Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 57

Morgunblaðið - 21.11.2002, Síða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 57 örugg stýring viðskiptakrafna EDDA – miðlun og útgáfa kynnir haust- og jólaútgáfu sína þetta árið með stórtónleikum í Austurbæ (gömlu Bíóborginni) núna á föstu- daginn. Fram koma KK, Stuðmenn, Ensími, Bent og 7Berg, Steindór Andersen, Hilmar Örn Hilmarsson, Hörður Torfa, Afkvæmi guðanna, Búdrýgindi og leynigestir. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 en húsið verður opnað kl. 21.00. Að- gangur er ókeypis. Myndbönd verða sýnd á breiðtjaldi og geisla- diskar viðkomandi listamanna verða á sérstöku kynningarverði. Morgunblaðið/Þorkell Ensími er ein þeirra sveita sem troða munu upp í Austurbæ. Stórtónleikar Eddu – miðlunar Jólaútgáfan kynnt MICHAEL Jackson vakti furðu fólks með því að láta son sinn hanga fram af svölum hótels á þriðjudag. „Mér urðu á hræðileg mistök,“ sagði hann í skriflegri yfirlýsingu sem hann gaf út í fyrrakvöld. Söngvarinn lét ungan son sinn, Prince Michael II, hanga fram af svölum hótels í Berlín með því að halda annarri hendi um mitti hans. Jackson segist hafa látið spennu augna- bliksins hlaupa með sig í gönur. Hugsanlegt að atvikið verði rannsakað leggi einhver fram ákæru á hendur Jackson vegna þess. Þá hefur þýska lögreglan verið hvött til að handtaka hann vegna atviksins þar sem hann hafi stofnað lífi barnsins í hættu. Michael Jackson í vondum málum AP „Mér urðu á hræðileg mistök“ Kviðristir (Ripper: Letter From Hell) Hrollvekja Kanada, 2001. Góðar stundir VHS. 114 mín. Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: John Eyres. Aðalhlutverk: A.J. Cook, Bruce Payne, Jürgen Prochnov. NÍTJÁNDU aldar raðmorðinginn sem gengur undir heitinu Jack the Ripper eða Kobbi kviðristir er orð- inn að goðsögn sem bæði fræðaheim- urinn og alþýðu- menningin hafa leitast við að ráða í allt frá því að morð- inginn sá skildi við síðasta illa limlesta fórnarlambið sitt. Vísindalegar drápsaðferðir morðingjans og hatursfullt val hans á fórnarlömbum meðal vændis- kvenna úr undirheimum Lundúna hafa skilið eftir spurningar í hugum manna, þess efnis hvort þarna hafi verið menntamaður á ferð, eða hvort um einhvers konar samsæri hafi ver- ið að ræða. Unglingahrollvekjan Ripper: Letter From Hell hefur sín- ar aðferðir til að ráða í goðsöguna um kviðristinn og fer þar frjálslega með söguna. Þar verður kobbagoð- sagan í raun flötur fyrir hina marg- sögðu unglingadrápsmynd til að út- víkka sig örlítið, og ná handrits- höfundarnir aðeins að gera sér örlítinn mat úr þeim fleti. Daðrað er við kenninguna um að morðinginn hafi verið af hinu illa, handbendi djöfulsins, ef ekki djöfullinn sjálfur. Það var fyrst og fremst meðhöndl- unin á kobba-goðsögninni sem varð til þess að ég píndi mig til að horfa á myndina á enda, að öðru leyti er hún bara enn ein leiðigjarna unglinga- hrollvekjan. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Útvatn- aður Kobbi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.