Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ sé að meta hversu alvarleg áhrif mengunin geti haft á sjávarlífið. Það fari eftir ýmsum flóknum þátt- um, meðal annars veðri á næstu vikum og því hvort nálægar líf- verur eru á viðkvæmu stigi í lífs- ferlinum. Umhverfisáhrifin ráðist ennfremur af því hvort olían þykkni og haldist í tönkunum, eða streymi út úr tönkunum þegar þeir falla saman vegna þrýstingsins. Því hægar sem olían leki úr skipinu þeim mun minni verði skaðinn. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, hvatti til stórherts eftirlits með skipum, sem sigla í lögsögu ríkja Evrópusambandsins, til að koma í veg fyrir slík umhverfisslys. Hann lýsti Prestige, sem var smíð- að fyrir 26 árum, sem „ryðkláfi“ og sakaði eigendur skipsins um að hafa sneitt hjá öryggisreglum Evr- ópusambandsins. Olíuskipið sigldi undir fána Bah- amaeyja, var í eigu grísks fyrirtæk- is sem skráð er í Líberíu. Bresk stjórnvöld neituðu í gær ásökunum Spánverja um að yfir- völd á Gíbraltar bæru ábyrgð á slysinu vegna þess að olíuskipið hefði ekki verið skoðað þegar það hefði komið þar til hafnar. Sir Nig- el Sheinwald, sendiherra Bret- lands, sendi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bréf og sagði að Prestige hefði aðeins komið einu sinni til Gíbraltar á síðustu fimm árum, 13. júní síðastliðinn. „Skipið fór þangað aðeins til að taka elds- neyti og sigldi ekki einu sinni inn í höfnina,“ sagði breski sendiherr- ann. Reynt að hindra að olíu- brák berist að ströndinni AP Starfsmaður við hreinsun olíunnar úr tönkum Prestige þrífur sig eftir að hafa komið dæluröri fyrir í leðjunni. Sérfræðingar vona að megnið af olíunni hald- ist í skipinu La Coruna. AP, AFP. SPÁNVERJAR og Portúgalar reyndu í gær að koma í veg fyrir að olíubrák frá olíuskipinu Prest- ige, sem sökk undan norðvestur- strönd Spánar í fyrradag, bærist upp að ströndinni og skaðaði líf- ríkið. Liðsmenn spænska og portú- galska sjóhersins og umhverfis- verndarhreyfinga settu upp fleiri flotgirðingar til að vernda fiskimið og fugla. „Baráttan verður háð á landi,“ sagði umhverfisráðherra Portúgals, Isaltino Morais, og bætti við að lík- lega yrði ekki hægt að dæla miklu of olíunni úr sjónum vegna hvass- viðris á þessum slóðum. Talið er að allt að 6.000 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn þegar olíu- skipið liðaðist í sundur áður en það sökk í fyrradag. Um 4.000 tonn láku úr skipinu fyrir viku og nær 70.000 tonn voru enn í skipinu þeg- ar það sökk. Olíubrák, sem er 36 km að lengd og 500 metrar að breidd, var enn langt frá ströndinni en talið var að hún myndi berast nær landi með hafstraumnum. „Við þurfum að bíða og sýna fyr- irhyggju því við vitum ekki enn hvort hættan er afstaðin,“ sagði umhverfisráðherra Spánar, Jaume Matas. „Við verðum að fylgjast grannt með því hvort mengunin aukist og hvaða áhrif hún hefur,“ sagði hann. Vona að olían þykkni og leki hægt Sjávarlíffræðingar vona að megnið af olíunni haldist í tönkum skipsins og þykkni vegna kuldans og þrýstingsins á sjávarbotninum, þannig að tjónið verði sem minnst. Þeir sögðust þó enn hafa áhyggjur af áhrifum mengunarinnar á sjáv- arlífið og nálægar strendur. „Þótt olían sé nú langt frá landi getur hún valdið verulegum skaða,“ sagði Richard Steiner, sjávarlíf- fræðingur sem tók þátt í strand- hreinsuninni í Alaska eftir að olía lak úr olíuskipinu Exxon Valdez ár- ið 1989. Olían í Prestige er nær tvöfalt meiri en olían sem lak úr Exxon Valdez. Í Prestige er brennsluolía sem nokkrir sérfræðingar segja að geti valdið enn meiri skaða en hrá- olían úr Exxon Valdez. Sérfræðingarnir segja að erfitt VERKAMENN í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, koma fyrir stórri stjörnu, merki Atlantshafsbandalagsins (NATO), við húsakynni forseta landsins og ríkisstjórnarinnar í gær. Gert er ráð fyrir að Búlgörum og fleiri þjóðum í fyrrverandi kommúnistaríkjum verði boðin að- ild að bandalaginu á fundi þess sem hefst í Prag í Tékklandi í dag. AP Búlgarar fagna NATO ÞÝSKI læknaprófessorinn Gunther von Hagens sagðist í gær staðráðinn í að láta af því verða að kryfja lík lið- lega sjötugs karlmanns frammi fyrir 500 áhorfendum og myndavélum sjónvarpsmanna. Margir hafa gagn- rýnt hugmyndina harkalega og hefur von Hagens jafnvel verið hótað mál- sókn þar sem hann brjóti gegn lög- um og siðferðisreglum samfélagsins. Krufningin á að fara fram í lista- galleríi á Brick Lane í London. Op- inberar krufningar voru mjög vin- sælar í landinu á 16. öld en síðast mun hafa verið efnt til slíkrar sýn- ingar fyrir 170 árum. Sjálfur segir von Hagens að hann hafi fengið sam- þykki aðstandenda hins látna og tel- ur sig ekki munu brjóta nein lög. Að- gangseyririnn muni aðeins duga til að greiða um tíunda hluta kostnaðar- ins við hugmyndina og sé því ekki um gróðabrall að ræða. Markmið sitt sé að fræða almenning um líkamann. Á móti „einkarétti“ lækna „Valinn hópur fólks í læknastétt ætti ekki að hafa einkarétt á að fylgj- ast með slíkum aðgerðum,“ sagði hann. „Á hverjum degi er fólk í þessu landi spurt hvort það samþykki að lík sé krufið. Hvernig á það að geta það þegar því er meinað að sjá hvað fram fer?“ Jeremy Metters, opinber embætt- ismaður sem hefur umsjón með mál- efnum á sviði líffærafræði, hefur var- að von Hagens við því að krufningin geti verið úrskurðuð glæpsamleg vegna þess að hann hafi ekki tilskilin leyfi til að annast hana. Lögregla mun verða viðstödd krufninguna en óljóst er hvort hún muni reyna að hindra von Hagens. Von Hagens er 57 ára gamall, frá austurhéruðum Þýskalands og hefur kennt svæfingalækningar og líffæra- fræði við háskóla þar í landi. Von Hagens olli fyrr á árinu uppnámi í Bretlandi er hann efndi til sýningar á líkum sem hann hefur meðhöndlað með efni er hann að sögn BBC fann sjálfur upp fyrir allmörgum árum. Efnið kemur í stað vökva í líkinu og tryggir að holdið rotnar ekki. Mun von Hagens hafa sýnt líkin árum saman í Japan þar sem milljónir manna hafa flykkst á staðinn til að skoða þau. Rúmlega hálf milljón manna í Bretlandi hefur þegar séð sýningu prófessorsins er hann nefnir Body- world. Mun hann vera orðinn auð- ugur maður á sýningahaldinu. Segist hann ekki vita hvort rétt sé að kalla þessa iðju sína list en fólk heillist greinilega af því að skoða líkin. Hann hyggst láta meðhöndla sitt eigið lík með efninu þegar skapadægrið renn- ur upp. Nýmæli prófessors Krufning fyrir al- menning? London. AFP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti með 90 atkvæðum gegn 9 tillögur George W. Bush for- seta um stofnun ráðuneytisins á þriðjudagskvöld með þorra atkvæða en áður hafði fulltrúadeildin sam- þykkt tillöguna. Er samþykktin talin mikill sigur fyrir forsetann sem sagði að um „vatnaskil“ væri að ræða. „Ég hlakka til þess að und- irrita þessi mikilvægu lög,“ sagði Bush. Um 170.000 manns munu starfa hjá ráðuneytinu og er bent á að starf svo stórrar stofnunar geti orðið þungt í vöfum. Hugmyndin um nýtt ráðuneyti er tæki yfir störf allmargra stofnana og samræmdi aðgerðir til að stemma stigu við hryðjuverkum kom fram hjá demókratanum Joe Lieberman eftir árásirnar á Bandaríkin 11. sept- ember í fyrra. Breytingin sem verð- ur á stjórnsýslunni er sögð verða hin mesta í hálfa öld en nýja ráðuneytið mun þó ekki verða með leyniþjón- ustuna, CIA, á sinni könnu og ekki heldur alríkislögregluna, FBI. Bush var í fyrstu mótfallinn hug- mynd Liebermans en ákvað síðan að styðja hana. Lögðu repúblikanar fram útfærslu sem sumir demókrat- ar gagnrýndu hart. Töldu þeir m.a. að starfsréttindi opinberra starfs- manna væru skert um of. Nýtt ráðuneyti heimavarna Bush vinnur mikinn sigur á þingi Washington. AFP.DAGSKRÁ: 1. Formaður Atvinnulífsnefndar Sjálfsbjargar, lsf. setur fundinn. 2. Árni M. Björnsson segir frá starfseminni „Atvinna með stuðningi“ (AMS). 3. Kristján Valdimarsson segir frá mati sem gert var á starfi AMS. 4. Einstaklingur sem nýtir sér þjónustu AMS segir frá reynslu sinni. Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á málefninu að mæta! Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Sjálfsbjargar lsf. í síma 552 9133. Atvinnulífsnefnd Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Fundur um atvinnumál fatlaðra verður haldinn laugardaginn 23. nóv. frá kl. 14.00-16:00 í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.