Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 51 „ENGINN vafi leikur á því að án stuðningsins frá ESB hefði verkefnið aldrei orðið jafnviðamikið og raun ber vitni. Þessi styrkur hefur veitt okkur kjörið tækifæri til að afla upplýsinga um stofn- gerðir þorsks við Íslands- strendur, meta hlut ólíkra stofngerða í veiðistofninum og þróa stærðfræðilegan grunn til að meta stofnstærð- ina,“ segir Guðrún Marteins- dóttir, prófessor í fiskifræði við Háskóla Íslands, stofn- vistfræðingur á Hafrannsóknastofn- un og verkefnisstjóri alþjóðlegs rann- sóknaverkefnis undir heitinu „Hlutverk undirstofna í viðhaldi þorskstofnsins.“ Rannsóknaverkefn- ið er samvinnuverkefni íslensku, dönsku og skosku hafrannsókna- stofnananna ásamt Háskólanum í Hamborg. Heildarkostnaður við verkefnið emur um 6,2 milljónum evra eða um 25 milljónum íslenskra króna. Fimmta rannsóknaáætlun ESB styrkir verkefnið um 3,3 milljónir evra og þar af renna 1,4 milljónir evra til íslenskra rannsókna eða um 120 milljónir króna. Sýni tekin í sumar Guðrún segir að tekin hafi verið sýni af þorski vegna verkefnisins í tveimur áföngum í vor og og haust. Annars vegar hafi verið tekin vefja- og kvarnasýni úr þorski á 13 þekktum hrygningarsvæðum við strendur landsins síðastliðið vor. Hins vegar hafi verið tekin svipuð sýni á veiðislóð bæði vestan og austan við landið síð- astliðið haust. „Þessi sýni nýtast okk- ur í tvennum tilgangi,“ segir hún. „Annars vegar vinnur Anna Daníelsdóttir, erfða- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, að því ásamt hópi vís- indamanna að greina arfgerð þorsksins, m.a. til að komast að því hvort þorskur á mis- munandi hrygningarsvæðum sé af ólíkum stofnum og hvort þorskur á veiðislóð eigi upp- runa sinn að rekja til fárra eða margra hrygningar- svæða. Hins vegar vinna Ingi- björg Jónsdóttir og Björn Gunnarsson ásamt sérfræðingum á Iðntæknistofnun að því að efnagreina kvarnir úr sýnunum í því skyni að komast að því hvar fiskurinn hefur haldið sig. Snefilefni í kvörnunum gefa vísindamönnum nefnilega mikil- vægar upplýsingar um í hvers konar umhverfi fiskurinn hefur verið að svamla, t.d. í tengslum við hitastig, seltu og efnasamsetningu sjávarins.“ Unnið í þremur löndum Guðrún tekur fram að vinnan við ís- lenska hlutann fari ekki alfarið fram á Íslandi. Kanadískir og ástralskir vís- indamenn vinni að afmörkuðum liðum verkefnisins í sínum heimalöndum. „Núna vinnur kanadíski vísindamað- urinn David Brickmann að því að búa til svokallað straumalíkan. Markmið- ið með því líkani er að herma eftir flutningi eggja, lifra og seiða þorsks- ins frá hrygningarsvæðunum og meta framlag hinna mismunandi svæða m.a. með því að bera saman niður- stöður úr líkaninu við útbreiðslu ung- viðis í haust- og vorleiðöngrum Haf- rannsóknastofnunarinnar. Vonast er til að upplýsingar um arf- gerðir og eiginleika hinna mismun- andi hópa bæði ungviðis, hrygningar- fisks og þorsks á veiðislóð muni að lokum gera okkur kleift að meta mik- ilvægi einstakra hrygningarhópa eða stofna hverju sinni.“ Annar hluti heildarverkefnisins felst í því að rannsaka þrosk í Norð- ursjó. „Þessi hluti er unninn í sam- vinnu Skota, Dana og Þjóðverja og er nánast alveg hliðstæður okkar hluta fyrir utan að erfitt hefur reynst að afla sýna í Norðursjó eins og gert hef- ur verið við Ísland þar sem lítið hefur fundist af þorski. Þessar rannsóknir gefa okkur því tækifæri á að bera saman niðurstöður á tveimur svæðum þar sem þorskstofnarnir eru annars vegar illa farnir og hins vegar í betra lagi.“ Ný hugmynd kynnt fyrir ESB Þegar Guðrún er spurð að því hvort einhver ný Evrópuverkefni séu í bí- gerð viðurkennir hún að hún hafi ásamt fleiri kennurum við háskólann sent inn hugmynd að verkefni (Ex- pression of interest) í tengslum við 6. rannsóknaáætluninna í vor. „Hug- myndin byggist upp á því að þróa lík- an til að segja fyrir um hvaða afleið- ingar ákveðnar ákvarðanir/breyting- ar í tengslum við veiðar hafi á lífríkið og samfélagið í heild sinni, t.d. ætti líkanið að geta sagt fyrir um hvaða áhrif breytt neyslumynstur hafi á fiskistofnana.“ Myndi líkanið geta sagt fyrir um hvaða áhrif ákveðnar breytingar hefðu á byggðaþróun við strendur landsins? „Hugsanlega en þar sem þessi hugmynd var lögð inn til Evrópusambandsins þá var eðli- lega lögð áhersla á þær félagslegu af- leiðingar sem samdráttur í fiskveið- um hefði á þéttbýl svæði í Evrópu eins og t.d. strandsvæðin við Norð- ursjó enda tóku alls 21 háskóli og rannsóknastofnanir vítt og breitt um alla Evrópu þátt í að móta þessa verk- efnishugmynd.“ Guðrún viðurkennir að hugmyndin hafi ekki fengið alltof jákvæðar undirtektir í Brussel. „Fulltrúum framkvæmdastjórnarinn- ar fannst hugmyndin vera fullyfir- gripsmikil, þ.e. þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir stórum verkefnum. Annað vandamál felst í því að með 6. rannsóknaáætluninni verður minni áhersla lögð á fiskveiðar og áhrif þeirra á lífríki sjávar en oft áður. Við verðum bara að sjá til hvort við fáum einhvern stuðning frá ESB. Þar fyrir utan munum við einnig leita eftir samstarfsaðilum í Banda- ríkjunum og hugsanlega víðar. Við gefum verkefnið ekki upp á bátinn þótt stuðningur komi ekki frá Bruss- el.“ Alþjóðlegt verkefni styrkt af fimmtu rammaáætlun Evrópusambandsins Kvarnirnar geyma dýrmæt- ar upplýsingar Morgunblaðið/Kristinn Prófessor Guðrún Marteinsdóttir stýrir viðamiklu alþjóðlegu verkefni und- ir yfirskriftinni „Hlutverk undirstofna í viðhaldi þorskstofnsins“. Verk- efnið er stutt af fimmtu rammaáætlun ESB. ago@mbl.is Umferðarþing verður haldið á Grand Hóteli Reykjavík við Sigtún, í dag, fimmtudaginn 21. kl. 10 og föstudaginn 22. nóvember. Við- urkenning Umferðarráðs, Umferð- arljósið, verður veitt fyrir árang- ursrík störf á sviði umferðaröryggismála. Dagskrá þingsins er að stórum hluta helguð rannsóknum á sviði umferðarörygg- ismála hér á landi. Einnig verður fjallað um umferðaröryggisáætlanir og um breytingar á umferðarlögum og nýja skipan umferðarörygg- ismála í landinu. Umferðarþing er öllum opið, þátttökugjald er kr. 9.500. Þátttaka tilkynnist í tölvu- pósti til postur@umferd.is. Nánari upplýsingar er að finna á vef Um- ferðarráðs, www.umferd.is Samtök lungnasjúklinga standa fyrir fræðslukvöldi í kvöld, fimmtu- daginn 21. nóvember kl. 20 í Safn- aðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík – inngangur frá Eiríks- götu. Steinn Jónsson lyf- og lungna- læknir flytur fræðsluerindi sem hann nefnir „Lungnasjúkdómar af völdum reykinga“. Hann mun fjalla um orsakasamband reykinga og al- gengra lungnasjúkdóma svo sem teppusjúkdóma í lungum og lungna- krabbameins. Fundurinn er öllum opinn. Fræðslufundur verður í Alþjóða- húsinu Hverfisgötu 18 í kvöld fimmtudaginn 21. nóvember, kl. 20.15. Fundurinn er hluti af röð fræðslufunda ætlaðri innflytj- endum, um íslenskt samfélag. Sér- fræðingar frá félagsmálaráðu- neytinu og Íbúðalánasjóði munu fjalla um húsnæðismál á Íslandi, bæði leigu og kaup. Fræðslan fer fram á íslensku og verður túlkuð á rússnesku. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Í DAG Brákarborg 50 ára Í tilefni af hálfr- ar aldar afmæli Brákarborgar, sem haldið verður upp á morgun, föstu- daginn 22. nóvember, er aðstand- endum og velunnurum boðið í heim- sókn og að þiggja léttar veitingar. Frá kl. 14.30–16 verður opið hús, kór Brákarborgar syngur nokkur lög og gestir geta skoðað leikskólann. Opið Evrópuhús verður í Perlunni í Reykjavík dagana 22.–24. nóv- ember. Þar verður sýning og kynn- ing á þeim samstarfsáætlunum Evr- ópusambandsins sem Íslendingar hafa þátttökurétt að í gegnum EES- samninginn og reka þjónustuskrif- stofur á Íslandi. Samstarfsáætl- unum ESB er ætlað að ýta undir samskipti á milli fyrirtækja, stofn- ana og einstaklinga á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum. Tilgangurinn er að styrkja rannsóknir og þróun og samstarf stofnana og fyrirtækja, auðga menningarlíf og gefa fólki kost á að afla sér menntunar utan landsteinanna – og veita ungu fólki tækifæri til að mennta sig, kynnast og upplifa Evrópu. Íslenskum fyr- irtækjum, stofnunum og ein- staklingum gefst kostur á að taka þátt í 30 samstarfsáætlunum ESB á ýmsum sviðum. Áætlanirnar byggj- ast á verkefnabundnu samstarfi sem aðilar í álfunni sækja um að vinna að sameiginlega yfir landamæri. Sam- starfsáætlanir Evrópusambandsins skiptast upp í um 250 sjóði sem hafa mismikið fjármagn til ráðstöfunar – frá einni milljón til 15 milljarða evra. Í ár hafa EFTA-ríkin möguleika á þátttöku í 32 samstarfsáætlunum á vegum ESB. Michael Svendsen Pedersen, lektor við Hróarskelduháskóla, heldur fyrirlestur í stofu 101 í Lög- bergi, föstudaginn 22. nóvember kl. 15.30. Erindið kallar hann: „Sprog- fagenes faglighed. Glimt af en aktu- el diskussion i Danmark.“ Efni fyr- irlestrarins snýst um umræðu sem á sér stað í Danmörku um þessar mundir um inntak og tilhögun tungumálakennslu. Fyrirlesturinn er á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungu- málum. Nýr Renault Trafic, sendibíll ársins 2002, verður sýndur á sýningu B&L á atvinnu- og fyrirtækjabíl- um að Grjóthálsi 1, föstudaginn 22. og laugardaginn 23. nóvember. Auk Renault Trafic getur að líta á sýn- ingunni atvinnu- og fyrirtækjabíla sem atvinnubíladeild B&L hefur í boði. Sem dæmi má nefna Renault Kangoo, Terracan jeppa og Santa Fe, Hyundai Accent og Renault Clio. Fyrrverandi starfsmenn Smjör- líki-Sól-Víking ætla að hittast, föstudaginn 22. nóvember og verður húsið opnað kl. 20, í Kiwanishúsinu á Smiðjuvegi 13a, Kópavogi. Aðgangs- eyrir er kr. 1.000. Allir fyrrverandi starfsmenn velkomnir. Ráðstefna um upplýsingastjórn- un á vegum Margmiðlunar verður föstudaginn 22. nóvember á Grand hóteli klukkan 9. Velt verður upp spurningum um hvers konar stjórn- un á flæði og birtingu upplýsinga sé almennt í gangi og hvernig megi bæta árangur fyrirtækja í stýringu og nýtingu þeirra upplýsinga sem þau búa yfir. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á vefsvæði margmiðl- unar www.mi.is/radstefna. Ráðstefna um uppeldishæfni verður haldin á Hótel Sögu á morg- un, föstudag, frá kl. 9 til 16.30. Að ráðstefnunni standa ÓB ráðgjöf í samvinnu við Kennaraháskóla Ís- lands, Landssamtökin Heimili og skóla og Barnaverndarstofu. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni verð- ur Jean Illsley Clarke. Hún er virtur fræðimaður á sviði uppeldismála í Bandaríkjunum. Á ráðstefnunni mun Clarke meðal annars fjalla um þarfir fullorðinna og samfélagsins sem og þarfir barna og afleiðingar þess að börn séu afskipt. Hún kynn- ir rannsókn sína á ofdekri og fjallar um einelti. Á ráðstefnunni flytja ennfremur er- indi Ragnhildur Bjarnadóttir dós- ent, Herdís Egilsdóttir kennari og Kristbjörg Hjaltadóttir fram- kvæmdastjóri Heimilis og skóla. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.