Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 25
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 25 GAMLA húsnæði Bókasafns Kópa- vogs að Fannborg 3 – 5 verður að hluta til breytt í félagslegar íbúð- ir en hluti þess verður seldur. Þetta var samþykkt á fundi bæj- arráðs í síðustu viku og hefur tæknideild bæjarins verið falið að undirbúa útboð vegna breyting- anna. Eftir að Bókasafnið flutti í nýtt húsnæði að Hamraborg, við hlið Salarins, hefur eldra húsnæðið að Fannborg staðið að mestu ónotað að undanskildum kjallaranum sem hefur verið notaður að hluta sem geymsluhúsnæði fyrir bókasafnið og listasafnið. Í bréfi bæjarverkfræðings og félagsmálastjóra til bæjarráðs segir að embættismenn hafi að undanförnu kannað möguleika á nýtingu húsnæðisins. Kjallarinn verði áfram notaður sem geymsluhúsnæði en hægt væri að nýta fyrstu hæð hússins í þágu starfsemi bæjarins eða selja það. Kemur fram að mikil þörf sé fyrir félagslegar leiguíbúðir í bænum og staðsetning leiguíbúða að Fannborg 3 – 5 væri heppileg með tilliti til allrar þjónustu. Slík- ar íbúðir myndu gagnast bæði fyrir eldri hjón og barna- fjölskyldur. Tvær íbúðirnar of stórar Þá segir að hægt væri að breyta fyrstu hæðinni í fjórar íbúðir en tvær þeirra myndu ekki henta þar sem þær yrðu of stórar eða í kring um 130 fermetrar. Hinar tvær, sem yrðu um 104 fer- metrar að stærð, yrðu hins vegar heppilegar. Er því lagt til að hafinn verði undirbúningur fyrir útboð á gerð tveggja 104 fermetra íbúða sam- hliða því sem boðin yrðu út kaup á hinu rýminu til frjálsrar ráð- stöfunar. Kemur fram að þar geti verið hvort sem er íbúðir eða skrifstofur og hafa verið gerðar frumhugmyndir að báðum kost- unum. Sem fyrr segir samþykkti bæj- arráð þessa tillögu og fól tækni- deild bæjarins að undirbúa útboð á breytingum húsnæðisins. Félagslegar íbúðir komi í gamla bókasafnið Morgunblaðið/Jim Smart Tvær félagslegar íbúðir verða innréttaðar í gamla húsnæði Bókasafns Kópavogs en hluti þess verður seldur. Kópavogur alltaf á föstudögum Þú sparar kr. 6.590 Kynntu þér tilboðin! Spennandi bökunar- tilboð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.