Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 11 TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð- herra sagði á Alþingi í gær að sam- kvæmt alþjóðlegum niðurstöðum um ólæsi mætti gera ráð fyrir því að um 8% Íslendinga eða um 15.000 manns á aldrinum 15 til 65 ára hér á landi ættu við mjög mikla eða umtalsverða lestrarörðugleika að stríða. Kom þetta fram í máli ráðherra við fyr- irspurn Svanfríðar Jónasdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Svanfríður sagði að það væru býsna margir sem tryðu því ekki að það gæti verið um svo víðtækt ólæsi að ræða meðal Íslendinga. Við vær- um „jú bókaþjóð og læs“. Á því byggðist sjálfsmynd Íslendinga. „Þess vegna er það líka enn þá erfiðara fyrir þá sem stríða við ólæsi að þurfa að horfast í augu við sinn vanda.“ Sagði hún að stór hluti þess hóps væri ekki á vinnumarkaði. „Hann hefur flæmst af vinnu- markaði, hafi hann komist þangað, vegna síaukinna krafna.“ Ráðherra skýrði frá því að ráðu- neytið hefði skipað starfshóp hinn 8. mars sl. sem hefði m.a. haft það verk- efni að gera áætlun um hvernig koma megi umræddum aðilum til að- stoðar. Starfshópurinn hefði skilað skýrslu til ráðuneytis- ins í lok október sl. og í ráðuneytinu væri verið að fara yfir þá skýrslu. Ráðherra sagði að þar sem sérfræðingar, sem ráðuneytið hefði leitað til, hefðu sagt að alþjóðlegar niðurstöð- ur um ólæsi ættu við um Ísland teldi hann ekki ástæðu til að ráðast í yf- irgripsmikla og dýra könnun til að athuga hvernig þessi mál stæðu hér á landi. „Það er afstaða ráðuneytis- ins að það sé brýnna að finna úrræði og grípa til aðgerða en ráðast í könn- un.“ Lestrarörðugleikar 15.000 Íslendinga JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra ítrekaði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að hann vonaðist til þess að málefni heilsugæslunnar á Suðurnesjum leystist hið fyrsta. Eins og kunnugt er sögðu allir fastráðnir og lausráðnir heilsu- gæslulæknar á Suðurnesjum upp störfum sínum fyrr á árinu og tóku þær uppsagnir gildi sl. mánaða- mót. Á Alþingi í gær minnti ráðherra á að Heilbrigðisstofnun Suður- nesja hefði mætt því álagi sem hefði skapast vegna uppsagnanna eftir bestu getu. Ennfremur hefði einn læknir tekið til starfa á heilsugæslunni. „Ég hef lagt mig fram um að leysa þetta mál,“ sagði ráðherra og kvaðst vænta þess að málið leystist hið fyrsta, eins og áður sagði. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, hóf um- ræðuna um málefni heilsugæslunn- ar í fyrirspurnartíma og benti m.a. á að í lögum um heilbrigðisþjón- ustu segði að allir landsmenn ættu að eiga kost á fullkomnustu heil- brigðisþjónustu. „Síðustu þrjár vikur hefur Heilsugæslan á Suð- urnesjum verið án starfandi lækna nema í bráðatilfellum,“ sagði hún og taldi það óviðunandi ástand. „Verst bitnar þetta auðvitað á þeim sjúklingum sem þurfa á reglubundinni læknishjálp að halda; búa við erfiða langvarandi sjúkdóma. En einnig bitnar þetta á barnafjölskyldum sem þurfa oft að leita til heilsugæslunnar.“ Sagði hún að íbúar á Reykjanesi þyrftu nú að sækja umrædda þjónustu langt frá sinni heimabyggð. Því fylgdi m.a. óþægindi og auka- kostnaður. Spurði hún ráðherra hvort hann myndi beita sér fyrir því að sá aukakostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði. Heilbrigðisráðherra svaraði því hins vegar til að hann teldi ekki ástæðu til að breyta reglum um sjúklingagjöld, að svo stöddu, til að mæta fyrrgreindum aukakostn- aði. Ítrekaði hann að hann vænti þess að deilan myndi leysast hið fyrsta. Hann tók þó fram að sér væri ljóst að ástandið á Suðurnesj- um hefði valdið mörgum íbúum óþægindum. Vonast til að læknadeil- an leysist hið fyrsta KOLBRÚN Halldórsdóttir, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, gæti verið að búa sig undir svokallaða nefnda- daga, en á nefndadögum fara ekki fram reglubundnir þing- fundir. Þingmenn fá því tækifæri til að sinna eingöngu nefndastörfum. Mörg mál bíða þess að verða af- greidd úr þingnefnd. Venjulegur þingfundur verður því ekki haldinn fyrr en nk. þriðjudag. Morgunblaðið/Kristinn Nefndadagar á Alþingi ÞRÍR menn hafa verið yfirheyrðir með réttarstöðu grunaðra manna vegna rannsóknar á misferli með eigur varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, tveir Íslendingar og einn bandarískur varnarliðsmaður. Fleiri hafa verið yfirheyrðir vegna máls- ins. Annar Íslendingurinn var starfsmaður Umsýslustofnunar varnarliðseigna (áður Sölunefnd varnarliðseigna) en var sagt upp þegar grunur féll á hann í október sl. Rannsóknin er á frumstigi og ekki er enn ljóst hversu umfangs- mikið málið er, en svikin eru a.m.k. talin nema milljónum króna. Verði mennirnir ákærðir er enn ekki ljóst hvort réttarhöld yfir Bandaríkjamanninum fari fram fyr- ir íslenskum dómstólum eða banda- rískum herdómstól. Að sögn Jó- hanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, skiptist lögsaga á flugvellinum al- mennt þannig að sýslumannsemb- ættið hefur lögsögu yfir Íslending- um sem þar vinna en rannsóknardeild sjóhersins (NCIS) yfir bandarískum varnarliðsmönn- um. Rannsóknin er í höndum lög- reglunnar á Keflavíkurflugvelli en hún er unnin í náinni samvinnu við rannsóknardeildina. Samkvæmt reglum er fulltrúi varnarliðsins ávallt viðstaddur þegar lögreglan yfirheyrir varnarliðsmenn. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, forstjóra Umsýslustofnunar varnar- liðseigna, vaknaði grunur um mis- ferli í haust og bárust böndin fljót- lega að einum starfsmanni stofnunarinnar. Í byrjun október hafi honum verið vikið úr starfi og í kjölfarið hafi sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli verið beðinn um að rannsaka málið. Um sex manns hafa starfað hjá stofnuninni undan- farin ár, þar af nokkrir í hlutastarfi. Segir Alfreð að smám saman hafi dregið úr starfseminni og á síðustu árum hafi veltan numið 100–200 milljónum árlega. Í Morgunblaðinu á þriðjudag var ranghermt að skrifstofu Umsýslu- stofnunar á Keflavíkurflugvelli hefði verið lokað. Hið rétta er að skrif- stofu varnarliðsins, sem annast sölu varnarliðseigna, var lokað tíma- bundið vegna rannsóknar málsins. Rannsókn á misferli með eignir varnarliðsins Umfang brota ekki ljóst Helgartilboð 20% afsláttur af kvenpeysum úr ull og bómull Kringlunni - Sími 568 1822 Allt fyrir jólabarnið! Skeifan 8, sími: 568 2200 www.babysam.is Í BabySam fær›u á litlu krílin jólafötin ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B BS 1 93 94 11 /2 00 2 Laugavegi 84, sími 551 0756 20% afsláttur af síðum kápum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.