Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 22

Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ betri innheimtuárangur                                   Fyrir jólin bjóðum við upp á glæsilegt mini-hlaðborð Rjómalöguð súpa með nýbökuðu brauði, hangikjöt, ávaxtafyllt lambalæri, hamborgarhryggur, kalkúnn, villipate, hreindýrapate, kartöflusalat, hrásalat, rauðkál, grænar baunir, 4 tegundir af síld, sjávarrétta- gratín, sykurbrúnaðar kartöflur, fiskipate, tartarsósa, rauðvínssósa, sveppasósa og ýmislegt fleira sem og eftirréttir. Jólahlaðborð á aðeins 2.100 kr. (Munið að panta strax) Pantanasími 568 0098 eða hjá Siggu í síma 699 1070 Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá og með 28. nóvember ÞAÐ verður líf og fjör á Skóla- vörðustígnum í dag því þar verður haldinn handverksdagur sem mun verða opinn langt fram á kvöld. Tilefnið er opnun vestnorrænu handverkssýningarinnar Arts and crafts sem hefst í Laugardalshöll í dag. „Okkur langar til að endurvekja þessa hugmynd um Skólavörðu- stíginn sem lista- og handverks- götu,“ segir Eggert Jóhannsson feldskeri sem rekur verslun sína við Skólavörðustíginn. „Við höfum verið mjög dugleg að halda fram listum, menningu og handverki þannig að við ákváðum að nota þetta tækifæri.“ Dagurinn mun einkennast af ýmiss konar uppákomum í versl- unum og galleríum við götuna. Má þar nefna sérstakar sýningar á munum, tónlistaratriði, bókakynn- ingar og matarkynningar svo eitt- hvað sé nefnt. Eggert segir að dagskráin muni hefjast um fjög- urleytið og standa fram eftir kvöldi en allar verslanir við göt- una verða opnar til klukkan 22. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við gerum eitthvað svona því fólk hefur verið með alls kyns uppá- komur hvert fyrir sig en nú höfum við ákveðið að sameina þetta og gera einn svona handverksdag,“ segir hann og bætir því við að ekki sé ósennilegt leikurinn verði endurtekinn síðar ef vel takist til. Langsterkasti fulltrúinn fyrir íslenskan listiðnað Að sögn Eggerts er áhuginn fyr- ir þessari uppákomu mikill meðal kaupmanna. „Þarna er líka verið að gefa þeim sem koma erlendis frá og eru að sýna á sýningunni í Laugardagshöll tækifæri til að sjá það sem er helst að gerast í hand- verki á Íslandi. Það er engin gata hérlendis með svona mikið af gall- eríum og handverkshlutum þótt hún sé svo sem ekki tæmandi fyrir íslenskan listiðnað. En það er óhætt að segja að hún sé lang- sterkasti fulltrúinn fyrir hann.“ Hann segir að kaupmenn við Skólavörðustíg hafi verið að reyna að koma af stað annars konar eða „mýkri verslun“ eins og hann orðar það þar sem þjónustan er höfð í fyrirrúmi. „Það virðist sem venjulegar verslanir hafi ekki haft nein sérstök uppgrip hérna heldur séu Laugavegurinn og Kringlan talsvert hentugri fyrir þá sem ætla að vera með þannig verslun. Menningartengd eða listatengd verslun virðist virka betur fyrir Skólavörðustíginn og þess vegna erum við að hlú að þess konar verslun líka. Og við höfum kannski skemmt okkur eilítið betur en aðr- ir í leiðinni.“ En verður stemningin á Skóla- vörðustígnum eitthvað í anda menningarnæturinnar í Reykjavík í sumar? „Við getum sagt að þetta sé okkar eigin menningar- og handverksdagur,“ segir Eggert að lokum. „Okkar eigin menningar- og handverksdagur“ Morgunblaðið/RAX Eggert feldskeri var upptekinn í gær við að skreyta verslun sína fyrir handverksdaginn í dag. Miðborg EKKI er útlit fyrir að samningar náist milli bæjaryfirvalda í Garða- bæ og eigenda Héðinslóðarinnar svokölluðu um kaup þeirra fyrr- nefndu á lóðinni en kaupverð henn- ar ásamt mannvirkjum yrði að lág- marki 450 milljónir króna. Bæjarstjórn samþykkti fyrr í mán- uðinum að falast eftir lóðinni undir grunnskóla fyrir Ása- og Strand- hverfi. Að sögn Ásdísar Höllu Braga- dóttur bæjarstjóra kom fram á íbúaþingi, sem nýlega var haldið í Garðabæ, að þrjár lóðir í bænum þóttu heppilegastar undir grunn- skóla fyrir umrædd hverfi og var Héðinslóðin ein þeirra en hún er um 30 þúsund fermetrar að stærð. „Eftir það fannst okkur ástæða til þess að fara í viðræður við Héðin og kanna hvort það væru forsendur fyrir því að Garðabær keypti af þeim fasteignirnar og lóðarréttind- in,“ segir Ásdís. Á fundi bæjarráðs á þriðjudag kom fram að þær viðræður hefðu leitt í ljós að kaupverð lóðarinnar með mannvirkjum yrði eflaust að lágmarki 450 milljónir króna. „Þetta kaupverð er því miður of hátt fyrir lóð undir grunnskóla,“ segir Ásdís aðspurð. Fyrirtækið ánægt með staðsetninguna „Við höfðum gert okkur vonir um að hægt væri að ná samningi um mun lægra verð fyrir lóðina en fyr- irtækið er mjög vel staðsett, það er mjög ánægt með þessa staðsetn- ingu og lóðina sem það hefur og húsnæðið nýtist þeim ákaflega vel. Þannig að kostnaður fyrir fyrirtæk- ið við að flytja og koma sér fyrir annars staðar er það hár að mér sýnist á öllu að við munum ekki ná saman.“ Að hennar sögn verður málið rætt á bæjarstjórnarfundi í dag þar sem næstu skref varðandi lóðarmál- in verða ákveðin. *+,-./0                 +*-+*-1. +   Verð Héðinslóð- arinnar of hátt Garðabær ÞESSI hvutti þeystist áfram með eiganda sinn í eftirdragi á dögunum enda sjálfsagt fátt betra fyrir hund en að fá að hreyfa skrokkinn und- ir berum himni. Líklega hefði þeim fjórfætta þó þótt betra að vera laus við ólina og bandið en þar sem slíkt er langt í frá leyfilegt á Rauð- arárstígnum hefur hinum mennska vini hans þótt ráð- legra að halda fast um tauminn. Morgunblaðið/Kristinn Sprett úr spori á Rauðarárstíg Miðborg NIÐURSTÖÐUR íbúaþings sem haldið var í Grafarvogi þann 19. október verða kynntar á almenn- um fundi þriðjudaginn 26. nóvem- ber. Til stóð að kynna niðurstöðurn- ar á fundi 7. nóvember en því var frestað. Kynningarfundurinn næstkom- andi þriðjudag verður haldinn í Rimaskóla og hefst hann klukkan 20:00. Niðurstöður íbúa- þings kynntar Grafarvogur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.