Morgunblaðið - 03.12.2002, Side 23

Morgunblaðið - 03.12.2002, Side 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 23 BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur og félagar halda sína árlegu aðventutónleika undir heitinu Kvöldlokkur á jólaföstu í Kristskirkju í kvöld kl. 20. Komin er yfir 20 ára hefð á þessa tónleika þar sem heyra má blásaraserenöður frá klassíska tímabilinu. Að þessu sinni verða leiknar serenöður eða kvöldlokkur eftir Haydn og Mozart auk tilbrigða við menúett úr óperu Mozarts Don Giovanni eftir samtímamann tónskáldsins, óbóleikarann Joseph Triebensee. Þeir sem koma fram eru: Daði Kolbeinsson og Peter Tompkins, óbó; Einar Jóhannesson og Sigurður I. Snorrason, klarínett; Jósef Ognibene og Þorkell Jóels- son, horn; og Hafsteinn Guðmundsson, Rúnar Vilbergs- son og Brjánn Ingason, fagott. Tónleikarnir taka u.þ.b. eina klukkustund og aðgöngumiðar eru seldir í safn- aðarheimilinu við hlið kirkjunnar á undan tónleikunum. Morgunblaðið/ÞorkellBlásarakvintett Reykjavíkur og félagar leika í Kristskirkju í kvöld kl. 20. Kvöldlokkur á jólaföstu EINIR eftirtektarverðustu tón- leikar á listahátíð í vor voru tón- leikar Sigurðar Flosasonar og Pét- urs Grétarssonar er þeir fluttu verk sitt, Raddir þjóðar, þar sem þeir spunnu nokkuð fastmótað við hljóð- ritanir kvæðasöngs og frásagna fjölda Íslendinga sem varðveittar eru á Stofnun Árna Magnússonar og í Þjóðminjasafni Íslands. Þeir end- urtóku gjörninginn á tónlistarhátíð- inni á Kirkjubæjarklaustri í sumar og er haldið var uppá fimmtíu ára af- mæli Norðurlandaráðs í Helsinki nýverið voru þeir félagar mættir með bæði Dúðadurt og Upp upp mín sál og allt mitt geð. Var því sjón- varpað beint um Norðurlönd og bar af öðru á þeirri samkomu. Á dög- unum héldu þeir félagar tónleika í Tjarnarbíói til að halda upp á útgáfu geisladisks með verkinu. Í hvert sinn er þeir flytja verkið lifnar það að nýju en að sjálfsögðu mynda hljóðritin fastan ramma sem þeir fylgja. Þó er röð hnikað og sólóar lengdir eða styttir, nýjum lagboðum bætt inní eða felldir burtu og mynd- breytist verkið þá í sífellu. Ef ég man rétt þá blés Sigurður Ár vas alda í upphafi Listahátíðartón- leikanna en í Tjarnarbíói var Ég lít í anda liðna tíð upphafsstefið áður en Björg Björnsdóttir frá Lóni í Keldu- hverfi tók að kveða Við skulum ekki hafa hátt, en sá útburðarkafli, með Móðir mín í kví kví í öndvegi, var upphafskafli beggja tónleikanna. Aftur á móti blés Sigurður Kalda- lóns í lok Listahátíðartónleika. Geisladiskurinn er rúmar 46 mínút- ur en tónleikar þeirra félaga taka vel á annan tíma – gefur því augaleið að þar láta þeir gamminn geisa í spuna sem ekki finnst á disknum. Sér í lagi minnist ég mikils rýþmablúsblásturs Sigurðar í tenórsaxófón á Listahátíð í lok kostulegrar spítalafrásagnar Páls Þorgilssonar frá Svínafelli í Öræfum. Kannski var það samkynja blástur og í Bakkusi í Tjarnarbúð og á disknum sem minnir á Charlie Ventura í tríói Gene Krupa og Pétur þá í hlutverki Krupa sjálfs. Diskur þeirra félaga er einhver skemmtilegasti gripur er mér hefur borist í hendur lengi – og ekki er kveðandi íslenskrar alþýðu síðri en leikur þeirra Sigurðar og Péturs. Með fullri virðingu fyrir Sigur Rós og Steinari Andersen held ég að þarna sé komið nær þjóðarkvikunni. Auðvelt hefði verið að klúðra þessari útgáfu en þeir félagar klikka ekki þar. Hvers einasta alþýðumanns er getið og hvað hann flytur og ekki gleyma þeir að þakka Rósu Þor- steinsdóttur hjá Árnastofnun er að- stoðaði þá við valið og hefur tekist einstaklega vel að velja hin fjöl- breytilegustu kvæðalög. Disknum er skipt í ellefu þætti þar sem hin aðskiljanlegustu efni ráða ríkjum. Af þeim þáttum sem ekki hefur verið minnst á verður að nefna Lærakjóa þar sem blandað er saman listilega jafnt sem lystilega hljóðfæraleik þeirra félaga og klám- vísum, réttarsöng og sérstæðri kveðandi Páls Árnasonar að Hurð- arbaki í Flóa: Nú er hann dauður hann Linnet minn í Firðinum. Pétur slær á væminn upphafsskala einsog Hampton í Midnight Sun og Sigurð- ur blúsar á tenórinn við klámvísurn- ar. Svo er Sigurður frábær á sópr- anínósaxinn í Víst ertu Jesú kóngur klár í lokakaflanum þar sem Sigríð- ur Benediktsdóttir á Hvoli í Saurbæ raular. Diskur sem er ekki síðri fyrir unn- endur þjóðlegs fróðleiks en frjáls spuna. Lifandi þjóðararfur DJASS Tónleikar/Geisladiskur Sigurður Flosason sópranínó-, tenór- og barítonsaxófóna, bassaklarinett, pikk- aló- og altflautur og rödd. Pétur Grét- arsson loddaratól, tyrkjatrommur, vatns- held smágjöll, gjallpáku, vatnsfyllta soðnaglagígju, bifhörpu, krótölu, álgjöll, kongatrommur, reiðgjöll, austurlensk vindgjöll, pákur, málmgjöll, dragspil, hljóðgervil, trommur, rafræna hljóðsmölu og rödd. Tjarnarbíó þriðjudagskvöldið 19.11. 2002. Geisladiskur: Ómi Jazz 010 – 2002. RADDIR ÞJÓÐAR Morgunblaðið/Jim Smart Pétur Grétarsson og Sigurður Flosason. Vernharður Linnet NÝLEGA kom út bókin Líf með þunglyndi eftir dr. Robert Buckman og Anne Charlish. Bókin er nú til sölu hjá Geðhjálp, Túngötu 7 og rennur ágóði til félagsins. „Þung- lyndi er einn algengasti sjúkdómur í heimi og talið að einn af hverjum fjórum þjáist af honum á ævinni. Samt hefur hann löngum verið sveip- aður skilningsleysi og fordómum,“ segir í kynningu. Ágóði bókar- sölu til styrktar Geðhjálp JESSICA Kingsley-útgáfan í Lond- on hefur keypt útgáfuréttinn á bók- inni Ráðgjöf í skólum eftir Guðrúnu Helgu Sederholm og kom bókin út á dögunum. Bókin kom út hjá Há- skólaútgáfunni árið 1998 en enska útgáfan er mikið aukin. Bókina þýddi Anna Yates á ensku. Enskur titill er Counselling Young People in School. Bókin er einnig komin út í Bandaríkjunum. Íslenskt fagrit kemur út í Bretlandi ♦ ♦ ♦ Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862 Stærðir 40-52 Kringlunni 8-12 - www.olympia.is - sími 553 3600 Þú velur aðeins það besta næst þér Glæsilegt úrval Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.