist ágætlega á þær breytingar sem reglugerðin hafi í för með sér. Einhverjir hafi þó viljað að eingöngu síðara kerfið væri við lýði, þannig að þeir sem hafi náð að fjár- magna 60% mynda sinna geti sótt um 40% framlag frá Kvikmyndasjóði. Þannig sæi markaðurinn um hvaða myndir yrðu gerðar, en ekki smekkur eins manns. Kemur í veg fyrir vangaveltur um hver tengist hverjum „Kosturinn við það er að það kemur í veg fyrir vangaveltur um hver sé tengdur hverjum í okkar litla sam- félagi. Gallinn er þó að væri þetta kerfi eingöngu við lýði væri erfitt fyr- ir nýliða að hasla sér völl í greininni. Það var ein af mörgum röksemdum fyrir því að þessi nefnd ákvað að hafa bæði kerfin,“ segir Þorfinnur. Reglugerðin er sett í kjölfar kvik- myndalaga sem taka gildi um næstu áramót. Þau skulu vera að fullu komin til framkvæmda 1. mars 2003. Tvöfalt úthlutunar- kerfi fyrir kvikmyndir Úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs heyrir sögunni til Úr Hafinu eftir Baltasar Kormák. LÖGMENN í þeim sex málum sem þingfest voru í Héraðsdómi Suður- lands í gær vegna úrskurða óbyggða- nefndar fengu frest hjá Ingveldi Ein- arsdóttur héraðsdómara til 5. febrúar nk. til að skila inn greinargerðum. Gríðarlegt magn dómsskjala var lagt fram, sem fyllti marga pappakassa. Er dæmi þess að einn lögmannanna hafi þurfti að ljósrita 14 þúsund síður í prentsmiðju fyrir þingfestinguna. Greint var frá þessum sex dóms- málum í Morgunblaðinu í gær en krafist er ógildingar á úrskurðum óbyggðanefndar frá því í mars sl. um þjóðlendumörk í uppsveitum Árnes- sýslu, bæði að því er varðar tiltekin landsvæði og málskostnað. Ríkið stefnir eigendum 15 jarða í Bláskógabyggð og ríkinu er svo stefnt af Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúp- verjahreppi, Hrunamannahreppi, Prestsetrasjóði, Afréttarfélagi Flóa- og Skeiðamanna og Grímsnes- og Grafningshreppi. Stefna þeirra síð- asttöldu hafði áður verið þingfest í héraðsdómi. Lögmenn fá frest fram í febrúar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.