Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 48

Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 48
KIRKJUSTARF 48 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝ dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, og Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma standa fyrir fræðslufundi um sorg og sorgarviðbrögð í Foss- vogskirkju fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20–22. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkra- húsprestur þjóðkirkjunnar, mun fjalla um efnið undir yfirskrift- inni: „Sorgin frá kynslóð til kyn- slóðar.“ Í erindi sínu mun sr. Guðlaug Helga m.a. varpa ljósi á hvernig aðferðir fyrri kynslóða við sorgarúrvinnsluna móta sorg- arvinnu okkar í dag. Höfum við tekið í arf það viðhorf að dyggð sé að bera harm sinn í hljóði? Að fyrirlestri og kaffihléi loknu gefst kostur á samtali um sorgina, en fundinum lýkur með stuttri kyrrðarstund. Enginn að- gangseyrir er að fræðslukvöld- inu, sem er öllum opið. Er þetta þriðji fræðslufundur haustmiss- eris, en einnig standa samtökin Ný dögun fyrir opnu húsi mán- aðarlega í Safnaðarheimili Há- teigskirkju og nærhópur syrgj- enda er starfandi. Tónleikar í Aðventkirkjunni LÍKNARFÉLAGIÐ Alfa heldur tónleika í Aðventkirkjunni, Ing- ólfsstræti 19, næstkomandi laug- ardag, 23. nóvember, kl. 19.30. Þetta er liður í jólasöfnun félags- ins. Allir sem koma fram gefa vinnu sína til styrktar fátækum á Íslandi. Aðgangur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum. Gospel undir Jökli HÓPUR sem kallar sig „Gospel undir Jökli“ verður með tvenna tónleika um næstu helgi. Laug- ardaginn 23. nóvember heldur hann tónleika í Akraneskirkju kl. 16, og sunnudaginn 24. nóvember í Grundarfjarðarkirkju kl. 14. Þessi hópur er frá Snæfellsbæ, þ.e.a.s frá Hellissandi og Ólafs- vík, og hefur starfað í eitt ár. Í hópnum eru átta söngvarar og fimm hljóðfæraleikarar. Á efnisskránni er lofgjörðar- tónlist frá ýmsum löndum. Fræðslukvöld um sorg Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa á fimmtudögum milli kl. 14–17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Fræðslusamvera í safnaðarheimilinu kl. 20. Fjallað í máli og myndum um þjóðir, sem mótuðu sögu og menningu Ísraels til forna. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðar- heimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Vinafundur í Setrinu kl. 14. Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barna- morgunn kl. 10–12. Umsjón hefur Ágústa Jónsdóttir. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Kaffisopi í boði kirkjunnar. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á org- el milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og altarisgöngu lokinni er léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt. Alfa-námskeið kl. 19–22. Yfirumsjón hefur Nína Dóra Pétursdóttir. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Félagsstarf eldri borgara Neskirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 14. Lára Margrét Ragnarsdóttir al- þingismaður spjallar um skemmtilegar stundir. Borin verður fram tvíréttuð mál- tíð. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að tilkynna þátttöku í síma 511- 1560 milli kl. 10–13 fram á föstudag. Allir velkomnir. Málstofa í Neskirkju kl. 12.15–13 um kirkju, þjóðfélag og um- heim. Líftækni og vísindapólitík. Dr. Sig- ríður Þorgeirsdóttir, dósent við HÍ, og Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræð- ingur ræða þema fundarins. Almennar umræður. Boðið upp á léttan málsverð gegn vægu verði. Nedó-unglingaklúbbur kl. 19.30. Munda og Hans. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar kl. 20–22 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Fjallað verður um valda texta Biblíunnar þar sem guðsmynd manneskjunnar, ábyrgð og frelsi eru í brennidepli. Text- arnir verða skoðaðir m.a. í tengslum við túlkun guðfræðinga á dæmisögu Jesú um miskunnsama Samverjann. Mömmu- morgunn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglinga- kór Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa 2 kl. 19 í safnaðarsal. Kennari sr. Magnús B. Björnsson. Unglingastarf KFUM&K kl. 20–21.45. (Sjá nánar www.digranes- kirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Húsaskóla og Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag fyrir ung- linga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20– 22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Alfa-námskeið kl. 19. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deg- inum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkj- unnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bæna- bók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 16.30–18. Lágafellskirkja. TTT-starf Lágfellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mikið fjör, mikið gaman. Allir krakkar á aldrinum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Æskulýðsstarfið Sound. Æskulýðshópurinn okkar er með fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frábær hópur fyrir frábært ungt fólk í 8.–10. bekk. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Morgunfundur presta í stærri sal Kirkjulundar kl. 10–12. Ólafur Oddur Jónsson fjallar um norræna trúar- módelið. Hver er staða þjóðkirkjunnar? Umræður yfir kaffibolla. Fermingarund- irbúningur í Kirkjulundi kl. 16–16.45. MK í Heiðarskóla og 8. KÓ í Heið- arskóla. Guðfinna Eydal sálfræðingur fjallar um sambúðarvanda og mismun- andi viðbrögð karla og kvenna í sorg kl. 20.30–22 í Kirkjulundi. Allir velkomnir. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldr- aðra í kvöld kl. 20 í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurjónsdóttur og sr. Baldurs Rafns Sigurðssonar. Natalía Choe leikur á org- el við helgistund að spilum loknum. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn – pabbamorgunn. Samverustund foreldra með börnum sín- um. Verið hjartanlega velkomin í spjall og notalega stund. Sr. Kristján Björns- son. Kl. 20 æfing hjá Kór Landakirkju. Guðmundur H. Guðjónsson kórstjóri. Kletturinn. Kl. 19 Alfa-námskeið. Allir velkomnir. Aðaldeild KFUM. Fundur kl. 20. Bene- dikt Gunnarsson listmálari segir frá trúarlegum þáttum í myndlist sinni. Upp- hafsorð: Ingólfur Þorbjörnsson. Sr. Magnús B. Björnsson hefur hugleiðingu. Allir karlmenn velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stund- ina. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Vegna jólafönd- urdags Grunnskóla Mýrdalshrepps 23. nóvember nk. fellur niður samvera Kirkjuskólans í Mýrdal sem vera átti þann dag. Mætum öll í jólaföndrið í skólanum í staðinn, þ.e.a.s. þið sem er- uð í grunnskólanum. Athugið að næsta samvera Kirkjuskólans í Mýrdal verður því laugardaginn 30. nóvember 2002. Starfsfólk Kirkjuskólans. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Ómar FRÉTTIR EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Bjarna Óskari Halldórs- syni framkvæmdastjóra, f.h. Aal- borg Portland á Ísland hf.: „Eftir ótvíræða niðurstöðu sam- keppnisyfirvalda er óþolandi að fyr- irtæki í eigu íslenska ríkisins ástundi dylgjur og beri fram ósannar fullyrð- ingar. Aalborg Portland Íslandi hf. (APÍ) mótmælir ásökunum Sem- entsverksmiðjunnar hf. á Akranesi, ályktun fundar á vegum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Rafiðnaðarsambands Íslands, um að félagið stundi undirboð á sem- entsmarkaði. APÍ hefur boðið Ís- lendingum sement sem þolir verð- samanburð við Evrópulönd frá því félagið hóf innflutning haustið 2000. Félagið hefur ekki ástundað undir- boð en mun kappkosta að bjóða Ís- lendingum gæðasement á góðu verði. Fremur en að gagnrýna APÍ ber að fagna samkeppni á íslenskum sementsmarkaði. Hið virta tímarit, International Cement Review, birti úttekt á verði sements í Evrópu í júní 2001. Þar kemur fram, að áður en APÍ hóf inn- flutning, hafi sementsverð í gervallri Evrópu verið langhæst á Íslandi, tonnið vel yfir 100 evrur á meðan það var 55–75 evrur í V-Evrópu. „Ísland er öfgafullt dæmi um lítinn, fjarlæg- an markað þar sem hráefni er fráleitt ákjósanlegt,“ segir í grein blaðsins. Vegna hins háa sementsverðs á und- anförnum árum og áratugum undan- skilur tímaritið Ísland í samantekt sinni á sementsverði í Evrópu. APÍ hóf að flytja inn sement í lausu til Ís- lands frá Danmörku haustið 2000. Um þær mundir lækkaði Sem- entsverksmiðjan hf. á Akranesi verð til sementskaupenda umtalsvert. Af- leiðingarnar hafa komið í ljós. Sem- entsverksmiðjan hf. var rekin með 228 milljóna króna halla árið 2001 og forsvarsmenn verksmiðjunnar segja að það stefni í mikinn hallarekstur árið 2002. APÍ bendir á að Sementsverk- smiðjan hf. á Akranesi hafi kært fé- lagið til Samkeppnisstofnunar vegna meintrar undirverðlagningar á inn- fluttu sementi. Samkeppnisstofnun sá ekki ástæðu til þess að grípa til að- gerða samkvæmt úrskurði í maí 2002. Í úrskurðinum felst, að sam- keppnisráð taldi að verðlagning APÍ á sementi hafi ekki verið í andstöðu við ákvæði og tilgang samkeppnis- laga. Úrskurðurinn var staðfestur af áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Ítrekaðar dylgjur um undirboð eru því ólíðandi og vitnisburður um veik- an málstað Sementsverksmiðjunnar og ekki sæmandi ríkisfyrirtæki. Aalborg Portland Íslandi hf. kærði í ársbyrjun Sementsverksmiðjuna hf. til Samkeppnisstofnunar fyrir brot á góðum viðskiptaháttum. Við forathugun Samkeppnisstofnunar var talið koma til álita að sekta Sem- entsverksmiðjuna fyrir brot á sam- keppnislögum. Af því varð þó ekki þar sem Sementsverksmiðjan var ekki talin markaðsráðandi, þótt hún á þessum tíma hafi ráðið um 80% af íslenskum sementsmarkaði. Í athug- un er af hálfu APÍ að áfrýja þeim úr- skurði til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Sementsverksmiðjan kærði í árs- lok 2001Aalborg Portland A/S í Dan- mörku til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meintra undirboða. Aalborg Portland A/S skilaði grein- argerð til ESA í janúar 2002. Þar er málið enn til umfjöllunar. APÍ hvet- ur íslensk stjórnvöld til þess að óska flýtimeðferðar stofnunarinnar, því það er ólíðandi að sitja stöðugt undir ásökunum og dylgjum fyrirtækis í eigu íslenska ríkisins. Aalborg Port- land Íslandi hf. er rekið með hagnaði og fob-verð Aalborg Portland A/S í Danmörku á sementi til Íslands er sambærilegt við önnur lönd sem fyr- irtækið selur til innan Evrópu. Aal- borg Portland A/S í Danmörku og dótturfyrirtæki þess á Íslandi eru þess fullviss að niðurstöður ESA staðfesti að ástunduð séu heiðarleg viðskipti á Íslandi, eins og fyrirhug- að er að gera um ókomna tíð. APÍ vísar á bug ásökunum og dylgjum um undirboð. Þvert á móti ættu Ís- lendingar að fagna því að samkeppni ríki loks á íslenskum sementsmark- aði, eftir liðlega 40 ára ríkiseinokun á framleiðslu og sölu á sementi. Í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Skandia fyrir einkavæðingarnefnd árið 1999 kom fram að verð á sementi var mun hærra á Íslandi en í öðrum löndum Evrópu. Heilbrigð sam- keppni stuðlar að lækkun bygging- arkostnaðar og bættum lífskjörum Íslendinga. Það er kjarni málsins.“ Aalborg Portland vísar á bug dylgj- um um undirboð Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Heimaskrifstofa 166.000,- C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum Lýst eftir vitnum LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi sem varð fyrir utan Leifsgötu 32 í Reykjavík þriðjudaginn 12. nóv- ember á milli kl. 18 og 20. Þarna mun hafa verið bakkað framan á hvíta Opel Astra-fólksbifreið sem lagt var í bifreiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Ekið á bíl á Hverfisgötu Lýst er eftir vitnum að umferð- aróhappi er varð á Hverfisgötu, til móts við hús nr. 28, á tímabilinu frá kl. 19 á föstudeginum 15. nóvember sl. til kl. 11 á laugardagsmorgun. Þarna mun hafa verið ekið aftan á hvíta Subaru Impreza-fólksbifreið sem lagt var í bifreiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Þeir sem hafa upplýsingar um þessa árekstra eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík. Deilt um stöðu umferðarljósa Lýst er eftir vitnum að umferð- aróhappi sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Dalbrautar, laugar- daginn 16. nóvember sl. kl. 13. Þar rákust saman grá Toyota Hiace og grá Toyota Corolla. Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um áreksturinn og þá sérstaklega varð- andi stöðu umferðarljósanna þegar óhappið varð eru beðnir að hafa sam- band við umferðardeild lögreglunn- ar í Reykjavík. FÉLAG heyrnarlausra hefur hafið sölu á jóla- kortum til styrktar fé- laginu. Kortin eru myndskreytt af heyrn- arlausum listamanni og eru til sölu á skrifstofu félagsins, Laugavegi 103, 3. hæð en einnig er hægt að fá þau send í póstkröfu. Kortin eru seld 5 saman í pakka og kosta 500 kr. Jólakort Félags heyrnarlausra komið út

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.