Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 42
Burt með eignaskattinn EITT AF forgangsverkefnum Sjálfstæðisflokksins á næsta kjör- tímabili á að vera að gera skatta- kerfið einfaldara og réttlátara samhliða því sem skattar eru lækkaðir. Lykilatriði í því sam- bandi er að fella niður eignaskatta. Bitnar harðast á öldruðum Eignaskattur er óréttlátur skattur er bitnar hvað harðast á þeim er síst skyldi, nefnilega eldra fólki er býr í eigin húsnæði. Þetta eru kynslóðirnar sem hafa byggt upp það þjóðfélag velmeg- unar og velferðar sem við búum við. Vegna þróunar í efnahagsmál- um þjóðarinnar á síðustu áratug- um standa aldraðir frammi fyrir því að lífeyrissparnaðurinn er að stórum hluta bundinn í fasteign- um. Á meðan verðbólgan var í al- gleymingi var það eina leið fólks til að verja sparnað sinn að festa hann í húsnæði sínu. Lífeyris- sparnaður fólks brann upp á verð- bólgubálinu en fasteignirnar sitja eftir. Þúsundir Íslendinga eru nú í þeirri stöðu að vera komnir á eft- irlaun og fá litlar lífeyrisgreiðslur en eiga skuldlausa eða skuldlitla eign. Öryggi ekki fjárfesting Eigið húsnæði er ekki fjárfest- ing heldur öryggi. Það er óverj- andi að aldraðir þurfi að búa við óöryggi og að þeim sé refsað fyrir ráðdeild sína og sparsemi með eignasköttum og háum fasteigna- gjöldum, sem éta upp sparnaðinn. Oftast hefur fólk varið stórum hluta af ævitekjum sínum, tekjum sem þegar hafa verið greiddir skattar af, til að koma sér upp fasteigninni. Með eignaskattinum er smám saman verið að gera þessa eign – þennan sparnað – upptæka. Þuríður Pálsdóttir hóf ásamt öðru góðu fólki baráttu gegn þessum óréttláta skatti á sín- um tíma en þá gekk hann undir nafninu „ekknaskatturinn“. Við sjálfstæðismenn höfum í ríkis- stjórn haft forystu um að lækka eignarskatta einstaklinga en betur má ef duga skal. Við sjálfstæðismenn eigum að sjá sóma okkar í því að afnema þennan óréttláta skatt á næsta kjörtímabili. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson „Afnemum þennan óréttláta skatt á næsta kjör- tímabili.“ Höfundur er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sækist eftir 6. sæti. UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMUNDAN er prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ég hef ákveðið að sækjast eftir fjórða sæti listans og fer því þess á leit við þig, lesandi góður, að þú leggir þitt af mörkum til að ég nái því sæti. Ég hef starfað sem heimilislækn- ir í Reykjavík síðan 1980 og þekki því hagi fólks í borginni náið. Þá sat ég í borgarstjórn í 12 ár og hafði á höndum formennsku í heil- brigðisráði og heilbrigðisnefnd og hef síðan verið alþingismaður í fjögur ár, eini læknirinn á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mót- að sér stefnu í heilbrigðismálum og landsfundir hans ítrekað lagt áherzlu á að flokkurinn taki að sér heilbrigðisráðuneytið. Tryggja þarf að heilbrigðisþjónustan sé áfram aðgengileg fyrir alla og tímabært að um hana náist friður. Mikilvægt er að auka frelsi í rekstri og fá fjöl- breyttari rekstrarform í ljósi breyttra tíma og ég álít að huga verði að því að sveitarfélögin taki aftur við heilbrigðisþjónustunni. Einnig þarf að endurmeta það fyr- irkomulag sem felst í föstum fjár- lögum fyrir sjúkrastofnanir. Með því, kjósandi góður, að veita mér brautargengi í 4. sætið í próf- kjörinu 22. og 23. nóvember nk. getur þú stuðlað að því að reynsla mín á sviði heilbrigðismála nýtist í þágu velferðar fyrir sjúklinga og friðar um heilbrigðisþjónustu landsmanna. 4. sætið Eftir Katrínu Fjeldsted „Tryggja þarf að heil- brigðisþjón- ustan sé áfram að- gengileg fyrir alla.“ Höfundur er læknir og alþingismaður. STEFANÍA Óskarsdóttir stjórn- málafræðingur hefur gefið kost á sér í 6. sæti framboðslista sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Stefanía hefur í starfi sínu innan Sjálfstæðisflokksins beitt sér fyrir auk- inni þátttöku kvenna í stjórnmálum í starfi sínu sem for- maður sjálfstæð- iskvennafélagsins Hvatar. Í starfi sínu þar hefur Stef- anía lagt áherslu á að fjölga ungum konum í félagsstarfi og m.a. byggt upp stjórnmálaskóla fyrir konur. Stefanía er einnig ötull málsvari einstaklingsfrelsis og þess að stjórn- málamenn setji hagsmuni almenn- ings og heimilanna í landinu, þ.e.a.s. skattgreiðendanna og neytendanna, ofar öllu í störfum sínum og hafni því að ganga erinda háværra sérhags- muna. Sjálfstæðismönnum í Reykja- vík er mikill fengur að fá sem þing- mann sinn kjarkmikla, vel menntaða konu eins og Stefaníu Óskarsdóttur, sem hefur mikla reynslu af stjórn- málastarfi. Kjósum Stefaníu í sjötta sætið. Stefaníu í 6. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins Gísli Jensson sjómaður skrifar: BJÖRN Bjarnason er óþreytandi í greinaskrifum sínum um málefni líðandi stundar á Netinu og víðar. Það er óvenjulegt að ráðherra fjalli eins skýrt og skil- merkilega um við- horf sín og Björn gerði á meðan hann var mennta- málaráðherra. Þetta kunna stuðningsmenn hans að meta. Það er einsdæmi að geta ávallt vænst skjótra svara við erindi sem stjórnmálamanni er sent á Netinu, hvort sem hann gegnir ráðherra- embætti eða situr á þingi. Þetta kunna kjósendur að meta. Að frumkvæði Björns Bjarnason- ar var grunnur lagður að stórstígum framförum á öllum stigum skóla- kerfisins frá leikskólum til háskóla. Djörf stefnumótun sem hann hóf fyrir tveimur árum í málefnum vís- indarannsókna og þróunar mun setja svip sinn á nýsköpun og nú- tímavæðingu atvinnulífs þjóðarinnar um langa framtíð. Björn Bjarnason er öflugur þingmaður með framtíð- arsýn sem skiptir alla máli. Tryggj- um honum glæsilega kosningu í þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Verk Björns Bjarnasonar tala Hafliði Pétur Gíslason skrifar: ÉG kynntist Birgi Ármannssyni fyrst þegar leiðir okkar lágu saman í Menntaskólanum í Reykjavík. Strax á þessum árum tókst traust og góð vinátta með okkur og ég get fullyrt að leitun sé að vand- aðri og heilsteyptari manni. Leiðir okkar hafa eftir þetta legið sam- an innan Sjálfstæð- isflokksins og þar hafa kynni mín af Birgi ekki verið síðri. Birgir hefur þá eiginleika sem allir góðir ein- staklingar og stjórnmálamenn þurfa að hafa til að ná árangri fyrir hönd umbjóðenda sinna; heiðarleika, rök- festu og vandaðan málflutning í hví- vetna. Að auki er hann einlægur í stuðningi sínum við frelsi ein- staklingsins og einkaframtakið og setur þau sjónarmið sín fram á mál- efnalegan og uppbyggilegan hátt. Að mínu áliti yrði Birgir góður málsvari sjálfstæðisstefnunnar á Al- þingi. Bæði af þeirri ástæðu og vegna þess að þingmenn Sjalfstæð- isflokksins í Reykjavík eru um leið málsvarar okkar á landsvísu eins og aðrir þingmenn ákvað ég að stinga niður penna og hvetja flokksfélaga mína í Reykjavík til að styðja Birgi í það sæti sem hann óskar eftir, sjötta sætið. Birgi á þing Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, skrifar: SIGURÐUR Kári Kristjánsson hefur ekki aðeins getið sér gott orð í starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heldur er hann líka öflugur málsvari sjálfstæðisstefn- unnar á opinberum vettvangi og virtur og vel metinn lög- fræðingur, þótt ung- ur sé að árum. Hann er manna samvisku- samastur og gengur að hverju því verkefni, sem hann tekur að sér, af stökustu kostgæfni. Hann er glöggskyggn og góð- gjarn, og honum er áskapaður drengskapur í samskiptum við fólk, án þess að hann sé sneyddur kappi eða baráttuvilja. Hann er hófsamur í skoðunum og þó fastur fyrir. Ég kynntist honum fyrst, þegar ég kenndi í Versl- unarskólanum, og sá strax, að þar fór efnilegur forystumaður, enda hefur hann síðan gegnt mörgum trúnaðarstörfum við vaxandi traust og vinsældir. Ég veit, að ég er ekki einn um það að vona, að hann fái brautargengi í prófkjöri sjálfstæð- ismanna nú um helgina. Til stuðnings Sigurði Kára Hannes Hólmsteinn Gissurarson, pró- fessor í stjórnmálafræði, skrifar: ÞRÁTT fyrir ungan aldur hefur Birgir Ármannsson aðstoð- arframkvæmdastjóri valist til marg- víslegra trúnaðarstarfa á vettvangi Sjálfstæðisflokksins en einnig á vettvangi atvinnulífsins. Öll þessi störf hefur hann innt vel af hendi og sýnt að hann er vel til for- ystu fallinn. Birgir er ekki einn af þeim sem telja að stjórnmálamenn geti leyst allan vanda í mannlífinu með því að auka greiðslur úr ríkissjóði eða bæta við laga- og reglugerðaflóðið. Hann telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda síbatnandi efnahags þjóðarinnar. En Birgir vill enga lognmollu og hefur skýrar hugmyndir um það hvernig kraftar atvinnulífsins verði best nýttir til frekari ávinnings fyrir alla, ekki síst þá sem minna mega sín, með því að skjóta styrkari stoðum undir velferðarkerfið. Við sjálfstæðismenn eigum að grípa tækifærið þegar yfirburða- maður eins og Birgir gefur kost á sér til löggjafarstarfa í þágu flokks og þjóðar og styðja hann í öruggt sæti á framboðslista flokksins í próf- kjörinu. Kjósum Birgi Ármannsson Kjartan Magnússon borgarfulltrúi skrifar: ÞÁ er prófkjör hjá sjálfstæð- ismönnum næstu helgi. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Einn þeirra frambjóðenda sem nú hafa hellt sér í slag- inn er Guðlaugur Þór Þórðarson borg- arfulltrúi. Þar fer ungur maður sem hefur verið áberandi í borgarmálunum, ekki síst þegar mál- efni okkar Grafarvogsbúa eru ann- ars vegar. Ekki spillir heldur að hann er fjölskyldumaður sem vill stuðla að fjölskylduvænna þjóð- félagi en er, og veitir ekki af. Kæru Grafarvogsbúar, við þurf- um á skeleggum málsvörum að halda á löggjafarþingi okkar og því er mikilvægt að þar sitji fólk sem skilur og þekkir aðstæður í fjöl- mennasta hverfi höfuðborgarinnar. Guðlaugur Þór hefur sýnt og sann- að að hann lætur sér annt um mál- efni hverfisins okkar í borgarstjórn. Nú er ég sjálfur óflokksbundinn maður en ég leyfi mér að hvetja þá sem tök hafa á að styðja Guðlaug Þór í prófkjörsbaráttu hans og stuðla þannig að því að á Alþingi Ís- lendinga sitji maður sem þekkir þarfir og aðstæður okkar Graf- arvogsbúa. Okkar mann á þing! Emil Örn Kristjánsson skrifar: ÉG VIL hvetja alla þá sem ætla að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins 22. og 23. nóvember næst- komandi að styðja Soffíu Kristínu Þórðardóttur í 8. sæti. Soffía sat í 14. sæti á lista flokksins fyrir síðustu alþing- iskosningar og býr yfir mikilli reynslu af margs konar fé- lagsstörfum. Hún hefur m.a. verið for- maður Vöku, vara- formaður Heimdallar og bæði forseti og framkvæmdastjóri NKSU, sam- taka lýðræðissinnaðra stúdenta á Norðurlöndum. Soffía hefur þá jafn- framt gegnt embætti forseta Fram- tíðarinnar í MR. Á framboðsvefnum www.soffia.is má finna ítarlegar upp- lýsingar um Soffíu og helstu áherslur hennar. Af kynnum mínum við Soffíu veit ég að hún er sterk persóna og óhrædd við að segja sínar skoðanir. Ég veit að Soffía yrði glæsilegur fulltrúi yngri kynslóðarinnar á þingi og að með henni blása ferskir vindar. Ég styð framboð Soffíu Kristínar heilshugar og hvet alla sjálfstæð- ismenn í Reykjavík að fylkja sér um framboð Soffíu og tryggja ungri og kraftmikilli konu öruggt sæti á Al- þingi Íslendinga. Soffía er málið Guðfinnur Sigurvinsson, stjórnmála- fræðinemi, skrifar: KATRÍN hefur víðtæka þekk- ingu á heilbrigðismálum og er eini læknirinn sem setið hefur á Al- þingi sl. 4 ár og gefur kost á sér í næstkomandi al- þingiskosningum. Á Alþingi á Katr- ín frumkvæði að og hefur unnið öt- ullega að bættri þjónustu við þá sem eiga við át- raskanir að stríða. Hún hefur staðið fyrir þingsályktun, þeirri fyrstu sinnar tegundar, hér á landi til að bæta þjónustu við sjúklinga á landsplani með lang- varandi átraskanir, lystarstol og lotugræðgi. Sú þjónusta mun væntanlega spara umtalsverða fjárupphæð í heilbrigðiskerfinu í framtíðinni þegar til lengri tíma er litið. Katrín hefur jafnframt varað við of miklum ríkisaf- skiptum í virkjanamálum. Hún hefur lagt umhverfisvernd mikið lið og hefur viljað efla sveit- arstjórnarstigið. Hún hefur tekið þátt í mörgum mannréttinda- málum eins og málefnum nýbúa, mengunarvarnarmálum og end- urnýtingu og endurvinnslu ýmissa efna. Katrín er mikilvægur mál- svari heilbrigðis, jafnréttis og jafnaðar á Alþingi. Veitum henni áframhaldandi brautargengi á Al- þingi. Ég hvet þátttakendur í prófkjörinu til að tryggja Katrínu 4. sæti. Tryggjum Katrínu Fjeldsted 4. sætið Helga Hannesdóttir læknir skrifar: ÉG hef þekkt Guðlaug Þór frá æskuárum hans. Hann er í senn hugkvæmur og ódeigur bar- áttumaður fyrir velfarnaðarmálum Íslendinga. Því var hann valinn í for- ystusveit sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Þar hefur hann starfað af þreki og hyggindum og er honum því vel treystandi til starfa að farsælum framgangi þjóðmála á Alþingi. Guðlaug í forystusveit Ásgeir Pétursson lögmaður skrifar: Í KOMANDI prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjavík er margt ungt og glæsilegt fólk í framboði. Einn þeirra er Sigurður Kári Kristjánsson. Þar er á ferð ungur frambjóðandi með mikla reynslu. Hann hefur herjað á vinstrimennina í háskólapóltíkinni með Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta og á vettvangi Sjálfstæð- isflokksins hefur hann eflst í eldi baráttunnar. Sem stjórnarmaður og síðar formaður SUS var hann ötull við að vekja athygli á málstað ungra sjálfstæðismanna og var í góðu sam- bandi við forystumenn flokksins og þingmenn. Hann hefur nú hellt sér af fullum krafti í prófkjörsbaráttuna og stefnir á 7. sætið. Sigurstrangleg- ur listi verður að sameina reynslu sitjandi þingmanna og ferskleika og drifkraft nýrra frambjóðenda. List- inn okkar verður einnig að end- urspegla vídd flokksmanna og kjós- enda en enginn þingmaður undir þrítugu situr nú á Alþingi. Sigurður Kári er verðugur fulltrúi okkar. Sigurð Kára í 7. sætið Magnús Þór Gylfason, formaður Heimdall- ar, skrifar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.