Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 15
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 15 Medifact er fyrirtæki í Ósló sem miðlar störfum innan heilbrigðiskerfisins. Okkur bráðvantar heimilislækni til starfa á heilsugæslustöð í Svíþjóð frá 25. nóvember til 6. desember. Mjög góð laun í boði. Fríar ferðir og húsnæði. Ekki krafist sérfræðimenntunar. Sænskukunnátta nauðsynleg. Við höfum einnig mikla þörf fyrir lækna í öðrum sérgreinum til starfa á sjúkrahúsum. Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Ulf Söderberg eða Gerd Wenche Frilseth. Medifact AS, Bjørnerudveien 12b, 1266 Oslo, Norge. Sími +47 22629850, fax +47 22629851. Tölvupóstur: medifact@medifact.no Læknar óskast til Skandinavíu! ...ein fyrir mig ...ein fyrir vinnuna ...ein fyrir tengdó Fullt verð 2.997 kr. kr. kr. Ísinn á 50 kr. í Sigtúni og á Akureyri ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 94 44 1 1/ 20 02 25 jólakort 499 kr. VEGNA fyrirhugaðra framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun hefur Lands- virkjun óskað eftir verktökum til að taka þátt í forvali fyrir útboð á af- hendingu og uppsetningu á sex véla- samstæðum. Hámarksafl virkjunar- innar verður 630 MW og er reiknað með að væntanlegur verktaki hanni, framleiði og setji upp samstæðurnar, sem hver um sig er 105 MW að stærð. Gert er ráð fyrir undirritun verk- samnings í ágúst 2003 og verklok eru áætluð síðla árs 2007. Verktakar þurfa að hafa skilað forvalsumsókn til Landsvirkjunar í síðasta lagi 16. desember nk. Forval á sex véla- samstæðum RUNÓLFUR Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, hef- ur af stjórn háskólans verið end- urráðinn rektor til næstu fjög- urra ára. Rektor Viðskiptaháskól- ans er ráðinn til fögurra ára í senn og má samkvæmt reglum háskól- ans mest sitja átta ár samfellt í starfi. Runólfur hefur gegnt stöðu rektors Viðskiptaháskólans frá árinu 1999. Hann er lögfræðingur að mennt og útskrifaðist frá laga- deild Háskóla Íslands árið 1992. Runólfur var leikhúsritari Leik- félags Reykjavíkur árin 1985– 1986, framkvæmdastjóri Stúd- entaráðs Háskóla Íslands árið 1988, fulltrúi sýslumanns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 1992 og fulltrúi sýslumannsins í Borg- arnesi 1992–1998. Hann hóf störf á Bifröst sem stundakennari haustið 1992, var ráðinn lektor árið 1994 og aðstoðarrektor 1998. Runólfur öðlaðist málflutn- ingsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1998. Hann er kvæntur Ásu Björk Stefánsdóttur kennara og eiga þau þrjá drengi, Skarphéðin Án, Stefán Bjart og Eyvind Ágúst. Endurráð- inn rektor á Bifröst Runólfur Ágústsson FYRRVERANDI umboðsmenn Tupperware hafa verið dæmdir til að greiða Tupperware Nordic um 20 milljónir vegna óuppgerðrar við- skiptaskuldar. Umboðsmennirnir, karlmaður og kona, höfnuðu því að greiða skuldina og bentu á að þegar þau tóku við um- boðinu hefði þeim verið gert að greiða 500.000 danskar krónur, jafnvirði um sex milljóna íslenskra króna, fyrir við- skiptavild fyrri umboðsmanns. Sá hefði aðeins selt vörurnar í tvö ár og staðið sig illa. Þau hefðu á hinn bóginn selt Tupperware-vörur fyrir einn milljarð íslenskra króna á 12 árum. Því ætti viðskiptavild þeirra að nema margfaldri þeirri fjárhæð sem danska fyrirtækið krefði þau nú um. Danska fyrirtækið hélt því á hinn bóginn fram að þau hefðu samið við fyrri umboðs- menn um að greiða fyrir viðskiptavild þegar þau sóttust eftir umboðinu. Héraðsdómur féllst ekki á að þau ættu að fá nokkra endurgreiðslu vegna viðskiptavildar enda hefði ekki verið samið um slíkt og dæmdi þau til að greiða sektina. Skúli J. Pálmason, héraðsdómari, kvað upp dóminn. Hróbjartur Jónatansson hrl. flutti málið f.h. danska fyrirtækisins en Bergur Guðnason hdl. var til varnar. Tupper-ware fyrir milljarð á 12 árum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.