Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ armanna og borgarstarfsmönn- um. Þeim hefur tekist að negla allt niður með plönkum og fergja þannig að þakið á að halda. Hér hafa orðið verulegar skemmdir, töluvert tjón. Það verður metið strax í fyrramálið [í dag] en það er ljóst að skipta verður um allt járn á þakinu og pappa einnig.“ Íbúar í húsum vestan og norðan við laugina voru beðnir að halda sig frá gluggum áveðurs svo þá sakaði ekki ef plötur hefðu fokið af laugarhúsinu. Lögreglan stóð vörð við Hofsvallagötu í versta veðrinu og beindi umferð frá lauginni. Margir foreldrar kusu að sækja börnin sín í skólann í gær enda rokið einna mest um hádegisbilið. Í Rimaskóla var öllum börnum sem ekki voru sótt ekið heim í skólabíl, að sögn Helga Árnason- HÁVAÐAROK og rigning var um vestanvert landið í gærdag og voru björgunarsveitir af höf- uðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og Snæfellsnesi að störfum eða í viðbragðsstöðu fram eftir degi vegna veðursins. Þá voru starfsmenn á vegum sveitarfélaga og lögreglan einnig í viðbragðsstöðu vegna veðursins. Á höfuðborgarsvæðinu unnu 33 björgunarsveitarmenn í 6 hópum að ýmsum verkefnum þar til veðri tók að slota síðdegis. Þurftu þeir m.a. að fergja þakplötur, festa þakkanta, gera við glugga þar sem rúður brotnuðu, hefta fok á vinnuskúrum, reyna að hemja grásleppuskúra niðri við Ægisíðu og koma böndum á nokkra rusla- gáma. Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var kallað út nokkrum sinn- um vegna vatnselgs. Á nokkrum stöðum hafði vatn flætt inn í íbúð- ir en síðdegis hafði ekki frést af stórtjónum af þeim sökum. Á hádegi í gær var vindhraðinn suðaustan 20–25 metrar á sek- úndu og talsverð rigning víða suð- vestan- og vestanlands, en hægari vindur í öðrum landshlutum. Lægja tók seinni partinn. Lög- reglan í Reykjavík sagði síðdegis í gær að veðrið hefði sem betur fer ekki valdið jafnmiklu tjóni og bú- ast hefði mátt við. Vegi undir Akrafjalli lokað Bundið slitlag flettist af Snæ- fellsnesvegi milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur annars vegar og Grundarfjarðar og Stykkishólms hins vegar í rokinu í gærdag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru aðrar skemmdir af völdum veðursins minniháttar en fólk var beðið um að vera sem minnst á ferli þar til veðrinu slotaði. Mikill vindur var undir Hafn- arfjalli og um hádegi fauk flutn- ingavagn á hliðina á veginum og skemmdist talsvert. Vesturlands- vegur lokaðist um stundarsakir þar til vagninn var dreginn til hliðar. Lögreglan á Akranesi þurfti að loka veginum norðan við Akra- fjall tímabundið um kl. 14 í gær þar sem járnplötur voru að fjúka úr sorphaugum rétt fyrir innan Æðarodda. Björgunarsveit var lögreglu til aðstoðar við að hemja plöturnar sem fuku af gömlum húsum sem þarna eru. Engin slys urðu á fólki eða alvarlegar skemmdir vegna þessa. Miklar skemmdir á þaki laug- arhúss Vesturbæjarlaugar Vesturbæjarlaug var lokað í gærdag sökum þess að klæðning á þaki laugarhússins losnaði. Björg- unarsveitarmenn og borgarstarfs- menn brugðust skjótt við og var sandpokum staflað á þakið til að hemja plöturnar að sögn Ólafs Gunnarssonar, forstöðumanns Vesturbæjarlaugar við Morg- unblaðið í gær. „Hér hefur orðið mikið tjón, það þarf meðal annars að skipta um allt járn á þakinu. Þetta leit allt mjög illa út um tíma en fór betur en á horfðist. Það ber að þakka það skjótum við- brögðum röskra björgunarsveit- ar skólastjóra. Rokið stóð upp á aðalinngang skólans og því var gripið til þess ráðs að koma skóla- bílnum þannig fyrir að hann skýldi börnunum fyrir mesta rok- inu. Innanlandsflug lá niðri og millilandaflug raskaðist Herjólfi seinkaði um eina og hálfa klukkustund í gær vegna veðursins. Innanlandsflug féll að mestu niður í gærdag. Flugleiðavél með yfir 100 far- þega á leið frá Glasgow gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli á áætl- uðum tíma um kl. 13 í gær vegna veðurs og var snúið aftur til Glas- gow. Sömuleiðis var vél sem var að koma frá Frankfurt snúið til Glasgow. Þær lentu síðan báðar á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Að öðru leyti gekk millilandaflug vel fyrir sig. Stormur á vestanverðu landinu olli truflun á flugsamgöngum og nokkru tjóni á húsum Þakplötur losnuðu og malbik flettist af vegum Morgunblaðið/Kristinn Margir foreldrar sóttu börnin sín í skóla og leikskóla enda var rokið mest eftir hádegi þegar skólum var að ljúka. ATVINNUÞÁTTTAKA eldra fólks er mest hérlendis af öllum ríkjum OECD. Fjallað er um þetta í fréttabréfi Samtaka at- vinnulífsins (SA) og kemur fram að í gögnum OECD sé fólki yfir 55 ára aldur á vinnumarkaði skipt í þrjá aldurshópa og er Ísland í efsta sæti í þeim öllum. 53% atvinnuþátttaka í aldurshópnum 65–69 ára Í aldurshópnum 55–59 ára er atvinnuþátttakan 89% hérlendis, en næst koma Nýja-Sjáland með 87%, Svíþjóð með 82%, Noregur með 78% og Danmörk með 77%. Lægst er talan í Tyrklandi, 36%, og í Lúxemborg, Belgíu og á Ítalíu er hún 39%. Vegið meðaltal OECD ríkjanna er 63%. Í aldurshópnum 60-64 ára er at- vinnuþátttakan langsamlega hæst hérlendis, eða 85%. Næst á eftir koma Svíþjóð, Japan og Kórea með 55%. Lægst er talan í Lúx- emborg, eða 9%. Vegið meðaltal OECD ríkjanna er 39%. Um aldurshópinn 65-69 ára skortir upplýsingar frá fleiri ríkj- um en um hina, en sem fyrr er at- vinnuþátttakan mest á Íslandi, eða 53%. Næst koma Kórea með 43% og Mexíkó með 42%. Lægst er talan í Frakklandi, 3%, og á Spáni, 4%. Vegið meðaltal þeirra OECD ríkja sem gögnin ná yfir er 19%. Lækkandi eftirlaunaaldur víða áhyggjuefni Í umfjöllun SA um þennan sam- anburð segir að í mörgum aðild- arríkjum OECD sé lækkandi eft- irlaunaaldur mikið áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þeirrar þróunar sem eigi sér stað á aldurssamsetn- ingu þjóðanna. Í Danmörku hafi t.d. átt sér stað mikil umræða um eftirlaunakerfið að undanförnu og hafi ýmsir lagt til kerfisbreyting- ar. „Hér á landi er víða mikil eft- irspurn eftir eldra starfsfólki á vinnumarkaði. Gjarnan er haft á orði að eldra starfsfólkið sé áreið- anlegt, samviskusamt og hafi ríka ábyrgðartilfinningu, auk þess að búa að mikilli þekkingu og reynslu. Hérlendis a.m.k. er fólk því í flestum tilfellum vel gjald- gengt á vinnumarkaði mjög langt fram eftir aldri,“ segir í frétta- bréfinu. Atvinnuþátttaka eldra fólks hvergi meiri en hér TVÆR hálfþrítugar konur hafa ver- ið úrskurðaðar í vikulangt gæslu- varðhald vegna rannsóknar á fíkni- efnamáli. Tollgæslan á Kefla- víkurflugvelli handtók aðra konuna við komuna til landsins frá París á mánudag en við leit á henni innan- klæða fannst rúmlega eitt kíló af hassi. Lögreglan í Reykjavík tók við rannsókn málsins og að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns var gerð húsleit í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur sem konan hafði að- gang að. Þar var önnur kona fyrir og var hún einnig handtekin enda fannst á staðnum talsvert af fíkniefn- um, hálft kíló af hassi, 140 grömm af amfetamíni og nokkrar e-töflur. Konurnar eru grunaður um að hafa staðið fyrir fíkniefnasölu en þær hafa ekki áður verið viðriðnar fíkni- efnamál. Tvær í gæslu- varðhald vegna fíkniefnamáls SAMKOMULAG hefur náðst í kjaradeilu lausráðinna hljómlistar- manna hjá Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og ríkisins. Hefur boðuðu verkfalli, sem hefjast átti í dag, verið aflýst. Samkomulagið verður borið undir félagsfund, sem vænt- anlega verður haldinn í dag, að sögn Björns Th. Árnasonar, for- manns Félags íslenskra hljómlist- armanna. Hljóðfæraleikararnir kröfðust þess að Sinfóníuhljómsveitin færi að dómsniðurstöðu Félagsdóms sem kveðinn var upp í júní, og hækki laun þeirra miðað við kjara- samning sem gerður var við fast- ráðna starfsmenn hljómsveitarinn- ar árið 2001. Að sögn Björns felur samkomulagið sem náðist í gær í sér að ríkið fellst á niðurstöðu Fé- lagsdóms eins og hljóðfæraleikar- arnir gerðu kröfu um. „Verkfallinu er aflýst og vonandi eru allir tón- leikagestir kátir með það,“ sagði hann. Verkfalli aflýst Lausráðnir hljóðfæra- leikarar við Sinfóníuna ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.