Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 39

Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 39
NÝTT: SO INGENIOUS MULTI-DIMENSION MAKEUP Ný Quadra-Color™ tækni endurskilgreinir farða og gæðir hann nýrri aðlögunarhæfni. Ljósnemar fínstilla hann - við hvaða birtuskilyrði sem er - þannig að áferðin helst alltaf eðlileg. So Ingen- ious lagar sig frábærlega vel að húð þinni, gerir hana fallegri og lætur henni líða vel um leið. NÝ tveggja þrepa tækni: Fljótandi farði og laust púður. Bylting í förðunartækni Kringlunni, sími 568 9033 Vertu velkomin og láttu förðunarfræðinga frá Estée Lauder aðstoða þig við litaval í dag og á morgun frá kl. 13-18 og laugardag frá kl. 12-16. www.esteelauder.com UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 39 meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Stuðningsmenn Við hvetjum til þess að Katrín Fjeldsted verði kjörin í 4. sæti listans í Reykjavík. Kosningaskrifstofa hennar er í Pósthússtræti 13. Opið frá kl. 16-19 virka daga og 13-18 laugardag. Sími 594 7694. Netfang: katrinf@althingi.is Heimasíða: www.althingi.is/katrinf Katrín Fjeldsted 4. sæti fylgir sannfæringu sinni Rödd hins hófsama sjálfstæðismanns • Katrín hefur víðtæka þekkingu á heilbrigðismálum. Hún vill aukið frelsi í rekstri heilsugæslunnar. Hún er nú eini læknirinn á Alþingi. • Hefur varað við of miklum ríkisafskiptum í virkjanamálum. • Vill lækka skatta. • Hefur lagt umhverfisvernd mikið lið. • Hún vill efla sveitarstjórnarstigið. Leiðsöguskóli Íslands Menntaskólanum í Kópavogi, v. Digranesveg, 200 Kópavogur. Sími 594 4025, netfang: lsk@ismennt.is. Nám í gönguleiðsögn Nám og kennsla Innritun og inntökuskilyrði Umsóknir Nám í gönguleiðsögn hefst í byrjun janúar 2003. Kennt verður fram í maímánuð og fer kennsla fram þrjú kvöld í viku frá kl. 17:30-22:00. Námsgreinar eru svæðalýsingar, hópstjórn, veður og jöklar, ferðamennska og skyndihjálp. 6 daga starfsþjálfun fer fram hjá ferðaþjónustufyrirtækjum sem sérhæfa sig í gönguferðum. Leiðbeinendur eru úr hópi starfsmanna Íslenskra fjallaleiðsögumanna, okkar reyndustu gönguleiðsögumenn. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða annað sambærilegt nám sem skólinn viðurkennir. Inntökupróf felst í því að taka þátt í tveggja daga göngu með leiðbeinanda. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðunni http://mk.ismennt.is/leidny/lsk.htm. Umsóknarfrestur er til 28. nóv. 2002. ÞEGAR Landsvirkjun vill rétt- læta náttúruspjöll í friðlandinu í Þjórsárverum er gjarnan vitnað í samkomulag sem gert var við Náttúruverndarráð, nú Náttúru- vernd ríkisins, þegar Þjórsárver voru friðlýst árið 1981. Í sam- komulaginu segir að virkja megi í friðlandinu ef náttúruverndargildi veranna rýrni ekki óhóflega að mati Náttúruverndar ríkisins. Náttúruvernd ríksins hefur stað- fest að náttúruverndargildi frið- landsins muni rýrna óhóflega vegna fyrirhugaðra framkvæmda Landsvirkjunar og leggst stofnun- in eindregið gegn þeim. Sam- kvæmt 38. gr. laga um náttúru- vernd þarf leyfi Náttúruverndar ríkisins til framkvæmda þar sem hætta er á að spillt verði frið- lýstum náttúruminjum. Hlutverk umhverfisráðherra Í 60. gr. laga um náttúruvernd segir m.a.: ,,Ef ætla má að fyr- irhugaðar framkvæmdir á friðlýstu svæði raski svo náttúrulegu um- hverfi að hætta sé á að ákveðnar lífverur, búsvæði þeirra og vist- kerfi eyðist eða verði fyrir veruleg- um skaða getur umhverfisráðherra látið friðlýsingu taka til banns við slíkum framkvæmdum, enda sé áð- ur fengin umsögn Náttúruverndar ríkisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands.“ Í matsskýrslu Landsvirkjunar og umsögnum um hana kemur ítrekað fram að ákveðnar lífverur, búsvæði þeirra og vistkerfi verði fyrir verulegum skaða vegna fram- kvæmdanna. Brot á lögum um náttúruvernd 63. gr. laga um náttúruvernd hljóðar svo: ,,Friðlýstum náttúru- minjum má enginn granda, spilla né breyta. Varðar röskun þeirra refsingu skv. 76. gr, sbr. og 75. gr.“ Í matsskýrslu Landsvirkjunar um framkvæmdir í friðlandinu í Þjórsárverum eru staðfest fyrir- huguð brot á þessari lagagrein. Því má ekki gleyma að leyfi Náttúru- verndar ríkisins liggur ekki fyrir. Í 75. gr. náttúruverndarlaga segir: ,,Hver sá sem veldur á ólög- mætan hátt spjöllum á náttúru landsins, hvort heldur er af gáleysi eða ásetningi, skal sæta refsingu skv. 76. gr.“ Í 76. gr. segir m.a.: ,,Hver sá sem brýtur gegn ákvæð- um laga þessara eða reglna settra samkvæmt þeim skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ Að virða lög Að virða lög og fara eftir þeim er eitt af undirstöðum þjóðfélags- ins. Staðfesti heilbrigðisráðherra úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Norð- lingaölduveita í friðlandinu í Þjórs- árverum, sem gengur þvert á nið- urstöðu Náttúruverndar ríkisins, eru lögin um náttúruvernd í upp- námi. Þá þarf annaðhvort að knýja fram leyfi Náttúruverndar ríkisins, sem gengur gegn faglegri niður- stöðu stofnunarinnar, eða breyta lögunum. Ef ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur forystu um slík vinnubrögð hlýtur það að teljast mjög alvarlegt. Þá má spyrja hvort Ísland sé ekki betur komið í bandalagi ríkja sem vinna eftir lögum í stað þess að breyta þeim stöðugt þannig að umdeild verk- efni ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga. Með lögum skal land byggja… Eftir Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur „Ef ráðherra í ríkisstjórn Íslands hef- ur forystu um slík vinnubrögð hlýtur það að teljast mjög alvar- legt.“ Höfundur er arkitekt. MÁLEFNI aldraðra eru í brenni- depli um þessar mundir. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og Landssam- bands eldri borgara hafa skrifað undir tímamótasamkomulag um ýmsar aðgerðir til að bæta hag aldr- aðra. Í samkomulaginu felst m.a. að tekjur einstaklinga sem njóta trygg- ingabóta hækka um 8–14 þúsund krónur á mánuði en árlegur kostn- aður ríkissjóðs verður um 5 milljarð- ar þegar allar aðgerðir samkomu- lagsins eru að fullu komnar til framkvæmda. Fulltrúar allra stjórnarandstöðu- flokkanna fagna samkomulaginu. Tveir þessara flokka, þ.e.a.s. Sam- fylkingin og Vinstri grænir, ásamt Framsóknarflokknum mynda kosn- ingabandalag um R-listann í Reykja- vík. Það er sami listinn og leggur nú til að öllu skipulögðu félagsstarfi verði hætt í 5 af 14 þjónustumið- stöðvum aldraðra í borginni. Sá sami listi hafnaði tillögu okkar borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins um stór- lækkun fasteignaskatta á eldri borg- ara og öryrkja sem við lögðum fram í borgarstjórn 5. september sl. Já, ólíkt hafast menn að. Ólíkt hafast menn að Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur „R-listinn leggur nú til að öllu skipulögðu félagsstarfi verði hætt í 5 af 14 þjónustumiðstöðvum aldraðra.“ Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.