Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 10

Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu borgarstjóra um að skipaður verði þriggja manna starfshópur til þess að endurskoða fyrirkomu- lag forvarnarstarfs í borginni. Í bókun borgarráðsfulltrúa Reykja- víkurlistans kemur fram að Vímu- varnarskólinn verði einnig endur- reistur og hann muni fara með kynningarstarf sitt í alla grunn- skóla borgarinnar á vorönn. „Markmiðið er að í öllum skólum verði aukin vitund og hæfni til að greina vímuefnavanda á byrjunar- stigi og kynntar vel aðgerðaráætl- anir fyrir skóla um hvernig eigi að bregðast við. Þannig verði eflt það starf sem þegar er talið hafa skilað árangri…“ segir m.a. í bókuninni. Tekist að stemma stigu við neyslu fíkniefna Þá segir þar enn fremur að af þeim gögnum sem aflað hafi verið megi ráða að vandi þeirra sem eigi við vímuefni að etja nú sé stærri en áður og heimur fíkiefna sé að harðna. Samtímis hafi markaðs- setning vímuefna orðið ágengari en áður og nauðsynlegt sé að bregðast við með því að endur- skoða forvarnir í heild og taka sér- staklega á þessum nýju aðstæðum sem hafi skapast. Í greinargerð með tillögu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra kemur fram að borgarráð hafi sett á fót vímuvarn- arnefnd í október 1995 sem hafði það hlutverk að móta stefnu borgarinnar í vímuvörnum í samstarfi við aðila sem vinna að mál- efnum barna og unglinga. Árið 1998 voru verkefni nefndarinnar end- urskoðuð og heiti hennar breytt í Samstarfsnefnd um afbrota- og fíknivarnir. Sæti í nefndinni eiga auk fulltrúa borgarinn- ar, forvarnardeild Lög- reglunnar í Reykjavík og og samstarfsnefnd ráðuneytanna en hún lauk formlega störfum í febrúar á þessu ári þótt hópurinn hafi áfram sinnt þeim verkefnum sem falla undir starfs- svið hans. Borgarstjóri segir í greinargerðinni að starf nefndanna hafi skilað góðum árangri sem rekja megi til þess að kraftar ýmissa aðila hafi verið samstilltir. Þar með hafi virkni ábyrgð- araðila barna, foreldra, skóla og félagasamtaka, margfaldast svo og samráð þessara aðila og tekist hafi að stemma stigu við notkun áfeng- is og ólöglegra fíkniefna á síðustu árum meðal nemenda í grunnskól- um. Borgarstjóri bendir þó á að ýmis teikn séu á lofti um að ástæða sé til þess að efla enn frekar mark- visst starf til að fyrirbyggja fíkni- efnaneyslu meðal ungmenna, of- beldi, afbrot og kynþáttafordóma. Lagt er til að hópurinn skili áliti til borgarráðs fyrir 1. febrúar á næsta ári og er honum falið að starfa áfram þar til annað verður ákveðið. Tilnefningu í starfshópinn var frestað á fundi borgarráðs í fyrradag. Gagna aflað um umfang og eðli fíkniefnaneyslu Félagsmálaráð Reykjavíkur- borgar samþykkti í gær ályktun þar sem kemur m.a. fram að unnið verði í nánu samstarfi við fræðslu- ráð að því að afla gagna um um- fang og eðli fíkniefnaneyslu á með- al grunnskólanema. Þá er jafnframt lögð á það áhersla að samhæfa aðgerðir skóla og félagsþjónustu, lögreglu og barnaverndaryfirvalda með það að markmiði að grípa til viðeigandi aðgerða í þeim efnum. Starfshópur verði skipaður til að endurskoða forvarnarstarf í höfuðborginni Vímuvarnarskólinn verði endurvakinn           !" ##  $      %    &  !''( )"")    !" #     $%& #  (%  ) ) %#   $) $ *  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn vilja skipta borginni í nokkur skóla- hverfi og að þegar í stað verði brugðist við fréttum af sölu eitur- lyfja í grunnskólum með því að stofna samráðshóp. Tillögur þessa efnis verða lagðar fyrir í borg- arstjórn í dag. „Í eðli sínu eru þessi tvö mál nokkuð tengd,“ sagði Björn Bjarna- son, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, á fundi með blaða- mönnum í gær. „Við teljum að með því að auka tengslin milli heimilis og skóla, með því að skipta borginni upp í skólahverfi og færa með þeim hætti starfsemi og yfirstjórn skól- anna nær hverfunum og foreldr- unum, séum við að styrkja innra starfið í skólunum og erum þar af leiðandi betur í stakk búin til að taka á þeim vanda sem kemur upp,“ sagði Björn og vísaði til frétta af sölu fíkniefna í grunnskólunum. Björn minnti á að nú væri Reykja- vík eitt skólahverfi með 45 grunn- skóla og boðleiðir því langar. Með tillögu sinni vilja sjálfstæðismenn m.a. dreifa valdinu og leggja til að samstarfs skólastjórnenda, kenn- ara, foreldra og nemenda verði eflt með því að skipta borginni í skóla- hverfi. Með þeim hætti telja þeir að hægt verði að auka áhrif borg- aranna á skólastafið og auka nýj- ungar í starfinu, t.d. með samstarfi leikskóla og grunnskóla. Þeir benda á að fyrir hendi sé þegar skipting borgarinnar í fjóra borgarhluta og hverfi og því sé skipting í skóla- hverfi rökrétt. Í tillögu þeirra er ekki kveðið á um hvernig skiptingu í skólahverfi skuli háttað, heldur að skólakerfisnefnd verði falið að vinna að útfærslu tillögunnar í sam- ráði við fræðsluráð og leikskólaráð. Í tillögunni er miðað við að skipt- ingin tryggi öflugt sjálfstætt eftirlit með starfi leik- og grunnskóla, en líkt og Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi benti á á fundinum hafa Leikskólar Reykjavíkur fjöl- þættu hlutverki að gegna í dag og sinna bæði eftirliti með öllum leik- skólum borgarinnar svo og ákveða kjör samkeppnisaðila, þ.e. einka- rekinna leikskóla. Að sögn Guðlaugs er einn slíkur skóli að hætta starfsemi vegna bágrar samkeppnisstöðu. Sagði Guðlaugur því mikilvægt að þarna væri skilið á milli. „Þessi staða gerir Leikskólum Reykjavíkur mjög erf- itt fyrir,“ sagði Guðlaugur. Guðrún Ebba Ólafsdóttir borg- arfulltrúi sagði kannanir benda til að gjá væri milli Fræðslumið- stöðvar og fræðsluráðs annars veg- ar og þeirra sem vinna við skólana annars vegar. Sjálfstæðismenn leggja því til að rekstrarskrifstofur leik- og grunnskóla verði samein- aðar og fagleg ráðgjöf tryggð m.a. í samvinnu við háskóla- og vís- indastofnanir. Hvernig koma megi í veg fyrir neyslu og sölu fíkniefna Í borgarráði sl. þriðjudag lagði Reykjavíkurlistinn fram tillögu sem samþykkt var um að skipa starfs- hóp til að endurskoða fyrirkomulag forvarnarstarfs í borginni. Björn segir að stöðugt þurfi að vinna að slíkum málum en aðgerða sé þegar í stað þörf vegna þess vanda sem nú sé staðið frammi fyrir. Því leggja sjálfstæðismenn til í borgarstjórn í dag að skipaður verði samráðs- hópur í þeim tilgangi að vinna að til- lögum um hvernig koma megi í veg fyrir neyslu og sölu fíkniefna í grunnskólum og til hvaða aðgerða skólarnir skulu grípa komi til þess þrátt fyrir forvarnir. Morgunblaðið/Jim Smart Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á fundi með blaðamönnum í gær. Þeir vilja skipta borginni í nokkur skóla- hverfi og stofna samráðshóp gegn fíkniefnum í grunnskólum borgarinnar. Sjálfstæðismenn vilja skipta borginni í skólahverfi sem m.a. gæti hjálpað til í fíkniefnabaráttunni Skólahverfi myndu efla innra starf skólanna VIÐ síðustu áramót höfðu framhalds- skólarnir ráðstafað 335 milljónum umfram fjárheimildir. Mestur halli er á rekstri Menntaskólans í Kópavogi sem hafði ráðstafað 163 milljónum umfram heimildir um síðustu áramót. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisend- urskoðunar um ríkisreikning ársins 2001. Stjórn Kennarasambands Ís- lands hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er áhyggjum af þróun fjár- veitinga til framhaldsskólanna, fram- lög til kennslu og rekstrar séu ávísun á verri þjónustu við nemendur og vax- andi rekstrarhalla. Framhaldsskólarnir fengu um 7.323 milljónir króna til ráðstöfunar á árinu 2001, en útgjöld þeirra námu 7.371 milljón. Hallinn nam því 48 milljónum. Þessi halli bætist við 287 milljóna króna halla frá fyrri árum. 16 af 28 framhaldsskólum voru með halla á rekstri um síðustu áramót. Staða Menntaskólans í Kópavogi er lang- verst, en halli hans nam 163 milljón- um. Fjárhagsstaðan versnaði á árinu. Fjárhagsstaða þess skóla sem stend- ur næstverst, Fjölbrautaskólans í Breiðholti, batnaði hins vegar á árinu, en hann hafði um áramót farið 75 milljónir fram úr fjárheimildum, sem er 23 milljónum króna betri staða en árið á undan. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er minnt á ákvæði fjárreiðulaga þar sem talað er um að forstöðumenn og stjórnir ríkisaðila beri ábyrgð á því að fjárhagsráðstafanir þeirra séu í sam- ræmi við heimildir. Jafnframt er minnt á ákvæði 38. gr. laga um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins, en þar segir: „Ef útgjöld fara fram úr fjárlagaheimildum, verkefnum stofn- unar er ekki sinnt sem skyldi eða þjónusta hennar telst óviðunandi get- ur ráðherra veitt forstöðumanni áminningu skv. 21. gr. eða veitt hon- um lausn frá embætti skv. VI. kafla ef hann hefur gerst sekur um ítrekaða eða stórfellda vanrækslu í starfi með þeim hætti sem að framan er lýst.“ Breytingar á reiknilíkani Fram kemur í skýrslunni að fjár- hagsstaða framhaldsskólanna er mjög misjöfn. Fjárveitingar til skól- anna fara eftir niðurstöðu reiknilík- ans sem tryggja á að framlög séu byggð á sömu forsendum. Stjórnend- ur skólanna hafa gagnrýnt líkanið og m.a. bent á að það taki ekki nægt tillit til mismunandi starfsemi skólanna. Framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa einnig kvartað yfir að ekki sé nægilega tekið tillit til kostnaðar sem þeir þurfa að bera vegna staðsetning- ar þeirra. Þá hafa verkmenntaskól- arnir einnig gagnrýnt reiknilíkanið. Unnið er að endurskoðun á reiknilík- aninu og er fyrirhugað að stuðst verði við breytt líkan við gerð fjárlaga árs- ins 2004. Launakostnaður hækkaði um 47,7% milli ára Í skýrslunni kemur fram að launa- kostnaður framhaldsskólanna var 47,7% hærri á árinu 2001 en á árinu 2000. Í upphafi árs 2001 voru gerðir nýir kjarasamningar við framhalds- skólakennara, en þeir stóðu í verkfalli í lok ársins 2000. Verkfallið hafði þau áhrif að heildarlaun ársins 2000 eru lægri en þau hefðu verið undir eðlileg- um kringumstæðum. Þá þurftu skól- arnir að greiða meiri yfirvinnu á árinu 2001 vegna afleiðinga verkfallsins. Í skýrslunni bendir Ríkisendur- skoðun á að framhaldsskólanir eigi að leita til Ríkisskattsstjóra telji þeir leika vafa á hvort greiða eigi virðis- aukaskatt af starfsemi þeirra. Bent er á að einn skóli sé með á snærum sín- um sjoppu án þess að innheimta virð- isaukaskatt. Þá hafi tveir skólar ekki innheimt virðisaukaskatt af sölu sum- arbústaða sem nemendur á tréiðna- braut byggja. Erfið fjárhagsstaða framhaldsskóla Halli MK upp á 163 milljónir Í ÁLYKTUN stjórnar Kenn- arasambands Íslands, KÍ, sem send var fjölmiðlum í gær, eru stjórnvöld hvött til að beita sér fyrir endurskoðun fjárveitinga til framhaldsskóla við af- greiðslu fjárlaga. Bent er á að árum saman hafi verið mörg hundruð milljóna króna mis- munur á fjárveitingum og raunverulegum rekstrarkostn- aði skólanna. „Fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir er áfall fyrir starf- semi framhaldsskólanna og ávísun á stöðnun auk þess sem ónógar fjárveitingar stefna ár- angri kjarasamninga fram- haldsskólans í hættu og draga úr samkeppnishæfni skólanna um vel menntaða starfsmenn.“ Fjárlagafrum- varpið áfall

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.