Morgunblaðið - 06.12.2002, Síða 65

Morgunblaðið - 06.12.2002, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 65 DAGBÓK AFMÆLISHÁTÍÐ Bridsfélags Reykjavíkur lauk á sunnudag með op- inni sveitakeppnni. Tutt- ugu sveitir tóku þátt í mótinu og voru spilaðar 7 umferðir af 8 spila leikum og raðað eftir stöðu (Mon- rad). Subarusveitin vann með miklum yfirburðum, fékk samtals 145 stig, eða tæpt 21 stig að jafnaði úr leik. Í sveit Subaru spila Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörg- ensen og Sverrir Ár- mannsson. Jón og Þorlák- ur unnu tvímenninginn á laugardeginum, svo þetta var sigursæl helgi hjá þeim félögum. Hér er spil með Jóni og Þorláki úr sveitakeppn- inni: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ K106 ♥ D ♦ 743 ♣ÁD7532 Vestur Austur ♠ 83 ♠ Á542 ♥ K1096 ♥ 87 ♦ KG9 ♦ D8652 ♣K864 ♣G10 Suður ♠ DG97 ♥ ÁG5432 ♦ Á10 ♣9 Spilið kom upp í næst síðustu umferð og voru Jón og Þorlákur í NS gegn Sveini R. Þorvaldssyni og Gísla Steingrímssyni: Vestur Norður Austur Suður Sveinn Jón Gísli Þorlákur -- -- Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu ! Pass Pass Pass Stökk Jóns í fjögur hjörtu er frumlegt og vel heppnað. Hann mat stöð- una svo að geim í grandi væri langsótt, en fjögur hjörtu gætu unnist ef makker ætti góðan tromp- lit. Sveinn kom út með spaðaáttu, Þorlákur stakk upp kóng, sem Gísli drap og skipti yfir í tígul. Þor- lákur tók með ásnum og íhugði framhaldið. Tvennt kom til greina: Hann gat einfaldlega spilað hjarta og treyst á 3-3 legu í litn- um. Hinn möguleikinn var að svína strax laufdrottn- ingu og reyna þannig að losa sig við tígulhundinn heima. Þorlákur tók síðari kost- inn, svínaði í laufinu, enda er svíning 50% en 3-3 leg- an aðeins 35,5%. Á hinu borðinu spiluðu NS tvö hjörtu og unnu þrjú. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hagsýnn, skipulagður og metnaðargjarn. Á kom- andi ári verða mikilvægar breytingar í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Gættu þess að ganga ekki á hlut annarra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vertu jákvæður og hlustaðu á það sem aðrir hafa til mál- anna að leggja. Það getur hjálpað þér að finna leið út úr erfiðleikunum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það getur verið gaman að hafa mannaforráð en gættu þess að fara vel með vald þitt. Varastu að láta það stíga þér til höfuðs. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Áður en þú tekur verkefni að þér skaltu ganga úr skugga um til hvers er raunverulega ætlast af þér. Annars kunna einhver atriði að koma í bakið á þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Varastu að láta aðra ráðskast með líf þitt þótt þeir þykist vita betur. Hver er sinnar gæfu smiður og það á jafnt við þig sem aðra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sérkennileg atburðarás kann að verða til þess að þú hljótir loks umbun erfiðis þíns. Láttu þér því hvergi bregða heldur haltu þínu striki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hættu að mikla fyrir þér eig- in vanda. Ef þú lítur í kring- um þig sérðu að margur er mun verr staddur og að þú hefur í raun ástæðu til þess að una glaður við þitt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gættu tungu þinnar því aðrir eiga það til að vera mjög auð- særðir. Reyndu að beina at- hyglinni að björtu hliðum lífs- ins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ef þér finnast hlutirnir of erf- iðir ættirðu að leyfa þeim að gerjast um stund áður en þú freistar þess að gera út um málið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Minniháttar árekstrar geta leitt til margskonar erfiðleika ef þú tekur ekki af skarið og leysir vandann. Vertu óhræddur við djarfar lausnir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að klára það verkefni sem þér hefur verið falið. Rasaðu ekki um ráð fram á lokasprettinum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt oft sé gott að hlusta á sína innri rödd þá getur líka verið gott að líta á fleiri hliðar málsins áður en maður tekur ákvörðun. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT JÓLAFASTA Hægt silast skammdegið áfram með grýlukerti sín hangandi í ufsum myrkursins. Þegar búið er að kveikja vitrast mér tvennskonar stórmerki: gestaspjót kattarins og hringsól gestaflugunnar. Ég hlusta og bíð í ofvæni en það kemur enginn... Jóhannes úr Kötlum. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 6. des- ember, verður áttræð Helga Einarsdóttir, Þorragötu 5, Reykjavík. Helga dvelur er- lendis um helgina með fjöl- skyldu sinni. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 6. des- ember, er fimmtug Rann- veig Ágústa Guðjónsdóttir, Reyrhaga 6, Selfossi, leik- skólastjóri hjá leikskólan- um Árbæ á Selfossi. Rann- veig og eiginmaður hennar, Ólafur Árnason, munu í til- efni þessara tímamóta taka á móti ættingjum og vinum í Félagslundi, Gaulverjabæ, eftir kl. 20 á afmælisdaginn. Ljósmynd: Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst sl. í Hafn- arfjarðarkirkju af sr. Þór- halli Heimissyni þau Kol- brún Dóra Kristinsdóttir og Þór Sigurðsson. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. Ljósmynd: Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. september sl. í Grensáskirkju af sr. Bjarna Karlssyni þau Steinunn Steinþórsdóttir og Þórir Rúnar Geirsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. 1. d4 d5 2. Rf3 e6 3. g3 Bd6 4. Bg2 f5 5. b3 Rf6 6. Ba3 De7 7. Bxd6 cxd6 8. c4 Rbd7 9. O-O b6 10. Rc3 Re4 11. Rb5 Rdf6 12. cxd5 Ba6 13. Dd3 O-O 14. dxe6 Hac8 15. a4 Hc3 16. Dd1 Bxb5 17. axb5 Dxe6 18. d5 Rxd5 Staðan kom upp í þýska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Sebastian Siebrecht (2426) hafði hvítt gegn David Bar- amidze (2390). 19. Rg5! og svartur gafst upp enda liðstap óumflýjan- legt bæði eftir 19... De5 20. f4 og 19... Rxg5 20. Bxd5. Í tilefni af 100 ára afmæli félags- heimilis Ólafsvík- ur og 40 ára af- mæli skákfélagsins fer fram á morgun, 7. desember, skákhátíð Ólafs- víkur. Tefldar verða 4 hraðskákir og 4 at- skákir en nánari upplýsing- ar veitir Tryggvi Óttarsson í tryggvi@fmis.is. Allir skák- áhugamenn eru hvattir til þátttöku en a.m.k. 2-3 stór- meistarar verða á meðal þátttakenda. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadótt- ur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upp- lifun fyrir börn. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laug- ardögum kl. 12.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11- 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglinga- deildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hveragerðiskirkja. Kl. 18 æskulýðs- félagið fer í Skautahöllina. Rúta legg- ur af stað frá kirkjunni kl. 18 og lagt af stað heim kl. 21. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Síðasta sam- veran fyrir jól verður í Víkurskóla laug- ardag 7. des. kl. 11.15-12. Fjölmenn- um. Starfsfólk kirkjuskólans. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Antohony. Aron Cortes leikur á píanó. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Biblíurannsókn og bænastund á fimmtudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Eric Guðmundsson. Biblíurannsókn og bænastund á föstudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Guðný Kristjánsdóttir. Biblíurannsókn og bænastund að Breiðabólstað í Ölfusi á miðvikudög- um kl. 20. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.30. Ræðumaður Brynjar Ólafs- son. Safnaðarstarf Í KVÖLD, föstudaginn 6. desem- ber, verður aðventudagskrá í Sval- barðskirkju og hefst hún kl. 20.30. Börn úr Valsárskóla sýna helgi- leik undir stjórn kennara skólans og aðstoðar kirkjukórinn með söng sínum undir stjórn organistans Hjartar Steinbergssonar. Þá syngur barnakór Valsárskóla undir stjórn Helgu Kvam, og hljóð- færanemendur Helgu flytja tónlist. Sérstakir gestir þessa aðventu- kvölds eru söngvarar í Gospelkór Húsavíkurkirkju og flytja þeir nokkur lög. Þá mun kirkjukórinn syngja nokkur létt jólalög en að- ventukvöldinu lýkur með ljósa- helgileik fermingarbarnanna. Sunnudagskvöldið 8. desember verður aðventukvöld í Grenivík- urkirkju og hefst það kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Bjargar Sigurbjörnsdóttur. Lesin verður jólasaga og börnin úr kirkjuskólanum taka lagið. Þá mun Anna Júlíana Þórólfs- dóttir söngkona flytja jóla- og trúarlög,og leika sjálf undir á gít- ar. Móðir hennar mun syngja með henni í sumum laganna. Þá leika nemendur úr Tónlistaskóla Eyja- fjarðar á hljóðfæri. Ræðumaður kvöldsins er biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson. Í lokin flytja unglingar helgileik- inn „Gefum þeim ljós af okkar ljósi“, og að síðustu fá öll börn í kirkjunni ljós í hönd. Aðventutónleikar í Reyniskirkju í Mýrdal AÐVENTUTÓNLEIKAR verða í Reyniskirkju nk. sunnudag 8. des- ember kl. 20:30. Sigrún Lilja Einarsdóttir frá Þórisholti syngur fallega og þekkta aðventusálma. Organisti er Kristín Björnsdóttir. Fjölmennum á tónleikana. Þeir munu áreiðanlega hjálpa fólki til að komast í gott jólaskap. Sóknarprestur. Ljósamessa í Landakoti Í DAG, föstudaginn 13. desember er Ljósamessa í Landakoti kl. 18. Í almanaki kirkjunnar er 13. des- ember minningardagur heilagrar Lúsíu, meyjar og píslarvotts á Sik- iley (3. öld).Nafnið „Lúsía“ á rót sína að rekja til latneska orðsins „lux“, sem þýðir ljós og birta. Þannig er heilög Lúsía boðberi ljóssins þegar myrkur skammdeg- isins eykst. Samkvæmt gömlum hefðum er sérstök messa haldin í aðventu sem kölluð er „ljósa- messa“. Slökkt er á öllum raf- magnsljósum og kirkjugestir eru með kerti í hendi alla messuna. Að messu lokinni er öllum boðið upp á kaffi, heitt súkkulaði og smá- kökur í safnaðarheimilinu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Svalbarðskirkja Aðventukvöld á Svalbarði og Grenivík LOUISE, sem er 52 ára, óskar eftir íslenskum pennavini. Hún hefur áhuga á málun, tónlist, útiveru, fuglum, blómum og ferða- lögum. Louise Westberg, Tegelbruksgatan 9, S-632 28 Eskilstuna, Sweden. ALBERTO óskar eftir ís- lenskum pennavinum á aldr- inum 17-18 ára. Hann skrif- ar á ensku. Alberto Codorin, Via Puccini 7/B, 31021 Mogciano Veneto, Treviso, Italy. VERONIQUE, sem er fædd 1960, vill skrifast á við konur á ensku eða frönsku. Veronique Mongin, 14 Rue de Strasbourg, 92600 Asnieres-Sur- Seine, France. Pennavinir Spariskór Bankastræti 11 • sími 551 3930 Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.