Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 13

Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 13 HRAFN Grétarsson lögreglumað- ur sem starfar sem hópstjóri í ör- yggisgæslusveitum sérsveita al- þjóðalögregluliðs Sameinuðu þjóðanna í Pristina í Kosovo fékk í vikunni afhenta þjónustuorðu fyrir störf sín á vegum SÞ. Orðuveitingarathöfnin var fyrir íslenska og danska lögreglumenn. Við þetta tækifæri afhenti Har- aldur Johannessen ríkislög- reglustjóri Stefan Feller, lög- reglustjóra alþjóðalögregluliðs- ins, veggskjöld frá sérsveit ríkislögreglustjórans, en íslenskir lögreglumenn, sem sendir hafa verið til starfa í Kosovo, hafa all- ir starfað í sérsveitinni. Þeir gegna störfum með fullt lög- regluvald og ganga vopnaðir dags daglega við störf sín í Kos- ovo, en alls hafa níu íslenskir lög- reglumenn starfað í Kosovo. Nú eru þeir tveir, Hrafn og Ás- geir Þór Ásgeirsson, sem hefur starfað sem yfirmaður sérsveita alþjóðalögregluliðsins og verið í Kosovo í rúm tvö ár. Auk fyrr- nefndra voru viðstaddir athöfnina Thom Hacker, varalögreglustjóri alþjóðaliðsins, Jón Bjartmarz yf- irlögregluþjónn og háttsettir yf- irmenn frá danska ríkislög- reglustjóranum og úr alþjóðalögregluliðunum. Einnig var viðstaddur hópur íslenskra flugumferðarstjóra sem eru við störf á flugvellinum í Pristina. Í Kosovo starfa um 4.700 lög- reglumenn frá 53 löndum. Fékk þjónustuorðu Sameinuðu þjóðanna Að athöfninni lokinni. Frá vinstri: Ásgeir Þór Ásgeirsson lögreglumaður, Thom Hacker, varalögreglustjóri alþjóðaliðsins, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Stefan Feller, lögreglustjóri alþjóðaliðsins, Jón Friðrik Bjartmarz yfirlögregluþjónn og Hrafn Grétarsson lögreglumaður. KJARTAN Jóhannsson sendiherra hefur afhent Per Stig Møller, utan- ríkisráðherra Dana og sitjandi for- seta ráðherraráðs Evrópusam- bandsins, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands hjá sambandinu. Afhenti trúnaðarbréf sérsniðin innheimtulausn 40% a fslát tur af in nimá lning u! Allt a ð MÁLNINGARTILBOÐ í verslunum Hörpu Sjafnar 419kr. á lítrann Norðan tíu í 10 lítra dósum KARLMANNI, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann hafi framið kynferð- isbrot gegn tveimur unglings- stúlkum, var sleppt úr haldi í fyrrakvöld. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir að maðurinn, sem er á fertugsaldri, hafi verið handtekinn og úr- skurðaður í 10 daga gæsluvarð- hald í kjölfar kæru um að hann hefði ráðist að 14 ára stúlku sem var gestkomandi á heimili hans í Reykjavík. Brotið er talið alvar- legt en ekki er þó um fullframda nauðgun að ræða. Maðurinn var ölvaður þegar atvikið átti sér stað. Eftir að hann var handtek- inn kærði önnur 14 ára gömul stúlka hann fyrir svipað brot. Gæsluvarðhaldið yfir mannin- um átti að renna út í gær en í ljósi þess að rannsókn málsins miðar ágætlega þótti ekki ástæða til að fara fram á áfram- haldandi gæsluvarðhald. Tvær stúlkur kærðu kyn- ferðisbrot alltaf á föstudögum Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.