Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gylfi Hallvarðs-son fæddist á Litlu-Vegamótum á Seltjarnarnesi 13. ágúst 1937. Hann andaðist í Landspít- alanum við Hring- braut 12. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- finna Lýðsdóttir, f. í Litla-Langadal á Skógarströnd 4. maí 1904, d. 9. maí 1991, og Hallvarður Hans Rósinkarsson vél- stjóri, f. á Breiðaból- stað á Skógarströnd 14. maí 1904, d. 6. mars 1975. Gylfi var fimmti sonur þeirra hjóna, en þeir eru í aldursröð. Agnar, fyrrv. vélstj.og verktaki, f. 4. nóvember 1929, kvæntur Magnúsínu Ólafsdóttur frá Ísafirði, f. 30. júlí 1931, þau eiga tvo syni, níu barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Helgi, fyrrv. skipherra, f. 12. júní 1931, kvænt- ur Þuríði Erlu Erlingsdóttur, f. 3. d. 12. júlí 1987, og Bjarni Bjarna- son skipstjóri, f. 5. júlí 1901, d. 23. júlí 1972. Börn Öldu og Gylfa eru: 1) Linda Hrönn, f. 30. júní 1969, sambýlismaður Magnús Sævar Pálsson, f. 16. apríl 1970, d. 23. ágúst 1998, börn þeirra: Alda Hrönn, Gylfi Þór og Anna Rósa Ósk, 2) Bjarni Þór, f. 29. október 1972, kona hans er Sonja Hafdís Poulsen, 3) Hallvarður Hans, f. 7. ágúst 1975, unnusta Álfheiður Elín Bjarnadóttir, 4) Magna Ósk, f. 26. september 1977, sambýlismaður Þórður Helgi Þórðarson, og 5) Ægir Már, f. 30. ágúst 1982. Gylfi fór fljótlega eftir barna- skóla á sjóinn, fyrst á varðskipum, síðar á olíuskipinu Hamrafelli. Þau Alda bjuggu tæp tvö ár í Bandarík- unum og starfaði Gylfi á skipi í eigu Ford á vötnunum miklu. Eftir heimkomuna keypti hann í sam- vinnu við Hilmar bróður sinn trak- torsgröfu og vann með henni ýmis storf, mokstur í húsgrunna o.fl. Síðar starfaði hann hjá Vitamála- stofnun sem bílstjóri og tækjamað- ur, einnig við Búrfellsvirkjun. Síð- ustu 25 árin starfaði hann sem tækjamaður hjá Reykjavíkurhöfn. Útför Gylfa verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. mars 1930, þau eiga tvær dætur, einn son og níu barnabörn. Birgir, ræðismaður og fyrrv. fulltrúi, f. 20. mars 1934, kvæntur Sigfríði Stellu Ólafs- dóttur, f. 26. júní 1941, þau eiga son og dóttur og tvö barnabörn, Hilmar, fyrrv. yfir- verkstjóri, f. 3. júlí 1935, d. 9. júlí 2000, kvæntur Hafdísi Ólafsdóttur, f. 22. maí 1936, þau eiga þrjár dætur, átta barnabörn og eitt barnabarnabarn, Gylfi sem nú er kvaddur og yngstur er Guð- mundur alþingismaður, f. 7. des- ember 1942, kvæntur Hólmfríði Maríu Óladóttur, f. 19. september 1946, þau eiga tvo syni, eina dóttur og þrjú barnabörn. Gylfi kvæntist 12. ágúst 1967 Öldu Björgu Bjarnadóttur, f. 1. mars 1942. Foreldrar hennar voru Magna Ólafsdóttir, f. 27. júní 1898, Elsku pabbi, það er með miklum trega sem ég sest niður til að rita þessi orð. Mig langar samt að fá að setja nokkur orð á blað, þó svo að ég viti að við séum ekki búnir að skilja til framtíðar því ég veit að þú ert á vaktinni og fylgist með. Ég veit í raun ekki hvar ég á að byrja, það er af svo miklu að taka, svo margar gleðistundir á móti fáum sorgar- stundum. Þegar við vorum að tala við prestinn og hann spurði okkur systkinin hvernig faðir þú hefðir verið var því fljótsvarað; besti pabbi í heimi. Alltaf gengum við systkinin fyrir, sama hversu þröngt var í búi. Þið mamma létuð þetta smella eins og færiband, samt með fimm brjál- aða grislinga, hvern öðrum erfiðari. Það bíttaði engu hvort maður steig út af sporinu og gerði einhvern óskunda af sér, maður var alltaf vel- kominn í faðm fjölskyldunnar. Ég minnist þeirra stunda sem við áttum saman uppi á Esju, eins og húsið var réttilega kallað, það er eins og það hafi verið í gær. Þegar þú varst að innrétta og ganga frá, þegar einn Land Roverinn var í bút- um og ég fékk að skrúfa gólfið í á milli þess sem ég rúntaði um sveita- vegina á kassabílnum sem þú hjálp- aðir mér við að smíða. Þegar við fór- um austur, og við bræðurnir lágum aftur í Oldsmobílnum, með hvell- hettubyssur og skutum allar roll- urnar sem við sáum á leiðinni. Þeir voru margir vélahlutirnir sem mað- ur fékk að fikta í og fræðast um með þér, grúska í bílum og smíða hina og þessa hluti úr járni og tré, sem ann- aðhvort voru endurnýttir eða not- aðir sem skúlptúrar. Sunnudagsbíltúrarnir með Guð- finnu ömmu, sem voru fastir liðir með tilheyrandi góðgæti eins og pylsu frá Nesti í Fossvoginum. Eitt af því sem ekki er hægt að gleyma er þegar þú hringdir í ömmu á hverju kvöldi, eins og sannur mömmustrákur. Engu skipti á hvaða tíma sólar- hrings fólk hringdi eða hvaða dag vinir og vandamenn þurftu aðstoð, þú varst alltaf þar, tilbúinn í slaginn. Veiðiferðin okkar í Veiðivötn í fyrra er mér í fersku minni. Al- mennt var lítið af fiski á svæðinu á þessum tíma, en við áttum þó góða stund saman, bræðurnir og þú. Síðastu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir okkur öll, en erfiðastir fyrir þig, þó svo að þú létir engan bilbug á þér finna. Alltaf jafn glaður og tilbúinn til að takast á við verkefni dagsins, sama hversu erfið þau reyndust vera. Ég veit að þú hugsar hlýlega til stúlknanna hjá Karitas og stúlknanna sem eru á 11-E, enda leið þér vel þar síðustu dagana. Styrkur til okkar er mikið til kom- inn frá þér, enda brosandi og að segja brandara fram á síðustu stundu. Elsku pabbi, það er erfitt að reyna að koma öllu á blað, minn- ingin lifir, enda ótal minnisbrot sem þjóta í gegnum hugann. Ég ætla ekki að kveðja þig alfarið, heldur segi; heyrumst og sjáumst. Bjarni Þór. Í dag er borinn til grafar Gylfi Hallvarðsson, en hann lést 12. þessa mánaðar á Landspítalanum við Hringbraut, eftir tæplega árs bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Mér er þungt fyrir brjósti er ég tek mér penna í hönd til að minnast bróður og vinar sem alltaf átti von- ina um rólegt og ánægjulegt ævi- kvöld í faðmi fjölskyldu sinnar. Gylfi fæddist á Vegamótum á Sel- tjarnarnesi 13. ágúst, 1937 og var því rúmlega 65 ára er hann lést. Hann var næst yngstur okkar sex bræðra og er annar er yfirgefur hópinn, en Hilmar lést fyrir rúm- lega tveimur árum. Snemma byrjaði Gylfi að vinna og þá fyrst sem sendisveinn í Lands- smiðjunni, en seinna fór hann á sjó- inn og var bæði á fiski- og flutn- ingaskipum í nokkur ár. Er hann kom í land var hann við stjórnun jarðvinnuvéla, en starfaði seinustu árin hjá Reykjavíkurhöfn. Þar varð hann fyrir því slysi að lenda í sjón- um með bílkrana sem hann var að færa til á hafnarsvæðinu er bremsur tækisins biluðu. Þetta slys hefur markað hann nokkuð síðan. Það var kátt hjá okkur bræðrum er við náðum því að hittast og eiga saman kvöldstund með mökum okk- ar. Alltaf kom að því að rifja upp æsku okkar og árin sem við áttum saman í foreldrahúsum inni á Hrísa- teig, þar sem margt var brallað. Gylfi hafði frábært minni. Hann GYLFI HALLVARÐSSON Hvort skiljast leiðir fyrir fullt og allt, í fjarlægð er þú burtu hverfur skjótt? En allar stundir mun ég minnast þín, jafnt morgun, kvöld og dag sem rauða nótt. Ég á ei neitt, sem gefið þér ég get, er gleðisól á vonarhimni dvín. Í leit að hnossum lífsins er þú ferð, – eitt lítið tár er gjöfin mín til þín. Ég get ei rétt þér hlýja vinar hönd, né heldur flutt þér kærleik þrunginn brag. Eitt lítið tár er lokakveðjan mín, er lætur skipið þitt úr höfn í dag. (Bragi Jónsson frá Hoftúnum.) Með söknuði og sárum trega kveðjum við kæra vinkonu, hana Mummu, en svo var hún ætíð köll- uð. Stundum í gáska skvísuáranna – Mumma Loren – hálfsystir Soffíu Loren leikkonu, eða frænka, sögð- um við öllum sem heyra vildu. Að eiga samleið og vináttu í 40 ár er dýrmætt og gleymist aldrei, heldur verður geymt í sjóði minninganna. Minningar frá síldarsöltun á Siglufirði, stöllurnar Mumma, Svala GUÐMUNDÍNA ÞÓRUNN SAMÚELSDÓTTIR ✝ GuðmundínaÞórunn Sam- úelsdóttir fæddist á Ísafirði 30. nóvem- ber 1940. Hún lést á heimili sínu 4. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akranes- kirkju 8. nóvember. og Dídí náðu í skottið á síldarævintýrinu. Mumma og Dídí í Nor- egi, síðar Mumma og Svala í Noregi. For- framaðar Skagaskvís- ur í norskum lífshátt- um og tungu. Síðar, við allar að skemmta okk- ur með Dúmbó og Steina, ævintýri æsk- unnar í þá daga. Svo fæddust börnin okkar á svipuðum tíma, lífið tók annan farveg, þrjár einstæðar, ein gift. Vináttan hélst óbreytt. Við, þær einstæðu, héldum þorrablót með börnum okkar. Skemmtidagskrá að hætti Mummu, gleði og húmor réðu ríkjum. Mumma hafði þann góða eiginleika að hafa gott skopskyn, hún var mannvinur og mannréttindamál voru henni hugleikin. Og þessir eig- inleikar hjálpuðu vinkonu okkar í erfiðu veikindastríði síðastliðin 5 ár. Ávallt var kjarkurinn og dugnaður- inn sá sami og lundin jafnlétt. Sem betur fer hefur hún Selma einka- dóttir hennar erft þessa eiginleika móður sinnar. Við þökkum vinkonu okkar sam- fylgdina, vináttu og gleðigjöf í gegn- um árin. Elsku Selma, Hafþór og Albert, innilegar samúðarkveður frá okkur. Systkinum og öðrum ástvin- um vottum við samúð. Við öll verð- um að lifa áfram og halda merki og hugðarefnum hennar Mummu á lofti. Með þökk og virðingu. Bjarndís, Anna Kristín, Þóra Elísabet og Svala. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR A. AÐALSTEINSSON frá Brautarholti, Kveldúlfsgötu 1, Borgarnesi, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugar- daginn 16. nóvember, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 23. nóvember og hefst athöfnin kl. 14.00. Steinunn Árnadóttir, Sólrún Gunnarsdóttir, Gylfi Már Guðjónsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Nikulás Á. Halldórsson, Trausti Gunnarsson, Ástríður Gunnarsdóttir, Tryggvi Gunnarsson, Elsa Friðriksdóttir, Ingileif Aðalheiður Gunnarsdóttir, Magnús Valsson, Árný Guðrún Gunnarsdóttir, Guðjón Bjarnason, afa- og langafabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og mágur, INGÓLFUR ARNARSON, Hellisgötu 27, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 19. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Friðrikka Sigfúsdóttir, Þorsteinn R. Ingólfsson, Hallgerður Jónsdóttir, Jón Arnarson, Anna Vala Arnardóttir, Sigurjón Friðjónsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS SÍMONARDÓTTIR, Miklubraut 88, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Kópavogi aðfara- nótt miðvikudagsins 20. nóvember. Ása Kristjánsdóttir, Sigurður Hauksson, Margrét Kristjánsdóttir, Þorsteinn J. Stefánsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sverrir Ingólfsson, Símon Kristjánsson, Sigríður Guðbergsdóttir, Kristinn Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL ÓLAFSSON, Hringbraut 48, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja aðfaranótt þriðjudagsins 19. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. María Erla Pálsdóttir, Hrafn Árnason, Svala K. Pálsdóttir, Randver R. Randversson, Guðný Pálsdóttir, Rannveig Kristín, Jón Einar og Karen Ösp Randversbörn, Benedikt Hjalti og Grétar Már Sveinssynir, Sindri Páll Benediktsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓHANNES EGGERTSSON hljómlistarmaður, Norðurbrún 1, Reykjavík, varð bráðkvaddur að morgni miðvikudagsins 20. nóvember. Eggert Jóhannesson, Gabriele Jóhannesson, Halldóra Jóhannesdóttir, Þorvaldur Jóhannesson, Guðfinna Hjálmarsdóttir, Pétur Jóhannesson, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Jón Tryggvason, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Árni Björnsson, Margrét Eggertsdóttir, Einar Eggertsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.