Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 18

Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 18
Frá ferð FERLIR á Garðaflötum á dögunum. Í forgrunni má sjá hluta tóft- anna en það eru Dóra Hlín Ingólfsdóttir, Jóhann Davíðsson og Eyjólfur Sæ- mundsson sem sitja í bakgrunni. Það var Ómar Smári sem tók myndina. FERÐAHÓPUR rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík (FERL- IR) fann á dögunum fimm tóftir, sem ekki hefur verið vitað um fyrr á Garðaflötum við Búrfell. Hópurinn telur tóftirnar styðja frásagnir í Gráskinnu hinni meiri. Ómar Smári Ármannsson yfirlög- regluþjónn er í hópnum en hann bendir á að í Gráskinnu sé sagt frá því að Garðar og Garðakirkja hafi eitt sinn verið á Garðaflötum en hafi verið flutt þegar hraun rann þar yf- ir. Þá segir einnig í Gráskinnu að merki sé að finna um að byggð hafi verið á Garðaflötum.: „Þat eru garðahleðslur miklar, og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sést til skamms tíma,“ segir þar. „Við vorum einfaldlega að rekja söguna og það virðast vera tóftir á þessum stað,“ segir Ómar. „Hvað það er veit enginn en það var ekki vitað til að þarna væru tóftir.“ Hann segir að ein tóftanna hafi verið garður auk þess sem ein þeirra var stærri en hinar. „Svo gæti náttúrulega verið meira á svæðinu sem enn á eftir að skoða. Það hafa verið sel frá Görðum í Búr- fellsgjánni og Garðaflatir voru not- aðar þegar réttað var í Gjáarrétt- inni. Hins vegar eru þessar tóftir þannig að þær eru mjög jarðlægar, sem bendir til þess að þær séu gaml- ar.“ Að sögn Ómars hefur FERLIR verið að skoða Reykjanesið í þrjú ár með útgangspunkt í sögunni. „Þetta eru gamlar sagnir, munnmæli, til- vitnanir, lýsingar í gömlum ritum, frásagnir gamalla manna og við höf- um rakið okkur eftir því. Raunin er sú að í langflestum tilvika er einhver fótur fyrir sögunum. Meira að segja þjóðsögurnar, sem hafa gerst á Reykjanesinu, hafa tilvísun í staði þar sem ákveðin ummerki er að finna.“ Í hópnum eru sem fyrr segir reykvískir rannsóknarlögreglumenn en yfirleitt eru þeir 5–15 talsins í hverri ferð. Að auki er áhugasömu fólki um söguna gjarnan boðið með. „Það býr yfirleitt líka yfir vitneskju sem kemur okkur til góða og svo fáum við tækifæri til að sýna því hvað við höfum séð,“ segir Ómar. Inntur eftir framhaldi málsins segir hann að þegar hópurinn hafi gert svona uppgötvun snúi hann sér yfirleitt að næsta verkefni og í sjálfu sér reyni hann ekkert sérstaklega að koma fundunum á framfæri við þar til bæra aðila. Fyrst og fremst sé hópurinn að gera þetta sér til skemmtunar. En nýtast rannsóknarhæfileikar lögreglumannanna ekki vel við leit af þessu tagi? „Það er mjög gott að nota þetta til að skerpa á þeim en markmiðið er útivist og hreyfing. Það má segja að með því að gera þetta svona hafi hver ferð einhvern tilgang auk hreyfingarinnar.“ Rannsóknarlög- reglumenn finna tóftir á Garðaflötum  = > ?  1 @ > >+ $ A  %                         !   Garðabær HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði arkitekta og tæknifræðinga og ALVÍB        !"#  #" !"$%& '! ( )* (+ ,+    -( " . ) #++ /  '  " ((0",   ). ,)!" )"  1((0",    ,+  *#"   * * 2" 3 ",&( +'  45 , +  -( "6 " ".#  *) ,    (777 ()  2" *#"  .# + )./ * " ) 8988 SJOÐUR LIFEYRIS- arkitekta og tæknifræðinga     : ,+ "; +)'  (  < =,+  , >?,((", 4? +@(A/  = )* (+,) # ,)'  " ((0",  ). ,)!" )",$1!"$%& B, ) ( C  ,DD(3" >777 (/'      : ,+ "; +)'  ( ; 8 =,+  , >?,((", 4? +@(A/  = )* (+,) # ,)'  " ((0",  ). ,)!" )",$1!"$%& B, ) ( C  ,DD(3" >777 (    ÍBÚAR í Helgafellslandinu í Mos- fellsbæ krefjast þess að undirgöng verði gerð undir Vesturlandsveginn fyrir gangandi umferð úr hverfinu á skóla- og íþróttasvæði hinum megin við veginn. Undirskriftalistar þar að lútandi verða afhentir bæjaryfir- völdum í vikunni en alls söfnuðust 1.238 undirskriftir á þeim 5 dögum sem undirskriftarlistar lágu frammi. Stutt er síðan alvarlegt slys varð á Vesturlandsveginum þegar 13 ára stúlka varð fyrir bíl þar sem hún var að fara yfir Vesturlandsveg við Ás- land. Að sögn Ásgeirs Sverrissonar, talsmanns íbúanna, hafa börn úr Helgafellshverfi sótt í að stytta sér leið og hlaupa yfir Vesturlandsveg- inn og þaðan yfir göngubrú yfir Varmá í átt að skólanum og íþrótta- svæðinu. „Krafa okkar íbúanna er að það verði gerð undirgöng undir veg- inn,“ segir hann. „Við fórum með undirskriftalista í stofnanir og fyr- irtæki og dreifðum þessu í hverfin og ég held að það sé alveg augljóst að allir bæjarbúar styðja okkur í þessu.“ Hann segir langt síðan að íbúar settu fram kröfu um undirgöng og hún hafi fengið góðan hljómgrunn í aðdraganda sveitarstjórnarkosning- arnar í vor. Hins vegar hafi ekkert gerst í málinu síðan. Brúin verði aftur sett upp í vor Í kjölfar slyssins á dögunum fóru íbúar fram á að göngubrúin yfir ána yrði fjarlægð og var það gert en að sögn bæjaryfirvalda verður brúin sett upp að nýju í vor. „Tilgangurinn með þessari brú var að krakkarnir kæmust úr skólanum yfir í íþrótta- svæðið fyrir neðan. Hins vegar not- uðu þau hana til að hlaupa yfir veg- inn og yfir brúna í skólann því þetta er mikið styttri leið. Brúin er líka tenging við Tungubakka sem er mjög stórt íþróttasvæði og það er ekki nóg að skipuleggja íþróttasvæði hinum megin við veginn ef krakk- arnir komast ekki þangað með góðu móti. Nú þurfa þau að fara alla leið að botni Varmárinnar, undir Vest- urlandsveginn og aftur til baka. Það gera krakkar bara ekki heldur fara þau stystu leið.“ Þá bendir Ásgeir á að starfsemin á skóla- og íþróttasvæðunum fari vax- andi samhliða því sem íbúum ofan við Helgafellshverfið fari fjölgandi. Að auki hafi umferð stóraukist á Vesturlandsveginum og nýverið hafi hámarkshraðinn á Vesturlandsveg- inum verið aukinn úr 60 km/klst. í 70 á umræddum kafla. Loks séu gatna- mótin við Ásland óupplýst. Íbúarnir hittust á fundi í gærkvöld þar sem farið var yfir málið og tekið saman hversu margar undirskriftir hefðu safnast en til stendur að af- henda þær í vikunni. Ásgeir segir ljóst að íbúar vilji ekki fleiri slys á þessum stað. „Það varð banaslys við botn Varmárinnar á sínum tíma og þá voru byggð undirgöng þar.“ Að hans sögn virðist því miður vera sem slys þurfi til að ráðist sé í úrbætur af þessu tagi. Íbúar í Helgafellshverfi safna 1.238 undirskriftum Krefjast að undir- göng verði gerð und- ir Vesturlandsveginn Morgunblaðið/Kristinn Frá fundinum í gærkvöld þar sem íbúar stilltu saman strengi sína og söfn- uðu saman undirskriftalistum varðandi kröfu þeirra um undirgöng undir Vesturlandsveginn við Ásland. Alls söfnuðust 1.238 undirskriftir. Mosfellsbær FORMLEG opnun Baugshlíðar í Mosfellsbæ fór fram í gær þegar Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæj- arstjóri, og Stefán Friðfinnsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, klipptu á borða við götuna. Með nýju hringtorgi hefur verið opnað fyrir umferð frá Baugshlíð upp á Vesturlandsveg. Í frétt frá bænum segir að um mikla samgöngubót sé að ræða fyrir Mosfellinga en með henni styttist akstursleiðin milli Reykja- víkur annars vegar og vesturbæj- arins eða Höfða-, Hlíða- og Tanga- hverfa hins vegar. Segir að mikið uppbyggingarstarf eigi sér stað í þessum hluta bæjarins en meðal annars byggja Íslenskir aðal- verktakar nú fjölbýlishúsahverfi við Klapparhlíð. Það var Mosfellsbær og Vega- gerðin sem stóðu að framkvæmd- unum en Íslenskir aðalverktakar voru með verkið. Heildarkostnaður við hringtorgið, vegtenginguna og tengingu við Blikastaði er áætl- aður um 180 milljónir króna. Morgunblaðið/Sverrir Klippt á borða við Baugshlíð Mosfellsbær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.