Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGSTOFA Íslands leiðrétti í gær yfirlit um hag fiskveiða á árinu 2001 sem birt var í síðustu viku. Sam- kvæmt leiðréttum útreikningum nam hreinn hagnaður veiða og vinnslu um 22,5 milljörðum króna, reiknað eftir ársgreiðsluaðferð og 6% ávöxtun stofnfjár. Þar af nam hreinn hagn- aður fiskveiða um 9,1 milljarði króna sem er um 12% af tekjum. Í yfirlitinu sem birtist á föstudag fyrir viku vant- aði um 2,8 milljarða króna í launalið fiskiskipaflotans, undir liðnum önnur laun. Að sögn Gyðu Þórðardóttur, hjá Hagstofu Íslands, er liðurinn önnur laun notaður til að stemma af launaliði í útreikningum Hagstofunn- ar, enda sé þessi liður nokkuð misjafn eftir útgerðarflokkum og kjarasamn- ingum. Leiðréttingin veldur mestri breytingu á launalið báta undir 10 tonnum, breytist úr 498 milljónum króna í 1.354 milljónir króna. Það veldur því að hreinn hagnaður smá- báta sem hlutfall af tekjum breytist úr 23,5% í 13,2%. Samkvæmt leið- réttu yfirliti kemur fram að hreinn hagnaður sem hlutfall af tekjum er mestur hjá frystitogurum eða 17,4% af tekjum en tekjur fyrstitogara námu alls um 23,7 milljörðum á síð- asta ári. Hlutfall hagnaðar af tekjum var lægst hjá ísfisktogurum, 2,7%. Ómarktækur samanburður Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir saman- burð Hagstofunnar milli útgerðar- flokka ekki marktækan. Það sé ómarkvisst af stilla þessum tölum upp hlið við hlið án nánari skýringa, enda sé þá auðvelt að draga af þeim rangar ályktanir þar sem réttar for- sendur fyrir samanburði milli út- gerðarflokka vanti. Sem dæmi nefnir Friðrik að smábátar veiði fyrst og fremst þorsk og afkoman í þorskveið- unum sé yfirleitt best. „Frá því að aflamarkskerfið var tekið upp hafa um 26% af veiðiheimildum afla- marksskipa í þorski yfir 10 tonnum verið flutt á báta undir þeirri stærð. Þannig hefur samkeppnisstaðan ver- ið skekkt umtalsvert. Á síðasta ári var þorskafli aflamarksskipa skertur verulega meðan svokallaðir sóknar- marksbátar veiddu um 6,5 sinnum meira en þeim var ætlað. Það sjá allir að ef aflamarksskipin myndu veiða meira en sex sinnum meira af þorski en það sem þeim er ætlað að veiða þá væri afkoman allt önnur,“ segir Frið- rik. Hann bætir því að afkoma í rækju- veiðum, bæði ísfisk- og frystitogara, hafi verið afar slök vegna gríðarlegr- ar verðlækkunar á rækjuafurðum. Engu að síður séu rækjuveiðar þess- ara skipa ekki sundurgreindar frá bolfiskveiðum þeirra og skekkja því allan samaburð. „Fleiri dæmi mætti nefna, en við blasir að þessi saman- burður er alsendis ómarktækur,“ segir Friðrik. „Bókhaldsleg leikfimi“ Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, segir þessa leiðréttingu Hagstofunnar ekki breyta því að smábátar skili mestum hagnaði allra útgerðar- flokka. „Þessi nýjasta útgáfa Hag- stofunnar staðfestir að smábátaflot- inn er með mestan hagnað allra útgerðarflokka. Að auki er þetta frá- bær staðfesting á því að í einyrkjaút- gerðinni felast tækifærin til að nýta auðlind þjóðarinnar með umhverfis- mál, orkunotkun og atvinnusköpun að leiðarljósi, án þess að fórna kröf- unni um góðan hagnað. Það er svo annað mál að meðbókhaldslegri leik- fimi undir nafninu árgreiðsla 6% breytist röð útgerðarflokkanna. Og ef ég þekki þá rétt, forsvarsmenn stórútgerðarinnar munu þeir fálma í þetta hálmstrá, en það slitnar í hönd- um þeirra. Þessa skilgreiningu á hagnaði er hvergi að finna í ársreikn- ingum sjávarútvegsfyrirtækja og at- vinnumenn í fjármálaheiminum sem ég hafði samband við könnuðust ekki við þessa aðferðafræði. Forsvars- menn stórútgerðarinnar sitja uppi með þessar staðreyndir eftir allt hag- ræðinga- og sameiningabröltið sem oftar en ekki hefur haft í för með sér rándýrar aukaverkanir fyrir aðra en þá sjálfa. Ósk mín er sú að nú fari af stað al- vöru úttekt á þessum málaflokki þar sem til dæmis verði rannsakað hver aðstaða einyrkjanna er gagnvart skattakerfi, fjármálamarkaði og öðr- um þeim þáttum sem skipta sköpum í fyrirtækjarekstri og þetta borið sam- an við aðstöðu stórfyrirtækjanna,“ segir Arthur. Hagstofa Íslands leiðréttir yfirlit um hag fiskveiða árið 2001, sem birt var í síðustu viku Frystitogarar skila mestum hagnaði                          !"#   $    % & $'  ( ( )( )( )( *+,( ( -+,( ,+,( !+,( .+,( !"( "( /( 0+,( )+,( !-( !( /+,( -+,( -+,( )-( ( #( 1+,( 1( 0+,( !!+,( !$( -+,( !+,( 0+,( !.+,( "%( "&( !0( !)+,( 0( !2+,( "#( !1( !,( !-( !2+,(  LANGSTÆRSTA fyrirtæki í veið- um og vinnslu á uppsjávarfiski gæti verið í burðarliðnum með hugsan- legri sameiningu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og SR-mjöls. Tilkynnt hefur verið um viðræður um samein- ingu félaganna og á niðurstaða að liggja fyrir innan tveggja vikna. Sameiginleg velta félaganna á þessu ári er um 11 milljarðar króna og hagnaður um 1,6 milljarðar. Miðað við úthlutun loðnuveiði- heimilda upp á 900.000 tonn yrðu samanlagaðar heimildir Síldar- vinnslunnar og SR-mjöls og dóttur- og hlutdeildarfélaga þeirra, um 180.000 tonn, eða tæplega 20% heildarinnar. Auk þess eru aðrar heimildir til veiða á uppsjávarfiski nálægt 120.000 tonn, mest kolmunni. SR-mjöl á 5 fiskimjölsverksmiðjur og rekur eina til, en einni hefur verið lokað. Síldarvinnslan og dótturfélag- ið Barðsnes eiga tvær verksmiður svo alls eiga félögin 6 verksmiðjur. Auk verksmiðjanna fimm, sem SR-mjöl á hefur fyrirtækið á und- anförnum árum fjárfest mikið í út- gerðarfélögum til að tryggja fyrir- tækinu hráefni. SR-mjöl á 100% hlut í útgerðarfélaginu Valtý Þorsteins- syni ehf. á Akureyri sem gerir út Þórð Jónasson EA, 53% hlut í út- gerð Guðmundar Ólafs ÓF, 50% hlut í útgerð Ásgríms Halldórssonar SF, 45% hlut í útgerð Hugins VE, 38% hlut í útgerð Bjarna Ólafssonar AK og 37% hlut í Langanesi hf. sem m.a. gerir út Björgu Jónsdóttur ÞH. Þessi skip eru með 11% loðnu- kvótans, 20% kolmunnakvótans, 13% af norsk-íslenzku síldinni og ríf- lega 5,5% af síld við Ísland. Síld- arvinnslan og dótturfélagið Barðs- nes ráða yfir ríflega 9% loðnu- kvótans, um 10% af síldarkvótanum við landið, 15% kolmunnakvótans og eru með um 9% aflaheimilda í norsk- íslenzku síldinni. Ljóst er að sameinað fyrirtæki, ef af verður, verður langstærst á sviði veiða og vinnslu á uppsjávarfiski. Náin tengsl við Samherja Þegar litið er á náin tengsl Sam- herja og Síldarvinnslunnar verður dæmið enn stærra. Saman eiga Samherji og SVN um 43% í SR- mjöli en aðrir stórir hluthafar eru ÚA með 9,7%, Sjóvá-Almennar með 9,4% og Rauðavík með 5,6%. Sam- herji á svo 20,8% í Síldarvinnslunni, Snæfugl er með 18,8%, en þar á Samherji ríflega helmingshlut, Ís- landsbanki á 18,1% og Samvinnu- félag útgerðarmanna 17%. Ef afla- heimildir Samherja og hlut- deildarfélagsins Hraðfrystistöðvar Þórshafnar í uppsjávarfiski eru lagðar við heimildir hinna tveggja fyrirtækjanna verður dæmið mun stærra. Samherji er þá með um 15% loðnukvótans, 16,6% í Íslandssíld- inni, um 16% af norsk-íslenzku síld- inni og 9% kolmunnakvótans. Sam- an ráða þessi félög, Samherji, Síldarvinnslan og SR mjöl, því yfir um 35% loðnukvótans, 43,6% kol- munnakvótans, 36,4% í norsk-ís- lenzku síldinni og 33,3% í Íslands- síldinni. Í tonnum talið gætu heimildir félaganna þriggja í loðnu numið um 310.000 tonnum, nálægt 120.000 tonnum af kolmunna, um 36.000 tonnum af síld við Ísland og um 47.000 tonnum af norsk-íslenzku síldinni. Í allt í kringum 500.000 tonn af uppsjávarfiski sem er nálægt þriðjungi heildaraflans. Saman eiga fyrirtækin svo 10 fiskimjölsverk- smiðjur eða helming verksmiðja landsins. Velta Samerja á þessu ári gæti orðið um 12 milljarðar króna og hagnaður nálægt 2,5 milljörðum. Sameinað fyrirtæki með samtals 11 milljarða í veltu Formlegar við- ræður um samein- ingu Síldarvinnsl- unnar og SR-mjöls Fiskimjölsverksmiðja SR-mjöls á Seyðisfirði. Fækkun verksmiðja mun lík- lega fylgja í kjölfar sameiningar SR-mjöls og Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað, verði hún að veruleika. „ÞAÐ liggja ekki fyrir ákvarðanir um sameiningu, heldur viðræður um hugsanlega sameiningu. Við stefnum hins veg- ar að því að ljúka þeim á stuttum tíma. Við erum að skoða þetta vegna þess að við sjáum fram á að með sameinuðu fyrirtæki væri orðið til mjög öfl- ugt fyrirtæki landsins í veiðum og vinnslu á upp- sjávarfiski,“ segir Finnbogi Jóns- son, formaður stjórnar SR-mjöls. „Í því felast einnig miklir mögu- leikar til hagræðingar. Við teljum líka að sameinað félag væri mjög áhugavert fyrir hluthafa en við- skipti á markaði með bréf í þessum félögum hafa ekki verið mikil. Við teljum sameinað félag til dæmis geta orðið áhugaverðan kost fyrir lífeyrissjóði og aðra fjárfesta.“ Er ljóst hve samlegðaráhrifin verða? „Þessar viðræður eru aðeins að hefjast svo við höfum ekki farið í að reikna út hugsanleg samlegðaráhrif af sameiningu. Ég vil heldur ekki tjá mig um það á þessu stigi hvar komið gæti til frekari lokunar verk- smiðja, umfram það sem þegar hef- ur verið ákveðið á Reyðarfirði,“ segir Finnbogi Jónsson. Áhugaverður kostur Finnbogi Jónsson EFTIRFARANDI pistil er að finna á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað, en hann ritar Kristinn V. Jóhannsson, formaður stjórnar fé- lagsins. „Fiskimjöls- og lýsisframleiðsla er mjög fjárfrekur iðnaður og hér- lendis hefur verið fjárfest meira í þessari grein en nokkurri annarri í íslenskum sjávarútvegi síðasta ára- tuginn eða svo. Nú er starfandi á Ís- landi 21 fiskimjölsverksmiðja, flest- ar nýjar eða endurbættar og með afkastagetu upp á 1.000 tonn eða meira á sólarhring. Það þýðir að ár- safkastageta þeirra er milli 6 og 7 milljónir tonna á ári, en þær vinna úr um það bil einni og hálfri milljón tonna, sem þýðir að meðalnýtingin er innan við 25 prósent. Það er að sjálfsögðu óviðunandi til lengdar. Til samanburðar má nefna að í Noregi eru nú 11 verksmiðjur, sem tóku á móti svipuðu magni og í Dan- mörku, 4 verksmiðjur sem einnig tóku á móti um 1,5 milljónum tonna. Í báðum þessum löndum hefur farið fram gagnger endurskipulagning í þessari grein og verksmiðjum fækk- að um meira en helming á nokkrum undanförnum árum. Í Færeyjum er aðeins ein verksmiðja og tók hún á móti ríflega 200 þúsund tonnum og var nýting hennar um 43% af há- marksafköstum. Það sem er sér- stakt við þá verksmiðju er að fiski- mjölið og lýsið sem hún framleiðir fer að langstærstum hluta í fóður fyrir eldislax í Færeyjum. Það er að mínu mati ekki vafi á að sams konar þró- un og end- urskipulagning muni eiga sér stað hér á landi. Síauknar kröfur í umhverfis- málum, gæða- kröfur af hálfu kaupenda og mikill kostnaður við endurnýjun tækjabúnaðar kalla á það. Síldarvinnslan er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og við vilj- um vera leiðandi í þeirri þróun, sem óhjákvæmilega mun verða á allra næstu árum. Einhverjar verk- smiðjur verða lagðar niður eða leggjast niður af sjálfu sér þar sem þær geta ekki staðið undir þessum auknu kröfum, en aðrar munu stækka og verða enn fullkomnari. Það er þessi framtíðarsýn, sem réð því að Síldarvinnslan keypti fyrr í sumar 29,5% hlutafjár í SR- mjöli fyrir um 1.800 milljónir króna. Samherji, sem er stærsti einstaki eigandinn í Síldarvinnslunni, hefur svo eignast 14% í SR-mjöli, en sam- tals eiga þessi þrjú fyrirtæki 10 verksmiðjur á svæðinu frá Siglu- firði austur og suður um til Helgu- víkur. Framundan er því tími end- urskipulagningar og hagræðingar í fiskimjölsiðnaðinum og þegar upp er staðið verður það tvímælalaust til hagsbóta fyrir alla aðila.“ Endurskipulagning og hagræðing framundan Kristinn V. Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.