Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 37
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 37 Dæmi um eldunartíma: Silit hraðsuða Venjuleg eldun Gúllas 15-20 mínútur 2 klst. Roast beef 30 mínútur 2 klst. Kartöflur 8 mínútur 20-25 mínútur Hraðsuðupottar Matur matreiddur í hraðsuðupotti er bæði bragðmeiri og hollari. Að auki er eldunartíminn miklu styttri og orkusparnaður verulegur. Borgartúni 28  562 2901 og 562 2900 Hollustan í fyrirrúmi - og stórkostlegur tímasparnaður! Maturinn er gufusoðinn undir þrýstingi. Við venjulega suðu glat- ast bragð, bæti- og næringarefni, en þetta gerist ekki þegar eld- að er í hraðsuðupotti. Í flestum tilfellum er líka óþarft að salta matinn sérstaklega. Ræddu við hússtjórnarkennara okkar, hana Dröfn, um eldun í hraðsuðu pottum. Lára Margrét áfram í 5. sæti Kynntu flér stefnumálin á www.laramargret.is e›a hringdu í síma 551 3339 og 861 3298 GUÐFINNA S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Finn Junge-Jensen, rektor Viðskiptahá- skólans í Kaupmannahöfn (CBS), hafa undirritað samstarfssamning um doktorsnám. Samningurinn fel- ur í sér að Háskólinn í Reykjavík getur boðið doktorsnám með sam- starfi við CBS varðandi leiðbein- endur og möguleika nemenda á að sækja námskeið. Samningurinn er liður í því að auka námsframboð við skólann og renna sterkari stoðum undir rann- sóknarstarf. Doktorsnemarnir munu stunda rannsóknir sínar við Háskólann í Reykjavík en njóta til þess leiðsagnar prófessora frá CBS, auk þess sem þeir munu sækja nám- skeið til Kaupmannahafnar. Menntamálaráðuneytið hefur þegar verið upplýst um gang mála þar sem vel hefur verið tekið í þessa þróun, en áður en fyrstu nem- endurnir verða teknir inn í námið liggur fyrir að semja um útvíkkun á þjónustusamningi við ráðuneytið. Á þeim fjórum árum sem Háskól- inn í Reykjavík hefur starfað hafa útskrifast frá honum á þriðja hundrað nemendur með BS-próf í viðskiptafræðum og tölvunar- fræðum, auk kerfisfræðinga og í september sl. luku fyrstu nemend- urnir framhaldsháskólanámi við skólann þegar 31 nemandi útskrif- aðist með MBA-gráðu. Það hefur verið stefna skólans frá upphafi að auka vægi framhaldsháskólanáms í starfsemi skólans og er samstarfs- samningurinn við CBS mikilvægt skref í þessari þróun. Samið um doktorsnám Ljósmynd/Jørn Albertus Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor HR, og Finn Junge-Jensen, rektor CBS, undirrita samstarfssamning um doktorsnám. EVRÓPUSAMBANDIÐ veitir rúm- ar 53 milljónir í styrki til íslenskra tilraunaverkefna á þessu ári í nafni da Vinci-starfsmenntaáætlunarinn- ar. Undir merkjum Sókratesar eða menntaáætlunar ESB verða svo veittar 60 milljónir í styrkveitingar til íslenskra menntastofnana og skólafólks. Nefna má að Opið Evr- ópuhús verður í Perlunni í Reykjavík núna um helgina eða dagana 22.-24. nóvember. Leonardó-styrkir Tvö tilraunaverkefni undir ís- lenskri verkefnastjórn hlutu styrk að þessu sinni í starfsmenntaáætlun Leonardó, alls um 53 milljón- ir. Annað verk- efnið sem hlýt- ur styrk er: Protocol 2 – Programme and Mat- erials for the Training of Language and Communication Auditors of European SME’s Stage 2. Verkefnisstjórn þess er Útflutn- ingsráð Íslands og InterAct Inter- national. Samstarfslöndin eru Bret- land, Írland og Portúgal. Markmið verkefnisins er að auka samkeppnishæfni lítilla og meðal- stórra fyrirtækja á alþjóðamarkaði með því að aðstoða þau við að skil- greina hindranir vegna tungumála og ólíkrar menningar og finna sér- tækar lausnir til að mæta þeim. Heildarstyrkur til þessara þátttöku- landa er 340.481 evrur eða 29.451.606 íslenskar krónur. Hitt verkefnið heitir Total Couns- elling – a comprehensive (holistic) and immediate counselling for young people og er undir verkefnisstjórn Hins hússins sem er upplýsinga- og menningarmiðstöð ungs fólks. Sam- starfslönd þess eru Bretland, Ítalía og Slóvenía. Þetta verkefni miðar að því að gera hefðbundna ráðgjöf fyrir ungt fólk heildstæðari og aðgengilegri fyrir einstaklinginn. Heildarstyrkur til þessara þátttökulanda er 292.252 evra eða 25.279.798 krónur. Leonardó-starfsmenntaáætlun ESB skiptist í tvö svið, annars vegar smærri mannaskiptaverkefni og viðameiri tilraunaverkefni, fjölþjóð- leg tilraunaverkefni sem þróa og/eða staðfæra námsefni og náms- og kennsluaðferðir tengdar starfs- menntun. Rannsóknaþjónusta Háskóla Ís- lands starfrækir Landsskrifstofu Leonardó. Verkefnisstjóri tilrauna- verkefnanna er Hildur Svavarsdótt- ir. Nánari upplýsingar er að finna á: http://www.rthj.hi.is/. Sókrates-styrkir Sókrates, menntaáætlun ESB, setur 60 milljónir í styrkveitingar til íslenskra menntastofnana og skóla- fólks. Mark- miðið er að tengja sam- an mennta- stofnanir og skólafólk í Evrópu á öllum stigum menntunar. Landsskrifstofa Sókratesar/Al- þjóðaskrifstofa háskólastigsins hef- ur umsjón með styrkveitingum til umsækjenda. Á næsta skólaári verða um 200 ís- lenskir háskólastúdentir styrktir til að stunda hluta af sínu námi við evr- ópska háskóla. Og um 50 skólar fá styrki til evrópskra samstarfsverk- efna, skólaþróunarverkefna og nem- endaskiptaverkefna. Meðaltalsupp- hæð styrks á skóla er um 400.000 íslenskra króna. Þá verða um 50 kennarar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi styrktir til að fara utan og sækja evr- ópsk námskeið í sínu fagi. Síðan Sókrates, menntaáætlun ESB, hóf göngu sína árið 1995 hafa yfir 2.000 Íslendingar notið góðs af styrkveitingum áætlunarinnar. Stórir styrkir alltaf á föstudögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.