Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 65 DAGBÓK AFMÆLISHÁTÍÐ Bridsfélags Reykjavíkur lauk á sunnudag með op- inni sveitakeppnni. Tutt- ugu sveitir tóku þátt í mótinu og voru spilaðar 7 umferðir af 8 spila leikum og raðað eftir stöðu (Mon- rad). Subarusveitin vann með miklum yfirburðum, fékk samtals 145 stig, eða tæpt 21 stig að jafnaði úr leik. Í sveit Subaru spila Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörg- ensen og Sverrir Ár- mannsson. Jón og Þorlák- ur unnu tvímenninginn á laugardeginum, svo þetta var sigursæl helgi hjá þeim félögum. Hér er spil með Jóni og Þorláki úr sveitakeppn- inni: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ K106 ♥ D ♦ 743 ♣ÁD7532 Vestur Austur ♠ 83 ♠ Á542 ♥ K1096 ♥ 87 ♦ KG9 ♦ D8652 ♣K864 ♣G10 Suður ♠ DG97 ♥ ÁG5432 ♦ Á10 ♣9 Spilið kom upp í næst síðustu umferð og voru Jón og Þorlákur í NS gegn Sveini R. Þorvaldssyni og Gísla Steingrímssyni: Vestur Norður Austur Suður Sveinn Jón Gísli Þorlákur -- -- Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu ! Pass Pass Pass Stökk Jóns í fjögur hjörtu er frumlegt og vel heppnað. Hann mat stöð- una svo að geim í grandi væri langsótt, en fjögur hjörtu gætu unnist ef makker ætti góðan tromp- lit. Sveinn kom út með spaðaáttu, Þorlákur stakk upp kóng, sem Gísli drap og skipti yfir í tígul. Þor- lákur tók með ásnum og íhugði framhaldið. Tvennt kom til greina: Hann gat einfaldlega spilað hjarta og treyst á 3-3 legu í litn- um. Hinn möguleikinn var að svína strax laufdrottn- ingu og reyna þannig að losa sig við tígulhundinn heima. Þorlákur tók síðari kost- inn, svínaði í laufinu, enda er svíning 50% en 3-3 leg- an aðeins 35,5%. Á hinu borðinu spiluðu NS tvö hjörtu og unnu þrjú. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hagsýnn, skipulagður og metnaðargjarn. Á kom- andi ári verða mikilvægar breytingar í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Gættu þess að ganga ekki á hlut annarra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vertu jákvæður og hlustaðu á það sem aðrir hafa til mál- anna að leggja. Það getur hjálpað þér að finna leið út úr erfiðleikunum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það getur verið gaman að hafa mannaforráð en gættu þess að fara vel með vald þitt. Varastu að láta það stíga þér til höfuðs. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Áður en þú tekur verkefni að þér skaltu ganga úr skugga um til hvers er raunverulega ætlast af þér. Annars kunna einhver atriði að koma í bakið á þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Varastu að láta aðra ráðskast með líf þitt þótt þeir þykist vita betur. Hver er sinnar gæfu smiður og það á jafnt við þig sem aðra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sérkennileg atburðarás kann að verða til þess að þú hljótir loks umbun erfiðis þíns. Láttu þér því hvergi bregða heldur haltu þínu striki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hættu að mikla fyrir þér eig- in vanda. Ef þú lítur í kring- um þig sérðu að margur er mun verr staddur og að þú hefur í raun ástæðu til þess að una glaður við þitt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gættu tungu þinnar því aðrir eiga það til að vera mjög auð- særðir. Reyndu að beina at- hyglinni að björtu hliðum lífs- ins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ef þér finnast hlutirnir of erf- iðir ættirðu að leyfa þeim að gerjast um stund áður en þú freistar þess að gera út um málið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Minniháttar árekstrar geta leitt til margskonar erfiðleika ef þú tekur ekki af skarið og leysir vandann. Vertu óhræddur við djarfar lausnir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að klára það verkefni sem þér hefur verið falið. Rasaðu ekki um ráð fram á lokasprettinum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt oft sé gott að hlusta á sína innri rödd þá getur líka verið gott að líta á fleiri hliðar málsins áður en maður tekur ákvörðun. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT JÓLAFASTA Hægt silast skammdegið áfram með grýlukerti sín hangandi í ufsum myrkursins. Þegar búið er að kveikja vitrast mér tvennskonar stórmerki: gestaspjót kattarins og hringsól gestaflugunnar. Ég hlusta og bíð í ofvæni en það kemur enginn... Jóhannes úr Kötlum. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 6. des- ember, verður áttræð Helga Einarsdóttir, Þorragötu 5, Reykjavík. Helga dvelur er- lendis um helgina með fjöl- skyldu sinni. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 6. des- ember, er fimmtug Rann- veig Ágústa Guðjónsdóttir, Reyrhaga 6, Selfossi, leik- skólastjóri hjá leikskólan- um Árbæ á Selfossi. Rann- veig og eiginmaður hennar, Ólafur Árnason, munu í til- efni þessara tímamóta taka á móti ættingjum og vinum í Félagslundi, Gaulverjabæ, eftir kl. 20 á afmælisdaginn. Ljósmynd: Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst sl. í Hafn- arfjarðarkirkju af sr. Þór- halli Heimissyni þau Kol- brún Dóra Kristinsdóttir og Þór Sigurðsson. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. Ljósmynd: Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. september sl. í Grensáskirkju af sr. Bjarna Karlssyni þau Steinunn Steinþórsdóttir og Þórir Rúnar Geirsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. 1. d4 d5 2. Rf3 e6 3. g3 Bd6 4. Bg2 f5 5. b3 Rf6 6. Ba3 De7 7. Bxd6 cxd6 8. c4 Rbd7 9. O-O b6 10. Rc3 Re4 11. Rb5 Rdf6 12. cxd5 Ba6 13. Dd3 O-O 14. dxe6 Hac8 15. a4 Hc3 16. Dd1 Bxb5 17. axb5 Dxe6 18. d5 Rxd5 Staðan kom upp í þýska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Sebastian Siebrecht (2426) hafði hvítt gegn David Bar- amidze (2390). 19. Rg5! og svartur gafst upp enda liðstap óumflýjan- legt bæði eftir 19... De5 20. f4 og 19... Rxg5 20. Bxd5. Í tilefni af 100 ára afmæli félags- heimilis Ólafsvík- ur og 40 ára af- mæli skákfélagsins fer fram á morgun, 7. desember, skákhátíð Ólafs- víkur. Tefldar verða 4 hraðskákir og 4 at- skákir en nánari upplýsing- ar veitir Tryggvi Óttarsson í tryggvi@fmis.is. Allir skák- áhugamenn eru hvattir til þátttöku en a.m.k. 2-3 stór- meistarar verða á meðal þátttakenda. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadótt- ur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upp- lifun fyrir börn. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laug- ardögum kl. 12.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11- 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglinga- deildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hveragerðiskirkja. Kl. 18 æskulýðs- félagið fer í Skautahöllina. Rúta legg- ur af stað frá kirkjunni kl. 18 og lagt af stað heim kl. 21. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Síðasta sam- veran fyrir jól verður í Víkurskóla laug- ardag 7. des. kl. 11.15-12. Fjölmenn- um. Starfsfólk kirkjuskólans. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Antohony. Aron Cortes leikur á píanó. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Biblíurannsókn og bænastund á fimmtudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Eric Guðmundsson. Biblíurannsókn og bænastund á föstudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Guðný Kristjánsdóttir. Biblíurannsókn og bænastund að Breiðabólstað í Ölfusi á miðvikudög- um kl. 20. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.30. Ræðumaður Brynjar Ólafs- son. Safnaðarstarf Í KVÖLD, föstudaginn 6. desem- ber, verður aðventudagskrá í Sval- barðskirkju og hefst hún kl. 20.30. Börn úr Valsárskóla sýna helgi- leik undir stjórn kennara skólans og aðstoðar kirkjukórinn með söng sínum undir stjórn organistans Hjartar Steinbergssonar. Þá syngur barnakór Valsárskóla undir stjórn Helgu Kvam, og hljóð- færanemendur Helgu flytja tónlist. Sérstakir gestir þessa aðventu- kvölds eru söngvarar í Gospelkór Húsavíkurkirkju og flytja þeir nokkur lög. Þá mun kirkjukórinn syngja nokkur létt jólalög en að- ventukvöldinu lýkur með ljósa- helgileik fermingarbarnanna. Sunnudagskvöldið 8. desember verður aðventukvöld í Grenivík- urkirkju og hefst það kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Bjargar Sigurbjörnsdóttur. Lesin verður jólasaga og börnin úr kirkjuskólanum taka lagið. Þá mun Anna Júlíana Þórólfs- dóttir söngkona flytja jóla- og trúarlög,og leika sjálf undir á gít- ar. Móðir hennar mun syngja með henni í sumum laganna. Þá leika nemendur úr Tónlistaskóla Eyja- fjarðar á hljóðfæri. Ræðumaður kvöldsins er biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson. Í lokin flytja unglingar helgileik- inn „Gefum þeim ljós af okkar ljósi“, og að síðustu fá öll börn í kirkjunni ljós í hönd. Aðventutónleikar í Reyniskirkju í Mýrdal AÐVENTUTÓNLEIKAR verða í Reyniskirkju nk. sunnudag 8. des- ember kl. 20:30. Sigrún Lilja Einarsdóttir frá Þórisholti syngur fallega og þekkta aðventusálma. Organisti er Kristín Björnsdóttir. Fjölmennum á tónleikana. Þeir munu áreiðanlega hjálpa fólki til að komast í gott jólaskap. Sóknarprestur. Ljósamessa í Landakoti Í DAG, föstudaginn 13. desember er Ljósamessa í Landakoti kl. 18. Í almanaki kirkjunnar er 13. des- ember minningardagur heilagrar Lúsíu, meyjar og píslarvotts á Sik- iley (3. öld).Nafnið „Lúsía“ á rót sína að rekja til latneska orðsins „lux“, sem þýðir ljós og birta. Þannig er heilög Lúsía boðberi ljóssins þegar myrkur skammdeg- isins eykst. Samkvæmt gömlum hefðum er sérstök messa haldin í aðventu sem kölluð er „ljósa- messa“. Slökkt er á öllum raf- magnsljósum og kirkjugestir eru með kerti í hendi alla messuna. Að messu lokinni er öllum boðið upp á kaffi, heitt súkkulaði og smá- kökur í safnaðarheimilinu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Svalbarðskirkja Aðventukvöld á Svalbarði og Grenivík LOUISE, sem er 52 ára, óskar eftir íslenskum pennavini. Hún hefur áhuga á málun, tónlist, útiveru, fuglum, blómum og ferða- lögum. Louise Westberg, Tegelbruksgatan 9, S-632 28 Eskilstuna, Sweden. ALBERTO óskar eftir ís- lenskum pennavinum á aldr- inum 17-18 ára. Hann skrif- ar á ensku. Alberto Codorin, Via Puccini 7/B, 31021 Mogciano Veneto, Treviso, Italy. VERONIQUE, sem er fædd 1960, vill skrifast á við konur á ensku eða frönsku. Veronique Mongin, 14 Rue de Strasbourg, 92600 Asnieres-Sur- Seine, France. Pennavinir Spariskór Bankastræti 11 • sími 551 3930 Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.