Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TÍBESK mannréttindasamtök hafa fordæmt harðlega dauða- dóm yfir tveimur Tíbetum í Kína en þeir voru sakaðir um að hafa rekið áróður fyrir að- skilnaði og staðið fyrir þremur sprengitilræðum. Samtökin, sem hafa aðsetur í indversku borginni Dharamsala, hafa hvatt Sameinuðu þjóðirnar og erlendar ríkisstjórnir til að tala máli mannanna og þau benda á, að þótt dauðadæmdir menn í Kína geti áfrýjað dómnum, þá hafi það aldrei borið árangur. IKEA beitt fjárkúgun HOLLENSKA dagblaðið De Telegraaf sagði í gær, að sprengjurnar, sem fundust í tveimur IKEA-verslunum í Hollandi, væru tengdar til- raunum glæpamanna til að kúga fé út úr fyrirtækinu. Tals- maður þess vildi þó ekki við það kannast en sagði, að það væri ekkert nýtt, að því bærust alls kyns hótanir. Í blaðinu sagði, að glæpamennirnir hefðu hótað IKEA nokkrum sinnum áður en þeir komu sprengjunum fyr- ir. Átta af tíu IKEA-verslunum í Hollandi voru opnar í gær en hins vegar var annarri af tveimur IKEA-verslunum í Búdapest í Ungverjalandi lok- að vegna sprengjuhótunar. Reyndist hún vera gabb. Ne Win látinn NE Win, fyrrverandi einræð- isherra í Burma eða Myanmar, lést í gær en hann stjórn- aði landi sínu með harðri hendi í aldarfjórð- ung og skildi við það gjald- þrota. Hafði hann verið í stofufangelsi síðan tengdason- ur hans og þrír dóttursynir voru handteknir í mars síðast- liðnum en þeir voru sakaðir um að ætla að steypa herforingja- stjórninni í landinu. Voru þeir dæmdir til dauða í september. Sangatte-búð- um lokað FJÖRUTÍU íraskir Kúrdar og Afganar komu í gær til Bret- lands frá hinum umdeildu Sangatte-búðum í Frakklandi og von var á 1.000 manns til viðbótar. Var um það samið er Bretar og Frakkar urðu ásáttir um að loka búðunum. Búist er við, að auðvelt verði að útvega fólkinu vinnu þar sem skortur er á vinnuafli í hótel-, mötu- neyta- og matvælaiðnaði í Bretlandi. Í Sangatte-búðun- um voru 4.800 manns og munu Frakkar annast afganginn. Skæruverkföll í Þýskalandi ÞÚSUNDIR opinberra starfs- manna í Þýsklandi lögðu niður vinnu um stund í gær til að leggja áherslu á kröfur sínar um hærri laun. Eru kröfur stéttarfélaga þeirra þær, að launin verði hækkuð um 3% og búið verði að jafna launamun á milli Vestur- og Austur-Þýska- lands árið 2007. Búist er við fleiri skæruverkföllum á næst- unni. STUTT Dauðadóm- ar í Kína Ne Win OLÍA sést hér leka úr olíuskipinu Prestige á neðansjávarmynd sem spænska strandgæslan lét fjölmiðlum í té í gær. Olíuskipið liggur á botni Atlantshafsins, á 3,5 km dýpi, um 130 sjómílur undan norðvest- urströnd Spánar. Lekinn hefur valdið mikilli mengun á ströndum Gal- isíu á Spáni og óttast er að olíubrákir frá skipinu berist einnig að ströndum Portúgals og Frakklands. Reuters Olíuleki í Atlantshafi SADDAM Hussein, forseti Íraks, hvatti í gær þjóðina til að leggjast ekki gegn vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna vegna þess að starf liðs- manna þess gæfi Írökum gott tæki- færi til að afsanna fullyrðingar Bandaríkjamanna um að stjórn hans réði enn yfir gereyðingavopnum. Hann þakkaði þjóð sinni fyrir að taka eftirlitinu með „göfugri þolin- mæði“. Forsetinn sagðist hafa samþykkt eftirlitið til að „koma í veg fyrir að þjóð okkar verði fyrir árás“ Banda- ríkjamanna. Ummæli hans og sátt- fýsi eru í algjörri mótsögn við orð varaforseta Íraks, Taha Yassin Ramadan, á miðvikudag sem sakaði eftirlitsmennina um að vera njósn- ara á vegum Bandaríkjamanna og Ísraela. Sagði hann að sú ákvörðun eftirlitsmanna að rannsaka eina af höllum Saddams hefði verið ögrun og markmiðið að fá Íraka til að neita þeim um aðgang og þá hefði verið fengin tylliástæða fyrir hernaðar- árás. Í ályktun SÞ um vopnaeftirlit er tekið fram að hallirnar, sem eru margar geysistórar, séu ekki undan- skildar. Ramadan er þekktur fyrir að vera hvassyrtur þegar hann gagn- rýnir andstæðinga stjórnar Sadd- ams. „Ómerkileg harðstjórn“ í Washington Ummæli Íraksforseta féllu í ræðu sem hann hélt á fundi með forystu- mönnum Baath-flokksins og íraska hersins í upphafi þriggja daga trúarhátíðar, Eid al-Fitr. Hann sagði að stjórnvöld í Washington stæðu fyrir „óréttlátri, hrokafullri og ómerkilegri bandarískri harðstjórn“. Saddam segir eftirlit gott &'() *+,+) - -. / ' (( )*  )  + '   *   ( -. /      0 12 2 78%     /-       75% 7  9  :  8% 5% $ ;<   7 $% #%        0! 3 4 Íraksforseti kemur á óvart Bagdad. AP, AFP. FÓLKI sem ferðast til Rúss- lands stendur nú til boða að upplifa „sovézka stemmningu“ með því að gista í gúlag-fanga- búðum frá Stalíns-tímanum, eftir því sem rússneska dag- blaðið Kommersant greinir frá. Rússar fá enn flestir hroll er þeir heyra minnzt á Perm- þrælkunarbúðirnar í Úralfjöll- um, en nú geta ferðamenn val- ið að gista eina nótt eða fleiri í búðunum, borða þar fangamat og lifa sig inn í hlutskipti póli- tískra fanga í Sovétríkjunum sálugu. Perm-þrælkunarbúðirnar voru teknar í notkun árið 1946. Meðal manna sem þar var haldið föngnum – og lifðu vistina af – fram að lokun búð- anna árið 1987 voru mannrétt- indafrömuðurinn Sergei Kov- alev og Nahtan Sharanský, núverandi aðstoðarforsætis- ráðherra Ísraels. Ferða- menn í gúlagið Moskvu. AFP. HÁLFGERT neyðarástand er í Noregi vegna orkuskorts og hafa stjórnvöld beðið landsmenn að spara rafmagnið, sem verður sí- fellt dýrara, með öllu móti. Ástæð- an er óvenjulítil úrkoma og staðan að því leyti verri nú en í raf- orkukreppunni í landinu 1996. Kom þetta fram í Aftenposten og öðrum norskum fjölmiðlum í fyrra- dag. „Slökkvið ljósin og lækkið hit- ann í herbergjum, sem ekki er ver- ið í. Þeir, sem það geta, eiga að kynda upp með eldivið og á verk- stæðum og í mörgum iðnfyrirtækj- um er best að nota olíukyndingu í stað rafmagns. Á skrifstofum verð- ur að slökkva öll ljós á nóttunni.“ Þannig er boðskapurinn frá Einari Steensnæs orkuráðherra og hann segir, að áætlanir um rafmagns- skömmtun liggi fyrir í ráðuneyt- inu. Til þeirra verði þó ekki gripið fyrr en í síðustu lög. Noregur er þriðja mesta olíuútflutningsland í heimi en raforkuframleiðslan fer að langmestu leyti fram í vatns- orkuverum. Vatnsstaðan hjá þeim er nú 20% verri en í meðalári og fátt bendir til þess í svipinn, að hún muni skána á næstunni. Allt að 45% verð- hækkun á næstunni Orkuskorturinn veldur því, að raforkuverðið hefur hækkað upp úr öllu valdi og og í síðustu samn- ingum orkuveitna við framleiðend- ur er gert ráð fyrir allt að 45% verðhækkun á næstu vikum. Eini vonarneistinn er sá, að Norðmenn, sem eru sagðir ein- hverjir mestu raforkubruðlarar í heimi, sjái að sér og hætti óþarfa orkueyðslu. Það gæti breytt ástandinu á skömmum tíma og orðið til að lækka verðið. Mikill raforku- skortur í Noregi Áætlanir um skömmtun liggja fyrir SAEB Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, hafnar tillögu Ar- iels Sharons, forsætisráðherra Ísr- aels, um stofnun sjálfstæðs Palest- ínuríkis á innan við helmingi lands á Vesturbakkanum og þrem fjórðu Gaza-svæðisins. „Palestínumenn vilja frið, en ekki sama hvað það kostar,“ sagði Erekat. Sharon lagði tillögu sína fram á miðvikudaginn og var hún í sam- ræmi við tillögur Bandaríkjastjórnar um frið í Miðausturlöndum. En Sharon gerði það að skilyrði að Yass- er Arafat Palestínuleiðtogi léti af völdum. „Kosningabrella“ Bæði ísraelski Verkamannaflokk- urinn og hægriöfgamenn höfnuðu til- lögu Sharons. Sagði Amram Mitzna, formaður Verkamannaflokksins, að tillagan væri kosningabrella af hálfu Sharons. Hægrimaðurinn Effi Eit- am, sem er ráðherra án ráðuneytis í ríkisstjórn Sharons, sagði að tillagan „jafngilti uppgjöf fyrir hryðjuverka- mönnum“. Hafna tillögu Sharons Jerúsalem. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.