Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVER eru umhverfisáhrif breyt- inga á grunnvatnsstöðu og vatns- borði við Lagarfljót vegna fyrirhug- aðra framkvæmda við Kárahnjúka- virkjun? Fullyrt er í matsskýrslu að áhrif virkjunar verði hverfandi og nánast engin eftir að sprengdur hef- ur verið um metri af klapparhaftinu við Lagarfoss til að hleypa vatninu hraðar niður eftir. Á skömmum tíma hafa tvisvar orðið umtalsverð flóð í Lagarfljóti, svo mikil að liggur við skemmdum á mannvirkjum. Fullyrt er af hálfu fulltrúa framkvæmdaaðila Kára- hnjúkavirkjunar, í umfjöllun í há- degisfréttum RÚV 3. desember að áhrif virkjunarinnar við skilyrði sem þessi, verði lítil sem engin, jafnvel verði þau til hins betra og geti dreg- ið úr áhrifum náttúrulegra flóða, ef flóðin verða meðan lónin eru ekki full. Ekki er betur að skilja en svo, að besta lausnin þegar flæðir yfir, sé að bæta í meira vatni? Þessi mál- flutningur hlýtur að vekja undrun þeirra sem hlusta. Í ljósi atburðanna verður ekki hjá því komist að velta upp eftirfarandi spurningum: Hver hefðu áhrif flóð- anna orðið ef allt vatn Jökulsár á Dal hefði einnig verið til staðar? Grunn- vatnsborð hærra sem nemur vatns- borðshækkuninni og minna rými í jarðvegi til að geyma úrkomuvatn? Hvernig má það vera að hækkun vatnsborðs Fljótsins um 30–50 cm hafi engin áhrif? Er ekki líklegra að áhrifin verði þveröfug, þ.e. að flóð- hæðin verði meiri þegar allt þetta vatn bætist við og grunnvatnsborð hærra? Við gerð Kárahnjúkavirkjunar er áformað að beina Jökulsá á Dal um jarðgöng yfir í Jökulsá í Fljótsdal og auka þannig vatnsmagn árinnar að meðaltali úr 30–40 m3/sek í um 90 m3/sek eða allt að þrefalda meðal- rennslið. Þannig mun vatnsborð Jökulsár á Fljótsdal við Valþjófs- staðarnes að sumarlagi hækka um allt að 45 cm, í Leginum um allt að 28 cm og neðan Lagarfossvirkjunar um 30–50 cm miðað við núverandi ástand. Tvö- til þreföldun vatns- magns getur eingöngu þýtt að straumhraði aukist sem því nemur eða áin flæði út úr núverandi farvegi og lægstu staðir á fljótsbökkunum fari á kaf. Aukið vatn í ánni veldur einnig hækkaðri grunnvatnsstöðu. Hækk- uð grunnvatnsstaða merkir að áhrif flóða verða meiri þar sem rými til að taka við umframvatni í jarðlögum er miklu minna, þ.e. holrými í jarðvegi eru færri enda jarðrakasvæðið, milli grunnvatns og yfirborðs minna. Samkvæmt mælingum á minnisblaði Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen frá 10.október 2001, gætir áhrifa Jökulsár í Fljótsdal á grunnvatns- borð núna 700–800 metra frá ánni. Í 500 metra fjarlægð gætir enn um helmingsáhrifa og því hækkar grunnvatnsstaða í fleiri hundruð metra fjarlægð frá árbökkum. Hækkun grunnvatnsborðs mun valda breytingum á gróðri og fugla- lífi á lægstu svæðum meðfram bökk- um árinnar þar sem láglendustu svæðin munu blotna og breytast í votlendi, auk tilheyrandi áhrifa á landbúnað. Einnig verður aukin hætta á rofi úr bökkum. Alls er talið að um 9 km² svæði meðfram fljóts- bökkunum verði fyrir áhrifum vegna framkvæmdanna. Í matsskýrslu framkvæmdaaðila eru þessi áhrif talin óveruleg, enda ekki reynt að leggja mat á hver áhrifin verða þeg- ar öllu vatni Jöklu hefur verið bætt við í búskapinn. Þegar framlögð gögn eru skoðuð er ljóst að rannsóknum er ábótavant og áhrif framkvæmdanna virðast vanmetin. Að teknu tilliti til jarð- fræðilegra aðstæðna meðfram Lag- arfljóti má ætla að áhrif 30–50 cm hækkunar vatnsborðs árinnar og grunnvatnsborðs, séu veruleg á gróður og fuglalíf, landbúnaðarland, mannvirki og neysluvatn, að ógleymdum flóðum í haustrigning- um. Í gögnum framkvæmdaaðila Kárahnjúkavirkjunar er hvergi reynt að leggja mat á það hver áhrif virkjunarinnar verða með tilliti til flóða eins og þeirra sem nú hafa orð- ið, nema við kjöraðstæður, þ.e. að vori eða snemmsumars meðan lónin eru að safna vatni og viðbótarrennsli í Lagarfljót því takmarkað. Stór- rigningar eru hins vegar algengast- ar á haustin þegar lónin eru full og mildandi áhrif þeirra því engin. Á komandi haustum má því leiða líkur að því að flóðhæð verði meiri sem nemur breytingum á vatnsborði og grunnvatnsstöðu. Svo er hins að gæta að vatnið sem flýtur yfir í flóð- um eftir framkvæmd, verður kolg- ruggugt Jökluvatn, með tilheyrandi eðju. Áhyggjur þeirra sem búa í ná- grenni við Lagarfljót eru ekki ástæðulausar og ljóst að þörf er á miklu ítarlegri rannsóknum á áhrif- um virkjunarinnar á láglendið við Fljótið. Þau kunna að verða afdrifa- rík. Sú mótvægisaðgerð sem skila mun bestum árangri, með tilliti til fyrirhugðara framkvæmda, er ein- faldlega að afleggja haustrigningar fyrir austan. Allt á floti í framtíðinni? Eftir Ástu Þorleifsdóttur „Áhyggjur þeirra sem búa í ná- grenni við Lagarfljót eru ekki ástæðulausar og ljóst að þörf er á miklu ítarlegri rann- sóknum á áhrifum virkj- unarinnar á láglendið við Fljótið.“ Höfundur er jarðverkfræðingur. FRIÐRIK Sophusson forstjóri og Stefán Pétursson fjármálastjóri Landsvirkjunar (LSV) tileinka sér mjög athyglisverða samningatækni við lokaundirbúning að stærsta orkusölusamningi sem gerður hef- ur verið í Íslandssögunni. Fáeinum vikum fyrir áætlaða undirritun hreykja þeir sér af því að stefna að þeim einstaka árangri að ávaxta eigið fé LSV, sem í Kárahnjúka- virkjun verður lagt um hvorki meira né minna en 14%! (Sbr. grein Stefáns Péturssonar og Kristjáns Gunnarssonar í Mbl. 3. des. sl. „Arðsemi orkusölu til Alcoa Inc.“ og viðtal við Friðrik Soph- usson í Mbl. 28. júlí sl. „Við þurfum að nýta auðlindirnar“). Til samanburðar má benda á að sala orku frá að stórum hluta af- skrifuðum virkjunum, til almenn- ingsveitna og stóriðjufyrirtækja, skilaði á árunum 1995–2001 u.þ.b. 3% arði eigin fjár á ári! Hvað borga álbræðslur á Íslandi? Á sl. ári keypti ÍSAL 2.746 GWst x 1,29 kr/kwst = 3.542 milljónir kr., (gengi 86) og Norðurál keypti 1.140 GWst x 1,03 kr/kwst = 1.174 milljónir kr., eða samtals 3.886 GWst. fyrir 4.716 milljónir kr. Stofn- og rekstrarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar er mikilli óvissu háður. Meginástæðan eru gríðarleg stíflumannvirki, 70 km jarðgöng, lekaþétt að kröfu um- hverfisráðuneytisins, auk 19 ann- arra skilyrða, fokvandamál jökul- leirs úr Hálslóni, sem leitt getur til gífurlegs umhverfistjóns. Áætlað sölumagn orku er 4200 GWst eða uþb. 8% meiri orka en til ofan- skráðra álbræðslufyrirtækja. Þannig má ætla að fyrirhuguð orkusala skili 5–6 milljörðum á ári, eða 5–6 % af áætluðum 100 millj- arða stofnkostnaði mannvirkjanna. Til að ná upp í eðlilegar afskriftir (2,4%), rekstrarkostnað (1,5 %) og fjármagnskostnað (4,1%) er ljóst að amk. 2–3 milljarða á ári (2–3%) vantar til að dæmið gangi upp efnahagslega. Í ofanskráðu dæmi er einungis gerð krafa um 5,5% af- rakstur af eigin fé (30%). Nátt- úrufórnir eru í þessu dæmi einskis metnar. Einnig í engu metinn fjár- magnskostnaður á 4–5 ára fram- kvæmdatíma eða þeirra milljarða sem þegar hefur verið varið til undirbúnings virkjanaáforma á Austurlandi. Framtíðarverð raforku háð álverði Raforkusamningar, sem yfirleitt eru gerðir til 15-20 ára, eru bein- tengdir framtíðarverði á áli. Stefán Pétursson, fjármálstjóri LSV, upp- lýsti á fundi í Valhöll árið 2000, að verð það sem til stæði að semja um við Reyðarál væri við það miðað að meðalverð á áltonninu næstu 15–20 ár yrði USD 1550. Um þær mundir var verðið reyndar á því róli. Hins- vegar hefur verðið sl. tvö ár lengst af verið mun lægra en þá var gert ráð fyrir. Þannig er meðalverð sem af er árinu um USD 1360 og um USD 1450 á sl. ári. Til viðbótar er gengi bandaríkjadals 10% lægra að raungildi en árið 2000. Þannig er álverð á þessu ári (á verðgildi USD árið 2000) rétt rúmlega USD 1200. Margt bendir nú til mun lægra ál- verðs til framtíðar litið, en áður var gert ráð fyrir. Ástæðan m.a. aukin endurvinnsla áls, en einungis 1/20 orku þarf til endurvinnslu í stað frumvinnslu. Arðsemismat Robin Adams Inntak fyrirlestrar Robin Adams, Energy Resources, á upp- lýsingafundi Landsvirkjunar 17. janúar 2000 um arðsemismat virkj- anakosta, var í sem stystu máli að gamlar álbræðslur gætu greitt hærra raforkuverð en nýjar. Ein- ungis í löndum þar sem mikið óvissuástand og spilling ríkti, væri mögulegt að fá raforku á verðinu 10–15 mills (1 mill = 1/1000 USD). Enginn hinna fjölmörgu viðstaddra sá ástæðu til að spyrja hann, hvers vegna Íslendingar seldu einmitt á þessu verðbili og hefði ekki auðn- ast að þoka orkuverði til ál- bræðslna í átt til þess verðs sem gengur og gerist til stóriðjufyrir- tækja í nágrannalöndunum. Stend- ur það ekki forstjóra og fjármála- stjóra nær að upplýsa eigendur LSV um þetta í stað þess að leggja sig eftir að hrakyrða náttúruvernd- arsamtök á Íslandi fyrir það eitt að berjast fyrir verndun íslenskrar náttúru og gegn spilltum öflum sem tilbúin eru að fórna hverju sem er í hamslausri viðleitni sinni til tímabundinnar uppsveiflu efna- hagslífsins? Hver er samningsstaðan? Nefni menn annað land, þar sem æðstu stjórnendur sölufyrirtækis hælast fyrirfram yfir árangri út- boða og fyrirsjáanlegum „bullandi hagnaði“. Hér með er nú ítrekað skorað á Friðrik Sophusson forstjóra LSV að hann leiðrétti fullyrðingar um að Sumitomo Mitsui Banking Corp. (SMBC) hafi staðfest útreikninga LSV um væntanlegan 12–14% arð af eigin fé því sem fest yrði í vænt- anlegri Kárahnjúkavirkjun. Síðast bar Friðrik fyrir sig umsögn SMBC í viðtali við Mbl. 28. júlí sl. Undirritaður skoraði á hann í Mbl. 18. ágúst sl. að birta fyrirvara SMBC í greinargerð bankans dags. 3. sept. 2001 (6 neðstu línur bls. 3). Yfirskrift blaðaviðtals við blaða- fulltrúa LSV, Þorstein Hilmarsson, í Helgarblaði DV 5. október sl. var: „Sannleikurinn er sagna bestur“. Í kjölfar þess var skorað á blaða- fulltrúann að hafa milligöngu um að forstjóri LSV gerði grein fyrir fyrirvörum SMBC. Samningatækni Landsvirkjunar Eftir Svein Aðalsteinsson Höfundur er viðskiptafræðingur. „Stendur það ekki for- stjóra og fjármála- stjóra nær að upplýsa eigendur LSV um þetta í stað þess að leggja sig eftir að hrakyrða náttúru- verndarsamtök ...“ Í HAUST kom nýr árgangur inn í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi. Aðsókin að skólanum hef- ur sjaldan eða aldrei verið jafngóð því um 100 nemendur eru skráðir til náms. Af þeim eru um 50 í reglubundnu námi og um 50 í sér- stöku skógaræktarnámi á Norður- landi og Suðurlandi. Nemendur skólans koma víða af landinu og búa nokkrir á heimavistinni. Með- alaldur nemenda er um 27 ár og eru konur meirihluti nemenda. Flestir nemendurnir eru með fjöl- skyldur og þurfa því að laga sig að breyttum aðstæðum þegar sest er á skólabekk. Nám á sex brautum Skólinn býður upp á sérhæft starfsmenntanám á sex brautum, sem er allt þriggja ára nám með verknámi. Brautirnar eru; skrúð- garðyrkjubraut, garðplöntubraut, ylræktarbraut, umhverfisbraut, skógræktarbraut og blómaskreyt- ingabraut. Fjórar annir eru bók- legar í skólanum og 14 mánaða dagbókaskylt verknám á viður- kenndum verknámsstað. Nú er í fyrsta skipti verið að bjóða upp á nám á skógræktarbraut og blóma- skreytingabrautin hefur verið lengd úr tveimur árum í þrjú ár til samræmis við nám á öðrum braut- um. Fjarnám í fyrsta skipti Nú er í fyrsta skipti hægt að læra garðyrkju í gegnum fjarnám en skólinn býður upp á slíkt nám á fjórum brautum; garðplöntubraut, ylræktarbraut, skógræktarbraut og umhverfisbraut. Námið hefur farið vel af stað og ríkir mikil spenna á meðal nemenda og starfs- manna hvernig til tekst með nám- ið. Fjarnámsnemendur eru undan- þegnir skólasóknarreglum í fyrirlestra og dæmatíma en skulu mæta að lágmarki 80% í allar verklegar æfingar og skoðunar- ferðir. Grænni skógar á Norðurlandi og Suðurlandi Í lok mánaðarins hefja um 30 skógarbændur á Norðurlandi þriggja ára skógræktarnám á veg- um skólans undir yfirskriftinni; „Grænni skógar“. Sambærilegt nám hefur verið í gangi á Suður- landi frá haustinu 2001 þar sem 25 bændur eru skráðir til leiks. Mark- mið fræðslunnar er að gera þátt- takendur betur í stakk búna til að taka virkan þátt í mótun og fram- kvæmd skógræktar og land- græðslu á bújörðum með það að markmiði að auka land- og bú- setugæði, verðgildi og fjölþætt notagildi í eigu og/eða umsjón skógarbænda. Náminu er ætlað að nýtast þeim sem stunda eða hyggj- ast stunda skógrækt og land- græðslu, einkum skógarbændur og þá sem þjónusta landshlutabundin skógræktarverkefni. Námskeiðin eru metin til eininga á framhalds- skólastigi og lýkur með sérstakri viðurkenningu frá Garðyrkjuskól- anum. Samstarfsaðilar verkefnis- ins eru m.a. Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Suðurlands- skógar, Norðurlandsskógar og Fé- lags skógarbænda á Suðurlandi. Öflugt endurmenntunar- og tilraunastarf við skólann Öflugt endurmenntunarstarf fer fram við skólann og lætur nærri að um 1.200 þátttakendur taki þátt í hinum ýmsu endurmenntunarnám- skeiðum skólans á hverju ári. Skól- inn býður upp á góða námsaðstöðu í fögru umhverfi. Gott bókasafn er við skólann og öflug nettenging með ljósleiðara tryggir víðtæka notkun Netsins til upplýsingaöfl- unar og samskipta. Þá er skólinn með fjölmörg rannsóknaverkefni í gangi í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Lögð er áhersla á að nýta rannsóknaniðurstöður í kennslu. Góð aðstaða til tilrauna og rannsókna er við skólann. Eftir Magnús Hlyn Hreiðarsson Nú er í fyrsta skipti hægt að læra garð- yrkju í gegnum fjarnám. Höfundur er endurmenntunarstjóri Garðyrkjuskólans. Um 100 nemendur í fjarnámi í Garðyrkjuskólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.