Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 43

Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 43 VINUR minn Björn Bjarnason leggur nú út í kosn- ingabaráttu. Ég kýs að láta þetta erindi skáldsins frá Fagra- skógi fylgja honum: Gakk þú heill að hollu verki, heimta allt af sjálfum þér. Vaxa skal sá viljasterki, visna hinn sem hlífir sér. Gyrð þig mætti orðs og anda, efldu miskunn þinna handa, veit þeim hrjáðu vörn og líkn. Aldrei skyldi löggjöf landa lúta valdafíkn. Ég geri þetta í tvíþættum til- gangi. Ég er annars vegar að lýsa hugarfari Björns, því hvert ein- asta orð ljóðsins er eins og frá hjarta hans komið. En ég er einn- ig að hvetja hann til að gefa okkur Reykvíkingum og íslensku þjóð- inni, enn sem fyrr, allt það besta sem í hug hans býr. Styrkjum hann til baráttu í anda þessa ljóðs. Tryggjum honum þriðja sætið. Ætíð heill í hollu verki Sr. Þórir Stephensen, fyrrverandi dóm- kirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, skrifar: í desember Pantið tímanlega! Sími: 569 1111. Netfang: augl@mbl.is Fjölgun útgáfudaga Útgáfudögum fjölgar enn. Í desember gefast auglýsendum aukin tækifæri til að koma skilaboðum til lesenda Morgunblaðsins. Dagurinn sem bætist við nú er föstudagurinn 27. desember. Desember 1 2 4 5 6 7 8 9 10 3 11 12 13 20 28 29 14 15 16 1817 25 19 26 21 22 23 24 30 31 M Þ M F F L S ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 19 21 5 1 1/ 20 02 27 Kringlunni 8-12 - www.olympia.is - sími 553 3600 Vetur 2002 Undirfatalínan hefur aldrei verið glæsilegri en nú SÉRSTÖK ástæða er til að gleðj- ast yfir því að Björn Bjarnason skuli áfram gefa kost á sér til forystu- hlutverks á Alþingi samhliða því að vera leiðtogi sjálf- stæðismanna í borg- arstjórn. Björn nýtur al- mennrar virðingar fyrir stjórnmálastörf sín. Víðtæk þekking hans, rökfastur mál- flutningur og skipuleg og markviss vinnubrögð hafa aflað honum álits langt út fyrir raðir sinna eigin flokksmanna. Hann er maður sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf nauðsyn- lega á að halda í fremstu víglínu. Veitum heiðarleika, ábyrgð og réttsýni brautargengi í íslenskum stjórnmálum – og tryggjum Birni Bjarnasyni glæsilega kosningu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Björn áfram til forystu Jakob F. Ásgeirsson skrifar: ÞAÐ ríður á að sá framboðslisti sem sjálfstæðismenn í Reykjavík velja sér í prófkjörinu 22. og 23. nóvember hafi á að skipa sem mestri breidd. Á honum þurfa að vera hæfir fram- bjóðendur sem eru í senn traustir sjálf- stæðismenn og fær- ir um að skírskota til nýrra kjósenda með málflutningi sínum og sækja inn á miðju stjórnmálanna eftir fylgi við flokkinn. Það er mér því fagnaðarefni að Stefanía Ósk- arsdóttir skuli gefa kost á sér í prófkjörinu og ég styð hana heils hugar í sjötta sæti listans. Stefanía hefur menntun og reynslu sem þingflokk Sjálfstæð- isflokksins munar um. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsnámi í stjórnmálafræði og lagði í námi sínu áherslu á al- þjóðastjórnmál. Í pólitísku starfi, bæði sem formaður Hvatar, vara- þingmaður, formaður jafnrétt- isnefndar Sjálfstæðisflokksins og á öðrum vettvangi, hefur Stefanía lagt áherslu á jafnréttismál. Má með sanni segja að hún sé einn öfl- ugasti baráttumaður fyrir jafnrétti í reynd, sem kvatt hefur sér hljóðs hér á landi á liðnum árum. Stefanía breikkar hópinn Baldvin Einarsson rannsóknarlög- reglumaður skrifar: SOFFÍA Kristín Þórðardóttir er yngst þeirra frambjóðenda sem ósk- að hafa eftir stuðningi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hún býr engu að síður yfir marg- víslegri reynslu sem Sjálfstæðisflokk- urinn myndi njóta góðs af bæði í kosn- ingabaráttunni og á þingi. Soffía skipaði 14. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins fyrir síð- ustu kosningar og hefur auk þess set- ið í stjórn SUS og verið varaformaður Heimdallar. Soffía var formaður Vöku 2000–2001 og í stjórn félagsins árið á undan. Hún hefur verið einn af máttarstólpunum í því uppbygging- arstarfi sem átt hefur sér stað innan félagsins undanfarin ár og skilaði sér í langþráðum sigri nú í vor. Ég hef lengi starfað með Soffíu og mæli óhikað með því að sjálfstæðismenn styðji hana í þessu prófkjöri. Styðjum Soffíu í 8. sætið Andri Óttarsson héraðsdómslögmaður skrifar: ÉG hef heyrt ótal ummæli um dugnað og atorku Björns Bjarnason- ar, bæði úr munni samherja sem og andstæðinga úr pólitík. Síðast heyrði ég hann kallaðan „mulningsvél“ og var það með vísan til heimasíðu hans sem ruddi brautina fyrir fleiri og er löngu orð- in þjóðþekkt. Ég þekki til starfa Björns Bjarnasonar frá þeim tíma sem hann gegndi embætti mennta- málaráðherra en ekki síður núna sem oddviti okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Ég veit að þar fer maður sem ég treysti, hann er heið- arlegur, samviskusamur og með ótrúlega starfsorku. Þeir eru ekki margir sem ég lýsi á þennan hátt, hvorki úr félagsmálum né stjórn- málum. Þetta eru eiginleikar sem þjóðin öll hefur þörf fyrir ekki síður en við borgarbúar. Björn Bjarnason fær því mitt atkvæði. Traustur dugnaðarforkur Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fv. formaður Fé- lags grunnskólakennara, skrifar: STJÓRNMÁL snúast um baráttu fyrir hugsjónum. Störf þeirra sem setjast á Alþingi mótast af því hvaða hugsjónir þeir hafa í lífinu. Birgir Ár- mannsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Verslunarráðs Ís- lands, hefur um langt árabil barist fyrir hugmyndum frjálslyndra manna um frelsi ein- staklinga til að ráða sínum málum (þar með fjármálum) sjálfir. Það er nú sem áður vöntun á þing- mönnum sem hafa frelsi ein- staklingsins að leiðarljósi. Á næstu árum mun gefast einstakt tækifæri til að draga úr höftum, tollum og sköttum og mikilvægt að á Alþingi veljist menn sem gæta þess að svig- rúmið sé notað í þágu einstakling- anna en ekki í samneyslu. Mikið fagnaðarefni er að Birgir skuli hafa gefið kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Styðjum hann í 6. sæti listans. Birgir Ármanns- son – maður ein- staklingsfrelsis Óttar Guðjónsson hagfræðingur skrifar: SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, býður sig fram í þriðja sæti lista sjálfstæðismanna í prófkjörinu í Reykjavík um næstu helgi. Hún er atorkumikill stjórn- málamaður sem stjórnað hefur um- fangsmiklum málaflokkum ráðu- neytis síns með mikilli eftirfylgni og af röggsemi. Í ráð- herratíð hennar hef- ur réttarstaða brota- þola verið bætt, refsingar hafa verið þyngdar við fíkni- efnabrotum og grenndar-, fíkniefna- og umferðarlöggæsla hefur verið aukin. Alþjóðlegt samstarf á sviði lög- gæslu, sem verður æ mikilvægara, hefur verið aukið til mikilla muna. Ný lög hafa verið sett um málefni útlend- inga, persónuvernd og fasteignakaup svo örfá dæmi séu nefnd. Það er grundvallaratriði fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að forystusveit hans sé vel skipuð. Þar á reynd atorkukona svo sannarlega heima. Sólveigu Péturs- dóttur verður að tryggja þriðja sætið í prófkjörinu um næstu helgi! Sólveigu í 3. sæti Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.