Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 58

Morgunblaðið - 21.11.2002, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er eitthvað óhuggulega áhugavert við kisulórurnar í Atom- ic Kitten. Þar sem dagskipunin hjá Spice Girls var að hver og ein ætti að höfða til mis- munandi sam- félagshópa virð- ast þær Natasha, Jenny og Liz vera ein- ræktuð eintök hver af annarri. Ekki þótti mér nú mikið til koma þegar ég heyrði útgáfuna af „Eternal Flame“ þeirra Bangles stúlkna sem vinsælt varð í fyrra. Illa sungið og myndbandið uppfullt af glórulausum glennum. Feels so Good kemur því þægilega á óvart og stendur hér um bil undir nafni. Lögin 15 renna áreynslulaust í gegnum tóneyrað, öll í svipaða, letilega taktinum. Þó að mörg lag- anna séu vissulega steingeld pirrar það alls ekki; þetta er meira eins og að fara í gott og slakandi bað með nærandi ilmolíum. Humm ... eða einhvern veginn þannig. Ekkert að þessu. Þrjár stjörnur, eina á kjaft og ekki orð um það meir.  Mjúkir kettlingar Atomic Kitten Feels so good Mmmmmmmjúkt og þægilegt sykurpopp frá Atomic Kitten. Afskaplega þægilegt og furðu þolgott líka. Innocent/Virgin Arnar Eggert Thoroddsen HLJÓMSVEITIN Sálin hans Jóns míns verður aldeilis á nýjum stað næstu þrjú kvöldin en hún ætlar að spila með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands undir stjórn Bernharðs Wilk- insonar. Mikill áhugi er fyrir tón- leikunum og eru örfáir miðar eftir í stóra sal Háskólabíós. „Það var haft samband við okkur í vor og við beðnir um að spila okk- ar tónlist á tónleikum með þeim,“ segir Guðmundur Jónsson, gítar- leikari og lagasmiður Sálarinnar, um upphafið. „Við ákváðum að taka eingöngu nýja tónlist,“ segir hann. Um er að ræða lög, sem voru samin í febrúar og mars, áður en kallið kom. „Í júlí í sumar fórum við í stúdíó og útsettum þessa tónlist,“ segir Guðmundur og bætir við að Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson hafi eft- ir það tekið við lögunum og skrifað þau fyrir Sinfóníuna. „Það er gríðarmikil vinna. Síðan höfum við bara verið að hittast og bera saman bækur okkar.“’ Ellefu lög á tón- leikadagskránni Á dagskrá tónleikanna eru níu ný lög og tvö gömul, „Á nýjum stað“ og „Þú fullkomnar mig“. „Það er svolítið krefjandi fyrir áhorfendur að hlusta bara á nýja tónlist í klukkutíma. Þannig að við ákváðum að gefa áhorfendum líka eitthvað sem þeir þekkja,“ segir Guðmundur. Flest laganna hafa því aldrei heyrst áður en hann segir þau í beinu framhaldi af því sem Sálin hefur áður gert. Guðmundur segir það hafa verið heldur yfirþyrmandi í fyrstu að spila með Sinfóníunni „Það er ekki á hverjum degi að maður situr inn í miðri sinfóníuhljómsveit. Það eru allt önnur lögmál í gangi þar,“ seg- ir hann. „Við erum allir að koma til og farnir að vera við sjálfir. Hljóm- sveitirnar eru farnar að blandast meira og spila sig saman.“ Sálin hefur æft daglega fyrir tónleikana að undanförnu og síðan hafa æfingar með Sinfóníunni stað- ið yfir alla vikuna. Guðmundur er ekkert hræddur um að Sálarmenn týnist inni á milli tuga hljóðfæraleikara Sinfóníu- hljómsveitarinnar. „Við erum með rafmagnshljóðfæri þannig að við getum bara hækkað með einum takka og leyst málið,“ grínast Guð- mundur. Í alvöru segir hann að eitt mest krefjandi verkefnið við tónleikana sé frekar að hafa ekki of hátt. „Við erum að berjast við að vera nógu lágir. Það er aðalmálið. Þannig fá báðar hljómsveitirnar að njóta sín.“ Guðmundur segir að hljómsveit- armeðlimir hafi ekki þurft að hugsa sig um þegar beiðnin barst Sálin á nýjum stað Sálin hefur æft daglega ásamt Sinfóníunni síðustu daga. frá Sinfóníuhljómsveitinni um að poppa aðeins upp dagskrána. „Okkur þótti þetta rosalega spenn- andi en við ætluðum aldrei að eyða þessu ári í að gera plötu. Við höfð- um því alveg tíma fyrir þetta og vorum búnir að semja það mikið af tónlist, sem við vorum ánægðir með,“ útskýrir hann. Sveitin tók sér frí fyrri hluta árs- ins og vinnur nú að söngleiknum Sól & Mána, sem frumsýndur verð- ur á nýju ári í Borgarleikhúsinu. Ljóst er að hljómsveitin hefur tekið sér margt fyrir hendur á löngum ferli. „Það er mjög skemmtilegt að fá svona tækifæri til að finna fleiri fleti til að koma tónlistinni á framfæri. Við erum búnir að vera það lengi að á ís- lenskan mælikvarða, 14 ár,“ segir Guðmundur. Þeir sem fá ekki miða á tón- leikana þurfa ekki að örvænta því stefnt er á að gefa tónleikana út á diski ef vel tekst til. Sálin með tónleika ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands ingarun@mbl.is Sálin hans Jóns míns og Sinfón- íuhljómsveit Íslands leika saman á tónleikum í Háskólabíói á fimmtu- dags-, föstudags- og laugardags- kvöld. Sálin hans Jóns míns virðist óhrædd við að takast á við ný verkefni. Inga Rún Sigurð- ardóttir ræddi við Guðmund Jónsson gítarleikara. Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.50. Síðasta sýning. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Mögnuð mynd sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Robin Williams aldrei betri" - USA Today Missið ekki af þessar Kvikmyndir.com DV HJ. MBL Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. i i l i illi l i i - i i i Hann er með 1000 andlit...en veit ekkert í sinn haus! Dana Carvey fer á kostum í geggjaðri gamanmynd sem er framleidd af Adam Sandler. Sýnd kl. 4. með ísl. tali Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Allra s íðustu sýnin gar! DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.B. i. 16. 5, 7.30 og 10. 1/2Kvikmyndir.com USA Today SV Mbl RadíóX  ÓHT Rás 2 Munið M-12 tilboð - 2 fyrir 1 - HÆTT A TELJA FYRRI hluti tónleikanna verður helgaður verkum tveggja for- vígismanna minimalismans í tónlist, Bandaríkjamönnunum John Adams og Philip Glass. Spurður um nafn verks síns, „Short Ride in a Fast Machine“, sagði John Adams eitt sinn: „Þú veist hvernig það er þegar ein- hver býður þér í bíltúr í glæsi- lega sportbílnum sínum, en þeg- ar haldið er af stað óskarðu þess að hafa ekki farið.“ Þetta hraðfara en stutta verk var samið 1986 fyrir opnunar- tónleika Great Woods-tónlist- arhátíðarinnar í Massachusetts. Una Sveinbjarnardóttir verð- ur einleikari í Fiðlukonsert Philips Glass, en konsertinn hefur notið gríðarlegra vin- sælda. Hann var frumfluttur í New York 5. apríl 1987 og ein- leikari þá var enginn annar en Paul Zukofsky, fyrrum stjórn- andi Sinfóníuhljómsveitar æsk- unnar, en Una lék einmitt undir stjórn Zukofskys í þeirri hljóm- sveit. Glass hafði náið samráð við Zukofsky meðan á smíði verks- ins stóð, niðurlag konsertsins er til dæmis eins og Zukofsky ósk- aði eftir, hægt og íhugult. Una leikur ennfremur einleik á fiðlu í einu laga Sálarinnar. Tvískiptir tónleikar Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.