Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 21

Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 21 UNGIR Bandaríkjamenn kunna innan skamms að þurfa að halda í stríð til Íraks, en fæstir þeirra geta þó staðsett það land á korti, að því er Bandaríska landafræðifélagið (National Geographic Society) greindi frá í gær. Könnun er gerð var á vegum fé- lagsins leiddi í ljós, að einungis einn af hverjum sjö, eða um 13%, Bandaríkjamanna á aldrinum 18– 24 ára, kjöraldri fyrir hermenn, gat bent á Írak. Niðurstaðan var sú sama varðandi nágrannaríki Íraks, Íran. Þótt meirihluti þeirra er tóku þátt í könnuninni, 58%, vissi að tal- ibanahreyfingin hefði verið við völd í Afganistan gátu aðeins sautján prósent fundið það land á heimskorti. Í könnuninni voru 56 spurningar um landafræði og fréttir líðandi stundar lagðar fyrir ungt fólk í níu löndum og voru gefnar hefð- bundnar einkunnir fyrir svörin. Bandaríkjamenn fengu einkunnina D, og svöruðu að meðaltali aðeins 23 spurningum rétt. Mexíkó kom verst út, með aðeins 21 rétt svar að meðaltali. Hæstu einkunnina fengu Svíar, sem svöruðu að meðaltali 40 spurn- ingum rétt, og í kjölfar þeirra komu Þjóðverjar og Ítalir. Ekkert land fékk einkunnina A, en til að fá hana þurfti að svara að meðaltali 42 spurningum eða fleiri rétt. „Ef unga fólkið okkar getur ekki fundið staði á kortum og er illa að sér um það sem er að gerast í heiminum, hvernig getur það þá skilið þau málefni sem við stöndum frammi fyrir í menningu, efna- hagslífi og nýtingu náttúru- auðlinda?“ spurði John Fahey, for- seti Bandaríska landafræðifélags- ins, í tilkynningu. Í könnuninni kom ennfremur í ljós, að 34 prósent ungra Banda- ríkjamanna vissu að eyjan, sem notuð var við gerð nýjustu sjón- varpsþáttaraðarinnar „Survivor“, er í Kyrrahafi sunnanverðu, en að- eins 30 af hundraði gátu bent á New Jersey-ríki á korti. Sjónvarps- þættirnir „Survivor“ voru teknir upp á Marquesas-eyjum í Suður-Kyrrahafi austanverðu. Þegar bandarísku þátttakend- urnir í könnuninni voru beðnir að staðsetja tíu tiltekin ríki Banda- ríkjanna á korti gat mikill meiri- hluti þeirra einungis bent á Kali- forníu og Texas. Aðeins 51% gat fundið New York, þriðja fjölmenn- asta ríki Bandaríkjanna. Bandaríkjamennirnir gátu að meðaltali aðeins fundið sjö af 16 tilteknum ríkjum á heimskorti. Að- eins 89% Bandaríkjamannanna gátu fundið heimaland sitt á heims- kortinu. Svíarnir gátu að meðaltali fundið 13 af ríkjunum 16 á heims- kortinu, Þjóðverjarnir og Ítalirnir gátu hvorir um sig fundið 12. Ungir Banda- ríkjamenn vita ekki hvar Írak er Aðeins 89% gátu fundið heimaland sitt á heimskorti Washington. AP. SJÚKDÓMAR er lagðir hafa verið að velli gætu tekið sig upp á ný verði ekki meira fjármagni varið til bólu- setninga, að því er fram kom í við- vörun frá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni (WHO), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðabankanum í gær. Þótt bólusetningar hafi bjargað mörgum milljörðum mannslífa á und- anförnum hundrað árum, fá þeir sem helst þurfa á þeim að halda þær ekki ennþá, sögðu stofnanirnar þrjár í sameiginlegri skýrslu um stöðu bólu- setninga og ónæmisaðgerða í heim- inum. Hátt í þrjú af hverjum fjórum börn- um í heiminum fá nú þær bólusetn- ingar sem þau þurfa nauðsynlega á að halda, en í skýrslunni er kvartað yfir því að mikill munur sé þarna á milli norður- og suðurhvels jarðar. Börn í ríkum löndum hafi aðgang að nýjum bóluefnum gegn sjúkdóm- um á borð við lifrarbólgu, auk þess að fá bólusetningu við algengum sjúk- dómum. En í Afríku sunnan Sahara hafi aðeins annað hvert barn aðgang að bólusetningum gegn algengustu sjúkdómunum, þ. á m. berklum, misl- ingum, stífkrampa og kíghósta. Í skýrslunni er lög áhersla á að þörf sé fyrir nýtt bóluefni gegn berklum og einnig gegn malaríu, sem árlega verður um einni milljón manna að bana og flestir eru afrísk börn. Árið 2000 lést 1,7 milljón manna úr berkl- um, sem eru nú að taka sig upp að nýju, einkum í tengslum við HIV- smit, og eru flest tilfellin í Afríku. Hátt í þrjár milljónir manna, þar af tvær milljónir á barnsaldri, deyja ár- lega úr algengum sjúkdómum sem hægt er að fyrirbyggja með bólusetn- ingum. Yrði 250 milljónum dollara til viðbótar varið til bólusetninga yrði hægt að bólusetja 10 milljónum fleiri börn en nú er gert og 100 milljónir dollara til viðbótar myndu greiða fyr- ir kostnaðinn við þróun nýrra bólu- efna, segir m.a. í skýrslunni. Varað við skorti á fjármagni til bólusetninga Genf. AFP. PALESTÍNSKA þingkonan Hanan Ashrawi hlaut í gær Olof Palme-verðlaunin fyrir störf sín að sjálfstæðisbar- áttu Palestínu- manna og samn- ingsvilja sem „hefur áunnið henni virðingu hvarvetna“, að því er segir í tilkynn- ingunni um verð- launin, sem nema 50 þúsund Bandaríkjadollurum. Palme-verðlaunin eru veitt árlega af fjölskyldu Olofs Palm- es, fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar, sem var myrt- ur 1986, og sænska jafnaðar- mannaflokknum, í því augna- miði að stuðla að auknum skilningi á alþjóðavettvangi. Ashrawi var fulltrúi Palest- ínumanna í friðarviðræðum í byrjun tíunda áratugarins og var ráðherra framhaldsmennta- mála í heimastjórn Yassers Ara- fats 1996–98. Hún hefur verið þingmaður síðan 1996. Ashrawi verðlaunuð Stokkhólmi. AP. Ashrawi . s æ t i ð3 Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 22. og 23. nóvember 2002. Stuðningsmenn Sólveigar eru með opna kosningaskrifstofu að Suðurlandsbraut 8. Allir eru hjartanlega velkomnir. Skrifstofan verður opin virka daga frá kl. 10:00 til 21:00 og um helgina frá kl. 13:00 til 18:00. Símar 568 0582 og 568 0584 Faxnúmer 568 0584

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.