Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „STÓRIÐJUBRJÁLÆÐI“ og „Ál- lendi Íslands“ var meðal þess sem stóð á kröfuspjöldum áhugahóps um náttúru Íslands sem mótmælti fyrir- hugaðri Kárahnjúkavirkjun og Norð- lingölduveitu fyrir utan höfuðstöðvar Landsvirkjunar í hádeginu í gær. „Við viljum vernda ósnortin víðerni Íslands og virða friðlöndin í Þjórsár- verum og Kringilsárrana,“ segir í yf- irlýsingu frá hópnum. Hann vill skoða minna umdeilda virkjunarkosti og að hlúð verði að öðrum atvinnukostum en álframleiðslu. Stóriðjustefna ógni lífríki og landkostum og sé fjárhags- og félagslega hættuleg. „Við mót- mælum framkomu Landsvirkjunar í garð vísindamanna sem felst í að breyta samntekt á niðurstöðum án samþykkis þeirra,“ segir loks í yfir- lýsingunni. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, og Ragn- heiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri, veittu yfirlýsingunni móttöku. Í ávarpi sem þau afhentu mótmælend- um sagði að Landsvirkjun gerði sér grein fyrir því að virkjunaráform á hálendi Íslands væru umdeild. „Einmitt þess vegna er mikilvægt að opin og málefnaleg umfjöllun eigi sér stað þar sem það sem menn vita best um áhrif og afleiðingar fram- kvæmda kemur til skoðunar,“ segir í ávarpi Landsvirkjunar. Þá var um- mælum um að Landsvirkjun hafi við- haft óheiðarleg vinnubrögð í málinu vísað á bug. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mótmæltu við höfuð- stöðvar Landsvirkjunar ana, til að gera vinnubrögð mark- vissari og skilvirkari og forða börn- um sem sætt hafa kynferðisofbeldi frá því að þurfa að endurupplifa erfiða lífsreynslu. Að koma börnum til hjálpar og greiningar þegar þess gerist þörf. Að safna saman á einn stað þverfaglegri þekkingu mis- munandi stofnana við rannsókn og meðferð mála og miðla henni til þeirra sem á þurfa að halda.“ Sagði Guðbjörg að flestir gætu verið sam- mála um að Barnahús hefði sannað sig sem raunverulegt framfaraspor í þágu barna og réttinda þeirra. 500 börn hafa heimsótt Barnahús nú þegar Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, og Vigdís Er- lendsdóttir, sálfræðingur og for- stöðukona Barnahúss, tóku við við- urkenningunni. „Barnahús hefur fengið gífurlega góðar móttökur og „MÉR er sérstök ánægja að tilkynna þá ákvörðun stjórnar Barnaheilla að fyrstu viðurkenningu sam- takanna fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra hlýtur Barnahús,“ sagði Guðbjörg Björns- dóttir, formaður Barna- heilla, er viðurkenningin var afhent forsvars- mönnum Barnahúss við há- tíðlega athöfn í Þjóðmenn- ingarhúsi í gær. „Tilkoma Barnahúss er einfaldlega að mati Barnaheilla eitt merkasta framfaraspor sem stigið hefur verið á Ís- landi til að uppfylla skyld- ur okkar gagnvart börnum sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi.“ Guðbjörg sagði ánægju- legt að geta þess að Barna- hús hefði vakið mikla at- hygli í nýloknu rannsóknarverkefni tíu Save the Children-samtaka í Evr- ópu, sambærilegum Barnaheill, um kynferðislegt ofbeldi á börnum. Börn þurftu áður að segja mörgum sögu sína Hugmyndafræðin að baki Barna- húsi miðar að því að koma í veg fyr- ir endurtekið áfall hjá barni, sagði Guðbjörg. „Fyrir tíma Barnahúss gátu börn þurft að margendurtaka sögu sína á ólíkum stöðum fyrir ólíka aðila með öllu því álagi sem því fylgir.“ Barnahús hóf starfsemi sína fyrir fjórum árum og er rekið af Barna- verndarstofu. „Meginmarkmið Barnahúss er að samræma eins og unnt er hlutverk barnaverndar- og félagsmálayfirvalda, saksóknara og lækna við rannsóknir kynferð- isbrota gagnvart börnum,“ sagði Guðbjörg. „Að efla samstarf þessara stofn- hróður þess hefur borist víða um lönd,“ sagði Bragi af þessu tilefni. „En vindar hafa blásið um húsið en það er eðlilegt að menn greini á um það hvernig best sé að standa að þessum málum, því allir vilja leggja sig fram eins og mögulegt er.“ Bragi sagði að frá upphafi hafi ráð- ist til starfa í húsið einstaklega gott starfsfólk. Sagði hann að þegar hefðu sálfræðingur og félagsráð- gjafi hússins tekið viðtöl við 200 börn en um 500 börn hefðu heimsótt húsið frá því það var stofnað. Barnaheill voru stofnuð 24. októ- ber árið 1989 og 20. nóvember sama ár samþykkti allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna Barnasáttmálann. „Barnasáttmálinn og Barnaheill eru eitt að mínu mati,“ sagði Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, í gær. „Sáttmálinn er órjúfanlegur hluti af starfsemi sam- takanna.“ Raunverulegt fram- faraspor í þágu barna Guðbjörg Björnsdóttir, formaður Barnaheilla, afhendir Vigdísi Erlendsdóttur, forstöðukonu Barnahúss, og Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, viðurkenninguna í gær. Barnahús hlaut viðurkenningu Barnaheilla sem veitt var í gær Morgunblaðið/Þorkell RE/MAX fasteignasölurnar og ráð- gjafarfyrirtækið Pricewaterhouse- Coopers (PwC) hafa gert með sér samning um að PwC sjái um innra eftirlit með fasteignasölum sem nota RE/MAX sölukerfið. Eftirlitið er komið til framkvæmda að nokkru leyti en tekur að fullu gildi um ára- mót. „Við höfum hugsað okkur að koma á verklagsreglum sem tryggja alla meðferð fjármuna sem eru hjá fasteignasölunum, bæði þeirra fjármuna sem eru þar vegna starfsemi fyrirtækisins sem og vörslufjár. Síðan munum við hafa reglulegt eftirlit með því að þessum reglum sé fylgt,“ segir Þórir Ólafs- son, löggiltur endurskoðandi hjá PwC. Aðspurður segist hann gera fastlega ráð fyrir að aðrar fast- eignasölur geti samið um slíkt innra eftirlit. Meðal helstu þátta í samkomu- laginu er að PwC sjái til þess að fjármunir viðskiptavina fara inn á sérstakan vörslureikning, sá sem tekur við fjármununum sjái ekki um að ráðstafa þeim, hægt verði að rekja hvernig fjármunum er ráð- stafað og haldið verður uppi fyr- irbyggjandi eftirliti. Engar undan- tekningar verði leyfðar frá samþykktu vinnuskipulagi. Skilvirkara en opinbert eftirlit Gísli Gíslason, lögfræðingur RE/ MAX á Íslandi, segir að skv. siða- reglum RE/MAX eigi óháður aðili að hafi eftirlit með starfsemi fast- eignasala sem starfa undir þeirra merkjum. Samningaviðræður við PwC um að fyrirtækið tæki að sér eftirlitið hér á landi hefðu staðið yf- ir um nokkurt skeið en undirbún- ingi hefði verið hraðað í kjölfar þess að fasteignasali í Kópavogi játaði á sig stórfelld fjársvik. „Við höfum orðið varir við það að viðskiptavinir fasteignasala hafa verið mjög uggandi í kjölfarið á þessu máli og við viljum gera það að verkum að fólk geti sofið rótt þó það eigi í fasteignaviðskiptum.“ Gísli segir lög og reglugerðir um eftirlit með fasteignasölum hér á landi ófullnægjandi. RE/MAX hafi ákveðið að taka frumkvæðið og ekki bíða eftir aðgerðum stjórnvalda. Með samningnum við PWC sé ekki þörf fyrir frekara eftirlit af hálfu opinberra aðila og í raun sé eftirlit- ið mun skilvirkara en nokkurn tíma væri að vænta frá stjórnvöldum. Samningur um innra eftirlit Morgunblaðið/Þorkell Þórir Ólafsson hjá PwC, Hrafnhildur Bridde, RE/MAX á Suðurlandsbraut, og Geir Þorsteinsson, RE/MAX í Þingholtum, við undirritun samningsins. RE/MAX fasteignasölurnar og PwC 3ja rétta hádegisverðartilboð kr. 1700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.