Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Hallvarðsson, for- maður samgöngunefndar Alþingis, gerði fyrirhugaða Sundabraut að umtalsefni í fyr- irspurnartíma á Alþingi í gær og spurði sam- gönguráðherra, Sturlu Böðvars- son, að því hvað liði undirbúningi að lagningu brautarinnar. Eins og kunnugt er er Sundabraut fyrirhuguð vegtenging milli Voga- hverfis og Gufuness yfir Kleppsvík og áfram norður fyrir Geldinganes. Um þjóðveg yrði að ræða og því yrði kostnaður greiddur af vegafé. Samgönguráðherra svaraði því m.a. til að verið væri að skoða þá kosti sem til greina kæmu, t.d. hvort byggja ætti brú á umræddri leið, vegfyllingu eða jarðgöng. Ráð- herra sagði að ekki væri búið að taka ákvarðanir um þessa kosti en í máli hans kom fram að þær ákvarð- anir myndu liggja fyrir áður en langt um liði. „Við höfum enn nokk- urn tíma til að undirbúa Sunda- brautina,“ sagði hann. Tók hann fram að ekki væri um neitt neyðar- ástand að ræða vegna þess að ekki væri búið að leggja Sundabrautina. Guðmundur Hallvarðsson var ekki á sama máli og sagði að um- ferðarþunginn færi vaxandi t.d. á Miklubraut og Kringlumýrarbraut. „Það er vaxandi hætta á umferð- arslysum í þessu ástandi eins og það er,“ sagði hann. Tók hann einn- ig fram að borgarbúar undruðust hve hægt miðaði í þá átt að gera umræddar samgöngubætur. Lagði hann áherslu á að framkvæmdum yrði hraðað. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis Framkvæmdum við Sundabraut verði hraðað Guðmundur Hallvarðsson ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæða- greiðslum verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Breyting á XV. viðauka við EES-samninginn. 2. Breyting á VII. viðauka við EES-samninginn. 3. Samningur milli Fríversl- unarsamtaka Evrópu og Singapúr. 4. Verkefni Umhverfisstofn- unar. 5. Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýr- um. 6. Réttindi sjúklinga. 7. Húsaleigubætur. 8. Vatnalög. 9. Breiðbandsvæðing lands- ins. 10. Strandsiglingar. 11. Samgöngur milli lands og Vestmannaeyja. GÍSLI S. Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Halldór Blöndal, forseta Alþingis, á þingfundi í gær fyrir að gefa sér ekki færi á að koma að munnlegri fyrirspurn til ráðherra um Sem- entsverksmiðjuna á Akranesi. „Ég mótmæli því að fá ekki að koma hér að fyrirspurn sem varðar Sem- entsverksmiðju ríkisins,“ sagði Gísli en áður höfðu fyrirspurnir til ráðherra verið á dagskrá þing- fundar. Gísli sagðist hafa lagt inn umrædda fyrirspurn fyrr um morguninn, kl. 10.45. „Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem virðulegur forseti misbeitir valdi sínu gagn- vart þeim sem hér stendur, bæði í málflutningi og í ræðum. Ég mót- mæli þessu.“ Halldór Blöndal svaraði ekki gagnrýni þingmannsins heldur stóð upp og kynnti ný þingmál. Gísli gekk þá fram og kallaði: „Þetta er ótrúlegur ruddaskap- ur...“ Þingforseti sló þá í bjölluna og bað þingmanninn um að stilla skap sitt. „Ég vil óska þess að háttvirtur þingmaður, Gísli S. Ein- arsson, stilli skap sitt,“ sagði hann. Gagnrýnir framgöngu forseta þingsins Gísli S. Einarsson Halldór Blöndal LAGT var fram á Alþingi í gær frumvarp til laga sem miðar að því að lækka hlutfall tekna sem koma til frádráttar tekjutryggingarauka frá Tryggingastofnun ríkisins úr 67% í 45%. Frumvarpið er lagt fram af rík- isstjórninni og er liður í því sam- komulagi sem ríkisstjórnin og Landssamband eldri borgara gerðu með sér í lok nóvember sl. Lögin eiga að öðlist gildi 1. janúar nk. Í fylgiskjali með frumvarpinu seg- ir að þessi liður fyrrgreinds sam- komulags kosti ríkissjóð um 250 milljónir kr. á næsta ári en miðað er við að breytingin nái til ellilífeyr- isþega og öryrkja. Í samkomulaginu var einnig gert ráð fyrir hækkun tekjutryggingar og tekjutrygging- arauka, en sú hækkun kemur til framkvæmda með reglugerð sem hefur stoð í lögum um almanna- tryggingar, að því er segir í at- hugasemdum frumvarpsins. Skerðingar- hlutfall lækkar ♦ ♦ ♦ GREIDD voru at- kvæði um lista Sam- fylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi á kjördæmisþingi flokksins á Hólmavík á laugardag. Kosið var á milli alþingismann- anna Gísla S. Einars- sonar og Karls V. Matthíassonar um þriðja sætið. Gísli sigraði í kosningunni með 46 atkvæðum gegn 41. Auðir og ógildir seðlar voru 5. Að sögn Jóhanns Ársælssonar alþingis- manns sem leiðir listann í kjördæm- inu var að öðru leyti góð sátt um hann. Listinn er eftirfarandi: 1. Jóhann Ársælsson alþingismað- ur Akranesi 2. Anna Kristín Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Norðurlandi vestra. 3. Gísli S. Einarsson alþingismaður Akranesi. 4. Sigríður Ragnarsdóttir skóla- stjóri Ísafirði. 5. Eiríkur Jónsson lögmaður Akra- nesi. 6. Sigurður Pétursson sagnfræð- ingur Ísafirði 7. Dóra Líndal Hjartardóttir tón- listarkennari Borgarfirði 8. Jón Marz Eiríksson nemi Skagafirði 9. Davíð Sveinsson trésmiður Stykkishólmi 10. Guðjón Vilhjálmsson fiskverk- andi Drangsnesi 11. Guðrún Konný Pálmadóttir hús- móðir Búðardal 12. Sigurður E. Thor- oddsen sjómaður Vesturbyggð 13. Tinna Magnúsdóttir háskólanemi Sveinsstaðahreppi. 14. Ástríður Andrés- dóttir fulltrúi Akra- nesi 15. Karl Jóhann Jó- hannsson sjómaður Grundarfirði 16. Margrét Fanney Sigurðardóttir hús- móðir Vesturbyggð 17. Oddur Sigurðarson rafeindavirki Húnaþingi vestra 18. Karvel Pálmason fyrrv. alþing- ismaður Bolungarvík 19. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrv. alþingismaður Reykhóla- hreppi 20. Skúli Alexandersson fyrrv. al- þingismaður Snæfellsbæ Pólitísk fortíð til trafala „Ég hefði kosið listann öðruvísi og mér hefur fundist mínir stuðn- ingsmenn vera frekar óhressir,“ segir Karl V. Matthíasson, þing- maður Samfylkingarinnar á Vest- fjörðum, sem er ekki á lista flokks- ins í Norðvestur kjördæmi eftir að greidd voru atkvæði um hann á laugardag. Karl segir að fram hafi komið á fundinum þung áhersla þess efnis að nauðsynlegt væri að hafa mann úr Alþýðuflokknum inni á listanum. „Ég tel að pólitísk fortíð mín hafi verið mér til trafala í þessu efni þar eð ég kem ekki úr Alþýðuflokknum inn í Samfylkinguna. Það er ekki spurning að það setur strik í reikn- inginn.“ Hann segir að hann muni að sjálfsögðu una niðurstöðunni. Karl hefur gegnt embætti sókn- arprests í Setbergsprestakalli frá árinu 1995 en er í eins árs leyfi frá prestsstörfum fram í september á næsta ári. Hann segir óákveðið hvað taki við hjá sér. „Maður veit náttúrlega aldrei hvað daganir bera í skauti sér. Fyr- ir nákvæmlega fjórum árum vissi ég varla að ég ætti eftir að fara í þessa ferð sem ég fór. Ég er ekkert hættur að hugsa um pólitík. Ég byrjaði á því mjög ungur og það breytist ekkert og áhugi minn fyrir stjórnmálum hefur ekk- ert minnkað við þetta. Svo sjáum við bara hvað gerist. Ég ætlað að jafna mig áður en ég tek einhverjar ákvarðanir um svoleiðis.“ Hann segist þakklátur fyrir þann stuðning sem fólk hafi sýnt honum og bendir á að úrslitin hafi komið mörgum á óvart. „Ég er samt ekki að upplifa ein- hverja meiriháttar tragedíu.“ Kosið um 3. sæti Sam- fylkingar í NV-kjördæmi Karl V. Matthíasson BJÖRGUNARSVEITIN Ársæll hefur viðurkennt dómgreindarleysi liðsmanna sinna er þeir unnu skemmdir á vegaslóðanum upp í Tindfjöll upp af Fljótshlíð um síð- ustu helgi. Mun sveitin senda menn í viðgerðaferð nú um helgina og aftur í vor til að ljúka fulln- aðarviðgerð. 20 manna hópur var á ferðinni um síðustu helgi og var farið á 4 öxla MAN-trukk sem skar djúp hjólför í blautan veginn, en hlýtt var í veðri og mikil rigning. Einnig voru þeir á tveimur létt- ari Land Rover-jeppum sem ollu ekki skemmdum. Stjórn björgunar- sveitarinnar mun taka málið upp innan sveitarinnar og gera öllum ljóst að framkoma sem þessi verði ekki liðin. Í Tindfjöllum eru þrír skálar, þar af tveir mest notaðir af fjalla- fólki. Slóðinn frá Fljótshlíð er nokkurra km langur. Einn skál- anna er í einkaeign og annar í eigu Íslenska alpaklúbbsins. Eigendur þessara skála, sem lagt hafa í mik- inn kostnað vegna viðhalds veg- slóðans, kvörtuðu yfir umgengni björgunarsveitarmannanna og vöktu athygli á því að sveitin hefði ekki verið þarna á ferð í björg- unaraðgerðum. Að auki hefði verið unnt að flytja hópinn á Land Rov- er-jeppunum með því að fara eina aukaferð. Björgunarsveitin Ársæll veldur vegaskemmdum í Tindfjöllum Dómgreindar- leysi um að kenna Guðjón Ólafur Jónsson hefur lýst því yfir að hann bjóði sig fram í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Guð- jón Ólafur sem er 34 ára gamall lögmaður, er jafnframt formaður kjördæmisráðs flokksins í kjör- dæminu. Alls hafa 15 manns gefið kost á sér í sæti 1–10 á lista Framsókn- arflokksins í Norðausturkjördæmi. Kosið verður á aukakjördæmaþingi á Akureyri 11. janúar nk. Þessir gefa kost á sér: Arngrímur V. Ásgeirsson íþrótta- kennari, Austur-Héraði, Birkir Jón Jónsson, aðstoðarmaður ráðherra, Siglufirði, Björn Ármann Ólafsson bæj- arfulltrúi, Austur-Héraði, Dagný Jónsdóttir, formaður SUF, Reykjavík, Daníel U. Árnason varaþingmaður, Reykjavík, Ingólfur Friðriksson skrif- stofumaður, Austur-Héraði, Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra, Egilsstöðum, Katrín Ásgrímsdóttir garð- yrkjubóndi, Austur-Héraði, Kristín Thorberg hjúkrunarfræð- ingur, Akureyri, Ólafur Níels Eiríksson vélsmiður, Fáskrúðsfirði, Sigfús Karlsson framkvæmdstjóri, Akureyri, Skafti Ingimarsson, formaður FUFAN, Akureyri, Svanhvít Aradóttir þroskaþjálfi, Fjarðarbyggð, Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra, Grýtubakkahreppi, Þórarinn E. Sveinsson for- stöðumaður, Kópavogi. Í DAG Í MORGUNBLAÐINU hinn 1. desember 2002 var grein á blaðsíðu 4 „Fyrsta lyfið sem eykur bein- þéttni kannað hér“. Aventis á Ís- landi og Farmasía ehf. vilja gera eftirfarandi athugasemd við þessi greinaskrif: Rangt var farið með staðreyndir bæði í fyrirsögn og í texta greinarinnar. Eftirfarandi fullyrðing var sett fram: „Fyrsta lyfið sem eykur beinþéttni“ (fyr- irsögn) og „… þar sem þau bein- þynningarlyf sem nú séu á mark- aðnum miði einungis að því að hægja á eða stöðva beinþynningu“. Við viljum benda á texta sem sam- þykktir eru af Lyfjastofnun, en þar kemur skýrt fram að tvö lyf í flokki bísfosfónata auka beinmassa. Til eru margar klínískar rannsóknir þar sem sýnt er fram á að meðferð með bífosfónötum eykur marktækt beinþéttni borið saman við lyf- leysu. Sú fullyrðing sem fram kem- ur í greininni, um að þetta sé eina lyfið sem auki beinþéttni, getur valdið því að sjúklingar sem þegar eru á bífosfónat meðferð telji þau lyf vera gagnslaus. Við gagnrýnum þetta harðlega og höfum sent at- hugasemdir til Lyfjastofnunar, þar sem farið er fram á að fullyrðing- arnar verði dregnar til baka. Aths. ritstj. Umrædd frétt er byggð á frétta- tilkynningu frá lyfjafyrirtækinu Lilly. Eins og fram kemur hér að ofan, er málið nú til skoðunar hjá Lyfjastofnun. Athugasemd vegna fréttatilkynningar OPINBER heimsókn forsætis- ráðherra Rúmeníu, hr. Adrian Nastase, hefst í dag þriðjudag- inn 3. desember. Í för með honum verða m.a. eiginkona hans, frú Daniela Nastase, og fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Rúmeníu. Í heim- sókninni mun forsætisráð- herrann m.a. eiga viðræður við Davíð Oddsson forsætisráð- herra, heimsækja Alþingi, Ráð- hús Reykjavíkur og Háskóla Íslands. Opinber heimsókn for- sætisráðherra Rúmeníu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.