Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kom til Straumsvíkur í gær. Lómur kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Sam- söngur kl. 14, stjórn- andi Kári Friðriksson. Jólahlaðborð verður föstud. 6. des. húsið opnað kl. 17.Miða þarf að sækja í síðasta lagi fimmtud. 5. des. Skrán- ing í afgreiðslu. Síðasta verslunarferð fyrir jól á morgun 4. des. farið kl. 10 frá Aflagranda. Skráning í afgreiðslu. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 9.30–10.30 Íslandsbanki á staðnum, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14– 15 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið er opið mánu- og fimmtu- daga. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9 aðstoð við böðun og hárgreiðslu- stofan opin, kl. 10 sam- verustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Aðventu- skemmtunin verður haldin fimmtud. 5. des. kl. 20. Veislustjóri Ólaf- ur H. Jóhannsson, Furugerðiskórinn syng- ur undir stjórn Ing- unnar Guðmundsdóttur, Rannveig Jóhannsdóttir les jólasögu, Signý Sæ- mundsdóttir syngur við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur og jóla- hugvekju flytur sr. Guð- laug Helga Ásgeirs- dóttir. Veitingar. Allir velkomnir. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn, hár- greiðslustofan opin 9– 14. Jólahlaðborð föstud. 6. des. kl. 18.30. Kynslóðir mætast 19. des. á jólaballi. Hljóm- sveit Hjördísar Geirs leikur Jólasveinn kemur og verður á ballinu. Sönghópurinn Dísurnar syngja jólalögin. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Ferð á Nesja- velli 10. des. kl. 12.30 í boði sýslumannsins í Hafnarfirði og lögregl- unnar í Garðabæ. kl. 10.30 upplestur úr nýj- um bókum í Bókasafni Garðabæjar, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13 málun kl. 13.30 tré- skurður. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Handa- vinna, brids og pútt í Hraunseli kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Kaffistofan opnuð kl. 10. Morg- unkaffi, blöðin og matur í hádegi. Þriðjud: Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 sími. 588- 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 13 boccia. All- ar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 14 þriðju- dagsganga og boccia, kl. 16. 15 og kl. 17.15 kín- versk leikfimi. Hand- verksmarkaður verður í Gjábakka fimmtud. 5. des frá kl. 13–16. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, handavinnustofan opin kl. 13–16, leiðbeinandi á staðnum, kl. 17 línu- dans, kl. 19 gömlu dans- arnir. Afmælis- og að- ventufagnaður verður í Gullsmára miðvikud. 4. des. og hefst með dag- skrá kl. 14. Hörður Torfason syngur nokk- ur lög af nýjum geisla- diski sínum. Jólaund- irbúningur í fjarlægum löndum, Anceloca Cantu Davilla frá Mexíkó og Thuy Ngo frá Víetnam. Aðalheiður Magnúsdóttir syngur nokkur lög. Hátíð- arhlaðborð óvænt uppá- koma. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og boccia, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð- ir hársnyrting. Kl. 14.30 þjónusta frá Lyf og heilsu. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9. 15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 13–16 frjáls spila- mennska. Fimmtud. 5. des. verður þjónustu- miðstöðin lokuð frá kl. 13 vegna undirbúnings jólafagnaðar. sem hefst kl. 17, vinsamlega sækið aðgöngumiðana fyrir 3. des. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Vatnsleikfimi í Graf- arvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 14–15 jóga. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 13 handmennt m.a. mosaik, kl. 14 fé- lagsvist. Háteigskirkja eldri borgara á morgun miðvikud. kl. 11 sam- vera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkj- unni, allir velkomnir, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Karlakórinn Kátir karlar, æfingar á þriðjud. kl. 13 í Félags- og þjónustumiðstöðinni Árskógum 4. Söngstjóri Úlrik Ólason. Tekið við pöntunum í söng í s.553 5979 Jón, s.551 8857 Guðjón eða s. 553 2725 Stefán. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. ITC deildin Fífa í Kópa- vogi fundur á morgun miðvikud. kl. 20.15, í Safnaðarheimili Hjalla- kirkju, Álfaheiði 17 Kópavogi. Allir vel- komnir. Uppl. í s. 554 2045. Hallgrímskirkja eldri borgarar, opið hús 4. des. kl. 14. Kvenfélag Langholts- sóknar, jólafundurinn verður í safnaðarheim- ilinu þriðjud. 3. des. og hefst klukkan 20. Veit- ingar og skemmtiatriði verða með aðventu og jól í huga og skipst verður á jólapökkum. Makar, félagar í Safn- aðarfélagi Langholts- kirkju og aðrir gestir velkomnir. Kvenfélagið Hring- urinn. Jólafundurinn verður haldinn í Ársöl- um á Hótel Sögu á morgun miðvikud. 4. des. kl. 19. Köldverður. FAAS félag aðstand- enda Alzheim- erssjúklinga verður með aðventufund í safn- aðarheimili Áskirkju þriðjud. 3. des. kl. 20. Í dag er þriðjudagur, 3. desember, 337. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. (Jóh. 15, 17.) K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI er einn af þeim semfylgst hafa með hinum stórgóðu þáttum um Soprano-fjölskylduna í New Jersey frá upphafi og vill helst ekki missa af þætti. Það reynist hins vegar stundum erfitt sökum þess hve seint þættirnir eru nú á dagskrá. Þeir byrja ekki fyrr en rétt fyrir klukkan ellefu og klukkan er því langt gengin í tólf þegar þeim lýkur. Hvernig stend- ur á því að þessir vinsælu þættir eru sýndir þetta seint? Ber ríkisrekna sjónvarpsstöðin enga virðingu fyrir nætursvefni landsmanna? x x x EITTHVERT vinsælasta um-ræðuefni flestra þjóða er veðrið og er Ísland þar engin undantekning. Hins vegar eru stöðugar umræður um verðlag líklega hvergi jafnalgeng- ar og hér. Líklega er skýringin sú að á fáum stöðum í hinum vestrænum heimi hafa menn jafnríkar ástæður til að kvarta yfir verðlagi og á Íslandi. Þótt það sé kannski að bera í bakkafullan lækinn ætlar Víkverji að kvarta aðeins yfir verðlagningu. Það kemur fyrir að hann leyfi sér þá tilbreytingu að fara út á veitinga- hús og fá sér mat. Oftar en ekki blöskrar honum hins vegar verðið sem finna má á mat- og vínseðlum ís- lenskra veitingahúsa. Síðastliðinn vetur varð mikil hækkun á verði og var hún yfirleitt skýrð með vísun í óhagstæða gengisþróun þótt Víkverji eigi erfitt með að átta sig á því hvað gengi komi verði á til dæmis íslensku lambakjöti við. Fyrir einu til tveimur árum var algengt verð á lambakjöts- réttum á betri veitingahúsum í kring- um þrjú þúsund krónur. Það kom varla fyrir að réttir sæust á seðlum, sem kostuðu meira en fjögur þúsund krónur. Það var helst að dýrustu hreindýrasteikur næðu að komast í þann flokk. Nú virðist það hins vegar vera regla fremur en undantekning að kjötréttir kosti í kringum fjögur þúsund krónur á betri veitingastöð- um þótt Víkverji fái ekki séð að verð á hráefni hafi hækkað jafnmikið í þeim stórmörkuðum þar sem hann kaupir inn að jafnaði. Þetta gerist á sama tíma og mikil niðursveifla hefur verið í þjóðfélaginu og fólk heldur vel um budduna. Eru veitingamenn ekki að skjóta sig í fót- inn með hækkunum sem þessum? Væri ekki nær að reyna að halda verði í botni til að fá fólk inn á veit- ingahúsin? Enn óskiljanlegri er verðlagning á víni. Meginreglan virðist vera sú að hækka verð vínflöskunnar um 300– 400% frá því sem hún kostar í Ríkinu. Hvert er vitið í þessu? Halda veit- ingamenn að fólk átti sig ekki á þessu og hugsi sitt? x x x ÞAÐ SEM Víkverja sýnist vera aðgerast er að matargerð er að færast í stöðugt vaxandi mæli inn á heimilin. Í stað þess að fólk fari út að borða þá býður það fólki í mat. Mat- arklúbbar virðast blómstra sem aldr- ei fyrr og margir hafa náð það mikilli færni í eldhúsinu að matarboðin standast fyllilega samanburð við veislumáltíðir á veitingahúsum. Vík- verji er sannfærður um að hið háa verðlag á veitingahúsum eigi sinn þátt í þessu. Þrátt fyrir að ekkert sé sparað í mat og víni er „reikningur- inn“ mun lægri en á veitingahúsi. Er svigrúmið loksins komið? EF mig minnir rétt hafa skattar á fyrirtæki lækkað verulega á síðustu misser- um. Verulega, skrifa ég, því að lækkun úr 50% í 18% á stuttum tíma tel ég gífur- leg viðbrigði. Svo er það líka veruleg breyting er vextir lækka eins mikið og á þessu ári. Ég er ekki alveg viss um prósentutöluna þar en hún er þó nokkur. Þessi tvö at- riði gera það að verkum að hagur fyrirtækja hefur heldur betur vænkast og má með sanni segja að þarna hafi orðið gjörbylt- ing. Einmitt þessi atriði urðu þess valdandi að at- vinnurekendur voru væl- andi í nær hverjum einasta fréttatíma síðasta áratug- inn og sögðu að háir vextir og skattar væru helsti þröskuldurinn fyrir svig- rúmi til launahækkana. Ég spyr. Er ekki komið nægjanlegt svigrúm til launahækkana nú eða á að fara að væla í fleiri ár út af einhverri annarri forsendu sem hefur aldrei verið nefnd áður? En eitt er nú nokkuð ljóst og það er sú staðreynd að atvinnurek- endur hækka ekki laun af sjálfsdáðum. Því segi ég, vakna nú verkalýður, nú er lag. Í þessu samhengi kýs ég að nefna ekki verkalýðsfor- ystuna því það er rang- nefni og heyrir sögunni til fyrir löngu. Tökum höndum saman, verkalýður, tækifæri okk- ar bíður. Verkamaður. Hún er sú besta SÚ rödd var svo fögur svo hugljúf og hrein. Þessa rödd á Elín Hirst. Eins og kennitalan mín ber með sér er ég nokkuð roskinn, sem kallað er. Löngu hættur að vinna en ver tímanum í lestur og hlustun á útvarpi og sjón- varpi. Ég reyni að fylgjast með því sem er að gerast í veröldinni og til þess að svo megi verða elti ég allar fréttir, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Því miður er heyrnin farin að gefa sig enda nota ég heyrnartæki. Bið ég ráðamenn í sjón- varpinu að láta Elínu Hirst sem oftast lesa frétt- irnar, þá nýt ég þeirra best. Kt: 160205-4589. SDS-smyrslið ÉG vil byrja á því að þakka þessu indæla fólki fyrir góð meðmæli á SDS- smyrslinu sem ég fram- leiði. Ég er því innilega sammála um að varan er ekkert auglýst en ég mun bæta úr því á næstunni með auglýsingu í Morgun- blaðinu. Athygli skal vakin á því að ekki stendur allt utan á SDS-smyrsltúpunni sem smyrslið hefur reynst vel fyrir en ég mun reyna að bæta úr því á næstunni með því að setja límmiða á túpurnar. Með kærri kveðju og þökk. SDS-smyrsl, Esjumel 7, R. Sigríður Einarsdóttir. Sammála Öldu ÉG get ekki orða bundist og tek undir með Öldu Karlsdóttur sem skrifaði í Velvakanda 29. nóv. um sóðaskap í Víkurskálanum í Vík í Mýrdal. Ég ferðast mikið út á land og það er sérstaklega sóðalegt í Vík- urskálanum miðað við aðra staði við þjóðveginn úti á landi. Ég t.d. veigra mér við að stoppa þarna og stoppa frekar á Klaustri en þar er bæði þrifalegra og betri þjónusta. Það er með ólíkindum að þetta þurfi að vera svona í Vík eins og umferðin er mikil á þessum stað. Steinvör Þorleifsdóttir. Tapað/fundið Eyrnalokkur týndist Hvítagullseyrnalokkur tapaðist við Sörlaskjól fyr- ir rúmri viku. Lokkurinn er með bláum safírsteini í miðjunni og demöntum í kring. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 551 3192. Hjólkoppur týndist STÓR (42 cm) sléttur silf- urlitaður hjólkoppur tap- aðist á Reykjavíkur-Hafn- arfjarðarsvæði. Fimm litlir hringir eru í miðju koppsins. Skilvís finnandi er beðinn að hringja í síma 698 8277. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is MÉR finnst mjög skrýtið hvað fólk er alltaf með mikið stress fyrir jólin! Jólin eru hátíð ljóss og friðar! Burt með allt þetta endalausa stress og vesen! Þó að eitthvað bjáti á, þá finnst mér al- gjör óþarfi að gera eitt- hvert mál úr því! Sumt fullorðið fólk verður bara að læra að slaka á svona stundum. Pæliði í okkur unglingunum! Við förum í öll prófin rétt eftir jól en við reynum samt alveg að slaka á og njóta jólanna! Hafið það öll frábært um jólin og njótið þess að vera til. Gleðileg jól! Nemandi í 9. bekk. Stress um jólin LÁRÉTT: 1 efnilegur maður, 8 pyngju, 9 hillingar, 10 verkfæri, 11 mál, 13 eld- stæði, 15 sorgar, 18 hand- leggjum, 21 hreysi, 22 girnd, 23 eyddur, 24 borginmennska. LÓÐRÉTT: 2 gömul, 3 tudda, 4 kirtla, 5 nef, 6 ábætir, 7 heyið, 12 tannstæði, 14 kyrr, 15 kjöt, 16 róta, 17 húð, 18 duglegur, 19 átt við, 20 túla. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 orsök, 4 bitur, 7 makar, 8 ólman, 9 tær, 11 rösk, 13 gata, 14 ásinn, 15 tómt, 17 álma, 20 agn, 22 góð- ur, 23 angan, 24 urrar, 25 niður. Lóðrétt: 1 ormur, 2 sekks, 3 kort, 4 bjór, 5 temja, 6 renna, 10 æfing, 12 kát, 13 Gná, 15 tuggu, 16 móður, 18 logið, 19 asnar, 20 arar, 21 nafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.