Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 44

Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jón Kristján var fæddur þroska- heftur og setti það að sjálfsögðu mark á líf hans, sem þrátt fyrir þá fötlun var bærilega gott vegna góðr- ar umönnunar og gæsku foreldra og systkina og mörg síðari árin við gott atlæti í Tjaldanesi í Mosfellsdal, en stærri hluta ævi sinnar var hann á barnaheimili Styrktarfélags vangef- inna, síðar á Lyngási og síðast í Tjaldanesi. Eitt það sem gladdi Jón Kristján hvað mest, fyrir utan samverustund- ir með sínum nánustu, var að ferðast og skoða nýjar slóðir. Og fór hann margar ferðir utan með föður sínum og bróður og hafði eftir á frá mörgu að segja úr slíkum ferðum. Farinn er góður vinur sem eftirsjá er að, ekki var hann fyrirferðarmikill á vegi eða aðsópsmikill í athöfnum, en fallega einlæga brosið, létta glettnin og einstök vinátta til þeirra sem hann treysti gleymist aldrei þeim sem þeirrar gæfu urðu aðnjót- andi. Jón Kristján Kjartansson var vin- ur minn, ekki þannig að við hefðum stöðugt samband eða færum í ferðir saman, en leiðir okkar Kristjáns, eins og ég, og reyndar fleiri, kusum að kalla hann, lágu saman síðustu áratugina af og til. Hann var þrátt fyrir fötlun sína ótrúlega glöggur á það sem hann hafði áhuga á og fékk þar frábæran stuðning frá sínum nánustu allt frá barnsaldri, frá ástríkum foreldrum og góðum systkinum sem studdu hann og styrktu, leyfðu honum að fara eins langt og hann gat af eigin rammleik, en leiðbeindu honum ef hann þurfti þess með og veittu hon- um leiðsögn. Þannig varð Kristján hógvær, prúður, glaðsinna og oftast bros- mildur. Hann var vinur vina sinna, þétt handtak, fallegt bros og leiftur úr augum þegar hann hitti þá, og stundum þétt innilegt faðmlag, slíkt gat breytt grámyglulegum hvers- dagsleika í streitumiklu starfi í gleði- stund sem dugði til loka þess dags og stundum lengur. Ég vil þakka Kristjáni vini mínum samfylgdina, ég hefði viljað að við hefðum getað átt fleiri stundir sam- an, því að umgangast hann var mannbætandi og hvetjandi í að reyna sjálfur að horfa líka á björtu hliðarnar. Vini mínum Kjartani, börnum hans og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur, saman trúum við því að hann gangi nú á Guðs vegum og brosi að vanda fram- an í almættið. Atli Ágústsson. Elsku Kristján minn. Með þessum orðum vil ég kveðja þig. Mér þykir svo vænt um þig og ég sakna þín, en ég veit að nú líður þér betur. Þú varst orðinn gamall miðað við fólk eins og þig, en færni þín, lífskraftur og gleði fór minnkandi síðastliðið ár JÓN KRISTJÁN KJARTANSSON ✝ Jón KristjánKjartansson fæddist í Reykjavík 23. mars 1953. Hann andaðist 10. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans eru Kjartan Ingimarsson frá Laugarási í Laugardal í Reykja- vík, f. 2.2. 1919, og eiginkona hans Sig- urbjörg Unnur Árna- dóttir, f. í Reykjavík 7.7. 1921, d. 23.7. 1981. Systkini Jóns Kristjáns eru: Þóra, f. 8.5. 1944, gift Guðmundi Karlssyni stýri- manni og eiga þau fjögur börn, Ingimar, f. 11.5. 1948, Kristinn Árni, f. 3.3. 1955, kvæntur Guð- rúnu Ágústsdóttur og eiga þau tvö börn, og Björg Vigfúsína, f. 15.12. 1964, hún á einn dreng. Útför Jóns Kristjáns verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. og því er ekki að neita að mér hefur reynst mjög erfitt að fylgjast með hrörnun þinni. Að lokum fékkstu lungna- bólgu sem varð til að flýta ferð þinni til fyr- irheitna landsins. Ég hef hugsað til þeirra stunda sem ég átti með þér og fjöl- skyldu okkar. Þú hefur alltaf verið góður við mig frá því ég var lítið kríli og mér fannst þú alltaf vera jafngamall mér, ekki síst þegar ég var táningur. Ég fann til sterkrar samkenndar með þér þegar ég fékk bílpróf, en þú hafðir ekki tækifæri til að ná þessum áfanga vegna fötlunar þinnar. Ekki vantaði áhuga þinn fyr- ir bílum. Ég sá löngun þína til þess að aka enda erum við alin upp í fjöl- skyldu þar sem lífsafkoman byggist á langferða- og fólksbílum. Mér fannst mjög erfitt þegar þú fluttir á Tjaldanes fyrir rúmum 30 árum. Ég man að ég grét oft yfir því að þurfa að skilja þig þar eftir. En auðvitað var verið að hugsa um hvað þér væri fyrir bestu. Þarna fékkstu tækifæri til að læra og vinna með jafningjum þínum. Með árunum varð þetta því ekki eins erfitt þar sem þú komst heim aðra hverja helgi og í jóla-, páska- og sumarfrí. Yfir sumartímann fórum við fjölskyldan oft í sumarbústaðinn hennar ömmu Díu að Álftavatni og þú vildir alltaf fá að opna hliðið og hlaupa svo á und- an bílnum niður að bústaðnum. Þarna leið okkur öllum svo vel sam- an. Nú þegar ég horfi til baka staldra ég óneitanlega við árið 1981, til þeirrar stundar þegar mamma dó. Ég velti þá oft fyrir mér hvort þú skildir að hún væri dáin og hvernig þér liði – þú sem ekki gast tjáð þig um líðan þína og upplifanir. Ég var svo hjálparvana og enn vanmáttugri gangvart þér. Kristján minn, mér finnst ég hafa verið svo heppin að fá að vera systir þín. Ég hef lært svo margt af þér og orðið aðnjótandi kærleika þíns, um- burðarlyndis og gleði. Ánægðastur varstu þegar við ferðuðumst erlendis, þá naustu þín. Þú hafðir gaman af veislum, að fá blóm eða að gefa þau. Þú varst kröft- ugur og hraustur, gast hlaupið, synt og kafað 50 metrana í Laugardals- lauginni, en í sundi fannst þér gott að vera. Það eru margir sem hafa lagt hönd á plóg í umönnun þinni, sinnt þér og sýnt hlýju í þinn garð og fyrir það viljum við þakka. Þú varst svo góður, hjartahlýr og flottur stráka- kall. Mér þykir svo vænt um þig og kveð þig með sorg í hjarta en full- vissu um að nú líði þér vel. Þín ástkæra litla systir, Lilla. Björg Vigfúsína Kjartansdóttir. Í dag kveðjum við Jón Kristján Kjartansson, mág minn, bróður og frænda, sem var afar blíð og góð manneskja. Hann var saklaus sál, sem hafði yndi af mannfagnaði. Það þurfti ekki mikið til að gleðja Kristján, færa honum köku eða blóm. Láta hann finna að hann væri manneskja sem skipti máli og koma fram við hann af sömu virðingu og aðra. Hann stundaði kirkjuna sína reglulega meðan heilsan leyfði, og kvaddi alltaf prestinn sinn með handabandi. Sýndi öllum sömu virð- ingu í framkomu sinni eins og hann vildi láta koma fram við sig. Þögul nú, þín ásýnd bjarta, þín minnst er af ástúð og hlýju, minning þín lifir í þakklátu hjarta, þar til við hittumst að nýju. Nú er Kristján kominn til betri heima og viljum við þakka honum samfylgdina og þá hlýju og gleði sem hann veitti okkur með tilveru sinni. Þar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir. Minning hans lifir. Árni, Guðrún, Ágúst og Unnur. Að kynnast Kristjáni mági mínum er þáttur sem ég vildi ekki hafa misst af í lífinu. Hann var einstök persóna, hann var þrátt fyrir fötlun sína í rauninni prófessor í mannleg- um samskiptum, alltaf kurteis, hlýr og eignaðist ekkert nema vini. Þegar ég og Þóra systir hans byggðum okkur sumarbústað í Grímsnesi voru þar ófáar stundirnar sem hann var þar hjá okkur og alltaf vildi hann vera að gera eitthvað, keyra hjólbör- ur, moka, mála eða eitthvað annað að hjálpa til. Ef við vorum ekki alveg sammála um hvernig ætti að fram- kvæma eitthvert verk lét hann það í mesta lagi í ljós með því að hrista góðlátlega höfuðið yfir hvað ég gæti verið vitlaus, en lofaði mér svo að ráða. Þegar ég renni huganum til baka koma ekkert nema góðar minn- ingar upp í hugann, því hann var sannkallaður gleðigjafi. Ég kveð hann með söknuði en gleði yfir því að ég er sannfærður um að hann verður þar sem góða fólkið er. Að lokum ætla ég að leyfa mér að enda þetta eins og ég veit að hann hefði sagt. Búið – pass. Guðm. H. Karlsson. Kveðja frá Tjaldanesi Góður vinur okkar er látinn, vinur sem var okkur kær og okkur er ljúft að minnast. Í daglegu tali var hann kallaður Kristján eða Stjáni, sjálfur vildi hann nota Jónsnafnið með þeg- ar hann kynnti sig. Það er lán í lífinu að fá að kynnast manni eins og Kristjáni, einlægni hans og hjarta- hlýja var einstök. Kristján var félagslyndur og skap- góður, glettinn og skemmtilegur. Hann var sjálfstæður og vildi oft fara eigin leiðir og lét okkur vita ef honum fannst sér misboðið. Kristján bjó á Tjaldanesi í um 30 ár. Hann hugsaði mikið um heilsuna og gerði leikfimisæfingar á morgn- ana, einnig fór hann oft út og skokk- aði hér í nágrenninu. Kristján hafði gaman af ferðalögum og sérstaklega ef ferðast var í flugvél. Þeir staðir sem hann fór oft til voru Hrísey og Kanaríeyjar. Kristján var duglegur og röskur til allra verka bæði heima og að heiman. Hann þurfti að hafa eitthvað fyrir stafni og var oft ým- islegt að bardúsa. Undanfarin þrjú ár vann hann á vinnustofu heimilisins, þar sem hann vann við pökkun fyrir ýmis fyrir- tæki. Vinir hans á Tjaldanesi kveðja hann með söknuði og þakklæti fyrir öll árin og samverustundirnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Við vottum fjölskyldunni einlæga samúð okkar. Að kveðja í hinsta sinn er aldrei auðvelt, tregi og söknuður fylla hug- ann. Þó er eins og ákveðinn léttir fylgi því að erfiðri baráttu síðustu dægranna sé lokið, í fullvissu þess að vel verði á móti Kristjáni tekið. Tilvera Kristjáns var kannski ekki flóknari en margra en gleðin og glettnin sem skein frá honum snart okkur öll og hann kunni alveg að koma vilja sínum í orð og gera okkur ljóst hvað hann vildi og hvernig hann vildi hafa umhverfi sitt. Þessir eig- inleikar voru hans styrkur. Kristján var vinnusamur og dug- legur drengur sem hafði gaman af að vera innan um fólk. Hann eyddi mörgum stundum á verkstæðinu hjá pabba sínum við að laga til og taka á móti gestum. Hann hafði unun af því að ferðast og koma á nýja staði en ekki síst af því að fá að fylgja fjöl- skyldu sinni í leik og starfi. Þar voru pabbi hans og systkini dugleg að láta drauma hans rætast. Þau ferðuðust með honum, jafnt innanlands sem utan, og nutu með honum frístunda sinna. Alltaf þegar fjölskyldan kom saman var Kristján sjálfsagður þátt- takandi, brosmildur, einlægur og glettinn. Minningin um Kristján er fögur og innileg vegna þess að þannig var Kristján. Hún er það líka vegna ást- úðar og óeigingirni nánustu fjöl- skyldu hans. Elsku afi, mamma, Ingimar, Árni og Lilla, ykkur vottum við innileg- ustu samúð okkar á þessari erfiðu stund. Einnig starfsfólki og vist- mönnum á Tjaldanesi og öðrum skyldmennum og vinum hans. Sigurbjörg Unnur, Bjarni Þór, Karl Víðir og Helga Bjarney. Elsku Kristján er farinn frá okk- ur. Margar minningar koma upp í hugann. Ég hef lært svo mikið um lífið í gegnum kynni mín af Kristjáni. Þegar ég hugsa til baka eru það mest allir kossarnir ég fékk frá hon- um á mínum unglingsárum. Hvað ég var feimin þá. Í dag er ég stolt yfir að hafa fengið þessa kossa. Hann var svo opinn og yndislegur. Honum þótti vænt um mig, ekki bara vegna þess að ég var vinkona systur hans Lillu eða nágranni, það var vegna þess að ég var ég. Hann hafði svo stórt hjarta og stóran faðm. Á hátíðum kom hann oft yfir til okkar á Kirkjuteig 14 og faðmaði og kyssti okkur öll. Gamlárskvöld vekur ennþá fleiri minningar. Pabbi með allar sínar rakettur. Þá verður mér hugsað til Ingvars bróður. Ingvar hafði keypt nokkrar rakettur og ætlaði að prófa nokkrar út um gluggann í risher- berginu sínu. Kristján var í heim- sókn og eins og góðir vinir gera próf- aði Ingvar þetta með Kristjáni. Vitum við ekki fyrri til en Kristján kemur hlaupandi niður, ein af rak- ettunum fór víst inn í staðinn fyrir út. Stoltur var hann þegar hann fór á diskótek í Tónabæ. Hann naut virki- lega lífsins þá. Ég fékk að fara með honum og Lillu þangað. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér um lífið elsku Kristján. Ég sendi þér síðasta kossinn og knúsið frá Svíþjóð. Elsku fjölskylda, ég og fjölskylda mín hugsum til ykkar á þessari erf- iðu stund. Sigríður Garðarsdóttir Gerleman. Mig langar að minnast Kristjáns frænda míns með nokkrum fátæk- legum orðum. Þegar fólk fellur frá leita eftirlifendur til minninganna um hinn burtkvadda og maður finn- ur huggun í þeim. Kristján var þeirr- ar gerðar að manni leið vel í návist hans, hann var einstakt ljúfmenni og gleðin var ósvikin þegar hann hitti einhvern sem hann hafði ekki hitt um hríð, þá voru það oftast orðin vin- ur og saman sem hann sagði svo oft, því hann var vinur allra og vildi gera eitthvað með viðkomandi saman. Kristján naut mikils ástríkis ömmu, meðan hennar naut við, afa, og systkinanna sem reyndust honum ákaflega vel. Einnig naut hann frá- bærrar umönnunar á Tjaldanesi. Afa og systkinunum og fjölskyld- um þeirra sendi ég mínar samúðar- kveðjur og ég mun vera með ykkur í dag í huganum þar sem ég kemst ekki til athafnarinnar sjálfur. Kristján, vinur minn, takk fyrir samfylgdina. Karl Guðmundsson. Kristján vinur minn er látinn að- eins 49 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir erfið veikindi. Fyrir 25 árum kynntist ég foreldrum Kristjáns, þeim Unni og Kjartani, og var það mér mikil gæfa. Á þeim árum áttu þau heima á Kirkjuteigi 23. Þóra og Árni höfðu þá flutt að heiman og stofnað sínar eigin fjölskyldur, en Ingimar, Krist- ján og Lilla bjuggu í foreldrahúsum. Nokkrum árum seinna flutti fjöl- skyldan á Kirkjuteig 9, en áður var húsið allt tekið til gagngerðrar end- urbyggingar. Ég vann ásamt mörg- um öðrum að því verki og kynntist um leið þessari einstöku fjölskyldu. Kjartan hafði sagt mér að meðan á þessu verki stæði yrði okkur fært smásnarl. Og ekki stóð á því, á mín- útunni hálftíu opnuðust dyrnar og inn kom þéttur, lágvaxinn maður klifjaður góðgæti. Andlitið var eitt bros og góðvildin skein úr augunum. Þetta voru fyrstu kynni okkar Krist- jáns, en næstu vikurnar vorum við meira og minna tveir og hjálpuðumst að við verkið. Kristján var mjög iðinn við þau verk sem hann vann og einstakt snyrtimenni. Á þessum árum var fyrirtæki Kjartans í örum vexti og hann á ferð og flugi frá morgni til kvölds. Kristján fór þá gjarnan með og þótti gaman þegar mikið var að gerast. Fyrirtæki þeirra feðga, Kjartans og Ingimars, er á Vagn- höfða 25 og þangað lögðu margir leið sína og gera enn. Kristján lék þar á heimavelli og gladdist mjög að fá vini í heimsókn. Skruppum við þá gjarn- an niður í kjallara, þar sýndi hann mér nýju bílana sem bæst höfðu við frá því ég síðast kom eða þá að við gengum út á plan og skoðuðum öll stóru tækin hans Ingimars, en Ingi- mar var honum einkar kær. Við ræddum oft ferðir hans til útlanda eða sumarbústaðaferð með fjöl- skyldunni, allt var þetta hans líf og yndi. Þrem árum eftir að fjölskyldan flutti á Kirkjuteig 9 lést Unnur langt um aldur fram. Það varð fjölskyld- unni mikið áfall og ekki síst Krist- jáni, sem þurfti svo mikið til hennar að leita. Ég mun alltaf minnast þess þegar ég kom á Kirkjuteiginn stuttu eftir andlát Unnar. Ég hringdi dyra- bjöllunni og Kristján kom til dyra og tók utanum mig eins og hans var háttur og hvíslaði eitt orð í eyra mér, mamma. Svona minningar eiga margir sem kynntust honum, hann var svo einlægur, blíður og góður. Við hjónin vottum Kjartani og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Megi minningin um Kristján lifa meðal okkar. Kristinn. Lífsgleði, forvitni, hispursleysi, umhyggja. Allt þættir sem Kristján hafði í ríkum mæli til að bera. Kristján hennar Unnar og hans Kjartans. Við bárum óttablandna virðingu fyrir Unni, hún talaði háum, rámum rómi og var skemmtilegt mótvægi við ömmu okkar sem vildi hafa reglu á hlutunum. Unni fannst skipta minnstu máli hvort hádegismatur væri á borð borinn á mínútunni, að- alatriði var að allir fengju nóg og væru ánægðir. Unnur var litla systir ömmu. Okk- ur fannst það skrýtið að eiga ömmu sem átti litla systur sem átti stóran Kristján og litla Lillu sem var á sama aldri og við. Við vorum lítil en Kristján var stór og góður strákur þótt hann væri fullorðinn maður. Hann strauk okkur systkinunum um kinnina meðan hann talaði við okkur og knúsaði okkur af engu til- efni. Aldrei kaldhæðni, aldrei illska, bara gæska. Við vorum í snjókasti á veturna og sólbaði á sumrin. Við hittumst mikið í eldhúsinu hjá Unni. Risastóru eld- húsi með risastórum pottum. Þar var alltaf heitt og notalegt. Við lék- um okkur á öskudaginn með ösku- poka sem amma saumaði. Kristjáni fannst gaman að hafa marga ösku- poka á bakinu alveg eins og okkur. Það var gott að vera lítill og labba um með Kristjáni. Hann var með fal- legt bros sem gerði hann píreygan. Kristjáni fannst gaman við Álfta- vatn. Okkur þótti líka gaman að vera með honum þar og Lillu litlu systur hans sem var svo lítil og sæt. Kristján var ómetanlegur þáttur í uppeldi okkar systkinanna. Öllum sem kynntust honum má ljóst vera nú sem þá, að öll gegnum við hlut- verki í lífinu. Hlutverk Kristjáns var öðru fremur að sýna samferðafólki sínu og sanna að ekkert réttlætir mismunun manna vegna þroska- eða útlitsmunar eða annarra þeirra eig- inleika sem greina okkur að. Upp í hugann kemur setning sem sögð var í öðru landi af öðru tilefni en ef til vill skyldu: „vive la différ- ence“. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Birna Björg Berndsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.