Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ sparaðu fé og fyrirhöfn KRABBAMEIN í ristli og enda- þarmi er meðal algengasta krabba- meins vestrænna þjóða og er algeng orsök dauðsfalla hjá þeim sem grein- ast með illkynja æxli. Nýgengi sjúk- dóma er mælikvarði á tíðni þeirra og metur fjölda greindra tilfella á ári miðað við ákveðinn fjölda einstak- linga (yfirleitt fjöldi sem greinist á hverja 100.000 íbúa). Undanfarna áratugi hefur nýgengi þessara æxla verið hátt meðal þeirra þjóða sem búa við almenna velmegun. Þetta á m.a. við á Íslandi og á hinum Norðurlönd- unum. Árið 1996 var áætlað að 875.000 ný tilfelli greindust í heiminum af krabbameini í ristli og endaþarmi og talið að þetta væri um 8,5% alls krabbameins. Það er mikill land- fræðilegur munur á nýgengi þessara æxla í heiminum og er tíðnin einkum há í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu, Japan, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, en hins vegar mun minni í Afríkulöndum og vanþróaðri ríkjum Asíu. Það er um tuttugufaldur munur á nýgengi þessa krabbameins milli þeirra þjóða sem hafa hæsta nýgengið og þeirra sem hafa lágt nýgengi. Í Evrópu er hlut- fallslega hærri tíðni í norðlægari löndum álfunnar. Meðal afkomenda innflytjenda sem koma frá þjóðum með lægri tíðni og flytjast til landa með háa tíðni kemur fram hratt hækkandi nýgengi og bendir þetta til að umhverfisáhrif séu mikilvæg í orsök þessara meina. Þó hafa erfðaáhrif þýðingu a.m.k. í hluta æxlanna. Krabbamein í ristli og endaþarmi er algengast hjá eldra fólki og er með- alaldur við greiningu á Norðurlönd- unum 72 ára hjá körlum og 74 ára hjá konum. Æxlin eru fátíð í fólki undir 40 ára aldri. Þessi æxli eru álíka algeng hjá körlum og konum. Á Norðurlöndun- um í heild eru æxlin ívið algengari í konum, en á Íslandi hafa þau verið heldur algengari hjá körlum. Í Bandaríkjunum hafa æxli í enda- þarmi verið hlutfallslega algengari í hvítum mönnum en æxli í ristli verið algengari í svertingjum. Vísbending- ar eru allra síðustu ár um að nýgengi þessara æxla sé byrjað að lækka í Bandaríkjunum. Á Norðurlöndum öllum hefur nýgengið hjá körlum ver- ið stöðugt að aukast. Hins vegar hefur nýgengihækkun hjá konum aðeins orðið á undanförnum áratugum í Nor- egi og Finnlandi, en nýgengið hjá konum á Íslandi, Danmörku og Sví- þjóð hefur haldist stöðugt síðan 1968– 1972. Krabbameinsskrá Krabbameins- félags Íslands var stofnuð 1954. Þar fer fram nákvæm skráning þeirra ill- kynja meina sem greinast á landinu. Hjá Krabbameinsskrá er unnt að fá fram tölfræðilegar upplýsingar um krabbamein á Íslandi frá 1955, þar á meðal upplýsingar um ristil- og enda- þarmskrabbamein. Árlega greinast um 115 ný tilfelli þessara æxla á Ís- landi. Hjá körlum er þessi gerð æxla í öðru sæti hvað varðar tíðni, næst á eftir krabbameini í blöðruhálskirtli, en svipaður fjöldi karla greinist ár- lega með lungnakrabbamein. Hjá konum er krabbamein í ristli og enda- þarmi þriðja algengasta gerðin á eftir brjóstakrabbameini og lungna- krabbameini. Á mynd 1 sést aldursstaðlað árlegt nýgengi krabbameins í ristli og enda- þarmi á Íslandi síðastliðin 45 ár. Þar sést að nýgengið er stöðugt að aukast hjá körlum en helst nokkuð stöðugt hjá konum. Á mynd 2 kemur fram árleg dán- artíðni þeirra sem greinast með æxli í ristli og endaþarmi. Sýnt er að þrátt fyrir að nýgengið sé að aukast hjá körlum þá helst dánartíðnin nokkuð stöðug. Hjá konum fer dánartíðnin í heild heldur lækkandi frá 1970. Á mynd 3 koma fram hlutfallslegar fimm ára lífshorfur einstaklinga sem greinast með ristil- og endaþarms- krabbamein. Þar kemur fram að stöð- ugt fleiri sjúklingar lifa af þessi æxli, þ.e. í meira en fimm ár, en oft er fimm ára lifun eftir greiningu notuð sem viðmið, þrátt fyrir að ekki sé unnt að fullyrða um lækningu hafi fimm ár lið- ið frá greiningu. Einnig kemur fram á mynd 3 að yfir helmingur þeirra sem greindust á síðustu tuttugu árum lifir meira en fimm ár. Að líkindum má þakka þennan bata í horfum sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi því að æxlin greinist fyrr og/eða bættri meðferð þeirra sem greinast, fremur en að eðli sjúkdómsins hafi breyst. Eftir Jón Gunnlaug Jónasson og Laufeyju Tryggvadóttur „Undanfarna áratugi hefur nýgengi þessara æxla verið hátt meðal þeirra þjóða sem búa við almenna velmegun.“ Jón Gunnlaugur er yfirlæknir Krabbameinsskrár Krabbameins- félags Íslands og Laufey er fram- kvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands.   "    "    "  D  ( D  ( 4  G : !'?()""! *       %    ;    #        * !! )) '%' 3 !+6) 4  G    !'?H!''I * !! )) '%' 3 !+6) 4 P     %  !'?(!''J P P  S R  S R :6 @ ' ,( &)@ '  R -    -SP SR -S S -P R -  -P R -  -P R -  R -    -SP SR -S S -P R -  -P R -  -P R - S R P   -S S -SS S -  -S  -  -S  -  -S  !  TU & !3#  Jón Gunnlaugur Jónasson Laufey Tryggvadóttir MEÐAL tónlistarmanna er mik- ið rætt um fyrirhugað tónlistarhús í miðborg Reykjavíkur. Ánægja ríkir með að nú hillir undir þetta langþráða hús, en þó eru greini- lega skiptar skoðanir um gerð þess og nýtingaráform. Ég tel eðlilegt og sjálfsagt að opin umræða sé um þetta mál sem svo miklu varðar fyrir framtíð tónlistarlífs á Íslandi og æskilegt væri að einhugur ríkti meðal þeirra sem málið varðar áð- ur en framkvæmdir hefjast. Það er líka auðveldara að breyta á hönn- unarstiginu en þegar búið er að byggja. Ég mun hér á eftir ræða fáein atriði varðandi óperuflutning í fyrirhuguðu tónlistarhúsi. Fyrir rúmu ári bankaði Íslenska óperan upp á og óskaði eftir aðild að byggingu tónlistarhússins. Ástæðan var m.a. sú að eldri áform um viðbyggingu við Gamla bíó voru ekki lengur talin raunhæf. Einnig höfðu þá á fáum árum orðið breytingar á fyrirætlunum um byggingu tónlistarhússins. Ákveðið hafði verið að stækka báða fyr- irhugaða sali, sinfóníusal og minni fjölnotasal, fyrir tónlistarflutning og bæta við þeim þriðja fyrir ráð- stefnuhald. Ekki var gert ráð fyrir óperuflutningi í húsinu, en fyrr á þessu ári lýsti Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, því yfir að hann vildi koma til móts við ólík sjónarmið um nýtingu hússins með því að hlutast til um að hljómsveitargryfja yrði í stóra salnum, auk ljósabúnaðar og sviðs- aðstöðu. Núverandi menntamála- ráðherra, Tómas Ingi Olrich, hefur sagt að þessi ákvörðun Björns standi, en jafnframt undirstrikað að þarna verði ekki fast aðsetur Óperunnar. Hvað sem því líður, þá hefur þessi ákvörðun komið af stað líflegum umræðum um óperuflutn- ing í framtíðarmusteri tónlistar- innar. Áherslubreyting í hönnun minni salarins væri góð lausn Óperan óskaði eftir aðild að byggingu hússins almennt, en for- svarsmenn hennar hafa bent sér- staklega á að með áherslubreyt- ingu í hönnun minni tónlistarsalarins mætti skapa framtíðaraðstöðu fyrir Íslensku óperuna. Ég tel að þetta væri mjög góð lausn og miklu ákjósanlegri en að útbúa aðstöðu til óperuflutnings í sinfóníusalnum. Fyrir því eru margar ástæður og rétt að nefna hér fáeinar. Í fyrsta lagi á sinfóníusalurinn, samkvæmt fyrirliggjandi hug- myndum, að rúma 1.500 manns í sæti. Miðað við þann fjölda sem sækir óperusýningar hér að jafnaði væri aðeins grundvöllur fyrir örfá- um sýningum á hverju verki í svo stórum sal. Þá er jafnframt hætt við að langur tími liði þar til upp- færsla og sýningar á næsta verki gætu hafist. Það er stefna Íslensku óperunnar að treysta atvinnu- grundvöll óperulistafólks með sam- felldu starfi og efla þannig þekk- ingargrunn og þá þjálfun sem nauðsynleg er fyrir fagmannlega óperustarfsemi. Það gildir sama í óperuheiminum og annars staðar, að æfingin skapar meistarann. Í öðru lagi er fullkominn hljómburð- ur fyrir sinfóníska tónlist eitt af meginmarkmiðunum við byggingu stóra salarins í tónlistarhúsinu. Í fjölnotasal verður að slá af kröfum um fullkominn hljómburð. Sá af- sláttur er reyndar ekki mikill frá tæknilegu sjónarmiði, en margir tónlistarmenn telja hann afgerandi frá listrænu sjónarmiði. Ég tel að virða eigi afstöðu tónlistarmanna og forðast alla málamiðlun um hljómburð í stóra salnum. Í þriðja lagi er það líka þannig með fjöl- notasal fyrir óperuflutning og tón- leika, að ef vel á að vera þarf að hanna salinn sem óperusal þar sem hægt er að hafa tónleika – ekki sem tónleikasal þar sem hægt er að flytja óperur. Þetta skýrist m.a. af því að rýmisþörfin er ólík, auk þess sem mikill tæknibúnaður fylgir óperusviði. Slík grundvall- arbreyting kemur varla til álita í stóra sal tónlistarhússins. Loks má telja fullvíst að samnýting á stóra salnum fyrir óperuflutning og tón- leikahald, auk fyrirhugaðrar ráð- stefnustarfsemi, myndi valda árekstrum bæði í skipulagi og framkvæmd. Sambýli Sinfóníunnar og Óperunnar ákjósanlegt Ástæða er til að ætla að góð samstaða gæti orðið um að gera minni tónlistarsalinn að fjölnotasal sem væri heimili Íslensku óper- unnar. Það væri framtíðarlausn fyrir Óperuna og salurinn gæti auk þess nýst sem meðalstór tónleika- salur. Það er ótalmargt sem mælir með því að Íslenska óperan verði aðili að fyrirhuguðu tónlistarhúsi og fátt sem mælir gegn því. Óperan er, eins og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, afsprengi geysilegrar grósku í íslensku tónlistarlífi síð- ustu áratugi og þótt hún sé sjálfs- eignarstofnun er hún í vitund okk- ar þjóðarópera Íslendinga. Hún á því vel heima í helsta tónlistarsetri landsins. Sambýli Sinfóníunnar og Óperunnar er líka ákjósanlegt. Það eru nær undantekningalaust hljóð- færaleikarar Sinfóníuhljómsveitar- innar sem skipa hljómsveit Ís- lensku óperunnar og ólíklegt að það breytist í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Því er nú þegar nauðsynlegt að hafa samráð um skipulag dag- skrár, en sambýli myndi skapa marga nýja möguleika á samstarfi. Þá er ótalin margvísleg aðstaða sem gæti nýst báðum. Tónlistarhúsið og Óperan Eftir Bjarna Daníelsson „Ástæða er til að ætla að góð sam- staða gæti orðið um að gera minni tónlistarsal- inn í fyrirhuguðu tónlist- arhúsi að fjölnotasal sem væri heimili Ís- lensku óperunnar.“ Höfundur er óperustjóri. NIÐURSTAÐA fundar kjörnefnd- ar sjálfstæðismanna í Norðvestur- kjördæmi, sem haldinn var 13. nóv- ember síðastliðinn, veldur mikum vonbrigðum. Það er með ólíkindum að kjörnefndin skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að úrslit prófkjörs- ins eigi að standa eftir að fyrir liggur og óumdeilt er að framkvæmd próf- kjörsins var ekki samkvæmt reglum flokksins. Framkvæmd kosninga og meðferð atkvæða verður að vera samkvæmt skýrum reglum og kjósendur og frambjóðendur verða að vera þess fullvissir að eftir þessum reglum sé farið. Þetta á við um allar kosningar en auðvitað eru kröfur þessa efnis enn meiri þegar verið er að kjósa til þings og sveitarstjórna eða kjósa einstak- linga til þessara starfa með prófkjöri. Hornsteinn stjórnskipulags okkar og lýðræðis byggist á slíkum kosningum, að við getum farið og kosið okkur stjórnendur í æðstu trúnaðarstöður í samfélaginu á nokkurra ára fresti. Verði menn uppvísir að því að víkja frá þeim reglum sem um slíkar kosn- ingar gilda, eins og óumdeilt er að gert var á Vesturlandi í prófkjöri sjálfstæðismanna, þá hefur slíkt hing- að til verið kallað að viðhafa kosninga- svindl. Um umfangið er ómögulegt að segja en það fer um mann óhugur þegar upplýst er að utankjörfundar- atkvæði voru um 2.000 þegar atkvæði greiddu alls 6.000. Hvaða skilaboð er Sjálfstæðis- flokkurinn að gefa út í samfélagið ef flokkurinn lætur slík vinnubrögð við- gangast? Og hvað er þá næst? Er þá ekki líka allt í lagi að svindla aðeins í alþingiskosningunum til að tryggja að „okkar menn haldi þar áfram um stjórnartaumana? Nei, á skal að ósi stemma og er hér með skorað á sjálf- stæðismenn í Norðvesturkjördæmi að stöðva þessa lögleysu kjörnefndar. Þetta mál snýst ekki lengur um hver fær hvaða þingsæti, þetta mál snýst nú um trúverðugleika Sjálfstæðis- flokksins og hvort hann fer að leik- reglum eða ekki. Alls staðar þar sem ég hef kynnst og komið að starfi í Sjálfstæðisflokknum er það eitt sem einkennir starfið í flokknum hvað mest, en það er sá mikli metnaður sem lagður er í heiðarleg vinnubrögð. Það er því sjálfstæðismönnum um allt land án efa mikið áfall að svona mál skuli hafa komið upp innan flokksins. Þetta mál þarf því að leysa hratt og skjótt en það verður ekki gert með því að láta illa fengnar niðurstöður próf- kjörsins standa. Að sjálfsögðu á að ógilda þetta prófkjör og kjósa upp á nýtt eða raða á listann. Við eigum ekki að láta örfáa menn með blindri hagsmunagæslu sinni skaða Sjálf- stæðisflokkinn með þessum hætti. Heiðarleiki og traust eiga að vera áfram okkar aðalsmerki. Ógilt prófkjör Eftir Friðrik Hansen Guðmundsson Höfundur er verkfræðingur. „Að sjálf- sögðu á að ógilda þetta prófkjör.“ Krabbamein í ristli og endaþarmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.