Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 41

Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 41
Nýjar lausnir í heilbrigðis- málum Á UNDANFÖRNUM árum og áratugum hafa útgjöld til heil- brigðismála á Íslandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu marg- faldast. Nú er svo komið að ekkert ríki innan OECD ver meira fé úr opinberum sjóðum til heilbrigðis- mála en Ísland. Í ljósi þessa er með ólíkindum að stjórnarandstað- an skuli ár eftir ár staglast á því heilbrigðiskerfið skorti fé. Það hlýtur að vera augljóst hverjum manni að skortur á opinberum framlögum er ekki vandamálið í ís- lenska heilbrigðiskerfinu. Vanda- málið er auðvitað hvernig farið er með þá gríðarlegu fjármuni sem til ráðstöfunar eru. Í stað þess að halda áfram að ausa hugsunarlaust meira fé í heil- brigðismál legg ég til að stjórnvöld ráðist í kerfisbreytingar sem miða að því að nýta betur það fé sem nú þegar er lagt til málaflokksins. Hvati til hagræðingar Til þess að tryggja bestu nýt- ingu fjármuna innan heilbrigðis- kerfisins er nauðsynlegt að lækn- um og öðru heilbrigðisstarfsfólki séu veittir sterkir hvatar til þess að lækna á eins hagkvæman hátt og kostur er. Slíkir hvatar eru ekki fyrir hendi í núverandi heil- brigðiskerfi. Ákjósanleg leið til þess að veita slíkan hvata er að tekið verði upp svokallað DRG- greiðslukerfi. Sparnaður gefur aukna möguleika DRG-kerfi byggjast á því að sjúkrahús fái ákveðna upphæð fyr- ir að lækna sjúkling með ákveðinn sjúkdóm. DRG-kerfi eru notuð víða um heim og hafa þau gegnt mikilvægu hlutverki í að halda niðri kostnaði í heilbrigðisgeiran- um. Samkvæmt DRG-kerfi eru sjúklingar flokkaðir eftir því hvað amar að þeim, aldri og öðru sem hefur áhrif á kostnað meðhöndl- unar. Fyrir að meðhöndla sjúk- linginn er sjúkrahúsum greitt fast gjald sem byggist á flokknum sem sjúklingurinn lendir í. Ef sjúkra- húsin gætu læknað sjúklinginn fyrir lægri upphæð en sem fjár- framlögum nemur ætti sér stað sparnaður sem hægt yrði að nýta til annarra verkefna. Fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta Til að kostir DRG-kerfisins nýt- ist sem best er nauðsynlegt að sjúkrastofnanir hafi sterkan hvata til þess að hagræða. Ríkisreknar stofnanir hafa mun veikari hvata til að hagræða en einkareknar. Aukinn einkarekstur myndi því auka líkurnar á að kostir DRG- greiðslukerfis nýttust til fulls. Aukinn einkarekstur kemur alls ekki í veg fyrir að heilbrigðiskerfið veiti öllum landsmönnum fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Ef ríkið sér öllum landsmönnum fyrir sjúkratrygg- ingu getur það tryggt að allir fái heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags og án tillits til þess hver rekur sjúkrastofnanir. Eftir Soffíu Kristínu Þórðardóttur Höfundur er hugbúnaðar- sérfræðingur og sækist eftir 8. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ,,Ríkisrekn- ar stofnanir hafa mun veikari hvata til þess að hagræða en einkareknar.“ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 41 NÚ líður að prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins til Alþingiskosninga en þ. á m. er í kjöri Guðmundur Hall- varðsson, sjómaður, stýrimaður, for- maður stjórnar Hrafnistu, alþing- ismaður og formaður samgöngunefndar. Maður með mikla reynslu, maður al- þýðunnar til sjós og lands. Að lokum hvet ég ykkur til að styðja Guðmund Hallvarðsson í öruggt sæti eða eins ofarlega eins og ykkur finnst. Um leið og ég rita þessi orð votta ég þér kæri vinur, Guðmundur Hallvarðsson, frú, elskulegu börnum ykkar og ætt- ingjum, samúð mína v/fráfalls elsku- lega bróður þíns Gylfa Hallvarðs- sonar í miðri kosningabaráttu. Megi Guð vera með ykkur. Ágætu félagar! Jóhann Páll Símonarson sjómaður skrifar: VIÐ stuðningsmenn Katrínar Fjeldsted finnum glöggt að þing- maðurinn okkar fær jákvætt umtal þegar prófkjörsumræðan nær nú hámarki. Sem farsæll borgarfulltrúi til margra ára og þingmaður þetta kjörtímabil hefur Katrín beitt sér mjög fyrir málum sem skipta heilsu og hag almennings höf- uðmáli. Öflugar meng- unarvarnir og lækk- un hámarkshraða í íbúðarhverfum eru verkefni sem Katrín Fjeldsted hefur barist ötullega fyrir. Baráttumál Katrínar horfa til heilla fyrir framtíð okkar í þjóðfélagi iðnvæðingar og velmegunar. Tillögur Katrínar Fjeldsted eru stundum mál sem vinstri menn eigna sér. Hún fylgir ávallt sannfær- ingu sinni og skynsemi, beitir rökum og þekkingu en lætur ekki tilfinn- ingar ráða eingöngu ferðinni. Fyrir þetta nýtur Katrín mikillar virð- ingar innan Sjálfstæðisflokksins og nær árangri. Ég vil að lokum skora á alla þá sem taka þátt í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins hinn 23. nóvember að láta reynslu Katrínar Fjeldsted í stjórnmálum og starfi nýtast á Al- þingi í næstu framtíð. Styðjum Katrínu Helgi Árnason skólastjóri skrifar: Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt. oroblu@islensk-erlenda.is Saumlaus undirföt fyrir dömur og herra Þú sparar kr. 6.590 Kynntu þér tilboðin! Spennandi bökunar- tilboð! AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.