Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 53 ÞANN 25. maí sl. sögðu kjósendur í Borgarbyggð álit sitt á framboðum og málefnum í lögbundnum bæjar- og sveitarstjórnarkosningum eins og aðrir landsmenn. Vilji kjósenda var skýr og sjálfstæðismenn hlutu afger- andi góða kosningu og bættu við sig tveimur mönnum. Sjálfstæðismenn eru nú með fjóra bæjarfulltrúa af níu í Borgarbyggð. Forysta framsóknarmanna í Borgarbyggð sætti sig ekki við dóm kjósenda og gerði allt til að ógilda kosningarnar og knýja fram endur- kosningu. Það tókst þeim að lokum eftir að hafa farið með málið fyrir þrjú dómstig þ.e. kjörnefnd, félags- málaráðuneyti og hæstarétt. Flokkshagsmunir framsóknar taldir mikilvægari Ekki verður annað sagt um fram- göngu forystu framsóknarmanna í Borgarbyggð í þessu máli, en að þar hafi þröngir flokkshagsmunir verið látnir ganga fyrir hagsmunum íbúa sveitarfélagsins. Þegar forystumenn framsóknar í Borgarbyggð gerðu sér grein fyrir því að þeir höfðu ekki að- eins tapað kosningunum fyrir sjálf- stæðismönnum heldur töpuðu þeir einnig hlutkesti fyrir Borgarbyggð- arlistanum gerðu þeir allt sem þeir gátu til að hnekkja þeirri niðurstöðu. Benda skal á að ágreiningsefnið laut upphaflega að úrslitum kosninganna en ekki framkvæmd þeirra. Þessi framganga þeirra mun kosta sveitar- félagið og íbúa þess milljónir króna. Um hvað verður kosið? En um hvað verður kosið þann 7. des. n.k., rúmum sex mánuðum eftir „síðustu“ kosningar? Verður kosið um framgöngu for- ystumanna Framsóknarflokksins í Borgarbyggð í ógildingu kosning- anna frá 25. maí? Eða verður kosið um framgang mála og starf á vettvangi bæjar- stjórnar þessa sex mánuði? Það mun að sjálfsögðu verða ákvörðun kjósenda. Hagsmunir Borgarbyggðar Við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn og í nefndum á vegum bæjarfélags- ins höfum unnið af krafti við fram- gang okkar stefnumála og erum tilbúin að gera það áfram. En umfram allt munum við virða úrslit kosninganna hver sem þau verða, með hagsmuni Borgarbyggð- ar að leiðarljósi. Eftir Helgu Halldórs- dóttur, Bjarka Þor- steinsson, Ásbjörn Sigurgeirsson og Magnús Guðjónsson „Við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn og í nefnd- um á vegum bæjar- félagsins höfum unnið af krafti við framgang okkar stefnumála og er- um tilbúin að gera það áfram.“ Höfundar eru bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna í Borgarbyggð. Bjarki Helga Magnús Um hvað verður kosið í Borgar- byggð 7. desember? Ásbjörn maður nokkur birti t.d. kort með væntanlegu uppistöðulóni við Norð- lingaöldu. Hann gaf sér þær forsend- ur að lónið hefði áhrif fleiri km út frá bökkum þess og smurði þessum hug- arórum sínum síðan yfir kortið þann- ig að fyrir leikmann var þetta eins og öll Þjórsárver færu á kaf. Staðreynd- in er sú að rúmlega 1% gróðurs innan friðlandsins fer undir vatn, en samt er talað um að verið sé að drekkja svæð- inu. Þessar fullyrðingar ganga alls ekki upp í mínum huga þegar tæp 99% gróðurlendis er ósnert. Þessir öfgamenn hvetja sem flesta til að kæra þessa virkjun þó viðkom- andi einstaklingar hafi enga þekkingu á málinu né forsendur fyrir kæru. Það virðist ekki skipta þetta fólk neinu máli þó þetta athæfi kosti okkur skattgreiðendur tugi ef ekki hundruð milljóna króna. Á sama tíma er látið óátalið allt annað jarðrask hér á Ís- landi. Hvort sem það er vegna bygg- ingaframkvæmda, vegagerðar, flóða- varna eða ofbeitar. Mér stendur ógn af þessum kross- förum sem berjast gegn skynsam- legri nýtingu á náttúruauðlindum Ís- lands og láta eins og mannskepnan sé réttlaus aðskotahlutur í umhverfinu. Þetta er ekki aðeins ógn við íslenska velferð dagsins í dag heldur er þetta ógn við framtíð barna minna. Þetta er miskunnarlaus heimur. Það er enginn stóribróðir sem mun birtast með fullar hendur fjár til að bjarga okkur ef öfgafullum umhverf- issinnum tekst að breyta Íslandi í Argentínu norðursins. Umheimurinn mun yppa öxlum, alveg eins og við gerum þegar við heyrum af hræðilegu efnahagsástandi og fátækt þar. Í landi sem fyrir skemmstu var talið það ríkasta í Suður Ameríku. Það mesta sem við getum gert okk- ur von um er að góðhjartaðir einstak- lingar út í heimi setji nokkrar evrur eða dollara í bauk handa bágstöddum á Íslandi. Umhverfisvernd, virkjanir og stór- iðja eiga samleið, enda skapa þær nauðsynlegar undirstöðutekjur þess tæknivædda velferðarríkis sem flesta dreymir um. Höfundur er rafiðnaðarmaður og áhugamaður um umhverfisvernd. gengilegur listhluturinn er sem skell- ur á skynfærunum, má vera að við nennum ekki að gefa neinu gaum sem hafa þarf fyrir. En það er hægt að gera fegurðina aðgengilega og færa hana nær fólki á fleiri en einn hátt. Við erum þannig gerð að okkur finnst það fallegt og aðgengilegt sem okkur hefur verið kennt að meta, hvort sem við kenndum okkur það sjálf eða ein- hverjir aðrir sáu um menntunina. Ljóð eiga greiðan aðgang að börnum og þeim finnst gaman að yrkja, af hverju gerum við okkur ekki meiri mat úr því? Vissulega getur það verið togstreita að elska ljóð á þann hátt að maður vilji helst sitja í einrúmi og njóta þeirra – eða yrkja þau – en renna jafnframt blóðið til skyldunnar og finnast að maður eigi að vera „þarna úti“ að útbreiða fagnaðarer- indið. En það er það sem ljóðskáld og ljóðlesendur þurfa að gera. Þeir þurfa að berjast fyrir því að fólk sé alið upp í samneyti við ljóð og upphugsa leiðir að markinu. Til hvers? Er ekki allt í lagi að ljóðið drepist í kyrrþey? Nei, það er ekki allt í lagi. Ljóð er ekki sér- tækt áhugamál á borð við að safna gosflöskutöppum. Ljóð er eitt þeirra tjáningarforma sem fegra líf okkar. Það er vinur okkar þegar okkur líður illa, svarar þörf okkar fyrir fegurð og gleðst með okkur. Það hreyfir við okkur og er virk andspyrna gegn flat- neskju. Þess vegna verðum við að bretta upp ermar og berjast fyrir til- vist ljóðsins, eða eins og dönskukenn- ari nokkur sagði við mig um daginn: Það er spurning um líf eða dauða að kunna Norðurlandamál og ég hlusta ekki á það að danska sé leiðinleg! Ljóðskáld láta sér fátt óviðkom- andi, ég trúi því ekki að þau standi á aftökupallinum og bíði þess að ljóðið verði afhausað án þess að hreyfa legg eða lið. Ljóðið þarfnast sinna prinsa á hvítum hestum og þótt hófadynurinn sé enn í fjarska þá segir lögmálið: hann hlýtur að nálgast. Höfundur er ritstjóri. Skart og perlur Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 561 4500 Stangaveiðihandbókin svarar öllum helstu spurningum veiði- mannsins um veiðiár og veiðivötn. Jafnt fyrir þaulvana veiðimenn sem byrjendur. Fjöldi mynda og korta. Metsö lubók sumars ins 2. prentun Í Fátæku fólki segir Tryggvi Emilsson ótrúlega örlagasögu sína. Betri kostur – kjötréttir geymir úrval uppskrifta að ljúffeng- um réttum sem allir eru í samræmi við manneldismarkmið Manneldisráðs. „Óhætt er að fullyrða að æviminningar Tryggva Emilssonar séu með merkustu ævisögum sem gefnar hafa verið út ...“ GÁG Sönn örlagasaga Hollt og gott Hálendishandbókin hefur slegið í gegn hjá öllu áhugafólki um náttúru Íslands. „Mæla má eindregið með bók þessari handa þeim sem vilja kynnast öræfa- slóðum.“ ÁHB í Mbl. Metsö lubók! Gjöf veiðimannsins Bókin í jeppann Suðurlandsbraut 10 • 108 Reykjavík Sími 533-6010 • skerpla@skerpla.is 12. sæti á metsölulista DV Verð 599 kr. Aðeins í Hagkaupum! Endurútgefin í kilju 4. prentun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.