Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 48
KIRKJUSTARF 48 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝ dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, og Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma standa fyrir fræðslufundi um sorg og sorgarviðbrögð í Foss- vogskirkju fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20–22. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkra- húsprestur þjóðkirkjunnar, mun fjalla um efnið undir yfirskrift- inni: „Sorgin frá kynslóð til kyn- slóðar.“ Í erindi sínu mun sr. Guðlaug Helga m.a. varpa ljósi á hvernig aðferðir fyrri kynslóða við sorgarúrvinnsluna móta sorg- arvinnu okkar í dag. Höfum við tekið í arf það viðhorf að dyggð sé að bera harm sinn í hljóði? Að fyrirlestri og kaffihléi loknu gefst kostur á samtali um sorgina, en fundinum lýkur með stuttri kyrrðarstund. Enginn að- gangseyrir er að fræðslukvöld- inu, sem er öllum opið. Er þetta þriðji fræðslufundur haustmiss- eris, en einnig standa samtökin Ný dögun fyrir opnu húsi mán- aðarlega í Safnaðarheimili Há- teigskirkju og nærhópur syrgj- enda er starfandi. Tónleikar í Aðventkirkjunni LÍKNARFÉLAGIÐ Alfa heldur tónleika í Aðventkirkjunni, Ing- ólfsstræti 19, næstkomandi laug- ardag, 23. nóvember, kl. 19.30. Þetta er liður í jólasöfnun félags- ins. Allir sem koma fram gefa vinnu sína til styrktar fátækum á Íslandi. Aðgangur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum. Gospel undir Jökli HÓPUR sem kallar sig „Gospel undir Jökli“ verður með tvenna tónleika um næstu helgi. Laug- ardaginn 23. nóvember heldur hann tónleika í Akraneskirkju kl. 16, og sunnudaginn 24. nóvember í Grundarfjarðarkirkju kl. 14. Þessi hópur er frá Snæfellsbæ, þ.e.a.s frá Hellissandi og Ólafs- vík, og hefur starfað í eitt ár. Í hópnum eru átta söngvarar og fimm hljóðfæraleikarar. Á efnisskránni er lofgjörðar- tónlist frá ýmsum löndum. Fræðslukvöld um sorg Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa á fimmtudögum milli kl. 14–17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Fræðslusamvera í safnaðarheimilinu kl. 20. Fjallað í máli og myndum um þjóðir, sem mótuðu sögu og menningu Ísraels til forna. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðar- heimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Vinafundur í Setrinu kl. 14. Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barna- morgunn kl. 10–12. Umsjón hefur Ágústa Jónsdóttir. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Kaffisopi í boði kirkjunnar. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á org- el milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og altarisgöngu lokinni er léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt. Alfa-námskeið kl. 19–22. Yfirumsjón hefur Nína Dóra Pétursdóttir. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Félagsstarf eldri borgara Neskirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 14. Lára Margrét Ragnarsdóttir al- þingismaður spjallar um skemmtilegar stundir. Borin verður fram tvíréttuð mál- tíð. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að tilkynna þátttöku í síma 511- 1560 milli kl. 10–13 fram á föstudag. Allir velkomnir. Málstofa í Neskirkju kl. 12.15–13 um kirkju, þjóðfélag og um- heim. Líftækni og vísindapólitík. Dr. Sig- ríður Þorgeirsdóttir, dósent við HÍ, og Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræð- ingur ræða þema fundarins. Almennar umræður. Boðið upp á léttan málsverð gegn vægu verði. Nedó-unglingaklúbbur kl. 19.30. Munda og Hans. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar kl. 20–22 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Fjallað verður um valda texta Biblíunnar þar sem guðsmynd manneskjunnar, ábyrgð og frelsi eru í brennidepli. Text- arnir verða skoðaðir m.a. í tengslum við túlkun guðfræðinga á dæmisögu Jesú um miskunnsama Samverjann. Mömmu- morgunn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglinga- kór Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa 2 kl. 19 í safnaðarsal. Kennari sr. Magnús B. Björnsson. Unglingastarf KFUM&K kl. 20–21.45. (Sjá nánar www.digranes- kirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Húsaskóla og Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag fyrir ung- linga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20– 22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Alfa-námskeið kl. 19. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deg- inum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkj- unnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bæna- bók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 16.30–18. Lágafellskirkja. TTT-starf Lágfellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mikið fjör, mikið gaman. Allir krakkar á aldrinum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Æskulýðsstarfið Sound. Æskulýðshópurinn okkar er með fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frábær hópur fyrir frábært ungt fólk í 8.–10. bekk. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Morgunfundur presta í stærri sal Kirkjulundar kl. 10–12. Ólafur Oddur Jónsson fjallar um norræna trúar- módelið. Hver er staða þjóðkirkjunnar? Umræður yfir kaffibolla. Fermingarund- irbúningur í Kirkjulundi kl. 16–16.45. MK í Heiðarskóla og 8. KÓ í Heið- arskóla. Guðfinna Eydal sálfræðingur fjallar um sambúðarvanda og mismun- andi viðbrögð karla og kvenna í sorg kl. 20.30–22 í Kirkjulundi. Allir velkomnir. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldr- aðra í kvöld kl. 20 í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurjónsdóttur og sr. Baldurs Rafns Sigurðssonar. Natalía Choe leikur á org- el við helgistund að spilum loknum. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn – pabbamorgunn. Samverustund foreldra með börnum sín- um. Verið hjartanlega velkomin í spjall og notalega stund. Sr. Kristján Björns- son. Kl. 20 æfing hjá Kór Landakirkju. Guðmundur H. Guðjónsson kórstjóri. Kletturinn. Kl. 19 Alfa-námskeið. Allir velkomnir. Aðaldeild KFUM. Fundur kl. 20. Bene- dikt Gunnarsson listmálari segir frá trúarlegum þáttum í myndlist sinni. Upp- hafsorð: Ingólfur Þorbjörnsson. Sr. Magnús B. Björnsson hefur hugleiðingu. Allir karlmenn velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stund- ina. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Vegna jólafönd- urdags Grunnskóla Mýrdalshrepps 23. nóvember nk. fellur niður samvera Kirkjuskólans í Mýrdal sem vera átti þann dag. Mætum öll í jólaföndrið í skólanum í staðinn, þ.e.a.s. þið sem er- uð í grunnskólanum. Athugið að næsta samvera Kirkjuskólans í Mýrdal verður því laugardaginn 30. nóvember 2002. Starfsfólk Kirkjuskólans. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Ómar FRÉTTIR EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Bjarna Óskari Halldórs- syni framkvæmdastjóra, f.h. Aal- borg Portland á Ísland hf.: „Eftir ótvíræða niðurstöðu sam- keppnisyfirvalda er óþolandi að fyr- irtæki í eigu íslenska ríkisins ástundi dylgjur og beri fram ósannar fullyrð- ingar. Aalborg Portland Íslandi hf. (APÍ) mótmælir ásökunum Sem- entsverksmiðjunnar hf. á Akranesi, ályktun fundar á vegum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Rafiðnaðarsambands Íslands, um að félagið stundi undirboð á sem- entsmarkaði. APÍ hefur boðið Ís- lendingum sement sem þolir verð- samanburð við Evrópulönd frá því félagið hóf innflutning haustið 2000. Félagið hefur ekki ástundað undir- boð en mun kappkosta að bjóða Ís- lendingum gæðasement á góðu verði. Fremur en að gagnrýna APÍ ber að fagna samkeppni á íslenskum sementsmarkaði. Hið virta tímarit, International Cement Review, birti úttekt á verði sements í Evrópu í júní 2001. Þar kemur fram, að áður en APÍ hóf inn- flutning, hafi sementsverð í gervallri Evrópu verið langhæst á Íslandi, tonnið vel yfir 100 evrur á meðan það var 55–75 evrur í V-Evrópu. „Ísland er öfgafullt dæmi um lítinn, fjarlæg- an markað þar sem hráefni er fráleitt ákjósanlegt,“ segir í grein blaðsins. Vegna hins háa sementsverðs á und- anförnum árum og áratugum undan- skilur tímaritið Ísland í samantekt sinni á sementsverði í Evrópu. APÍ hóf að flytja inn sement í lausu til Ís- lands frá Danmörku haustið 2000. Um þær mundir lækkaði Sem- entsverksmiðjan hf. á Akranesi verð til sementskaupenda umtalsvert. Af- leiðingarnar hafa komið í ljós. Sem- entsverksmiðjan hf. var rekin með 228 milljóna króna halla árið 2001 og forsvarsmenn verksmiðjunnar segja að það stefni í mikinn hallarekstur árið 2002. APÍ bendir á að Sementsverk- smiðjan hf. á Akranesi hafi kært fé- lagið til Samkeppnisstofnunar vegna meintrar undirverðlagningar á inn- fluttu sementi. Samkeppnisstofnun sá ekki ástæðu til þess að grípa til að- gerða samkvæmt úrskurði í maí 2002. Í úrskurðinum felst, að sam- keppnisráð taldi að verðlagning APÍ á sementi hafi ekki verið í andstöðu við ákvæði og tilgang samkeppnis- laga. Úrskurðurinn var staðfestur af áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Ítrekaðar dylgjur um undirboð eru því ólíðandi og vitnisburður um veik- an málstað Sementsverksmiðjunnar og ekki sæmandi ríkisfyrirtæki. Aalborg Portland Íslandi hf. kærði í ársbyrjun Sementsverksmiðjuna hf. til Samkeppnisstofnunar fyrir brot á góðum viðskiptaháttum. Við forathugun Samkeppnisstofnunar var talið koma til álita að sekta Sem- entsverksmiðjuna fyrir brot á sam- keppnislögum. Af því varð þó ekki þar sem Sementsverksmiðjan var ekki talin markaðsráðandi, þótt hún á þessum tíma hafi ráðið um 80% af íslenskum sementsmarkaði. Í athug- un er af hálfu APÍ að áfrýja þeim úr- skurði til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Sementsverksmiðjan kærði í árs- lok 2001Aalborg Portland A/S í Dan- mörku til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meintra undirboða. Aalborg Portland A/S skilaði grein- argerð til ESA í janúar 2002. Þar er málið enn til umfjöllunar. APÍ hvet- ur íslensk stjórnvöld til þess að óska flýtimeðferðar stofnunarinnar, því það er ólíðandi að sitja stöðugt undir ásökunum og dylgjum fyrirtækis í eigu íslenska ríkisins. Aalborg Port- land Íslandi hf. er rekið með hagnaði og fob-verð Aalborg Portland A/S í Danmörku á sementi til Íslands er sambærilegt við önnur lönd sem fyr- irtækið selur til innan Evrópu. Aal- borg Portland A/S í Danmörku og dótturfyrirtæki þess á Íslandi eru þess fullviss að niðurstöður ESA staðfesti að ástunduð séu heiðarleg viðskipti á Íslandi, eins og fyrirhug- að er að gera um ókomna tíð. APÍ vísar á bug ásökunum og dylgjum um undirboð. Þvert á móti ættu Ís- lendingar að fagna því að samkeppni ríki loks á íslenskum sementsmark- aði, eftir liðlega 40 ára ríkiseinokun á framleiðslu og sölu á sementi. Í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Skandia fyrir einkavæðingarnefnd árið 1999 kom fram að verð á sementi var mun hærra á Íslandi en í öðrum löndum Evrópu. Heilbrigð sam- keppni stuðlar að lækkun bygging- arkostnaðar og bættum lífskjörum Íslendinga. Það er kjarni málsins.“ Aalborg Portland vísar á bug dylgj- um um undirboð Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Heimaskrifstofa 166.000,- C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum Lýst eftir vitnum LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi sem varð fyrir utan Leifsgötu 32 í Reykjavík þriðjudaginn 12. nóv- ember á milli kl. 18 og 20. Þarna mun hafa verið bakkað framan á hvíta Opel Astra-fólksbifreið sem lagt var í bifreiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Ekið á bíl á Hverfisgötu Lýst er eftir vitnum að umferð- aróhappi er varð á Hverfisgötu, til móts við hús nr. 28, á tímabilinu frá kl. 19 á föstudeginum 15. nóvember sl. til kl. 11 á laugardagsmorgun. Þarna mun hafa verið ekið aftan á hvíta Subaru Impreza-fólksbifreið sem lagt var í bifreiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Þeir sem hafa upplýsingar um þessa árekstra eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík. Deilt um stöðu umferðarljósa Lýst er eftir vitnum að umferð- aróhappi sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Dalbrautar, laugar- daginn 16. nóvember sl. kl. 13. Þar rákust saman grá Toyota Hiace og grá Toyota Corolla. Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um áreksturinn og þá sérstaklega varð- andi stöðu umferðarljósanna þegar óhappið varð eru beðnir að hafa sam- band við umferðardeild lögreglunn- ar í Reykjavík. FÉLAG heyrnarlausra hefur hafið sölu á jóla- kortum til styrktar fé- laginu. Kortin eru myndskreytt af heyrn- arlausum listamanni og eru til sölu á skrifstofu félagsins, Laugavegi 103, 3. hæð en einnig er hægt að fá þau send í póstkröfu. Kortin eru seld 5 saman í pakka og kosta 500 kr. Jólakort Félags heyrnarlausra komið út
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.