Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 45 ✝ Þórný ÞuríðurTómasdóttir fæddist á Miðhóli í Sléttuhlíð í Skaga- firði 11. júní 1921. Hún lést 12. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólöf Sigfríður Þor- kelsdóttir, f. 30. júlí 1885 á Ósbrekku í Ólafsfirði en hún lést í Reykjavík 26. nóv- ember 1963, og Tóm- as Jónasson bóndi og kaupfélagsstjóri, f. 5. ágúst 1887 á Miðhóli í Sléttuhlíð, drukknaði á leið til Siglufjarðar frá Hofsósi 7. febrúar 1939. Foreldrar Ólafar voru Sig- ríður Þorláksdóttir, f. 16. ágúst 1862 Einarssonar, bónda á Una- stöðum í Kolbeinsdal, og Þorkell Dagsson, f. 13. september 1858 á Karlsstöðum í Ólafsfirði. Foreldr- ar Tómasar voru Jónas Árnason, f. 13. júní 1858, og Guðrún Tómas- dóttir, f. 20. júní 1862. Börn Ólafar og Tómasar voru tíu talsins og er nú aðeins Margrét á lífi, en hin eru Guðrún, Sigurður Þorkell, Jónas- ína, Anton, Björg, Ólöf, Eggert, Hallfríður Anna og nú Þórný Þur- íður. Fjölskyldan fluttist til Hofsóss vorið 1923 en faðir Þórnýjar gerð- ist þá kaupfélagsstjóri; hann hafði búið þar að nokkru leyti frá stofn- un Kaupfélags Fellshrepps 1919. Þau bjuggu í kaupfélagshúsinu, sem nú hýsir Vesturfarasetrið á Hofsósi. Eftir nám í barna- og unglinga- skólum stundaði Þórný nám í Sam- vinnuskólanum og útskrifaðist þaðan 1942. Hún vann síðan m.a. í Kaupfélaginu á Siglufirði þar sem hún kynntist manni sínum Jóni Kjartans- syni, síðar bæjar- stjóra og forstjóra ÁTVR, en þau giftu sig 17. júní 1945. Jón var fæddur 5. júní 1917, en hann lést 21. nóvember 1985. Jón og Þórný bjuggu á Siglufirði til 1958, er þau fluttu til Reykjavíkur. Börn þeirra eru: 1) Jónína Helga, f. 29. apríl 1946, sambýlismaður Sigmundur Franz Kristjánsson. Börn hennar og Ólafs S. Björnssonar eru: Óskírður, f. 22.10. 1965, d. 11.11. 1965, Jón Þór, f. 16.6. 1967, Þórey, f. 11.11. 1971, Örvar, f. 21.10. 1976, og Anita, f. 4.4. 1979. 2) Tómas Óli, f. 20. ágúst 1948, kvæntur Matthildi Helgadóttur. Börn þeirra eru Þórný, f. 27.1. 1975, Helgi, 7.2. 1978, og Jónína, f. 31.8. 1987. 3) Kjartan, f. 1. maí 1950, kvæntur Þórunni Elínu Tómasdóttir. Börn þeirra eru Kar- itas, f. 26.1. 1973, Jón f. 14.11. 1977, og Helga Grethe, f. 22. 10. 1985. 4) Ólöf Guðrún, f. 5. júlí 1958, en maður hennar er Sævar Sigurhansson. Dóttir þeirra er Þórný Helga, f. 11. 9. 1991. Þórný Þuríður verður jarðsung- in frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Misjafnar eru minningar frá bernsku og fyrstu árum. Flestar þeirra eru þeim örlögum undirorpn- ar að skærir litir dofna og útlínur mást út. Einstaka þó þeirrar gerðar að jafnmiklum ljóma stafar af þeim eins og þá þær urðu hluti raunveru- leika eða ævintýra bernskunnar. Ein slík er mér mjög dýrmæt og hefur ekki sjaldan komið upp í huga mér við margs konar minningarhvata. Umhverfið er Siglufjörður árið 1945 og það er 17. júní. Fjörðurinn skart- ar sínu fegursta, baðaður í skini sól- ar. Ekki var þó okkar ástkæri for- seti, Jón Sigurðsson, í öndvegi þennan þjóðhátíðardag. Nei, það var annar Jón sem var önnur aðalper- sóna þessarar björtu minningar minnar. Hin var föðursystir mín, Þórný Tómasdóttir. Ég var ekki annað en stelpuhnokki og hafði vart aðgang að fleiri ævin- týrum en hinum vinsælu sunnudags- bíósýningum. Tilhlökkunin og eftir- væntingin var því mikil þegar okkur Tómasi bróðir var boðið, ásamt for- eldrum okkar, í brúðkaupið. Kirkjan fallega var þéttsetin og fagur söngur og orgelleikur hljómaði, er prestur- inn, séra Óskar J. Þorláksson, gaf þau saman, Jón Kjartansson og Þór- nýju Tómasdóttur. Ég sat þarna með augun svo opin, að vart hefði mátt vænta þess, að svefn sigraði þau að kveldi, enda var langt til þeirra þáttaskila. Þegar komið var út í sól- skinið mátti líta fjölda prúðbúins fólks, sem beið þess að berja brúð- hjónin augum. Í veglegri veislu sem haldin var á Hótel Hvanneyri, voru brúðhjónin hyllt með ræðum og húrrahrópum og til heiðurs hinni skagfirsku brúður var sunginn þjóð- söngur Skagfirðinga, „Skín við sólu Skagafjörður“. Ég hygg að ekki hafi einvörðungu komið til ungur aldur minn, að þessi mynd frá bernskudögum er jafn- fersk og raun ber vitni, svo aldrei hefur fallið á hana skuggi né dregið úr birtu og sterkum fagurlitum. Vissulega var þetta sú fyrsta slíkra athafna sem ég fékk að vera nær- stödd og þótt margar hafi fylgt ár- unum síðar, held ég þó að ekki sé of djúpt í árinni tekið, þótt staðhæft sé að þessi beri af öllum öðrum. Þessi bjarti og fagri júnídagur á Siglufirði, þegar Jón og Þórný frænka mín staðfestu fyrir bæjarbú- um öllum og fjölda aðkomugesta ásetning sinn um að vera samstiga þaðan í frá, er í slíku hefðarsæti í ríki minninganna, að ég hef ekki aðeins laðað hann fram við sérstök tæki- færi, heldur einnig sagt frá honum og hlotið að launum bros frá Þórnýju og klapp á kinn frá Jóni. Jón Kjartansson var áberandi í bæjarlífinu á Siglufirði og var falið það mikla og vandasama hlutverk að stýra bæjarfélaginu sem bæjarstjóri á erfiðum tímum, er síldin brást sum- ar eftir sumar og þeim húsum fjölg- aði sem hýstu ekki lengur fjölskyld- ur, heldur minntu á brottflutta. Og við hlið honum stóð hin styrka kona hans, tók á móti gestum og hélt veisl- ur eða bar fram annan góðan beina eftir aðstæðum. Fylgdi honum einn- ig ekki sjaldan, þegar hún átti heim- angengt til höfuðborgar, er hann gekk frá einum ráðamanni til annars til að tala máli Siglfirðinga og benda á leiðir til lausnar þeim vanda, sem heimamenn báru enga sök á. En fjölskyldan flutti hingað suður og heimsóknir á heimili foreldra minna og veislur sem slíku fylgdu, gerðu hversdag að hátíð og venjuleg- ar stundir himinhafnar. Og ekki var það síður er boðið var í Grænuhlíðina og síðar á Háteigsveginn, þar sem glæsilegt heimili Þórnýjar og Jóns var og virtist hver hlutur valinn með það fyrir augum að hann yki við glæsibrag veglegs heimilis og hefði eins og alltaf átt að vera þar stað- settur, sem honum hafði verið komið fyrir. Já, það voru forréttindi að heimsækja Jón og Þórnýju. Þar komu börnin vitanlega einnig við sögu og er fram liðu stundir, tengda- börn og glæsileg barnabörn er árum fjölgaði. Sviplegt fráfall Jóns á besta aldri varpaði skugga yfir fjölskylduna og alla vini sem ættingja. Hann hafði ævinlega verið húsbóndinn og mark- að stefnu. Þórný var samt í engu smá og axlaði ábyrgð sína án eiginmanns- ins og vildi í sem fæstu frá því víkja sem báðum hafði verið kært. En vit- anlega breyttu árin ekki aðeins henni sjálfri heldur einnig aðstæðum öllum. Hún dró sig meira í hlé, enda sjálfsagt orðin þreytt og heilsan far- in að bila. Hún kom úr stórum systkinahópi og gestkvæmu heimili þar sem Tóm- as faðir hennar var kaupfélagsstjóri á Hofsósi. Bjó fjölskyldan í Húsinu á sandinum, sem kallað var og er nú Vesturfarasetrið. Bjó fjölskyldan uppi og verslunin var á neðri hæð- inni. Seinna, er afi drukknaði, flutti Ólöf amma með börnin sín að Miðhóli í Sléttuhlíð. Nú er Margrét ein eftir af systkinunum, en faðir minn and- aðist í vor. Voru þau Þórný afar náin og innilegur kærleikur þeirra í milli. Talaði hún um að gott væri að fá að fara eins og hann Sigurður bróðir. Ég þakka þeim hjónum, Jóni og Þórnýju, fyrir að hafa gefið mér allar þessar góðu bernskuminningar og síðan aukið við þær. Þykir mér miður að geta ekki fylgt henni að leiðarlok- um. Einnig flyt ég kveðjur Ólafs og barna okkar um leið og ég bið góðan Guð að blessa Þórnýju og ástvini hennar alla. Ebba Sigurðardóttir. Lífshlaupi minnar ágætu föður- systur, Þórnýjar Þ. Tómasdóttur, er lokið. Hún á sinn hlut í því púsluspili sem skapar heildarmynd minnar til- veru. Hún var afar falleg kona sem sýndi samferðafólki sínu virðingu, mildi og rausn. Þannig er minning mín um hana. Fjölskylda mín tvístraðist snemma, tengslin við föður minn rofnuðu og ég á nokkru flakki fram að tvítugu, þannig að samneyti við föðurfólk mitt var lítið á þeim árum. En alltaf vissi ég af föðurættinni, þau fylgdust með og spurðust fyrir um hag okkar systkina. Eftir að ég festi ráð mitt og eignaðist eigin fjölskyldu leið ekki á löngu áður en Þórný gerði vart við sig og bauð til heimsókna þar sem hún safnaði saman þeim ættingjum sem mögulegt var. Þetta voru miklar hátíðir og ekkert til sparað enda þau hjón rómuð fyrir rausnarskap. Af einlægum áhuga og hlýju ræktaði hún þannig frændsemi og treysti ættarböndin. Langvarandi veikindi höfðu sett sitt mark á hana frænku mína. Hún átti orðið mjög erfitt með gang og aðra hreyfingu. En þrátt fyrir hrum- an líkama og lélega sjón var hugs- unin skýr. Það var gaman að ræða við hana, hún kunni margar sögur um menn og málefni og frásögn hennar af fólki var lifandi og skemmtileg, en ávallt sett fram á já- kvæðan hátt og enginn lítillækkaður. Fyrir tæpum tveimur árum gafst mér tækifæri á að kynnast henni nánar og sá þá enn betur að þau lýs- ingarorð sem ég gef henni hér í upp- hafi voru í fullu gildi. Ég þakka Þórnýju allt sem ég hefi af henni þegið og að láta sig varða um mig og mína. Það skapar yl í sál- ina. Börnum hennar og þeirra fjöl- skyldum sendi ég samúðarkveðjur. Sigríður Antonsdóttir. Amma á skilið bestu minningar- grein sem um getur, enda merkileg kona, hún amma. Seinustu daga hefur fjölskyldan eytt miklum tíma saman og þótt það virðist kannski skrýtið hefur mikið verið hlegið. Rifjaðar hafa verið upp ótal sögur af okkur krökkunum, þótt við viljum ekkert við sumar þeirra kannast. Við munum best eftir ömmu og afa á Háteigsveginum en þar var sko allt leyfilegt. Foreldrar þessa villta barnahóps hafa fljótlega gert sér grein fyrir því að uppeldi barnanna skyldi lagt á hilluna um leið og yfirhafnirnar voru hengdar upp. Jólin með ömmu og afa eru okkur sérstaklega minnisstæð. Þá var að sjálfsögðu boðið upp á rjúpur sem við systkinin afþökkuðum fram eftir aldri. Afi var þá ekki lengi að skella í sérrétt hússins sem hann kallaði afa- brauð. Uppskriftin að því var ekki flókin; tvö samlokubrauð, skinka, ostur og tómatsósa og börnin voru hæstánægð. Það var þó ekki eingöngu á jól- unum sem haldin voru matarboð á Háteigsveginum. Amma var einstak- lega mikil og góð húsmóðir og hélt heimsins bestu veislur. Henni fannst gaman að bjóða fólki heim og ekkert var til sparað, kristalsglös og postu- línsstell á veisluborði sem nánast svignaði undan veitingunum. Veislu- gleði ömmu virðist hafa gengið í beinan kvenlegg og skrýtið að mamma skuli fárast yfir boðum okk- ar systranna. Amma var einkar glæsileg kona, alltaf spariklædd og bauð af sér góð- an þokka. Hún var líka einkar góður sögumaður og fannst fátt skemmti- legra en að segja sögur að norðan og hafði lag á því að láta persónurnar í sögum sínum skipta máli og gerði þær þannig ljóslifandi og spennandi. Í dag þökkum við ömmu fyrir að hafa vakið upp forvitni okkar á stöðum eins og Hofsósi og Siglufirði. Skrýtið hvað fólkið í kringum okkur kennir okkur oft miklu meira en skólabæk- urnar. Sú gamla var einn besti kennari sem fyrirfinnst og hafði einstakt lag á því að láta manni finnast maður vera framúrskarandi námsmaður og búa yfir öllum helstu mannkostum sem til eru. Það var ósjaldan sem hún viðraði þá hugmynd við Anítu að skella sér í læknisfræðina enda væri hún nú með eindæmum greind. Sjálf hefur hún nú alltaf verið þeirrar skoðunar að hlutdrægni ömmu spil- aði þarna nokkuð stórt hlutverk. Áhuga sinn á læknisfræðinni viðraði hún þó við Anítu fram á sinn síðasta dag. Amma sparaði ekki sögurnar af sínu fólki og lýsingarorðin í frásögn- um hennar oft á tíðum ansi háfleyg. Lýsingar hennar hafa þó trúlega ekki hljómað neitt ótrúlega fyrir áheyrendum ömmu enda gat hún alltaf fært góð og gild rök fyrir máli sínu. Hún var mjög áhugasöm um allt það sem barnabörnin voru að fást við og spurði spurninga um allt og ekki neitt. Sérstakan áhuga hafði hún þó á ættfræði og vildi gjarnan vita hverra manna vinir okkar væru og verður að viðurkennast að oft varð fátt um svör af okkar hálfu þegar umræður náðu lengra en um foreldra viðkomandi. Amma bjó yfir einstakri mann- gæsku og tók þarfir annarra fram yf- ir sínar eigin. Hún kenndi okkur þannig sanna merkingu þess að sælla er að gefa en þiggja. Amma var líka einstakur vinur og hún deildi með okkur ófáum leyndarmálum. Árin sem Þórey bjó hjá ömmu yngd- ist hún um nokkur ár og fannst fátt skemmtilegra en að setjast niður með stelpunum og vildi alltaf vita allt um alla. Vinkonurnar urðu strax þáttur í hennar lífi og á hennar síð- ustu dögum vildi hún ólm fá að vita hvað væri að frétta af þeim og bað að sjálfsögðu fyrir kveðju til þeirra allra. Það er erfitt að hugsa til þess að við amma munum aldrei aftur ræða lífsins gang yfir bolla af heitu súkku- laði sem hún gerði manna best. Aldr- ei aftur munum við spila marías og sú gamla mun ekki bjóða allri fjöl- skyldunni í kjúklingaveislu aftur. Við vitum að seinna hittum við ömmu aftur og það kæmi okkur ekki á óvart þó að amma og afi tækju á móti okkur með heitu súkkulaði og afa- brauði. Víst er að minningin um elskulega ömmu mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Við vitum að hún hvílir við hlið afa í faðmi guðs. Þau munu áfram vaka yfir okkur hin- um rétt eins og þau hafa alltaf gert. Sofðu rótt, elsku amma. Þínar ætíð elskandi dótturdætur, Aníta og Þórey. Svefn á augu sígur, svefninn þreyttir lofa. Daggardropinn hnígur, dalablómin sofa Léttur lækjaniður, ljósgræn tún og hagi. Ríkir ró og friður, Rennir sól í ægi. Yfir láði og legi liggur geislamóða. Liðnum dýrðardegi dísir faðminn bjóða (Margrét Jónsdóttir.) Alveg var með eindæmum skemmtilegt að kíkja í kaffi til henn- ar ömmu okkar. Hvert sem tilefnið var kom hún á móti okkur með opna arma, tilbúin að hlusta á okkar lífsins getgátur. Alltaf boðið uppá lapþunnt kaffi og ekki spillti ef við hefðum komið við í bakaríi og keypt eitthvert kaffibrauð. Við vorum öll svo miklir snillingar í hennar augum. Hvort sem um var að ræða nám eða vinnu, þá var hún afar stolt af sínum barnabörnum og vildi einna helst sjá okkur sem lækna eða lögfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Það var ekkert það erfitt að ekki væri hægt að takast á við það. Þegar við vorum búin að létta á hjörtum okkar upphófst sögustund. Sögur af ýmsu fólki, bæði hér heima og erlendis, og allt var þetta fólk sem tengdist okkur á einn eða annan hátt. Mörg voru nöfnin og staðirnir og því mikilvægt að hlusta vel því hún átti það til að vitna í þess- ar samræður síðar og var því vissara að hafa þetta allt á hreinu. Þegar barnabarnabörnin fóru að líta dagsins ljós var amma ekki síður stolt. Hver snillingurinn á fætur öðr- um fæddist og eins og hún orðaði það þá voru þau öll afar miklar guðs gjaf- ir. Líkt og hún sjálf var í okkar aug- um. Guðs gjöf til okkar. Mikill friður ríkir í hjarta okkar núna þegar við vitum að þú og afi hafið sameinast á nýjan leik og sitjið þið eflaust nokkur saman, á nokkr- um borðum, spilandi bridds. Hvíl í friði, elsku amma. Þín elskandi barnabörn og barnabarnabörn. ÞÓRNÝ ÞURÍÐUR TÓMASDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.