Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 54
DAGBÓK
54 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
eru væntanleg Venus og
Akureyrin EA.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag er Örvar væntan-
legur.
Mannamót
Aflagrandi 40. Vinnu-
stofa og jóga kl. 9.00.
Myndlist kl. 13.00.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofa, kl. 9–
12.30 bókband og öskju-
gerð, kl. 9.45–10 helgi-
stund, kl. 10.15 leikfimi,
kl. 11 boccia, kl. 13–
16.30 opin smíða- og
handavinnustofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–9.45
leikfimi, kl. 9–12 mynd-
list, kl. 9–16 handavinna,
kl. 9–17 fótaaðgerð, kl.
13 bókband, kl. 14–15
dans.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Mánud.: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud.: kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bóka-
safnið, kl. 15–16 bóka-
spjall, kl. 17–19 æfing
kórs eldri borgara í
Damos. Laugard.: kl.
10–12 bókband, línudans
kl. 11.
Félagsstarfið, Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9–12
íkonagerð, kl. 10–13
verslunin opin, kl. 13–16
spilað.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl. 9–
12 íkonagerð, kl. 10–13
opin verslunin, kl. 13–16
spilað, kl. 9.30 dans-
kennsla. Kl. 10. 30
messa, umsjón sr. Krist-
ín Pálsdóttir.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9–12 böðun,
kl. 9–16.30 glerskurður,
kl. 10 leikfimi, hár-
greiðslustofan opin kl.
9–14, kl. 15.15 línudans
o.fl., kl. 15.15 dans-
kennsla.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
snyrting, kl. 13 föndur
og handavinna. Bingó
kl. 15.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Félagsvist í
Holtsbúð kl. 19 í umsjá
Rotary. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Bingó verður
spilað í félagsheimilinu
Gullsmára föstudaginn
22. nóv. kl. 14.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli á
Flatahrauni 3. Í dag
pútt í Hraunseli kl. 10,
bingó kl. 13.30, gler-
skurður kl. 13. Á morg-
un, föstudag, tréút-
skurður kl. 13, brids kl.
13.30 og pútt í Hraun-
seli kl. 13.30. Námskeið
í leirmótun fyrir byrj-
endur kl. 13, vantar
fleiri þátttakendur.
Skráning í Hraunseli í
síma 555 0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði í
Glæsibæ. Kaffistofan er
lokuð vegna breytinga í
Glæsibæ.
Fimmtudagur: Brids kl.
13.00. Framsögn kl.
16.15. Brids fyrir byrj-
endur kl. 19.30.
Föstudagur: Félagsvist
kl. 13.30.
Heilsa og hamingja, fyr-
irlestrar um fjármál
aldraðra, í Ásgarði í
Glæsibæ laugardaginn
23. nóvember og hefjast
kl. 13.00. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 10.30 helgistund, frá
hádegi vinnustofur og
spilasalur opinn. Á
morgun kl. 16 opnuð
myndlistarsýning Árna
Sighvatssonar. M.a.
syngur Gerðubergskór-
inn undir stjórn Kára
Friðrikssonar. Allar
upplýsingar um starf-
semina í síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 og kl. 9.55 leik-
fimi, handavinnustofan
opin, leiðbeinandi á
staðnum kl. 9.30–15, kl.
9.30 keramik og leir-
mótun, kl. 13 ramma-
vefnaður, gler og postu-
línsmálun, kl. 15 enska,
kl. 17 myndlist, kl. 16.15
og kl. 17.15 kínversk
leikfimi, kl. 20 gömlu
dansarnir, kl. 21 línu-
dans.
Laugardagskvöldið 23.
nóvember standa Nafn-
lausi leikhópurinn og
Smellarar fyrir gala-
kvöldi í Gjábakka í
Kópavogi. Þetta er ár-
legur siður í Gjábakka.
Fólk mætir í sínu fín-
asta pússi og mætir til
leiks í hátíðarskapi jafn-
vel með blóm í hári og
hatt á höfði. Gjábakki
opnaður kl. 18.00 og sest
er að veisluborðum kl.
18.30. Gala-gestur að
þessu sinni er Rannveig
Guðmundsdóttir alþing-
ismaður, Sigríður
Sörensdóttir er veislu-
stjóri, Sigrún Eðvalds-
dóttir leikur á fiðlu og
Arngrímur og Ingibjörg
leika fyrir dansi. Upp-
boð verður á leikmunum
úr Smelli 2. Veittar
verða viðurkenningar
fyrir „frumlegasta og
töffasta“ gala-klæðnað-
inn í Eddustílnum.
Upplýsingar og miða-
pantanir í Gjábakka, s.
554 3400, og Gullsmára,
s. 564 5261.
Allir velkomnir.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 ganga, kl.
13 brids, kl. 13–16
handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna og keramik,
kl. 10 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 14 félagsvist. Í
dag verður kortagerð á
vinnustofu kl. 9–16.
Skráning á skrifstofu.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og bútasaumur,
kl. 10 boccia, kl. 13
handavinna, 13.30 fé-
lagsvist. Fótaaðgerð,
hársnyrting.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Fimmud.: Kl. 10, aðra
hverja viku púttað á
Korpúlfsstöðum, hina
vikuna keila í Keilu í
Mjódd. Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug á
þriðjud. kl. 9.45 og
föstud. kl. 9.30. Uppl. í s.
5454 500.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa og
tréskurður, kl. 13–16.45
leir, kl. 10–11 ganga, kl.
14–15 jóga.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12 að-
stoð við böðun, kl. 9.15–
15.30 alm. handavinna,
kl. 10–11 boccia, kl. 13–
16 kóræfing og mósaík.
Í dag fyrirbænastund
kl. 10.30. Allir velkomn-
ir.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður, körfugerð
og morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir og boccia,
kl. 13 handmennt og
spilað.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Félag áhugamanna um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi kl. 11 í Ásgarði,
Glæsibæ. Aðalfundur fé-
lagsins verður haldinn
laug. 23. nóv. kl. 14 í
Þjónustumiðstöðinni
Bólstaðarhlíð 43.
Háteigskirkja, eldri
borgarar. Kl. 14 í Setr-
inu, samverustund,
„vinafundur“, fólk hjálp-
ast að við að vekja upp
gamlar og góðar minn-
ingar. Sr. Tómas og
Þórdís þjónustufulltrúi
sjá um stundina.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar. Jólafundurinn
verður þri. 3. des. kl. 19
í safnaðarheimilinu. Til-
kynnið þátttöku sem
allra fyrst hjá Þórdísi í
s. 511 5405, Guðnýju í s.
553 6697 og Snjólaugu í
s. 561 2163. Nýir félagar
velkomnir. Munum jóla-
pakkana.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleitisbraut
58–60. Fundur í umsjá
Dagnýjar Albertsdóttur.
Fundurinn hefst kl. 17.
Allar konur velkomnar.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45, spil hefst kl.
13.
Skaftfellingafélagið í
Reykjavík heldur fyrra
myndakvöld vetrarins í
kvöld, 21. nóv., í Skaft-
fellingabúð, Laugavegi
178, kl. 20:30. Þar sýnir
Sigurður Gunnarsson á
Hnappavöllum myndir
úr Skaftafellssýslum.
Aðgangur er ókeypis, en
veitingar seldar.
Félagsfundur SÍBS-
deildarinnar á Vífils-
stöðum verður haldinn í
dag kl. 20 í Múlalundi,
Hátúni 10c. Ath. breytt-
an fundarstað.
Kvenfélag Kópavogs.
Fundur í kvöld.
Í dag er fimmtudagur, 21. október,
325. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Sannlega segi ég yður: Hver sem
tekur ekki við guðs ríki eins og barn,
mun aldrei inn í það koma.
(Markús, 10,15) Sammála Pétri
FATLAÐUR vinur minn
kom að máli við mig og
sagði mér frá stjórnmála-
fundi sem alþingismaður-
inn dr. Pétur H. Blöndal
hélt á sunnudagskvöld sem
leið. Þessi fatlaði vinur
minn var mjög svo ánægð-
ur með fundinn og fræddi
mig um það sem þar fór
fram. Hann ásamt öðrum
fundarmönnum var sam-
mála Pétri um lækkun
eignaskatts á eldri borgara,
afnám hátekjuskatts og
umfram allt afnám erfða-
fjárskatts sem rústað hefur
mörgum fjölskyldum og er
mjög svo ósanngjarn að
hans mati.
Pétur verður að koma
sinni rödd á framfæri, þess
óskum við sjálfstæðismenn
frá 0 ára og til endaloka.
Magnús Einarsson.
Gruggug snilld
UM miðja 17. öld keyptu
hollenskir innflytjendur
eyjuna Manhattan af inn-
fæddum og staðgreiddu
með önglum og glerperlum.
Árið 1867 seldu Rússar
Bandaríkjamönnum auðnir
Alaska fyrir slikk.
Hverjir græddu á þess-
um viðskiptum og hverjir
töpuðu veit öll heimsbyggð-
in í dag nema, að því er
virðist, söguþjóðin Íslend-
ingar sem ætlar nú að bæta
um betur og taka 100 millj-
arða króna lán, borga er-
lendum verktökum fyrir að
byggja stíflur sem sökkva
900 ferkílómetrum af há-
lendi Íslands í jökulleir og
drullu, og virkjun sem á að
framleiða ókeypis rafmagn
fyrir bandarískt álver sem
að stórum hluta verður
mannað útlendingum.
Hverjir skyldu vera að
græða á því?
Jón Rúnar Arason,
Nürnberg.
Tal-vinir
VIÐ erum tvær vinkonur
sem erum með GSM-síma
hjá Tali og ákváðum við að
nýta okkur svokallaða Tal-
vini. Þegar við töluðum við
starfsmann Tals til að fá
þessa þjónustu var okkur
sagt að við gætum talað og
sent SMS frítt okkar á
milli. En þegar við fórum
að spyrja nánar út í þetta
kom í ljós að það var ein-
ungis frítt að tala í um 1
klst. á dag og senda 30 SMS
á dag, en við þurftum að
ganga á starfsmanninn til
að fá þessar upplýsingar,
Okkur var einnig sagt að
nú væri þetta komið á og
við fórum að senda SMS
okkar á milli en þessi þjón-
usta kom ekki á fyrr en sól-
arhring seinna og við vor-
um þá nokkur hundruð
krónum fátækari.
Erum við ekki ánægðar
með þessa afgreiðslu og
finnst okkur að starfsmað-
urinn hefði átt að fræða
okkur betur um þetta þeg-
ar við gengum frá þessu.
Tvær í Tali.
Vikan óskast
ER einhver sem getur út-
vegað mér Vikuna, tölublöð
nr. 48 og 49 1958, nr. 20 og
21 1959, nr. 34, 39, 40, 41,
45, 48, 51 og 52 1963? Þeir
sem gætu liðsinnt mér vin-
samlega hafið samband við
Eggert í síma 588 9969.
Tapað/fundið
Bíllykill í óskilum
BÍLLYKILL; BMW,
fannst í Reykási í Reykja-
vík. Upplýsingar í síma
567 6851.
Dýrahald
Lúsifer er týndur
LÚSIFER er eins og hálfs
árs, svartur með hvíta
grímu, hvíta bringu og
hvítar loppur. Hann er
geldur og masar mikið.
Hann er eyrnamerktur 561
og er með bleika ól, merkt-
ur símanúmeri og Lauga-
vegi 27 en það er úrelt því
hann er fluttur þaðan í
Þingholtin. Hann er mikið
fyrir að smeygja sér inn í
bíla og gæti því verið kom-
inn í annan bæjarhluta.
Hans er sárt saknað. Þeir
sem gætu gefið upplýsing-
ar vinsamlega hafið sam-
band í síma 552 3014 eða
551 1717.
Nala er týnd
NALA er svört læða með
rauða ól en ómerkt. Hún
týndist frá Smáratorgi mið-
vikudaginn 13. nóvember.
Nala býr í Vogum á Vatns-
leysuströnd en hafði laum-
að sér með í bílnum og rat-
ar því ekki heim. Þeir sem
hafa orðið hennar varir hafi
samband í síma 424 6633
eða 692 9080.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT:
1 vænlegur, 8 bein í
fingri, 9 hljóðfæri, 10
sefi, 11 verða feitari, 13
tekur, 15 bifa, 18 við-
bragðsfljót, 21 eykta-
mark, 22 lítilfjörleg, 23
frek, 24 geðfelldur.
LÓÐRÉTT:
2 viðmótsþýtt, 3 bik, 4
fjallsbrúnin, 5 rúlluðum,
6 dúsk, 7 þrjóskur, 12
nægilegt, 14 hress, 15
skott, 16 gljúfrið, 17
hrella, 18 drengs, 19 dá-
in, 20 not.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 nepja, 4 kútur, 7 fullu, 8 úlfúð, 9 rós, 11 rýrt, 13
fann, 14 ýkjur, 15 flór, 17 álfs, 20 brá, 22 knæpa, 23
lykta, 24 nýtin, 25 auðna.
Lóðrétt: 1 næfur, 2 pílár, 3 alur, 4 krús, 5 tafla, 6 ræðin,
10 ósjór, 12 Týr, 13 frá, 15 fíkin, 16 óhætt, 18 lokað, 19
skapa, 20 bann, 21 álka.
K r o s s g á t a 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
ÉG vildi þakka fyrir frá-
bæra þjónustu hjá starfs-
fólki Esso, Skógarseli, en
ég fór með bílinn minn á
þvottastöðina þar 14. nóv.
sl. Eftir þvottinn setti ég
bensín á bílinn og tók þá
bensínafgreiðslumað-
urinn, Tómas, eftir því að
ekki hefðu farið öll
óhreinindi af bílnum.
Hann leyfði því bílnum að
fara aftur í gegnum
þvottastöðina, mér að
kostnaðarlausu, auk þess
sem hann lagði sig sjálfur
fram um að ná síðustu
óhreinindunum af með
kústi og hreinsivökva.
Þetta kalla ég frábæra
þjónustu.
Rut.
Frábær þjónusta
Víkverji skrifar...
FYRSTA opinbera boxsýningin áÍslandi í um 50 ár var haldin í
Laugardalshöll um helgina og tókst
víst býsna vel. Um 2.000 áhorfendur
komu í höllina og horfðu á hnefaleika-
kappa spreyta sig á að berja hver
annan og einhver fjöldi hefur sjálf-
sagt litið herlegheitin í beinni sjón-
varpsútsendingu. Þó aðeins væri um
sýningu að ræða en ekki keppni fóru
leikar þannig að íslenskir boxarar
unnu þrjá sigra á bandarísku gest-
unum og gestirnir svöruðu fyrir sig
með því að vinna jafnmarga sigra á
Íslendingum. Víkverji missti reyndar
af sýningunni en sá nokkrum sinnum
sýnt frá henni í sjónvarpsfréttum og
íþróttaþætti. Greinilega var ekkert til
sparað til að gera sýninguna sem
glæsilegasta og var engu líkara en
hún færi fram í frægri hnefaleikahöll í
Bandaríkjunum. Enn styrktist hinn
bandaríski bragur þegar fáklæddar
meyjar tóku að ganga um boxhring-
inn fyrir hverja lotu og héldu uppi
spjöldum sem á voru rituð númer lot-
unnar. Líklega er ástæðan fyrir þess-
um miklu bandarísku áhrifum sú að
hnefaleikar eru hvergi vinsælli en í
Bandaríkjunum og þaðan koma jafn-
framt helstu hnefaleikakappar heims.
Fyrst í stað fannst Víkverja hnefa-
leikasýningin heldur hallærisleg eft-
iröpun bandarískrar hnefaleika-
keppni en var ekki eins viss þegar
hann hugsaði málið betur. Til þess að
draga fólk á boxsýningar getur vel
verið að það þurfi að bjóða upp á
meira en bara box, ekki síst hér á
landi þar sem er lítil hefð fyrir hnefa-
leikum, og er þá auðvitað nærtækast
að leita í smiðju Bandaríkjamanna.
Sem betur fer þarf ekki að láta fá-
klæddar meyjar eða pilta ganga um í
hléi eða lofa glæsilegum skemmtiat-
riðum á öðrum íþróttakappleikjum
(eða sýningum) á Íslandi til þess að fá
áhorfendur til að mæta. Það er líka
hætt við því að fáklædda fólkinu yrði
svolítið kalt, a.m.k. á fótboltaleikjun-
um.
x x x
VÍKVERJI horfði með athygli ábreska sjónvarpsþáttinn Pan-
orama: Saddam Hussein – Viðvörun
úr fortíðinni, sem sýndur var í Rík-
issjónvarpinu á sunnudag. Stór-
merkilegt var að fylgjast með þýska
vísindamanninum sem hafði grand-
skoðað myndir af Saddam og komist
að því að hann á sér hvorki meira né
minna en þrjá tvífara. Saddam óttast
greinilega mjög um líf sitt og ekki að
ástæðulausu því vandfundinn er sá
maður sem fleiri vilja feigan. Upphaf-
lega hafa tvífararnir líklega aðeins átt
að koma fram þegar hætta væri talin
á að reynt yrði að ráða einræðisherr-
ann af dögum. Þetta hlýtur vissulega
að vera taugastrekkjandi starf en
e.t.v. ekki mjög flókið þegar menn
venjast því. Yfirleitt nægir að veifa
aðeins til mannfjöldans úr fjarlægð
og kannski hleypa nokkrum sinnum
úr haglabyssu út í loftið ef maður er í
þannig skapi. Einnig kom í ljós að
Saddam lætur tvífara sína um að taka
á móti minniháttar sendimönnum.
Hélt þýski vísindamaðurinn því m.a.
fram að Jörg Haider, formaður Frels-
isflokksins austurríska, hefði hitt tví-
fara Saddams þegar hann fór í heim-
sókn til hans fyrir skömmu. Haider
sagði að Saddam hefði fallist á að fara
eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna.
Nú er komið í ljós að þetta var bara
tvífari hans þannig að það er auðvelt
fyrir Saddam að segja sem svo: „Ha,
ég? Nei, ég sagði þetta aldrei!“