Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 55 DAGBÓK Síðir samkvæmis- kjólar og -pils Toppar og skart Bankastræti 11 • sími 551 3930 LAGERÚTSALA til verslana eða einstaklinga Nýjar vörur Jólakjólar 4.990, 12.990 • Jóladress 6.990, 14.990 Strets-buxur 1.500, 3.990 • Stakir jakkar 2.990, 6.500 Pelsar • Skart • Leikföng Takmarkað magn • Sími 661 4153 STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert hugmyndaríkur og smekkvís, ástríðufullur og uppreisnargjarn. Á komandi ári muntu ganga frá lausum endum og rýma til fyrir nýjum hlutum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að ganga frá smá- atriðum varðandi styrki eða lántökur og hnýta lausa enda varðandi sameiginleg peningamál. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er einhver spenna í loft- inu. Líttu í eigin barm og íhugaðu hvað veldur afstöðu þinni. Við endurspeglum oft þau viðhorf sem við erum alin upp við. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú færð mikið út úr því að leysa starfi þitt vel af hendi. Þú hefur mun meiri áhuga á árangri en hrósi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þig langar til að vera með fólki sem fær þig til að brosa. Njóttu þess að gleðj- ast og gleðja aðra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt þú sért félagslyndur ættirðu að vera heima í ró- legheitum í dag. Þú hefur þörf fyrir að vera í kunn- uglegu umhverfi, þar sem þú finnur til öryggis. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hikaðu ekki við að koma skoðunum þínum á framfæri í dag. Þú átt auðvelt með að koma hugsunum þínum í orð og fá fólk til að hlusta á þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert veikur fyrir fallegum hlutum og það leiðir til þess að þú átt oft erfitt með að láta launin endast til mán- aðamóta. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Áhrifa Venusar gætir í merki þínu og því áttu auð- velt með að heilla fólk. Not- aðu tækifærið til að koma hugmyndum þínum á fram- færi. Árangurinn gæti kom- ið þér á óvart. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur unnið mikið að undanförnu og þarft því á einveru og hvíld að halda. Reyndu að sýna umburðar- lyndi þótt einhver komi illa fram við þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Mars hefur mikil áhrif á merki þitt og því er metn- aður þinn vakinn. Þú þarft engu að síður á viðurkenn- ingu annarra að halda. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú nýtur þess að leika við börn og fullorðna í dag og gætir jafnvel átt það til að daðra. Leyfðu þér að njóta lífsins. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú gætir haft gott af því að fara í ferðalag með fjöl- skyldunni. Þú þarft á til- breytingu að halda. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞAÐ nær auðvitað engri átt að enda í hálfslemmu þar sem trompliturinn er ásinn smátt fjórði á móti G9x. Norður ♠ G96 ♥ ÁKG9 ♦ 6 ♣ÁDG102 Vestur Austur ♠ KD10 ♠ 875 ♥ 732 ♥ D1086 ♦ G987 ♦ 543 ♣K94 ♣765 Suður ♠ Á432 ♥ 54 ♦ ÁKD102 ♣83 En sagnvísindi eru ekki til umræðu í dag og við sláum því einfaldlega föstu að suð- ur spili sex spaða og fái út hjarta. Getur hann fengið tólf slagi? (Þú verður að gefa þér góðan tíma í þetta.) Útlitið er ekki par gott við fyrstu sýn, en þetta er þraut á opnu borði og með ná- kvæmri spilamennsku er hægt að svíða annan tromp- slaginn af vestri. Það fer þannig fram: Til að byrja með drepur sagnhafi á hjartaás, spilar tígli á ásinn og svínar laufdrottningu. Hann tekur laufás og tromp- ar lauf. Spilar svo KD í tígli og trompar tígul með níunni. Nú er hjartakóngur tekinn og hjarta trompað: Norður ♠ G6 ♥ G ♦ – ♣– Vestur Austur ♠ KD10 ♠ 875 ♥ – ♥ – ♦ – ♦ – ♣– ♣– Suður ♠ Á4 ♥ – ♦ 10 ♣– Suður er inni í þessari stöðu og spilar tígultíu. Ótrúlegt en satt, en vestur fær aðeins einn slag á tromp. E.S. Tímasetningin er mikilvæg. Það verður að byrja á því að spila laufinu áður en fjórði tígullinn er trompaður í borði með ní- unni, því annars getur aust- ur hent laufi í fjórða tígulinn og stungið í þriðja laufið. Og það myndi kosta ásinn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rf3 Bb4 7. cxd5 Rxd5 8. Dc2 Rc6 9. a3 Ba5 10. b4 Bb6 11. Bb2 O-O 12. Hd1 Rce7 13. Re4 h6 14. Dd2 a5 15. Bd3 axb4 16. axb4 Rxb4 17. Bb1 Red5 18. O-O Bc7 19. Re5 b6 20. f4 f5 21. Rg3 Bxe5 22. dxe5 Ba6 23. Hf3 Bc4 24. Ba3 Ha4 25. Bc2 Rxc2 26. Dxc2 b5 27. Bxf8 Ha2 28. Db1 Dxf8 29. Hc1 Dc5+ 30. Kh1 Hf2 Staðan kom upp á Ól- ympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Bled. Stefán Kristjánsson (2431) hafði hvítt gegn Ashot Anastasjan (2555) og hefði með snjallri fléttu getað snúið taflinu sér í vil. 31. Hc2? Svartur er varnarlaus eftir 31. Hxc4! bxc4 [31... Dxc4 32. Hxf2 og hvítur er hróki yfir] 32. Dg1! og hvítur verður a.m.k. hróki yfir. Í framhaldinu tapaði hvítt fljótt. 31...Hxf3 32. gxf3 De3 33. Dd1 Rxf4 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 21. nóvember, er áttræð Ásta Ólafsdóttir, Brúnavegi 3, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í safnaðarheim- ili Áskirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 16–19. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 21. nóvember, er fimmtugur Hörður Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri ÍT-ferða, Akraseli 25, Reykjavík. Eiginkona hans er Rita Kárason. 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 21. nóvember, er áttræð frú Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Aðalstræti 8, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á Kaffi Nauthóli á morgun, föstudag, milli kl. 17 og 19. 70 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 22. nóvember,er sjötugur Halldór A. Brynjólfsson, skipstjóri og útgerðarmaður, Tjarnargötu 33, Keflavík. Eiginkona hans, Elísabet Ólafsdóttir, varð 65 ára 19. júlí sl. Þeim verður haldin vegleg afmælisveisla föstudaginn 22. nóvember frá kl. 20 til 22 í félagsheimili hestamanna við Mánagrund í Kefla- vík. Vonast er til að sem flestir ættingjar, vinir, kunningjar og fyrrverandi samstarfsfólk sjái sér fært að líta inn, þiggja veitingar og gleðjast með þeim. Nefndi þessi prests- ekkja sem þú keyptir bílinn af eitthvað um rallakstur á honum? LJÓÐABROT ÍSLAND Ó! fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga, er laufin grænu litka börð, og leikur hjörð í haga; en dalur lyftir blárri brún mót blíðum sólar loga, og glitrar flötur, glóir tún, og gyllir sunna voga. Og vegleg jörð vor áa er með ísi þakta tinda, um heiðrík kvöld að höfði sér nær hnýtir gullna linda, og logagneistum stjörnur strá um strindi hulið svellum, en hoppa álfar hjarni á, svo heyrist dun í fellum. Þú fósturjörðin fríð og kær, sem feðra hlúar beinum, og lífið ungu frjóvi fær hjá fornum bautasteinum, ó, blessuð vertu, fagra fold, og fjöldinn þinna barna, á meðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjarna! Jón Thoroddsen Parasveitakeppnin Íslandsmót í parasveitakeppni verður haldið helgina 23.–24. nóvem- ber í Síðumúla 37. Fyrirkomulag verður með sama sniði og undanfarin ár. Spilaðar eru 7 umferðir með 16 spila leikjum og raðað í umferðir með Monrad-fyrirkomulagi. Spilamennska hefst kl. 11.00 báða dagana. Keppnisstjóri er Björgvin Már. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða www.bridge.is. Bridsfélagið Muninn Sandgerði Fimmtudaginn 14. nóv. var spilað fjórða og síðasta kvöld í firmakeppni Bridgefélagsins Munins í Sandgerði, en spilað var með hraðsveitarfyrir- komulagi, þ.e. allar við allar á hverju kvöldi. Lokastaðan í mótinu: 1. sæti: sveit Sjóvár-Almennra með 1919 Í sveitinni spiluðu: Guðjóns Svavar Jensen - Karl Hermanns- son/Arnór Ragnarsson Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 2. sæti: sveit Stuðlabergs með 1875 Í sveitinni spiluðu: Randver Ragnarss. - Gunnar Guðbjörnss. Kjartan Ólason - Óli Kjartansson. 3. sæti: sveit Toyotu með 1810 Í sveitinni spiluðu: Garðar Garðarsson - Þorgeir Ver Halldórs- son/Kristján Kristjánsson Úlfar Kristinsson - Vignir Sigursveinsson Efstu sveitir síðasta spilakvöld: 1. sæti: sveit Toyotu með 505 2. sæti: sveit Heklu með 468 3. sæti: sveit VÍS með 447 Í sveitinni spiluðu: Sigfús Ingvarsson - Karl Sigurbergsson Sigurður Davíðsson - Þorvaldur Finnsson Stjórn Munins vill þakka fyrir- tækjum stuðninginn. Fimmtudaginn 22. nóv. kl. 19:30, verður byrjað á þriggja kvölda tví- menningi. Spilað er á Mánagrund (við hest- húsin, milli Garðs, Sandgerðis og Keflavíkur), í félagsheimili brids- félaga á Suðurnesjum og hesta- manna. Það er alltaf heitt kaffi á könn- unni. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Nú stendur yfir fjögurra kvölda hraðsveitakeppni. 9 sveitir taka þátt. 32 spil eru spiluð á kvöldi. Meðalskor á kvöldi er 574 stig. Þegar keppnin er hálfnuð er stað- an eftirfarandi: Sveit Jóns Stefánssonar 1.253 Sveit Birkis Jónssonar 1.211 Sveit Önnu Gunnlaugar Níelsen 1.203 Sveit Stefaníu Sigurbjörnsdóttur 1.195 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Sveit Jóns Stefánssonar 637 Sveit Birkis Jónssonar 618 Sveit Stefaníu Sigurbjörnsdóttur 608 Sveit Önnu Gunnlaugar Níelsen 577 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánud. 11. nóv. 2002. 24 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S. Björn E. Pétursson - Hilmar Ólafsson 285 Júlíus Guðmundsson - Rafn Kristjánsson263 Hannes Ingibergss. - Ólafur Gunnarss. 226 Árangur A-V. Sigtryggur Ellertsson - Viggó Nordquist281 Eysteinn Einarsson - Magnús Oddsson 230 Ásta Erlingsdóttir - Sigurður Pálsson 228 Magnús Halldórsson - Þorsteinn Laufdal228 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 14. nóvember. 22 pör. Með- alskor 216 stig. Árangur N-S. Sæmundur Björnss. - Olíver Kristóferss. 252 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 245 Jóhann M. Guðm. - Hjálmar Gíslason 233 Viggó Nordquist - Friðrik Hermannss. 233 Árangur A-V. Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 280 Oddur Jónsson - Halla Ólafsdóttir 247 Hanníbal Helgason - Magnús Jósefsson 246 Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 24 pör til leiks þriðju- daginn 12. nóvember. Lokastaða efstu para í N/S: Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 271 Guðm. Magnússon – Magnús Guðmss. 251 Ingibjörg Halldórsd. – Sigríður Pálsd. 244 Hæsta skor í A/V: Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 270 Eysteinn Einarss. – Jón Stefánsson 260 Sigurður Karlsson – Ólafur Lárusson 256 Sl. föstudag mættu svo 26 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 376 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 375 Eysteinn Einarss. – Jón Stefánsson 361 Hæsta skor í A/V: Auðunn Guðmundss. – Bragi Björnss. 390 Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 387 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 380 Meðalskorin á þriðjudag var 216 en 312 á föstudag. Stefán og Björn unnu landstvímenninginn Sigurvegarar eru Stefán Stefáns- son og Björn Þorláksson frá Bf. Ak- ureyrar með 67,93 % skor. Í 2. sæti eru Guðmundur Gunnarsson og Jón- as Birgisson frá Bf. Gosa, Þingeyri með 65,83 % skor og í 3. sæti eru Bjarni Sveinsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson frá Bf. Fjarðabyggðar með 63,47 % skor.Alls tóku 118 pör þátt í Landstvímenningi 2002. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.