Morgunblaðið - 21.11.2002, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 61
FYRIR réttum tveimur árum kom
út safnplatan Klístur sem hafði að
geyma lög frá hinum ýmsu rokk-
sveitum sem starf-
ræktar eru á Aust-
fjörðum og voru
þær allar í hrárri
kantinum – bíl-
skúrsrokk ef þið
viljið. Þessi plata
fylgir sömu lögmálum.
Platan rúllar áfram á einfaldan
hátt, hver sveit fær hámark tvö lög
og fylgjast þau að, líkt og um
tónleika væri að ræða.
Castor ríða á vaðið og eiga jafn-
framt eitt burðugasta framlag plöt-
unnar. Hrá nýbylgja, ágætlega hug-
myndarík og borin uppi af
skemmtilega rifnum gítar. Auk þess
stíga Castor hressilega út fyrir þá
þungarokkslínu sem einhverra hluta
vegna fylgir ætíð austfirsku rokki af
þessu tagi.
S.H.A.P.E. áttu miður skemmti-
legt innlegg á Klístri og þeim hefur
ekki farið vitund fram síðan. Fá þó
þumal fyrir glúrna útsetningu á
gamla Grafíklaginu „Tangó“.
Og þar með erum við komin í
þungarokkslendur dauðans. Bensín-
tittir dauðans (humm...) leika milli-
þungt bárujárnsrokk af gamla skól-
anum og sama má segja um Metal
Magnússon. Sæmilega útfærðar
Pantera-þreifingar en ansi rislitlar.
Önd eiga svo menntaskólaþunga-
rokkslagið „Komdu í Kakó“. Ha ha
ha eða þannig.
Spindlar sýna ögn meiri metnað í
lagasmíðum sínum og keyra rokkið
áfram af öryggi. Haglegar lagasmíð-
ar og spilamennskan fín.
Remus leika melódískt léttþunga-
rokk; þar sem hljóðfæraleikararnir
fá að skína. Einkum þó gítarleikar-
inn með tilheyrandi einleiksköflum.
Söngurinn er því miður afleitur og
það á reyndar við um fleiri sveitir
hér. Rufuz leika þá órætt rokk sem
fer hvorki lönd né strönd.
Snillingarnir í Hroðmör eiga loka-
lagið, „Dauði á brauði“. Þeir klikka
sem betur fer ekki frekar en fyrri
daginn.
Drengurmaður er verðug skoðun
á rokklíferninu fyrir austan og heils-
ast mönnum misjafnlega eins og lesa
má. Umslagið er sérlega vandað og
fengur að upplýsingabæklingi hvar
finna má myndir, nöfn og aðrar
gagnlegar upplýsingar. Fleiri
byggðarlög ættu að taka sér þessa
plötu til fyrirmyndar enda heimilda-
gildi plötunnar ótvírætt. Ég sendi
vinum mínum og nýfengnum óvinum
á Austfjörðum bestu rokkkveðjur!
Tónlist
Austfjarða-
rokk
Ýmsir
Drengurmaður
Stúdíó Hljóðlist
Drengurmaður. Safnplata nokkurra aust-
firskra rokksveita. Lög eiga hljómsveit-
irnar Castor, S.H.A.P.E., Bensíntittir
dauðans, Metal Magnússon, Önd, Spindl-
ar, Remus, Rufuz og Hroðmør. Upp-
tökustjórn var í höndum Óla Rúnars Jóns-
sonar, um hljóðblöndun sáu Óli og
Kristján Edelstein. Jón Skuggi hljómjafn-
aði. Umsjón með útgáfu höfðu Magnús
Bjarni Helgason, Óli Rúnar Jónsson,
Kristján Orri Magnússon og Logi Helgu.
Arnar Eggert Thoroddsen
Árni Geir úr Castor. Sveitin á burð-
ugasta framlagið á Drengurmaður.
Ó.H.T. Rás2
1/2
SV. MBL
Frábær grínhasar með hinum eina sanna Jackie Chan.
Frá framleiðendum Men in Black og Gladiator
Sjáið
Jackie Chan
í banastuði
Þegar tveir ólíkir menn
deila getur allt gerst.
8 Eddu verðlaun.
Yfir 49.000 áhorfendur
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. Vit 461
ÁLFABAKKI
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P kl. 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 480.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 479 Sýnd kl. 8 og 10. Vit 479
ÁLFABAKKI AKUREYRI AKUREYRI
Kvikmyndir.isStundum er það
sem að þú leitar
að.. þar sem þú
skildir það eftir.
Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem hefur
fengið frábærar viðtökur og er nú þegar orðin vinsælasta
mynd Reese Witherspoon frá upphafi vestanhafs.
ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍK
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 474 Sýnd kl. 6 og 10. Vit 474
SV Mbl
RadíóX
Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 10.10. B.i. 12. Vit 444 Sýnd kl. 8. Vit 455 Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. Vit 433
ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.Sýnd kl. 4 og 6. Vit 441.
ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI KEFLAVÍK