Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 35 ÞAÐ er enginn hversdagssvipur á tón-leikum þeirra Kristínar R. Sigurð-ardóttur og Huldu Guðrúnar Geirs- dóttur sópransöngkvenna og Antoniu Hevesi píanóleikara í Grensáskirkju í kvöld kl. 20. Í fyrsta lagi er óvenjulegt að heyra tvo sóprana syngja dúetta á tónleikum og í öðru lagi er efn- isskráin sérstök: bel canto tónlist allt frá barokktímanum til Rossinis. Kristín segir að tónlistin sem þær syngja sé öll í bel canto-stílnum sem þróaðist úr ítölsku óperunni allt frá árdögum hennar á sautjándu öld en verkin spanna tímabilið frá um 1650 til 1850. „Þetta er rosalega skemmtileg tónlist og lífleg. Hún passar líka vel þegar jólin nálgast. Við syngjum meðal annars bæði aríur og dúetta úr Stabat mater eftir Rossini en það er mjög há- tíðleg tónlist og falleg. Maður fær að leika sér í þessari tónlist. Hún var samin fyrir geldinga og þeir voru að trilla og gera alls konar kúnstir og flúr með röddinni og fyrir sópran er gaman að takast á við það.“ Þær Kristín og Hulda Guðrún kynntust í Pólýfónkórnum hjá Ingólfi Guðbrandssyni þeg- ar þær voru báðar kornungar. „Ég var fimmtán ára og Hulda Guðrún aðeins eldri. Við vorum álfameyjarnar hans Ingólfs. Fyrsta árið mitt í kórnum var einmitt verið að æfa Stabat mater og það var ógleymanleg upplifun. Við urðum báðar svo ástfangnar af verkinu að þegar við byrjuðum að æfa fyrir þessa tónleika ákváðum við strax að hafa með atriði úr þessu verki. Þetta er draumamúsík.“ Hulda Guðrún tekur undir orð Kristínar að þessi tónlist sé sérstaklega söngvæn. „Nú eru aðventutónleikar úti um allt og fólk að syngja hefðbundna jólatónlist. Þetta prógramm er hins vegar eitthvað ferskt og nýtt – eitthvað sem okkur fannst vanta í tónleikaflóruna hér. Dúett- arnir eru dásamlegir og við erum vissar um að þetta sé frumflutningur á flestum þeirra hér á landi.“ Hulda Guðrún segir ástæðuna fyrir því hve þessi tónlist heyrist sjaldan á tónleikum sé hve erfið hún er fyrir söngvarann og geri miklar kröfur til hans, þótt hún hljómi létt og skemmti- leg í eyrum hlustandans. „Maður þarf að ráða yfir mikilli raddtækni og fyrir okkur var það talsverð ögrun.“ Í Pólýfónkórnum söng Hulda Guðrún í öðrum sópran en Kristín í fyrsta, og þannig syngja þær enn í dag – Hulda Guðrún er í neðri rödd en Kristín á toppnum. „Ég er vön að syngja fyrsta sópran alls staðar annars stað- ar,“ segir Hulda Guðrún, „og þetta er því svolít- ið erfitt fyrir mig, en ofboðslega gaman.“ Eftir tónleikana taka jólaannir við hjá söng- konunum og báðar syngja þær talsvert við messur og á tónleikum á aðventunni. Eftir ára- mót ætla þær hins vegar út á land með þetta prógramm, og eru ákveðnar í að koma alla vega við á Siglufirði en þar starfaði píanóleikarinn þeirra, Antonia Hevesi, um árabil. Það er ekki mikið til af tónlist fyrir tvo sóprana og Hulda Guðrún segir að þær hafi allar klær úti til að verða sér úti um nótur af því sem til er. „Við notum líka tækifærið þegar við förum til út- landa. Meðan aðrir fara í fatabúðir förum við í nótnabúðir og grömsum alveg gegndarlaust.“ Morgunblaðið/Þorkell Antonia Hevesi, Kristín R. Sigurðardóttir og Hulda Guðrún Geirsdóttir. „Þetta er draumamúsík“ Í GALLERÍI Sævars Karls verður opnuð sýning kl. 17 í dag en það er hópur lista- og fræðimanna úr ýmsum áttum sem sýnir afrakstur tveggja ára samvinnuverkefnis um eldfjallið Heklu. Þetta er vikulöng sýning sem hefur yfirskriftina Samruni – Sköpun heildar. Sýn- ingin er tileinkuð ári fjallsins. Blandaður hópur listamanna, fræðimanna og arkitekta hefur í tvö ár unnið saman að verki sem tileinkað er eldfjallinu Heklu og er sýningin smá innsýn í þá vinnu sem átt hefur sér stað á þessum tíma. Hlédís Sveinsdóttir arkitekt, sem er í forsvari fyrir sýninguna, segir að verkið sé safn og sýning þar sem fræðsla, myndlist, arkítektúr, kvikmyndagerðarlist, ljósmyndun og tónlist renni saman í eina heild. Á morgun kl. 14.30 verður frum- sýnd heimildarmynd um Heklu eft- ir Valdemar Leifsson kvikmynda- gerðarmann. Vignir Jóhannsson myndlistarmaður mun flytja sam- runaverk myndlistar og tónlistar tileinkað Heklugosi. Hekluhof verður sýnt af EON arkítektum, Hlédísi Sveinsdóttur og Gunnari Bergmann. Þau munu einnig halda fyrirlestur í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi, 12. desember. „Vinnsla allra þátta verksins er mjög samofin upplifun af Heklu og eldfjallastöðvum,“ segir Hlédís. „Þannig verður upplifunin „focal point“ listamannsins, sem túlkar náttúruna í myndlist og skúlptúr- um, tónlistarmaðurinn túlkar hljóð náttúrunnar og skáldið semur óð til eldgossins. Allir þessir þættir koma saman við sköpun og arkí- tektúr byggingarinnar.“ „Sýningin er einstök að því leyti að þar sýna aðilar úr ólíkum list- og fræði- greinum saman verk, sem mótast af þessu einstaka náttúruundri sem Hekla er. Ekki er einungis um að ræða samrunaverkefni list- og fræði- greina heldur einnig samruna hins manngerða og náttúrunnar. Einnig er þetta eina sýningin á ári fjalls- ins, sem tileinkað er þessu þema, í landi okkar, landi fjallana.“ Við opnun í dag mun Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari flytja tónverk og Ari Trausti Guðmunds- son jarðeðlisfræðingur og rithöf- undur flytur eigið efni sem hann tileinkar Heklu. Morgunblaðið/Golli Hér má sjá nýtt hraun renna niður hlíðar hinnar mikilúðlegu Heklu en sýning henni tileinkuð verður opnuð í dag. Til heiðurs Heklu VIOLA da gamba félagið er ný- stofnað félag og er ætlað þeim sem hafa áhuga á hljóðfærinu og tónlist fyrir gömbur, jafnt leikmönnum sem lærðum. Viola da gamba félag- ið heldur sína fyrstu tónleika í lista- safni Ásmundar Sveinssonar í Sig- túni í hádeginu á morgun, laugar- dag, kl. 12:30. Á tónleikunum leikur Sigurður Halldórsson á sópran- gömbu, Hildigunnur Halldórsdóttir á tenorgömbu, Ólöf Sesselja Ósk- ardóttir á bassagömbu og Snorri Örn Snorrason á lútu tónlist frá endurreisnartímanum auk verks eftir núlifandi tónskáld, Arvo Pärt. Íslenska Viola da gamba félagið er aðili að norrænum félagsskap gömbuleikara og eru samsvarandi félög starfandi í mörgum löndum. Viola da gamba er strengjahljóð- færi (með fimm, sex eða sjö strengjum), strokið með boga og var mjög vinsælt á endurreisnar- og barokktímanum í Evrópu. Á endurreisnartímanum þróaðist sú list að semja tónlist fyrir litla hópa af gömbum eða öðrum hljóðfærum, svokallaða consort-músík þar sem allar raddir voru jafn þýðingarmikl- ar og blómstraði hvað mest í Eng- landi. Leikið var á mismunandi stærðir af viola da gamba, þ. e. sóprangömbur (discant, treble), tenórgömbur og bassagömbur, al- veg frá tveggja manna samspili upp í sex-átta manna hópa. Ríkulegur sjóður af þessari tónlist fyrirfinnst og er aðgengilegur fyrir okkur í dag. Morgunblaðið/Jim Smart Þau leika á fyrstu tónleikum Viola de gamba-félagsins í Ásmundarsafni í hádeginu á morgun: Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Hildigunnur Halldórs- dóttir, Snorri Örn Snorrason og Sigurður Halldórsson. Nýtt gömbufélag á hádegistónleikum í Ásmundarsafni Eitt litið ævintýr lystugt af þremur riddurum – Klám- saga og fjögur önnur misjafnlega siðlát ævintýri frá sautjándu öld. Hér birtast í fyrsta skipti á prenti fimm æv- intýri sem voru skrifuð og líklega þýdd af Jóni Eggertssyni (um 1643–1689) frá Ökrum á meðan hann sat í skulda- fangelsi í Kaupmannahöfn veturinn 1686–87. Tvö þeirra teljast til eró- tískra bókmennta en þar segir af kvensemi þriggja riddara og ævintýr- um smíðasveina. Tvær sagnanna eru hefðbundin ævintýri og fjalla um unga menn sem eignast konungsríki og kóngsdóttur með hugviti sínu. Loks segir frá forboðnum ástum munks og abbadísar. Ævintýrin eru í handriti í Konunglega bókasafninu í Stokk- hólmi og hafa ekki áður komist á prent. Einar G. Pétursson handritafræð- ingur við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi bjó til prentunar og ritar inn- gang. Útgefandi er Einar G. Pétursson og Söguspekingastifti. Háskólaútgáfan dreifir. Bókin er 66 bls. Verð: 2.190 kr. Forn ævintýri Hinn frægi drengjakór Norska ríkisútvarpsins, Sølvguttene – Silfurdrengirnir, heldur tónleika í Hallgrímskirkju kl. 20.00 sunnudaginn 8. desember Á efnisskránni eru m.a. Kyrie – Sanctus (G.P. Palestrina), Liten kormesse (Kjell Mørk Karlsen), Cry out (Knut Nystedt), Die Himmel erzählen (H. Schütz), Halelújakórinn (G. F. Händel) og norsk jólalög (úts. Per Steenberg). Stjórnendur: Torstein Grythe og Tore Erik Mohn. Organisti: Tore Erik Moen Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar um kórinn og sögu hans er að finna á heimasíðu Norska sendiráðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.