Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 53
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 53
Kringlan 4-12, sími 568 6211.
Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420.
Mikið úrval af inniskóm
á alla fjölskylduna
Disney
Verð 2.490 st. 24-34
Verð 2.990 st. 36-40
Ponny
Verð 1.990
rauðir/bláir
st. 23-29
Ponny
Verð 2.490
rauðir/bláir
st. 19-27
Fly Flot
Verð 1.990
svartir
st. 40-46
Rhode
Verð 4.990
svart leður
st. 41-46
Fly Flot
Verð 1.990
svartir
st. 36-42
Rhode
Verð 4.490
vínrauðir
st. 36-42
Í FRÉTTUM um daginn var sagt frá
því að lögreglan tók mikið magn af
heimaslátruðu kjöti og lét urða það.
Lögregluþjónn sem rætt var við af
þessu tilefni lét þau orð falla að þetta
væri náttúrulega sýkt kjöt! Þetta er
látið standa og enginn segir neitt.
Hvað á maðurinn við? Er hann að
segja að kjötið sé sýkt frá náttúr-
unnar hendi og þar sem það er
heimaslátrað þá sé það hættulegt?
Er hann að segja að ef kjötið fer í
sláturhús þá sé það með einhverjum
aðferðum af-sýkt og þar með hæft til
átu?
Ég hef unnið á sláturhúsi og get
ég ekki sagt að ég viti til þess að þar
sé öðruvísi farið með kjötið en heima
á bæjunum þar sem bændur vanda
sig að sjálfsögðu við slátrun á sínum
gripum þar sem þeir ætla að borða
þetta kjöt sjálfir.
Ég hef nánast alla mína ævi borð-
að heimaslátrað kjöt og ekki orðið
meint af.
En ég má borða heimaslátrað þar
sem ég bý í sveit. En eins og lögin
eru í dag þá má ég ekki gera skyld-
fólki mínu gott og senda þeim kjöt í
bæinn vegna þess að um leið og kjöt-
ið fer frá lögbýlinu telst það sýkt
kjöt. Ef ég tek með mér kjöt af
heimaslátruðu í nesti og gef öðrum
með mér þá er ég að dreifa sýktu
kjöti.
Hvernig er með villibráðina sem
skotin er og sótt af hundum? Svo er
bráðinni hent upp á bílpall eða í
skottið. Þetta kjöt má selja á veit-
ingahús og í verslanir og það má gefa
ættingjum að vild!
Þarf ekki að skoða þessi lög og
gera þau a.m.k. þannig að hægt sé að
fylgja þeim? Eitthvað yrði sagt ef ég
yrði stoppuð með lamb í skottinu á
bílnum og segði við lögregluna: „Nei,
þetta er ekki heimaslátrað þetta er
villibráð, ég skaut það á færi eins og
hreindýr, er það þá ekki ósýkt?“
Hvað gerðu þeir svo við hvalkjötið
um daginn? Menn voru búnir að
leggja á sig mikla vinnu við að vinna
þetta kjöt eins og best var á kosið
miðað við aðstæður en allt kom fyrir
ekki, yfirdýralæknir gat ekki lagt
blessun sína yfir þetta vegna þess að
hér á landi er engin lögleg aðstaða til
að vinna hval. Og þar með var kjötið
urðað. Að sjálfsögðu hefði hann get-
að leyft þetta ef hann hefði viljað.
Þarna var farið eins rétt og vel að
öllu og hægt var.
Og við skulum athuga eitt, á með-
an á þessu stendur er seldur í búð-
um, með leyfi yfirdýralæknis, sýktur
kjúklingur sem er sannarlega sýktur
en það er allt í lagi, við eigum bara að
sjóða hann vel.
HEIÐBJÖRT H.
STEFÁNSDÓTTIR,
Efra-Ási, Hjaltadal.
Náttúrulega sýkt kjöt?
Heiðbjört H. Stefánsdóttir skrifar:
RONI Horn, myndlistarmaður og
aðdáandi íslenskra auðna, hefur far-
ið mikinn í Morgunblaðinu að und-
anförnu, nú síðast í miðopnugrein 9.
nóv. 2002. Þar er veðrunin hér hafin
upp til skýjanna, en þess ekki getið
að Ísland mun vera eitt af þremur
vindasömustu byggðu bólum jarðar.
Hin eru Aleutaeyjar í norðanverðu
Kyrrahafi og Falklandseyjar í sunn-
anverðu Atlantshafi.
Hér hleypir gróðurleysið vindin-
um víða lausum á síminnkandi jarð-
veginn en þó segist höfundur mæla
með aukinni nærveru trjáa hvar sem
er annars staðar en hér á landi, þar
sem trjám sé hreinlega ofaukið.
Skipulögð skógrækt á Íslandi mundi
veita svipaða upplifun og ferð um
Manhattan. Þetta er skáldlega mælt
hvað sem segja má um innihaldið. Þá
fáum við að vita að sveitasæla sé
hugmynd sem aldrei hafi átt við á Ís-
landi og því sé löngunin til að um-
breyta sér í annars mynd brjóstum-
kennanleg og afar truflandi. En
hvort þetta á einnig við um þá sem
koma úr landslagi skóga og stór-
borga og umbreytast í auðninni hér
fáum við ekki að vita.
Þetta minnir nokkuð á viðhorf
sumra Norðurlandabúa sem komu
hingað til lands um miðja síðustu öld.
Þeir höfðu lesið bækur íslenskra höf-
unda sem lýstu einni fátækustu þjóð
veraldar, en hittu fyrir fólk sem að
drjúgum hluta var orðið bjargálna
og gátu ekki leynt vonbrigðum sín-
um. Ekki skulum við þó kenna
mannvonsku um heldur var ferðin
ekki lengur spennandi.
Niðurlagsorð höfundar í títt-
nefndri grein eru eftirfarandi: „Sem
áhorfandi að þessu stríði við feg-
urðina rennur upp fyrir mér að hin
illræmda íslenska veðrátta var í
rauninni dulbúin blessun – sem
verndaði Ísland fyrir Íslendingum í
öll þessi ár.“ Draga verður í efa að ís-
lenska þjóðin hafi í annan tíma feng-
ið kaldari kveðju.
Landnámsmennirnir munu hafa
komið að vel grónu landi og veðrun
því ekki áberandi á láglendi. Síðan
tók búpeningur að saxa á gróðurinn
og það reyndist alvarlegt eftir að
loftslag kólnaði. Ísaár urðu tíðari og
einu sinni var talað um sumarið sem
aldrei kom. Öldum saman áttu lands-
menn ekki annarra kosta völ en
vinna með eyðingaröflunum og ættu
aðdáendur auðnanna að vera þeim
þakklátir fyrir. Ekki má heldur
gleyma jarðfræðinni. Eldgosin eirðu
engu, hvorki gróðri né lifandi verum
þessa lands, en alvarlegust urðu
Móðuharðindin fyrir rúmum 200 ár-
um. Brennisteini rigndi yfir sveitirn-
ar næst Lakagígum og óhollustan
barst um allt land. Gras spilltist, yfir
helmingur nautgripa féll, yfir 4⁄5
sauðfjár og nær þriðjungur hrossa.
Fjöldi manna komst á vonarvöl,
flakkaði sveit úr sveit í leit að ein-
hverju til að seðja bráðasta hungrið.
Allt var étið sem tönn á festi þar á
meðal horket af hrossum og hundar.
(Sjá Íslendingasögu Arnórs Sigur-
jónssonar.)
Á sama tíma og Norðurálfubúum
fór ört fjölgandi á 18. öld fækkaði Ís-
lendingum töluvert niður fyrir 40
þúsund. Mörgum sýndist landið orð-
ið óbyggilegt. Ef þær fáu hræður
sem eftir voru hefðu safnast til feðra
sinna eða á Jótlandsheiðar hefði
veðrun ekki verið lengi að afmá þau
fáu, lágu mannanna verk sem á land-
inu voru.
Hvílík dásemd. Hingað kæmu
taugatrekktir íbúar úr myrkviðum
milljónaborganna og gætu virt fyrir
sér „tilgerðarlaust útsýnið“ og
„gróðursnautt yfirborðið“. Matinn
hefðu þeir með sér að heiman eins og
hverjir aðrir tunglfarar. Helst
þyrftu þó að vera nokkrir íbúar til að
leita þeirra sem týndust.
Einn hængur er þó á þessari dýrð-
arsýn – það er hve fáir nytu dásemd-
arinnar. Í yfirfullum heimi eru ekki
margir sem mættu koma hingað áð-
ur en ferðamenn færu að troða hver
öðrum um tær. Hið besta annar aldr-
ei eftirspurn.
VALDIMAR KRISTINSSON,
Kirkjusandi 1,
Reykjavík.
Köld kveðja
Frá Valdimar Kristinssyni:
ÞRÁTT fyrir síaukna fræðslu um
umferðarmál virðist það ekki skila
árangri til fækkunar slysum. Náms-
kröfur hafa verið auknar fyrir öku-
próf, Sjóvá-Almennar verið með
fræðslunámskeið fyrir unga öku-
menn, Umferðarráð með viðvörun-
arþætti í útvarpi og sjónvarpi, viðtöl
við fólk sem lent hefur í slysum og
fjöldi blaðagreina skrifaður af mörg-
um aðilum um umferðarmál.
Þrátt fyrir alla þessa fræðslu og
umfjöllun hefur slysum ekki fækkað.
Hvað hægt er að gera til að breyta
yfirdrifnu sjálfsáliti ökumanna yfir í
skynsemi, sem byggist á öryggi í
akstri og virðingu fyrir lífinu, virðist
ekki vera í sjónmáli á næstunni.
Það hefur sýnt sig að þá daga sem
lögreglan er með sérstaka átaksdaga
í umferðinni hefur umferðarhraðinn
minnkað verulega. Þrátt fyrir þessa
staðreynd hefur ekki verið talin
ástæða til að auka löggæsluna, spara
með því milljarða og verja líf fjölda
manna. Annars virðist líf þeirra sem
deyja í umferðarslysum ekki vera
mikils virði, samkvæmt nýlegum
dómi þar um.
Þegar lögregla er kölluð til vegna
árekstrar ökutækja finnst mér ekki
rétt að vinnu hennar staðið. Þegar
lögregluþjónn hefur skráð frásögn
tjónsaðila fær hvorugur aðilinn afrit
af því sem lögreglan skrifaði og hann
les ekki upp fyrir þá það sem skrifað
var, þannig að hvorugur aðilinn veit
hvað var skrifað. Það er heldur ekki
gerð vettvangsteikning, en slíka
teikningu ætti að gera og sýna hana
báðum aðilum. Helst ættu menn að
fá afrit af slíkri teikningu, en þess
eru dæmi að vettvangsteikning sem
gerð var eftir á sýndi annað en það
sem gerðist.
Íþróttafélög fara oft með ung-
lingalið í keppnisferðir um landið og
þá eru stundum leigðir bílar án öku-
manns eða farið á einkabílum með
hinum og þessum. Fyrir þetta unga
íþróttafólk skiptir það verulegu máli
að sá ökumaður sem valinn er hafi
öryggi í akstri að leiðarljósi. Í byrjun
október fóru körfuboltalið vestur í
Tálknafjörð að keppa.
Ábyrgur ökumaður ekur frá
Reykjavík til Tálknafjarðar á sex og
hálfum til sjö tímum. Sagt var að eitt
liðið sem fór frá Reykjavík um hálf-
átta um morguninn hefði verið komið
í Tálknafjörð klukkan hálfeitt. Ef
þetta er rétt hefur ökumaðurinn
þurft að fara nokkuð oft vel yfir há-
markshraðann. Það hlýtur því að
hafa verið töluvert að, bæði hjá öku-
manni og þjálfara, sé þetta rétt.
Mér finnst full ástæða til að þjálf-
arar eða fararstjórar í svona ferðum
séu áminntir um að láta ekki glanna-
akstur líðast í þessum ferðum. Á
þessari leið voru vegaframkvæmdir í
innsta hluta Kollafjarðar og á Kletts-
hálsi. Svona vegarkafla er ekki hægt
að aka mjög hratt, en í þeim er oft
töluvert af egghvössu grjóti sem get-
ur skorið dekk mjög illa og þau orðið
hættuleg, þótt ný séu. Mér finnst
ekki líklegt að þessi ákveðni öku-
maður hafi gáð að því hvort dekk
hafi skaddast og orðið varasöm til
hraðaksturs eftir aksturinn yfir
þetta svæði.
Rétt er að taka fram að þetta um-
rædda keppnislið var ekki af
Reykjavíkursvæðinu. Bíllinn mun
hafa dregið kerru.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5.
Hraðinn ofar lífinu
Frá Guðvarði Jónssyni:
Morgunblaðið/Júlíus